Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Hegða böm sér illa? eftír Wilhelm Norðfjörð Það er ástæða til að velta þess- ari spumingu' fyrir sér, þegar viðburðarríku sumri er að ljúka, skólar að byija og fastmótaðra fjöl- skyldulíf tekur við. Bandaríski sálfræðingurinn Dr. Thomas Gordon hefur fjallað mikið um samskipti foreldra og bama, en hann varð heimsfrægur fyrir bók sína Parent Effectiveness Training. Bókin flallar um samskipti foreldra og bama og kemur nú út hjá Al- menna bókafélaginu. Gordon byggði bók sína upp af m.a. reynslu sinni sem leiðbeinanda og höfundar námskeiða fyrir foreldra. Sem sál- fræðingur hafði hann komist að því að foreldrar áttu við ýmis vanda- mál að stríða varðandi uppeldi bama sinni. Miklar kröfur voru gerðar til foreldra af skólum og stofnunum samfélagsins og þeim gjaman kennt um ef að bamaupp- eldið gekk ekki nógu vel. Gordon komst að því að foreldrar virtust hvergi geta aflað sér fræðslu um þessi mál. Það var gert ráð fyrir því að ef þú eignast bam þá kanntu að ala það upp eins og um væri að ræða eðlislögmál. Gordon byrjaði svo að bjóða foreldrum námskeið sem byggja á þeim hugmyndum er koma fram í fyrmefndri bók. Þessi námskeið fóru sigurför um USA og hafa breiðst út um allan heim. Síðar kom Gordon með sérstök námskeið fyrir kennara og stjóm- endur fyrirtækja. Þegar samskipti foreldra og bama eru rædd er gott að taka dæmi: Jói er mjög forvitinn og virk- ur tveggja ára drengur. Hann tæmir skúffu móður sinnar og dreifir úr henni yfir allt gólfið. Þegar móðir hans uppgötvar þetta bregst hún reiðilega við og rassskellir hann. Jói fer auðvitað að gráta og virðist ekkert skilja í þessu. Um kvöldið þegar pabbi Jóa kemur heim fær hann skýrslu um hegðun Jóa um leið og hann stígur inn um dymar. „Jói hegðaði sér illa í dag og ég varð að rassskella hann.“ Maður hennar spyr: „Hvað gerði Jói?“ Spumingin er mjög skiljanleg vegna þess að skilaboðin „Jói hegð- aði sér illa“ segja ekkert um það hvað Jói raunverulega gerði heldur aðeins að móðir hans mat hann sem bam er hegðaði sér illa. Ljótur strákur Ef að það verður svo ríkjandi „hefð“ í fjölskyldu, að Jói er kallað- ur „ljótur.strákur" og Gunna „ljót stelpa“, þegar hegðun þeirra er ekki að skapi foreldra, má búast við því að það verði erfitt fyrir böm- in að sjá sig í jákvæðu ljósi. Sjálfs- mynd bamsins bíður hnekki, sem hefur margþættar afleiðingar í för með sér. Gjaman koma upp sam- skiptaerfíðleikar — fjölskyldan situr föst í einhveiju neikvæðu hegðunar- mynstri, þar sem sama vandamálið gengur aftur ár eftir ár, sannkallað- ur vítahringur. Hugtakið „að hegða sér illa“ er fýrst og fremst notað í samskiptum við böm en sjaldan við fullorðna, vini eða maka. Þetta er sláandi því margir foreldrar eru þeirrar skoð- unar, að við eigum að koma fram við bömin okkar eins og við komum fram við okkur bestu vini, þ.e.a.s. með virðingu, sveigjanleika, kurt- eisi o.s.frv. Með öðmm orðum börnin eiga að vera félagar okkar. ímyndum okkur að við séum í þann veginn að taka á móti vinum okk- ar, Óla og Júlíu, í matarboð með sömu aðferðum og viðmóti og við notum í samskiptum við bömin okkar. „Jæja loksins komið þið, hvað hafið þið verið að gera? Óli farðu úr skónum úti, — góði lokaðu dyr- unum. Ó Júlía, gaman að sjá þig, hvemig hefurðu það? — Júlía mín ekki borða of mikið af salthnetunum og kexinu, þá hefurðu enga matar- lyst. Ég er búin að eyða svo miklum tíma í matargerðina. Hvað er að þér, Óli mirin, þú ert allur á iði. „Ekki ákveða það að barnið sé að reyna að skaprauna þér — það er aðeins að reyna að gera eitthvað fyrir sjálft sig. Það gerir það ekki að slæmu barni eða að barni sem „hag- ar sér illa“.