Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 B 29 Berlinarmúrinn. BRÉF AÐ AUSTAN Bréf að austan, úr landi sósíal- ismans. Ég hafði lengi beðið eftir þessu bréfi. Loksins lá það á skrif- borðinu fyrir framan mig, komið alla leið austan úr Evrópu, úr ógn og ánauð, í freisið hér „fyrir vest- an“. Örvænting og sár biturð hrópuðu til mín af síðum bréfsins, og ég las orðin aftur og aftun „Ef við gætum talað saman og ekki þurft að skrifa gæti ég sagt þér miklu meira um Austur-Þýskaland, en bréf er ekki „top secret", þú veist hvað ég meina." Mér sámaði og ég kreisti penn- ann sem ég hélt á milli fingra mér og vissi jafnframt að hann gat orð- ið beittari en sverð sem skæri á leðurólar sem þrýsta ónotalega á kúgað blóð í systkinum Stóra- bróður. Fjölskyldan, ung móðirin, og ungur faðirinn vissu orðið að sósíalisminn er hugmyndafræði sem lofar meiru en hann getur staðið við, eins og einhvers staðar stendur á Vesturlöndum. En litla bamið þeirra vissi það ekki enn. Þegar ég horfi á þetta bréf, minnist ég þess að ég hef sjálfur gerst sekur um þann glæp að hrópa hátt um ágæti þessa hugmynda- kerfis sem þrengir svo að vinum mínum fyrir austan múrinn. Meðan þær raddir heyrast í landi mínu, mun ég tala og skrifa um frelsið. Ég minnist einnig farar minnar til Austur-Þýskalands fyrir nokkr- um árum. Leið mín lá frá Trelleborg í Suður-Svíaríki tíl Sassnitz á norð- urströnd Austur-Þýskalands, við Eystrasalt, og þaðan til Berlínar. Umhverfið minnti einna helst á árin um og eftir heimstyijöldina síðari. Það var sem ég hefði ferðast aftur í tímann til ógnartíma stríðsáranna eða inn í einhveijar myrkvaðar aldir framtíðarinnar, aldir afturgenginna miðalda. Braut- arstöðvamar voru umsetnar vopnuðu herliði. Gegnum svefninn, þegar ég ásamt öðmm í lestarklef- anum reyndi að sofa, mátti öðm hvom heyra sífellt ískrið í lestinni, þegar hún stansaði, hróp og köll vaktmanna og hundsgá í heila- þvegnum Shafer-hundum. Þess á milli var maður vakinn upp öðm hvom sem í martröð af austur- þýskum hermanni í sínum græn- klædda einkennisbúningi sem skar bæði mig og klefafélaga mína í augun með skæm vasaljósinu sem hann hélt á í vinstri hendinni svart- hanskaklæddri. Þetta endurtók sig nokkmm sinnum yfir nóttina með sömu látunum þegar hmndið var upp klefadymnum og hrópað nátt- köldum rómi út úr næturmyrkrinu á lestarganginum:„Reisepass, Reis- epass?" Þegar til Austur-Berlínar kom, og mér var sagt að koma mér burt aftur fyrir sólarlag lá leið mín inn í eina búðarkompuna skammt frá Checkpoint-Charlie í Friedrik- strasse. Þar fyrir vom tvær ungar sósíalistastúlkur og biðu eftir að ég sinnti erindum mínum. Ég var hins- vegar ekki í innkaupaleiðangri í þessu áætlunarhagkerfi þar sem bæði magni og gæðum var ábóta- vant. Ég var spurður hvað ég ætlaði að fá. Sagði aðeins að ég væri að skoða. Þá fyllti hlátur skyndilega litlu búðarkompuna, því svo virtist að fólk legði ekki í vana sinn að ganga milli búða til að skoða þama austur frá, þar sem ekki er þar margt fyrir augað né heldur margt að fá. Þegar ég kom út á götu aftur og hóf göngu mína um gráar göt- umar kom ég auga á háan útvarps- tum, sem var auk þess útsýnisstað- ur ferðamanna og borgarbúa. Það var helst til hljótt þama uppi og fólk horfði í leiðslu yfír múrinn, yfir hið náföla dauðabelti við múr- inn, yfír í frelsið í Vestur-Berlín. Þetta var sorgmæddur staður þar sem fólk stóð við gluggann, þráði og lét sig dreyma. En ég eygði einn- ig von, vonina um betri tíð, von um frelsi, frelsun úr ánauð undan valdi Stóra-bróður. Skömmu síðar hélt ég för minni áfram um götur Austur-Berlínar og fór inní matvörubúð til að fá mér eitthvað að drekka. Þar kom ég auga á eftirlíkingu af Kóka-kóla og keypti eina flösku. Ekki var sá drykkur neitt sérlega góður og ekki í líkingu við fyrirmynd sína en vodk- ann