Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 Linneaus- garðurinn Lesendur þessa þáttar vita sjálf- sagt flestir nokkur deili á Garð- yrkjufélagi íslands. Það er meðal elstu áhugamannafélaga landsins, liðlega 100 ára. Eins og að líkum lætur er ýmislegt í starfsemi svo gamals félags í föstum skorðum, segja má að komin sé hefð fyrir ákveðnum þáttum starfseminnar. En jafnframt er stöðugt fítjað upp á ýmsu, sem ekki hefur verið reynt áður. í vor var farið í fyrstu garða- skoðun erlendis á vegum félagsins. Þar sem laukblómin setja mikinn svip á garða á vorin varð Holland, land blómlaukanna, fyrir valinu. En hamingjan sanna, við sáum sannarlega margt annað en lauk- blóm. Ferðaskrifstofan Atlantic sá um „veraldlegu" hliðina, gott hótel, bíl og leiðsögn. Vegna eigin sambanda í Hollandi kynntumst við Jan van Dijk, formanni lítils garðyrkju- klúbbs í Weesp, smábæ skammt frá Amsterdam og hann og með- stjómendur hans í klúbbnum, Daan Bouhuys og Martje Brugman opn- uðu fyrir okkur ýmsar dyr og sýndu margt sem hinn almenni ferðalang- ur kynnist ekki. Meðal þess sem við skoðuðum var Linneaus-garðurinn í Weesp. Garðurinn er nefndur eftir hinum heimsfræga sænska grasafræðingi Linné, sem lagði stund á grasa- fræði í Amsterdam og var doktor frá frjálsa háskólanum í Amster- dam, en þar skoðuðum við líka fallegan grasagarð. Linneaus-garðurinn er einn af bæjargörðum Amsterdamborgar, en hollensku bæjargarðamir eru byggðir upp á mjög skemmtilegan hátt. Bæjargarða má rekja aftur á 19. öld þegar fátækt og fæðuskort- ur var algengur í Evrópu. Fjöl- skyldur gátu fengið úthlutað smáreitum í útjaðri bæjanna til að rækta grænmeti svo frekar væri unnt að draga fram lífíð. Vinna í garðholunni bættist við langan vinnudag húsbóndans. Eftir því sem tímar hafa liðið, hefur þessi ræktun breyst. Leigjendur svæð- anna bundust samtökum og lands- samtök bæjagarða voru stofnuð 1928. Eftir því sem tómstundir fólks hafa aukist og framboð á Úr Linneaus-garðinum, einum af bæjargörðum Amsterdam ódýru grænmeti hefur vaxið, hafa flestir bæjagarðamir breytt um svip, breyst úr grænmetisgarði í skrúðgarð, þar sem fjölskyldan öli dvelst og stundar ræktunarstörf sér til ánægju og heilsubótar en ekki til að framfleyta sér. Bæjagarðar eru fastur liður í skipulagi flestra stærri borga í Hollandi. í heildarskipulagi borg- anna er gert ráð fyrir „grænu belti" umhverfis þær, þar sem skiptast á útivistarsvæði, hefð- bundnir opinberir garðar og bæjargarðar. Sveitarfélagið skipu- leggur bæjargarðana, leggur stíga og lagnir, en félag garðeigenda annast allt viðhald. Bæjargarðamir eru opnir almenningi á sumrin og getur hver sem er gengið þar um og dvalist á sameiginlegum opnum svæðum. Linneaus-garðurinn er einn lið- lega 30 garðsvæða í eigu Amsterd- ambúa og stjórn garðsins bauð okkur í skoðunarferð um garðinn á sunnudagssíðdegi í byijun maí. Hver garðeigandi hefur yfír að ráða um 300 m2 landssvæði og þar má reisa hús allt að 28 m2. í húsunum má dvelja næturlangt á tímabilinu 1. apríl til 1. október en aðeins um helgar á vetrum og þá er lokað fyrir sameiginlegt vatn og orku. Þessi ákvæði stafa m.a. af hús- næðisskortinum, en garðasvæðin eiga ekki að verða fastir bústaðir. Ákvæði eru um ræktun á þeim reitum, sem úthlutað er, ávaxtatré, kryddjurtir og smávaxið grænmeti er í hveijum garði, en í raun er þetta skrúðgarðasvæði og ríkt gengið eftir að fólk rækti garðinn sinn. Við eigendaskipti eru húsin metin og stjóm garðsins annast sölu þeirra en þau ganga ekki kaupum og sölum á almennum markaði. Gönguferðin um garðinn var mjög ánægjuleg, allt áberandi snyrt og vel við haldið og fjöl- breytnin ótrúleg. Okkur var boðið inn í eitt húsið, sem hefði sómt sér vel sem sumarbústaður í íslenskri sveit. Að skoðunarferð iokinni voru okkur bomar veitingar í félags- heimilinu, glæsilegri byggingu, sem hefur verið reist í sjálfboðaliða- vinnu, en vinnuskylda hvílir á hveijum garði, 7x3 klst. á hús- bónandum en 1x3 klst. á húsmóð- urinni, en flestir vinna miklu meira, einkum konumar. Loks vomm við leyst út með gjöfum og kvöddum þetta gestrisna fólk með þá ósk heitasta að hol- lenska bæjargarðakerfíð næði fótfestu á