“ Auðvitað máttu fara, en passaðu að missa ekki á gólfið, ég var búin að þvo það. Júlía, ég sé enga sveppi á disknum þínum. Viltu þá ekki? Þú verður að prófa, annars færðu engan ijómaís með jarðarbeijum á eftir." Ætli það sé ekki erfíðara að umgangast böm eins og félaga heldur en margur heldur. Börn og þarf ir Að bam hegði sér illa þýðir að það hefur gert eitthvað slæmt gagnvart foreldri. Ef atferli bams hefur ekki slæmar afleiðingar fyrir foreldri, þá er talað um góða hegð- un eins og Jói var bara góður í dag. Allt atferli eru viðbrögð við mannlegum þörfum og þannig er það líka hjá bömunum okkar. Að Wilhelm Norðfjörð mati Gordons yrði fjölskyldulíf mun ánægjulegra fyrir böm og minna um neikvæðar tilfinningar hjá for- eldrum ef þeir héldu í heiðri eftirfar- andi reglur um börn: Regla 1. Börn hafa grundvallar þarfír eins og fullorðnir, sem eru mikilvægar fyrir þau. Þ^u reyna sífellt að gera eitthvað til að mæta þessum þörfum. Regla 2. .Böm haga sér ekki illa. Atferli þeirra og hegðun em ein- faldlega leiðir, sem þau hafa valið til að mæta þessum mikilvægu þörf- um. Þessar reglur gera ráð fyrir að allt sem böm gera sé atferli. Ef við lítum á þetta þannig þá er bam allan daginn að hegða sér — þau eru að reyna að fá þörfum sínum fullnægt. Fleira sameinar en sundrar... eftirAdolfH. Petersen Það gladdi mig að sjá viðbrögð einhvers við grein minni sem birtist í Mbl. 15. þ.m. sem fjallaði um lé- lega dönskukunnáttu ungu kynslóð- arinnar og þar sem rök voru færð fyrir því að norska og sænska væru ekki síður nauðsynlegar til kennslu í skólum landsins. Pétur nokkur Rasmussen dönskukennari með meiru haslaði sér fram á ritvöllinn og birtist grein hans sl. föstudag. Ég fylltist stolti yfír því að fá viðbrögð af ekki ómerkari manni. En mig furðar að eins hálærður maður og Pétur er, leggi sig svo lágt að skrifa aðeins um sína per- sónulega hugaróra með órökstudd- um fullyrðingum og engum handbærum tölulegum upplýsing- um til hliðsjónar. Að ganga út frá eigin ályktunum mundu lærðir menn á sama sviði ekki kalla vísindalegar. Grunnhyggja Péturs er slík að ég er gerður að þeim sundrunga- draug sem geymst hefur í huga þessa manns í fjölda ára. Það er m.a. þess vegna sem hann hefur ekki getað fylgst með þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár á þessu sviði. Það kalla menn ekki að vera málefnalegir. Ekki ætla ég að lítilsvirða per- sónu þessa Péturs enda þekki ég manninn ekki neitt. Ég beiti ekki sömu aðferðum og þessi maður. Ég ætla þess í stað að impra aðeins á þeim áhyggjunnarefnum sem hann ber í bijósti sér, enda ekki nema von þegar sjálf starf hans er í veði. Hræðsla hans við norsku- og sænskukennslu byggist ekki upp á kennslu- eða málfræðilegum rök- um heldur á atvinnumissi að hluta til enda geri ég ráð fyrir að hann geri eins og margir aðrir, nefnilega að hugsa um eigið skinn í stað vel- ferð þjóðarinnar og í þessu tilfelli varðar það alla nemendur í grunn- skólum landsins. Ég ætla ekki að leggja mig niður við að svara öllu því sem hann telur upp sér til framdráttar. Til þess eru þessi „rök“ hans eins og hann kall- ar þau ekki það áreiðanleg. Þess í stað ætla ég að svara þeim fjórum undirfyrirsögnum sem hann notar í grein sinni, en það er allt sem hann vildi sagt hafa. Smáa letrið til uppfyllingar hefði því verið óþarfí. Undirfyrirsagnimar eru: 1) Danska er skýr og hefur ekki breyst. 2) Danska Íslendinga skilst vel. 3) Góð dönskukunnátta. 4) Skóladanskan gengur vel. Svo mörg vom þau orð. Hver sá sem lesið hefur fyrmefnda grein mín sér að þessir fjórir punktar standast engan veginn. Hver sem ferðast til Danmerkur með skólad- önskuna í ferðatöskunni sér einnig að þessir punktar hafa við engin rök að styðjast. í fyrsta lagi fínnst honum að Adolf H. Petersen „Þegar talað er um til- verurétt dönskunnar í -skóunum eins og ég orðaði það í fyrri grein- inni er átt við rétt hennar einnar í kennslu norrænna mála.“ danska sé skýr af þeirri einföldu ástæðu að hann er alinn upp í Dan- mörku. Ef honum fínnst hún ekki hafa breyst þá fylgist hann ekki með rannsóknum sem unnar em t.d. í háskólunum í K.höfn og Upp- sölum. Þar er verið að bera saman hljóðkerfí dönskunnar nú og fyrir 70 ámm og er það tvennt ólíkt samkvæmt nýjustu greinargerðum um þau mál. í öðm lagi skilst danska íslend- inga ekki vel. Ég er ekki að segja að hún sé óskiljanleg, en það verður einnig að ganga út frá hinni hlið- inni að danska sjálfra Dana skiljist líka. I þriðja lagi er dönskukunnáttan minni nú en áður og bendir hann réttilega á að það sé að hluta til í enskunni í