sem fékkst á sama stað mátti vel drekka, enda var mikið dmkkið af honum á einu öldurhúsinu, þar sem ég leit inn til að fá mér öl- krús. Þar stóð ég við standborð úti í sal og drakk eins og hitt fólkið. Það virtist gleyma sorgum sfnum með vodkasnöfsum og bjór. Þar náði ég tali af gamalli konu sem átti ættingja sína í Vestur-Berlín. Nú var hún orðin gömul, en gat þó sagst iliu hafa vanist meðan spírinn kraumaði f blóðinu. Liðið var á daginn og ég fór inn á eitt kaffihúsið í fáfarinni hliðar- götu. Þegar ég er sestur við borð og er að virða fyrir mér fólkið kem- ur til mín ungur maður og gefur sig á tal við mig. En hann felldi þær samræður fljótt niður f skelf- ingu þegar ég sagði honum að ég kæmi „að vestan". Ég minnist ótt- ans er skein úr andliti hans er hann skaut augunum til hermannanna sem sátu við borð skammt frá. Án þess að kveðja hvarf hann út í grá- an eftirmiðdag Austur-Berlínar. Á leið minni heim eftir víðtæka leit í klefum lestarinnar, með heila- þvegnum hundum og vopnuðu herliði bankaði upp á klefa minn borgaraklæddur Rússi og tók að spyija mig ótal spuminga, að því er virtist. Hann margskoðaði vega- bréf mitt, sneri við handtösku minni á alla vegu, lét mig vinsamlegast með brosi á vör tæma alla vasa mína og reyndi hvað eftir annað að hnekkja svörum mínum. Ástæð- an fyrir þessari áreitni „bróðurins" tel ég sennilegast vera þá að á þess- ari ferð minni til Austur-Þýskalands var ég klæddur þannig að ég félli sem best að almenningi þessa só- síalistaríkis. í snjáðum gamaldags fötum sem varla mátti telja til hversdagsklæðnaðar á Vesturlönd- um, hefur Ifklegast þótt vænlegast að athuga þennan mann sem var að yfirgefa ríkið. Eg kom til Suður-Svíaríkis frá Sassnitz árla dags, eftir mikinn sjó- gang með feijunni á Eystrasalti. Þó úti væri hálfgerð súld og það sem kalla mátti leiðindaveður, á ég erfitt með að lýsa hrifningu minni og fögnuði þegar ég leit augum vestrænt samfélag á nýjan leik. Allt var svo fagurt og litskrúðugt sem á góðum sumardegi. Andi minn stökk út í vorið eins og búfé sem sér sólina undir berum himni f fyrsta sinn eftir fjötra vetrarins. Eg var fijáls. Eftir kynni mín af Stóra-bróður var ég fijáls á ný, Bréfið liggur enn á borði mínu. Örskotsstund er liðin, frá því ég opnaði það og las, örskotsstund meðan hugur minn hefur reikað um götur Austur-Berlínar. Um gráar götumar reikar hugur minn til ungu hjónanna og litla bamsins. Eitt lftið bréf, og ég leita þeirra handan múrsins. Einar Ingvi Magnússon Strand tog- arans Bayern Kæri Velvakandi, oft hef ég fengið fljót og greið svör við upplýs- ingaþörf minn og því kemur hér eitt atriði. í Morgunblaðinu 26. janúar árið 1925 er sagt frá strandi togara, Bayem að nafni frá Nordham í Þýskalandi, undir Hafnarbergi austan Reykjaness í Gullbringu- sýslu. Enginn af áhöfninni komst af. Er til lýsing á þessum atburði í tímariti eða bók og þá hvar? G.B.J. LÆKNASTOFA Ellen Mooney hefuropnað læknastofu í Laugavegi 42. Sérgrein: Húðlækningarog húðmeinafræði. Upplýsingar og tímapantanir ísíma 25145. OKKAR VERÐ lægra en hjá öðrum Ný lambalæri Marineruð lambagrillsteik 383.-kr.kg. 325.-kr.kg. Lambahryggur Marineraðar kótilettur 372.-kr.kg. 401 kr. kg. Lambaslög Marineraðar lærissneiðar 70.-kr.kg. 548.-kr.kg. Lambaframpartar Marineruð rif 292.-kr.kg. 175.-kr.kg. Lambasúpukjöt Hangikjötslæri 327.-kr.kg. 420.-kr.kg. Lambakótilettur Hangikjötsframpartar úrb. 372.-kr.kg. 321.-kr.kg. Lambalærissneiöar Hangikjötslæri úrbeinaö 497.-kr.kg. 568.-kr.kg. Lambagrillsneiðar Hangikjötsframpartar 294.-kr.kg. 487.-kr.kg. Lambasaltkjöt Lambahamborgarhtyggur 345.-kr.kg. 327.-kr.kg. Lambaskrokkar 1. flokkur Londonlamb 264,50kr.kg. 514.-kr.kg. Kaupfelaganria GARÐSTÓLL PLAST kr.650,- GARÐSTÓLL ÁKLÆÐI kr.685.- KAUPFÉLÖGIN í LANDINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.