Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 52
V^terkurog >3 hagkvæmur auglýsingamiðill! ptorgiitttMitfrfö Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aana ♦ SUZUKI FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. úr Laxá í Aðaldal ■vWenju há meðalþyngd setur svip á veiðina LAXÁ í Aðaldal hefur fyrst íslenskra laxveiðiáa á þessu sumri rofið 1.000 laxa múrinn, en þúsundasti laxinn veiddist þar í gær og er nú aflinn kominn á annað þúsund fiska. Þó hefur veiðin verið dræm vegna hita- bylgju nyrðra síðustu vikuna. Laxinn í Laxá hefur verið með ólíkindum vænn að jafnaði í sum- ar, mikið af 15—20 punda laxi og talsvert af enn stærri laxi, allt upp í 24 pund. Meðalþyngd laxa sem einstakir veiðimenn hafa veitt hefur og verið ævin- ^níýralegur, þannig fengu þrir félagar 8 laxa á Núpaveiðum á tveimur dögum fyrir skömmu og var meðalvigtin 17,25 pund. Annars hefur veiðin víða glæðst að undanfömu, þrátt fyrir lægð annars staðar. Má nefna sem dæmi Laxá á Asum og Elliðaámar. Ein- sýnt er annars að næsta á sem fer yfir 1.000 laxa verði Þverá/Kjarrá í Borgarfírði. Þyngdarskipting lax- ins í sumar hefur vakið athygli. Það er óvenjulega mikið af mjög vænum laxi, frá 14—15 pundum upp í 20—24 pund. Stærsti lax sumarins er ennþá 30,2 punda fiskur, dreginn úr Soginu. Smálaxinn er hins vegar 3—4 pund að meðaltali og laxar niður í 1 pund hafa veiðst á nokkr- um stöðum svo sem í Elliðaánum og Haukadalsá svo einhveijir staðir séu nefndir. Sjá nánar „Eru þeir að fá’ann?“ á miðopnu. Morgunblaðið/Kristján G. Amgrímsson Borað vegna Alþingishúss Verktakar á vegum Alþingis vinna um þessar mundir við það að taka jarðvegssýni á lóðinni fyrir framan hús Happdrættis Háskóla Islands en þar er fyrirhugað að rísi nýtt Alþingishús. Handbor er notaður við sýnatökuna þar sem sýnin eru mjög viðkvæm. TF-SIF, þyrla landhelgisgæsl- unnar sótti í gærkveldi slasaða norska stúlku á tvítugsaldri upp á hálendið, en hún slasaðist, er hún féll af hestbaki. Talið var við fyrstu skoðun að hún hefði höfuðkúpubrotnað, en það fékkst ekki staðfest í gærkvöldi, þar eð ekki hafði farið fram rann- sókn. Hún mun hins vegar ekki vera í lífshættu. Atvikið átti sér stað á milli kl. 18.30 og 19 í gær- kveldi í svokölluðum Þjófadölum á Kjalvegi, austan við Langjökul. Orkustofnun kannar mögn- leika á fiskeldi um land allt STÓRFELLDAR rannsóknir eru nú hafnar á vegum Orkustofnun- ar á jarðhitasvæðum sem nýta megi til fiskeldis. Þessar rann- sóknir fara fram víða um landið og beinast nú að svæðum með lægri vatnshita en áður var tal- inn nýtanlegur. Helstu þættir rannsóluianna eru jarðfræði- rannsóknir, yfirborðsmælingar og hitastigsboranir. Að sögn Ein- ars Tjörva Elíassonar verkfræð- ings hjá Orkustofnun bendir allt til aukinnar nýtingar jarðhita um land allt, en markmið rannsókn- anna er að finna staði sem hentugir eru til seiðaeldis og matfiskeldis. Að sögn Einars Tjörva hafa rann- sóknir ekki áður beinst að svæðum með lágu hitastigi þar sem áður var talið að hitastig vatns yrði að vera allt að 60 gráður svo það nýttist. Nú er hins vegar leitað að vatni með hitastigi allt frá 12-14 gráðum og þaðan af heitara og eru því líkur á að hægt verði að nýta jarðhita víða um land sem hingað til hefur ekki dugað til húshitunar né ann- arra nota. Þetta hitastig, 12-14 gráður, hentar vel til eldis á lax- fiskum. Rannsóknir Orkustofnunar bein- ast fyrst og fremst að því hvar þennan jarðhita sé helst að finna, í hve miklu magni og hversu hag- kvæmt sé að vinna hann. Leitin beinist ekki einungis að heitu vatni heldur einnig ferskvatnsuppsprett- um og tilraunum með sjávartöku. Einar Tjörvi sagði að fískeldisfyrir- tæki hefðu gert svipaðar rannsóknir á einstöku svæðum með aðstoð Orkustofnunar en þetta væri í fyrsta skipti sem hið opinbera kost- aði víðtækar rannsóknir af þessu tagi. Sprunguleit og tilraunaboranir fara fram meðfram allri suður- ströndinni, í sveitum Suðurlands allt frá Vestur-Skaftafellssýslu að Ölfusi, á Barðaströnd og á Strönd- um, við ísafjarðardjúp, í Skagafirði og í Öxarfírði. Rannsóknimar standa í ailt sumar og ságði Einar Tjörvi að vonast værí til að ein- hveijar niðurstöður lægju fyrir í lok ársins. Sláturhúsaskýrslan: Eitt einkasláturhús áfram í rekstri Verkfall boðaðí Blöndu- „MÉR finnst einu gilda hvort siáturhúsin sem lögð verða niður eru í einkaeign, eign ríkisins, kaupfélaga eða