gegnum ijölmiðlana að kenna. Ekki skil ég hvaðan hann fær þá vitneskju um dönskukunn- áttu ungmenna þar sem kemur fram að meirihluti þeirra skildi norsku og sænsku, en langfæstir dönskukna, samkvæmt rannsókn Ullu Börestam (sem ég í fjótfærni nefndi doktorsritgerð, en er aðeins hluti af stærra doktorsverkefni hennar og leiðréttist það hér með). í fjórða lagi er skilningur á hljóm- bandadönsku og dönsku almenn- ings ekki sami hlutur. Mikið var ég hissa á að lesa þessa rökleysu. Gerir Pétur sér ekki grein fyrir því að á hljómböndum er töluð skýr og hæg danska? Hann nefnir það meira að segja sjálfur, en rangtúlkar síðan eigin orð. Að halda að unnt sé að læra tungumál á hljómbandinu einu er sami hlutur og reyna að la^ra knattspymu með lestri leiðbeininga ánþess þó að fá að snerta knöttinn. I fímmta lagi er hvorki skortur á námsefni né kennurum í norsku og sænsku eins og fram kom á ráðstefnu um þessi mál fyrir nokkr- um dögum, þar sem hann talddi marga með nærveru sinni, en greinilega ekki fylgst nógu vel með þegar málefni sænsku- og norsku- kennslu bar á góma. I sjötta lagi nefnir hann engin dæmi þess að norska og sænska hafí hljóð sem eru fráburgðin íslensku hljóðunum. Hann nefnir aðeins að atriði í þessum málum séu frábrugðin. En hve mörg? í sæsnku: Eitt sem lærist með tíman- um (sj eins og í sju), í norsku: varla teljandi, nema þá að hann telji hljómfall málsins til trafala fyrir íslendinga. Ekki hefur það með hljóðkerfí að gera. I sjöunda lagi sakar ekki að vor- kenna honum fyrir að eiga erfítt með að skilja Gautaborgar- og Stokkhólmssænsku. Vera má að hluti hins fyrmefnda sé svolítið bjagaður, en Pétur er fyrsti Daninn sem ég veit um sem kvartar yfir slíku. Ætlunin er ekki heldur að kenna neinar mállýskur heldur eru norsku og sænsku ríkismálin best til þess falin og jafnvel fínnlands- sænskan sem Pétur telur vera auðskiljanlega. Einmitt í þeirri setn- ingu grein hans liggur hundurinn grafínn. En samt vill hann afneita þessu skýra samskiptamáli. Ég vona að ég særi ekki hið danska stolt Péturs með þessari grein, því það verður að hafa í huga að aðeins fáeinir sem sátu á fyrr- nefndri ráðstefnu á Hótel Sögu voru á sama máli og hann. Meðal annars voru kynntar tillögur frá dönskum málvísindamanni þar sem hann leggur til tvískipt val. Annars vegar í 5. eða 6. bekk, þar- sem nemendum séu gefnir möguleikar á að velja eitt þessara þriggja mála og hins vegar í 8. bekk þar sem nemendur getra endurskoðað val sitt, þ.e. annað hvort halda áfram með sama tungumál eða skipt yfír í eitthvað annað. Einnig komu fram á ráðstefnunni hugmyndir frá námsstjóranum í dönsku, Sigurlín Sveinbjamardóttur, um tilveru norsku og sænsku í dönskutímum. Hugmynd þessi er þróun í þrétta átt ef hún nær fram að ganga í menntamálaráðuneytinu og ætti hún varla að fara fram hjá Pétri þar sem hann þekkir námsstjórann manna best. Vona ég nú að fleiri leggi orð í belg og á málefnalegum rökstudd- um grundvelli, en ekki með ályktun- um eins og margnefndur Pétur gerir. Þætti mér vænt um ef foreldr- ar og nemendur setji penna á blað og jafnvel fleiri dönskukennarar sem hefðu einhver haldbær rök. Pétur álítur að allir þeir sem vilja grunnskólanemendum vel með jafn- rétti þessara þriggja mála vilji dönskuna burt. En málið er ekki svo einfalt. Það er aðeins verið að beijast fyrir því að norskan og sænskan fái jafnmikinn aðgang að skólakerfínu og danskan. Þegar talað er um tilverurétt dönskunnar í skólunum eins og ég orðaði það í fyrri greininni er átt við rétt henn- ar einnar í kennslu norrænna mála. Þess vegna leikur ekki nokkur vafí á því að margir taki undir þau orð sem látin voru falla á ráðstefn- unni. Það er fleira sem sameinar en sundrar þegar rædd er kennsla í þessum tungumálum. Pétur þessi Rasmussen tilheyrir því þessum litla minnihluta sem vill dönsku og ekkert annað. Það kalla menn sundrungaröfl. Höfundur er fjölmiðlafræðingnr ogstarfaði meðaJ annars sem stundakennari ísænsku sl. vetur. Nýtt nýtt FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM. Glugginn, Laugavegi 40, Kúnsthúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.