Morgunblaðið - 01.08.1987, Page 11

Morgunblaðið - 01.08.1987, Page 11
rppr ^>r\l r ífTTnAaffAHTTAJ .(TTOTA.TaMTjnJTOM 01 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 11 ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta í Laug- arneskirkju kl. 11, sr. Jón D. Hróbjartsson messar. Sóknar- prestur BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Jónas Þórir Jónasson. Sr. Ólafur Skúlason. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 Dómkórinn syngur. Organisti Helgi Pétursson. Sr. Hjalti Guð- mundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Bragi Skúla- son. Guðspjall dagsins: Markús 8.: Jesús mettar 4 þús. manna HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Ragnar Fjal- ar Lárusson. Þriðjudag: Fyrir- bænamessa kl. 10.30. Beðiðfyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. í messunni verður fermd Lilja Huld Theódórsdóttir, Barónsstíg 39, R. Organisti Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta fellur niður. Sr. Sig. Haukur Guðjónsson. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag 1. ágúst. Guðsþjónusta í Hátúni 10b, 9. hæð, kl. 11. Sunnudag 2. ágúst. Guðsþjón- usta í Laugarneskirkju kl. 11. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halidórsson. Miðvikudag 5. ágúst: Fyrirbæna- messa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. DÓMKIRKJA KRISTS KON- UNGS, LANDAKOTI: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugar- dögum þá kl. 14. MARÍUKIRKJA: Lágmessa kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN F9ad- elfía: Guðsþjónustur helgarinnar verða á mótinu í Kirkjulækjarkoti í Fliótshlíð. HJALPRÆÐISHERINN: Útisam- koma kl. 16 á Lækjartorgi. Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. NÝJA POSTULAKIRKJAN Háa- leitisbr. 58—60: Messa kl. 11. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 14. KAPELLAN St. Jósefsspftala: Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Einar Sigurðsson. Sóknarprestur. Varði doktorsritgerð í rafmagnsverkfræði ANNA Soffia Hauksdóttir varði doktorsritgerð sina við rafmagns- verkfræðideild Ohio State Uni- versity i Bandaríkjunum hinn 27. mai síðastliðinn. Andmælendur voru Dr. Robert E. Fenton, Dr. Kathleen A.K. Ossman og Dr. Umit Özguner. Ritgerðin ber til- tilinn „State observers and statefe- edback controllers for a class of nonlinear systems" (Ástandsmet- arar og ástands-afturverkunar stýringar fyrir ákveðna tegund ólínulegra kerfa). Sem dæmi um slík kerfi má nefna hreyfijöfnur (dynamics) bifreiða og flugvéla. Anna Soffía er fædd í Reykjavík 1958 og er dóttir hjónanna Hauks Pálmasonar aðstoðarrafmagnsstjóra og Aðalheiðar Jóhannesdóttur full- trúa. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskóianum við Hamrahlíð 1977 og hlaut viðurkenningu frá íslenska stærðfræðifélaginu sama ár. Henni var veittur styrkur úr Minningarsjóði Þorvaldar Finnbogasonar árið 1980. Hún lauk BSc-prófí í rafmagnsverk- fræði frá Háskóla íslands 1981 og var veittur ferðastyrkur til náms í Bandaríkjunum frá Fullbright 1981. Hún stundaði nám við rafmagnsverk- fræðideild Ohio State University frá 1981 með sjálfvirk stafræn stýrikerfí (automatic digital control systems) sem aðalfag og lauk þaðan MSc- prófí 1983. Hún var aðstoðarkennari við sömu deild frá 1981 til 1986 og kenndi m.a. vélamál PDP-ll-tölva og verklegar tilraunir í stafrænum rásum og almennri mælitækni. Henni var veitt viðurkenning „Centennial Dr. Anna Soffía Hauksdóttir Keys to the Future" frá The Institute of Electrical and Electronics Engine- ers (IEEE) 1984, í tilefni af aldaraf- mæli IEEE. Hún hlaut Amelia Earhart-styrk frá ZONTA Intematio- nal, Vísindastyrk NAT0 og Thor- Thors-styrk frá Amerísk-skandinaví- ska félaginu 1986. Hún hefur haldið fyrirlestra á fagráðstefnum IEEE f Bandaríkjunum og hefur grein um sjálfstýringu bifreiða verið birt eftir hana í The IEEE Transactions on Vehicular Technology. Hún er gift Þorgeiri Óskarssyni sjúkraþjálfara, sem lauk MSc-námi við Ohio State University nýlega. Þau hjónin flytjast til íslands á næstunni. Gömlu dansarnir á Hótel Borg UNDANFARIN sunnudags- kvöld hefur hljómsveit Jóns Sigurðssonar fengið til liðs við sig góðkunnan söngvara frá Bíldudal, Jón Kr. Ólafsson. Jón Kr. mun syngja með hljómsveit nafna síns á Hótel Borg öll sunnudagskvöld í ágústmánuði, segir í frétt frá Hótel Borg. Jón Kr. Ólafsson VEL SKAL VANDA SEM LENGIÁ AÐ STANDA! VUMK.GEGNVOM A GEGNVÖRN A: SALTUPPLAUSN K-33, efni sem smýgur langt inn í viðinn undir þrýstingi, ætluö sérstaklega þar sem viðurinn er í snertingu við jarðveginn eða stendur stöðugt í vætu. Jafnt fyrir sjálfstæðar sem samansettar einingar. GEGNVÖRN B: Olíuuppleysanleg efni sem smjúga langt inn í viðinn undir þrýstingi. Sérstaklega fyrir klæðningar, gluggagrindur, hurðirog aðra álíka hluti, þ.e. timbur sem ekki er í snertingu við jörð. Jafnt fyrir sjálfstæðar sem samansettar einingar. í NÝJUM OG FULLKOMNUM TÆKJUM ER ÖLL vinnsla tölvustýrð og skráir tölvan upplýsingar um magn efna sem fer inn íviðinn, tímasetningu gegnvarnarinnar o.s.frv, Viðskiptavinurinn færtölvuútskr'ift með upplýsingunum sértil glöggvunar og til staðfestingar á unnu verki. ALLAR NÁNARIUPPLÝSINGAR... ...HJÁ OKKUR HÚSA5MIÐJAN SÚDARVOGI 3-5 O 687700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.