Sláturfélags Suð- urlands, svo framarlega sem við erum að stefna að því marki að koma vörunni á sem ódýrastan hátt til neytenda,“ sagði Magnús Friðgeirsson framkvæmdastjóri Búvörudeildar Sambandsins í samtali við Morgunblaðið vegna skýrslu nefndar sem fjallað hef- ur um hagræðingu í rekstri sláturhúsa. Þar kemur meðal annars fram að aðeins eitt þeirra sláturhúsa sem lagt er til að haldi áfram rekstri er í einkaeign. Karl Sigurgeirsson fram- kvæmdastjóri Verslunar Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga, sem einnig rekur sláturhús, sagði hins vegar að þeim þætti það harður kostur ef sláturhúsið yrði lagt niður eins og nefndin legði til. Sér sýnd- ist að með þessum tiilögum væri verið að færa þessa tegund atvinnu- rekstrar, eins og hann orðaði það, alfarið í hendur Sambandsins og kaupfélaganna. Jón H. Bergs forstjóri Sláturfé- lags Suðurlands lagði áherslu á að komið yrði á eins mikilli hagræð- ingu í rekstri sláturhúsa og kostur væri. Það gæfi augaleið að þegar sauðfé fækkaði væru ekki næg verkefni fyrir öll sláturhús í landinu. Sjá nánar miðopnu blaðsins virkjun IÐNSVEINAFÉLAG Húnvetn- inga og Verkalýðsfélag Austur- Húnavatnssýslu hafa boðað verkfall við framkvæmdir í Blönduvirkjun frá og með mið- vikudeginum 22. júlí hafi samn- ingar ekki tekist fyrir þann tíma. Samningar þessara félaga hafa verið lausir frá þvi um áramót. Þá hefur Vélstjórafélag Suður- nesja boðað verkfall í Hraðfrysti- húsi Miðness hf. í Sandgerði frá 25. júlí verði ekki búið að ganga frá kompu fyrir vélstjóra á staðnum svo sem kjarasamningar kveða á um. Yfir 1.000 laxar Norsk stúlka slasast á hálendinu Fiskiskip Fáskrúðsfirðinga stöðv- ast vegna deilna um fiskverð TOGARINN Ljósafell er stopp í höfn á Fáskrúðsfirði vegna deilna skipshafnarinnar við fiskvinnslu- fyrirtækið á staðnum um fisk- verð. Engin trilla er á sjó af sömu orsökum og að sögn Skafta Skúla- •^ponar, formanns Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Sindra, mun hinn togari Fáskrúðsfirðinga, Hoffellið, einnig stöðvast þegar hann kemur til hafnar á Fá- skrúðsfirði í dag, þar til þessi deila hefur verið leyst. Skafti sagði að sjómönnum hefði verið boðið sama fiskverð og gilti á Vestfjórðum, nema hvað verð á steinbít hefði verið 10% lægra. Ann- að hvort yrði gengið að þessu tilboði eða skipshöfninni sagt upp og önnur ráðin í staðin. Þessu hefðu sjómenn hafnað alfarið, vegna þess að að- stæður væru ekki þær sömu á Austfjörðum og á Vestfjörðum. Á VestQörðum væri allur minni fiskur settur í gáma en á Austíjörðuni væri öllu landað hjá fiskvinnslunni. „Það má segja að loftið sé raf- magnað hér á staðnum," sagði Skafti. Hann sagði að sjómer.n hefðu far- ið fram á svipað fiskverð og gilti á Norðurlandi, en þar væri útgerðar- munstrið svipað og á Austfjörðum. Sjómenn hefðu sýnt mikið langlund- argeð, því búið væri að semja um fiskverð nema á Ijörðunum milli Vopnafjarðar og Hafnar á Homa- firði. Hann sagði að fískvinnslan hefði ekki viljað neinar viðræður um þetta, heldur viljað ákveða fiskverðið einhliða og nú væri búið að reka mennina af skipinu eða þannig litu þeir á það. „Við sættum okkur alls ekki við að útgerðin ákveði fiskverð einhliða. Við berum mikla virðingu fyrir viðsemjendum okkar og það er lágmark að þeir sýni okkur sömu virðingu," sagði Skafti. Hann sagði að það ríkti samhugur meðal sjómanna á staðnum um að fá viðræður um fiskverð. Þess væri að gæta að sjómenn á Austfjörðum væm langt á eftir öðmm sjómönnum vegna þess að allur afli væri lagður upp hjá fískvinnslunni. Eiríkur Ólafsson, útgerðarstjóri Hraðfrystihúss Fáskrúðsfirðinga, sagði að sjómönnum hefði verið boð- ið sama fískverð og á Vestfjörðum með smávægilegum breytingum, en því hefði verið hafnað. Sjómönnun- um á Ljósafellinu hefði ekki verið sagt upp, en hann vildi ekki tjá sig að öðm leyti um málið á þessu stigi. Borgarráð: Símtöl dýrari í Reykjavík BORGARRÁÐ telur að 9,5% hækkun á gjaldskrá Pósts- og síma komi þyngra niður á Reykvíkingum heldur en hin opinbera hækkun gefur til kynna. Bjöm Friðfínnsson fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjómsýsludeildar sagði að í fljótu bragði virtist sem hækkun á gjaldskrá síma kæmi verr við símnotendur í Reykjavík. Því hefur Borgarráð óskað eftir við- ræðum við Póst- og símamála- stofnunina. Hækkunin tók gildi 1. júlí síðastliðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.