Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Ólafur H. Ólafsson, glimukappi, var markahæstur hjá 4. deildarliði Árvak- urs í knattspymu í sumar. ■ FRIÐRIK ÓLAFSSON, þjálf- ari Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, sundkappa, hætti að reykja á Evr- ópumótinu í Strassborg. Hann hafði lýst því yfir fyrir mótið að ef Eð- varð setti Norðurlandamet í 200 m baksundi, eins og þeir stefndu að, myndi hann „drepa í“ fyrir fullt og allt. Og við það stóð hann. Fyrst farið er að minnast á Eðvarð Þór má geta þess að eftir mótið í Strass- borg hélt hann rakleiðis til Rimini á Ítalíu þar sem hann dvelst nú í sumarfríi ásamt unnustu sinni. Það merkilega við Rimini-för Eðvarðs er, að þetta er fyrsta sumarfrí sem hann tekur sér f þrjú ár. Sumarfrí hefur hingað til ekki komist á stundatöfluna vegna stífra æfínga. ■ HELMUT MAYER, sem tók við starfí þjálfara skíðalandsliðsins síðastliðið vor, hefur ekki setið auð- um höndum í sumar. Liðið hefur verið þrívegis við æfíngar í Kerl- ingafjöllum og þar var tekið vel á. Svo mikil harka var oft á æfingun- um, og aginn svo mikill, að landslið- skrakkamir voru farin að kalla þjálfarann Bogdan, eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað! May- er er austurríkismaður, sem búsett- ur er hér á landi, og hefur þjálfað Ármann og unglingalandsliðið. Landsliðið fer í tveggja mánaða æfíngaferð til Austurríkis um miðj- an október; verður fyrst 3 vikur í Kaprun, síðan verður vikufrí frá æfíngum, þá taka við æfíngar í St. Cristoff og eftir það taka krakkarn- ir þátt í mótum í Evrópu. í A- landsliðinu eru Daníel Hilmarsson, Dalvík, Örnólfur Valdimarsson, Reykjavík og Guðrún H. Kristj- ánsdóttir, Akureyri, en í B-liðinu Tinna Traustadóttir, Reykjavík Anna María Malmquist, Bryndís Viggósdóttir, Guðmundur Sigur- jónsson, Ingólfur Gíslason og Valdimar Valdimarsson, öll frá Akureyri. ■ KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Árvakur samþykkti á aðalfundi í vor að vinna sér sæti í 3. deild næsta ár. Það tókst ekki, en á upp- skerufundi félagsins í kvöld verður fyrmefndur aðalfundur dæmdur ógildur, þar sem of fáir félagsmenn voru mættir. Einnig verður sam- þykkt að ná settu marki næsta ár og ákveðið hver verður þá marka- kóngur, en Ólafur Haukur Ólafs- son, sem borið hefur höfuð og herðar yfír glímumenn landsins um árabil, var iðnastur við að skora í sumar — var einn af markahæstu mönnum 4. deildar, og sætta sig ekki allir við það. ■ BRANISLAV POKRAJAC var á dögunum vikið úr starfí lands- liðsþjálfara heims- og ólympíu- meistara Júgóslava í handknattleik. Það gerðist skömmu eftir heldur slæma frammistöðu liðsins í Júgó- slavíumótinu þar sem það tapaði fyrir Islendingum. Þrátt fyrir það kom brottrekstrur Pokrajac mjög á óvart, enda maðurinn talinn einn allra besti handboltaþjálfari heims. En hvað um það, hann er hættur störfum, og nú hefur eftirmaður Friðrlk Ólafsson sundþjálfari stóð við loforðið og hætti að reykja í Strass- borg. hans verið ráðinn. Sá heitir Arcal- aniz, og var aðstoðarmaður Pokrajac. Þess má geta að Arcal- aniz var á sínum tíma markvörður landsliðsins. Hann var upp á sitt besta árið 1970, en þá léku Júgósla- var um þriðja sætið í heimsmeist- arakeppninni við Dani og burstuðu þá. Arcalaniz gerði sér þá lítið fyrir og varði sjö vítaköst í leiknum! Það sýnir að hann er enginn auk- visi enda talinn einn fjögurra bestu markvarða handboltasögunnar ásamt Wieland Schmidt, Austur- Þýskalandi, Marek Penu frá Rúmeníu og Martin Hoffman frá Vestur Þýskalandi. ■ ÞRÓTTUR Neskaupstað vigir nýjan grasvöll í kvöld og fær 1. deildarlið KR í heimsókn. Liðin léku æfíngaleik í vor sem lauk með jafntefli, en nú ætla Þróttarar að sigra. Magnús Jónsson þjálfar Þrótt og Halldór Pálsson leikur í markinu, en þeir eru báðir fyrrver- andi leikmenn KR. Þorsteinn Halldórsson miðvallarleikmaður- inn sterki hjá KR er hins vegar fyrrverandi Þróttari. ■ GUÐMUNDUR HARALDS- SON, milliríkjadómari í knatt- spymu, dæmir úrslitaleik Víðis og Fram á Laugardalsvelli á sunnu- daginn í mjólkurbikarkeppninni. Guðmundur hefur lengi verið í eldlínunni, byijaði að dæma 17 ára að aldri og hefur dæmt í 1. deild- inni fí-á 1968. Aðeins ári síðar hlaut hann milliríkjaréttindi, þá 23 aðeins ára að aldri, og varð þá yngsti milliríkjadómari