Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 25
Vpor t tht or WTTDíAnTTVfl/TTp. ma» TÍTVTtt' t MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 B 25 KVOLD MickeyDean °g # Þorleifur Guðjonsson spila Blús og ballöður Jón Kr. Ólafsson söngvari frá Bíldudal, gestur kvöldsms. Borgarinnar besta ball á Borginni á sunnudagskvöldum Hin bráðhressa hljómsveit Jóns Sigurðssonar og hin frábæra söng- kona Hjördís Geirs koma fjöri í fólk eins og þeim einum er lagið. Landsvirkjun breytir gjaldskrá sinni: Aflgjaldið lækkar og orkugjald- ið hækkar ENDURSKOÐUN hefur staðið yfir að undanförnu á uppbygg-- ingu gjaldskrár Landsvirkjunar. Akveðið hefur verið að breyta vægi annars vegar aflgjaldsins, eða svokallaðs fasta gjalds sem þykir of hátt, og hinsvegar orku- gjaldsins, sem mun hækka. Breytingar þessar felast einkum í því að aflgjaldið þyrfti að lækka úr um 78% í núgildandi gjaldskrá í um 47% af greiðslum rafveitna vegna rafmagnskaupa, en orku- gjaldið að hækka á móti og vega um 53% í nýju gjaldskránni í stað um 22% nú. Ennfremur þyrfti orku- gjaldið að vera verulega hærra á vetrum en sumrum og talið er eðli- legt að tekin verði upp föst tengi- gjöld af hlutaðeigandi rafveitum vegna þess fasta kostnaðar, sem viðskiptunum fylgir og í samræmi við fjölda afhendingarstaða. Slík gjöld yrðu hinsvegar óveruleg mið- að við orku- og aflgjöld gjaldskrár- innar, að sögn Jóhanns Más Maríussonar, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunnar. „Við erum fyrst og fremst að gera gjaldskrána kostnaðarrétta. Eins og málum er háttað í dag, þá er aflgjaldið of hátt og orkugjaldið of lágt miðað við hvað það kostar að afla orkunnar. Talið er hag- kvæmast að láta uppbyggingu gjaldskrár Landsvirkjunar ráðast af kostnaði við nauðsynlega aukn- ingu á framboði afls og orku til lengri tíma litið. Heiidartekjur Landsvirkjunar af rafmagnssölu til almenningsrafveitna munu lítið sem ekkert breytast miðað við núver- andi gjaldskrá," sagði Jóhann Már. Breytingamar munu hafa í för með sér lækkun rafmagnsverðs til notenda með fremur lágan nýting- artíma svo sem til heimila og minni iðnfyrirtækja. Rafmagnsverðið mundi aftur á móti hækka til not- enda með háan nýtingartíma svo sem til hitaveita og iðnfyrirtækja með öfluga stýringu á aflkaupum. Sama má einnig segja um nætur- hitun hjá almennum notendum, segir í fréttabréfi Landsvirkjunar. Jóhann Már sagði að verð á ra- forku hefði farið lækkandi síðustu misserin og væri fyrirsjáanlegt að svo yrði um hrið áfram. „Rætt hef- ur verið um að þessar breytingar taki gildi árið 1990 svo rafveitunum um land allt land gefist umþóttun- artími til að aðlaga sig þessus breytta formi," sagði hann. Landsmót A.A. samtakanna í Galtalækjarskógi 17. — 19. júlí 1987 dansi, bæði föstudags- og laugardagskvöld. • Fjölskylduleikir sem allir taka þátt f... • Varðeldur og söngur. • A. A. Ala-tín og Ala-non f u nd i r. • Sameiginlegt grill og morgunmatur. • Skemmtilegar uppákomur fyrir yngstu kynslóðina og margt fleira. • Barnagæsla. • Miðaverð kr 1.000 fyrir 15 ára og eldri. Ferðir verða á mótið föstudaginn 17. júlí kl. 19.00 og laugardag- inn 18. júlí kl. 08.00. Farið verður frá Tjarnargötu 3-5 (rauða og græna húsinu) og Hópferðamiðstöðinni, Ártúnshöfða, á sama tíma. Mætið tímanlega. Ferðir frá Galtalækjarskógi á sunnudag eftir mótslit kl. 16.00. Fargjöld: Frítt fyrir börn 6 ára og yngri 6-12 ára kr. 400.- 12 ára og eldri kr. 700.- 25°/o afsláttur af áætlunarflugi Flugleiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.