íslandi. Hvenær skyldu garðlöndin á Korpúlfsstöðum og víðar breytast í fallega skrúðgarða? Sigríður Hjartar HAFNIA ’87 Frfmerki Jón Aðalsteinn Jónsson í þætti 9. maí sl. var rætt um væntanlegar frímerkjasýningar, og þá nefndar tvær alþjóðafrímerkja- sýningar, CAPEX 87 í Kanada og HAFNIA 87 í Danmörku. Frá hinni fyrmefndu var sagt allrækilega, en hins vegar lofað að ræða um hina síðamefndu við tækifæri. Það loforð skal nú efnt. HAFNIA 87 er önnur alþjóðafrí- merkjasýningin, sem haldin er í Danmörku. Hin fyrri var haldin 1976 og nefndist HAFNIA 76. Það ár vom liðin 125 ár frá því, að fyrsta danska frímerkið kom út, og var sýningin haldin af því tilefni. Nú er aftur á móti tilefnið það, að elzta félag frímerkjasafnara í Dan- mörku hefur starfað í hundrað ár, Kjebenhavns Philatelist Klub. Nafnið HAFNIA er latneska heit- ið á Höfn, en það er elzta nafnið á Kaupmannahöfn og kemur fyrst fyrir í Knýtlinga sögu. Árið 1976 var HAFNIA 76 hald- in í ágústmánuði, en þá kom í ljós, að hitabylgja síðsumarsins varð skæður keppinautur um hylli og athygli manna á þessari frábæm frímerkjasýningu. Áð fenginni þess- ari reynslu var ákveðið að flytja sýningartíma HAFNIU 87 fram í október, en þá er síður hætta á of miklum hita, sem drægi menn frá sýningum innan dyra. Hitt vó og þungt við þessa tímaákvörðun, að það er gömul venja í Danmörku, að allir skólar landsins gefí leyfí frá kennslu þá viku i október, sem þriðji þriðjudagur mánaðarins er í. Þess vegna var ákveðið að halda HAFNIU 87 dagana 16. til 25. október. Á þann hátt er unnt að veita dönskum unglingum tækifæri til að heimsækja þessa alþjóðasýn- ingu, sem verður í Bella Center úti á Amager, og kynnast þar margvís- legu og skemmtilegu frímerkjaefni. Þetta er skynsamleg ráðstöfun, því að hvort tveggja er, að hinir ungu taka við af hinum eldri, og svo hafa menn almennt nokkrar áhyggjur af frímerkjasöfnun í ört- vaxandi fjölmiðla- og skemmtana- heimi, sem virðist um of draga athygli unglinga frá þessari hollu og fræðandi tómstundaiðju. Ekki verður annað sagt en hófs gæti í einkunnarorðum þeim, sem hafa verið valin HAFNIU 87, en þau eru: Ekki hin stærsta í heimi, en hin notalegasta. Ég átti þess kost að sá HAFNIU 76 eða a.m.k. þann hluta, sem áhugi minn beindist sérstaklega að, og hafði verulega gaman af og eins gagn. Frá þeirri sýningu var sagt í frímerkjaþætti á sínum tíma. Ekki efa ég, að HAFNIA 87 verður um margt áhugaverðari en þá og fjöl- breytni sízt minni. í samkeppnis- deild verður rammafjöldi nú um 3500, en safnarar sóttu um 8500 ramma. Ljóst er því, að sýningar- nefnd hefur orðið að skera umsókn- ir manna mjög niður. Til þess að reyna að koma því þannig fyrir, að sem flestir safnarar komist að með efni, hefur sýningamefnd ákveðið, að enginn sýni nema eitt safn. Eins fylgir hún þeirri reglu, sem Al- þjóðasamband frímerkjasafnara (FIP) hefur ekki fyrir löngu sett fyrir vemd sinni á alþjóðasýningum, að 20% sýningarefnis í samkeppnis- deild sé sýnt í fyrsta skipti á þess konar sýningu. Enginn sýnandi fær þó á HAFNIU færri en fimm ramma, ef safn hans fær á annað borð inni. Umboðsmaður HAFNIU 87 á íslandi er Gunnar Rafn Einarsson á Akureyri. Hálfdan Helgason verð- ur í dómnefnd sýningarinnar og Sigurður R. Pétursson verður dóm- aranemi. Nú þegar em komin út tvö kynn- ingarrit (bulletin) um HAFNIU 87, og er þar í margs konar fróðleikur um sýninguna og undirbúning HAFNIA 87 DANMARK m 1' í ! I. ú V. y' ' ) t j (öjB' 'i ( 1 rl Jo™ BISBW ' 12 ö hennar, sem hefur lengi staðið yfir. Eins em þar greinar um frímerki og danska póstsögu og svo auðvitað um Kaupmannahöfn og Danmörku. Fjórir íslenzkir frímerkjasafnarar senda efni í samkeppnisdeild HAFNIU 87, og þrír þátttakendur verða í bókmenntadeild. Hjalti Jó- hannesson sýnir safn sitt af íslenzk- um stimplum 1873—1950 í sex römmum, en safn hans hlaut stórt silfur á STOCKHOLMIU 86 og svo aftur silfur á CAPEX 87 I síðasta mánuði. — Páll H. Ásgeirsson sýnir íslenzka flugpóstsafn sitt í fimm römmum, en það fékk stórt gyllt silfur hér heima á FRÍMEX 87 í vor og svo stórt silfur á CAPEX 87 fyrir nokkmm vikum. — Sigurð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.