sem Islendingar hafa eignast. „Þá sögðu sumir að ég væri yngsti milliríkjadómari í heimi — og þó víðar væri leitað!" sagði Guðmundur í gríni á blaða- mannafundi sem úrslitaliðin héldu í sameiningu í fyrradag. ■ ÞORLEIFUR ANANÍAS- SON, gamla handboltakempan í KA á Akureyri, hefur dustað rykið af skónum sínum og hefur æft á fullum krafti með KA-mönnum upp á síðkastið. Þorleifur á að baki 526 leiki í meistaraflokki en hættti fyrir tveimur árum. Hann var liðs- stjóri hjá KA í fyrra og verður það áfram í vetur. Spumingin er svo hvort hann kemst í liðið. Af KA- mönnum er það annars að frétta að Jón Kristjánsson er fluttur til Reykjavíkur og genginn í Val, en KA hefur í staðinn endurheimt Erling, bróðir Jóns sem lék í Nor- egi í fyrra, og Jakob Jónsson, sem einnig lék í Noregi. ■ KEVIN RICHARDSSSON var á dögunum seldur frá Watford til Arsenal fyrir 225.000 pund. Richardsson lék lengi vel með Everton í ensku knattspymunni en fór það til Watford í fyrra og lék alla leiki liðsins á síðasta keppn- istímabili. ■ IAN RUSH, markaskorarinn mikli hjá Juventus á Ítalíu, meidd- ist alvarlega á dögunum. Tognaði á læri, og óttast forráðamenn liðs- ins að hann verði frá keppni í fímm vikur. ítölsku blöðin hafa mikið íjallað um leikmanninn, og eitt þeirra á all sérstæðan hátt. Þar sagði að Rush væri snillingur inni á vellinum, en viðkomandi blaða- maður bætti því við að utan vallar væri Rush ekki til fyrirmyndar. Hann væri allt of mikið heima hjá sér, gengi í gamaldags fötum, allt of víðum, yfírvararskegg hans væri ljótt og minnti helst á skegg Charlie Chaplin, tónlistarsmekkur hans væri mjög lélegur og hann sæist allt of sjaldan á fínustu veitingahús- um Tórínó-borgar! Já, það er vandlifað á Ítalíu. ■ PALMAR SIGURÐSSON, landsliðsmaður í körfubolta, verður væntanlega ráðinn í nýtt embætti hjá Körfuknattleikssambandi ís- lands á næstunni. Verður hann þá titlaður fræðslufulltrúi, og verður það einn liður í mikilli fræðsluáætl- un til 5-8 ára sem sambandið er að hrinda af stað. Verður starf Pálmars meðal annars í því fólgið að ferðast í skóla landsins og reyna að auka áhuga á íþróttinni. ■ JÓN SIGURJÓNSSON, hinn bráðefnilegi sleggjukastari úr KR, setti á dögunum nýtt íslandsmet drengja í sleggjukasti á móti sem FRÍ hélt á Selfossi. Jón kastaði 42,62 metera. Hann átti sjálfur gamla metið sem var 42,48 metrar. ■ BERGUR Ágústsson, einn besti leikmaður 2. deildarliðs ÍBV í knattspymu leikur ekki meira með liðinu í sumar. Hann er nú farinn til Noregs þar sem hann leggur stund á nám í fiskifræði. Golfklúbburinn Keilir og Golfvörur sf, Goðatúni 1, Gbæ tilkynna eftirfarandi: Laugardaginn 29. ágúst verður haldið opið golfmót á Hvaleyr- inni. Höggleikur m/án forgjarfar. 10 verðlaun verða veitt og eru þau vöruúttekt hjá GolfvQrum sf. að upphæð kr. 52.000. 1 verð- laun í báðum flokkum er kr. 10.000. Þá verða aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á 6 og 17 braut. Skráning í síma 53360. Kappleikjanefnd. sjma tjóNusm GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÍSLENSKRA GETRAUNA Hér eru leikirnir! 1 X 2 1 Fram/Þór-Vlðir/Valur(sd.)‘ 2 Arsenal - Portsmouth 3 Charlton - Man. United 4 Chelsea - Luton 5 Coventry - Liverpool 6 Derby - Wlmbledon 7 Everton - Sheffield Wed. 8 Newcastle - Nott'm Forest 9 Southampton - Q.P.R. 10 Watford - Tottenham 11 West Ham - Norwich 12 Ipswich - Stoke Hringdu strax! 688-322 föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardaga kl. 9.00-13.30 FRJÁLSAR Fimman á Blönduósi Fijálsíþróttakeppni 5 ung- mennasambanda USAH, UMSS, UDN, HSS og USVH, eða fímman eins og keppnin er kölluð var haldin í sjötta Frá skipti á Blönduósi Jóni Sigurðssyni um síðustu helgi. á Blönduósi Ungmennasamband Austur-Húnvetn- inga sigraði í fjórða sinn með nokkrum yfírburðum og hlaut alls 309,5 stig. Ungmennasamband Skagafjarðar, UMSS, varð í öðru sæti með 259 stig. Besta afrek mótsins vann Helgi Þór Helgason, USAH, í kringlukasti, varpaði kringlunni 51,42 metra. Tannlæknastofa Sturlu Þórðarson- ar og verkalýðs- og sjómannaflélag Skagastrandar gáfu öll verðlaun. Úrslit urðu sem hér segir: Karlar Konur Samt. 1. USHA 148,5 161 309,5 2. UMSS 128 131 259 3. UDN 107,5 95 202,6 4.HSS 112 71 183 5. USVH 82 66 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.