Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. í farvegi framfaraflokka Ikosningunum til danska þingsins fjölgaði þingmönn- um mest hjá þeim flokkum, sem hafa skipað sér sess yst á væng stjómmálanna. Annars vegar jók Framfaraflokkurinn, flokk- ur Mogens Glistrup, við sig fylgi, en hann er á hægri kanti, og hins vegar Sósíalíski þjóðar- flokkurinn og Fælles kurs, sem eru á vinstri kanti. í sveitar- stjómakosningunum í Noregi var Framfaraflokkurinn undir forystu Carls I. Hagen ótvíræð- ur sigurvegari kosninganna, hann bætti við sig 5,8% at- kvæða miðað við sveitarstjóm- arkosningar 1983 og hvorki meira né minna en 8,5% ef miðað er við þingkosningar 1985. Á íslensku notum við sama heiti yfír flokk Glistrups og sig- urvegarann í norsku kosning- unum. Það gefur í sjálfu sér ekki rétta mynd. Báðir eru flokkamir þó hægra megin við miðju. Báðir hafa þeir verið einskonar útlagar í þjóðþingun- um. Stærri, rótfastari og hefðbundnari flokkar hafa ekki viljað eiga við þá formlegt sam- starf. Á hinn bóginn fínnst stjómmálaforingjum bæði á hægri og vinstri kanti gott að geta reitt sig á liðstyrk þeirra, er mikið liggur við. Hvomgur flokkanna hefur í raun axlað ábyrgð. Talsmenn þeirra skipa sér jafnan í sæti gagnrýnand- ans, þegar þeim hentar, og ráðast þá bæði til hægri og vinstri. Báðir em óvandir að meðölum, ef svo ber undir, og sæta ámæli fyrir ábyrgðarleysi, sýndarmennsku og frekar ómerkileg vinnubrögð. Glistmp varð frægur að endemum, þeg- ar hann sagði, að vamir Danmerkur ættu að byggjast á símsvara, þar sem rödd segði á rússnesku: Við gefumst upp. Hagen varð uppvís að því nú í kosningabaráttunni að styðjast við falsað bréf til að ala á kyn- þáttafordómum í garð innflytj- enda. í þjóðfélögum, þar sem fjöl- flokkakerfi ríkir og menn hafa fullt frelsi til að stofna stjóm- málaflokka eða sameinast undir öðmm formerkjum um svo að segja hvað sem er, verða alltaf til fylkingar á borð við fram- faraflokkana í Noregi og Danmörku. Mestu skiptir auð- vitað, að krafturinn og áhuginn, sem forystumenn og stuðnings- menn þeirra sýna, sé virkjaður á þann veg, að nýtist þjóðfélag- inu sem best. Hatrammar deilur vegna sérviskulegra skoðana, sem aldrei verða annað en hvalablástur vegna þess óraun- sæis, er að baki býr, þjóna sjaldan miklum tilgangi. Deilur af því tagi gera oftast meira tjón en gagn, þótt af öllum umræðum megi draga nokkum lærdóm og að lokum hugga sig við það, að til þess em vítin að varast þau. Bæði í Danmörku og Noregi bmgðust forystumenn stórra flokka þannig við úrslitunum í nýafstöðnum kosningum að þeir sögðu af sér. Anker Jörg- ensen lætur af formennsku í danska Jafnaðarmannaflokkn- um og Rolf Presthus hættir sem formaður norska Hægriflokks- ins. Hvomgur hefði hætt, ef flokkar þeirra hefðu fengið brautargengi í kosningunum. Þannig má segja, að sveiflan í stuðningi kjósenda til hægri og vinstri hafí ráðið úrslitum um formennsku í hinum hefð- bundnu stóm flokkum. Án þess að deilt sé á ákvarðanir Jörg- ensens eða Presthuss, er unnt að draga þær ályktanir af þeim, að með því að mótmæla „gömlu flokkunum“ og greiða öðmm, óþekktum og óreyndum at- kvæði, geti kjósendur velt formönnum „gömlu flokk- anna“. í augum margra fá „nýir flokkar" aukið gildi vegna þessa áhrifamáttar þeirra; þótt enginn vilji hafa þá í ríkisstjóm em þeir einskonar vogarstöng fyrir þá, sem veljast til forystu í hinum hefðbundnu flokkum. Það er sérkenni framfara- flokkanna í Noregi og Dan- mörku, að þeir snúast að vemlegu leyti í kringum eina persónu. Mogens Glistmp er segullinn í Danmörku. Því er hent á loft, þegar hann segir, að innflytjendur til Danmerkur „fjölgi sér eins og rottur". Carl I. Hagen hefur aðdráttaraflið í Noregi, þótt hann búi til hótan- ir þess efnis, að ætlun einhverra innflytjenda sé að taka krossinn úr norska fánanum (og setja hálfmána?). Ólíkindalæti stjóm- málamanna virðast ekki hefta sveiflu til þeirra. Full ástæða er fyrir okkur íslendinga að velta þessari framvindu hjá frændþjóðunum fyrir okkur. Svipuð þróun kann að verða hér og kannski höfum við þegar séð vísi að henni. Stjómmál í farvegi framfara- flokka geta ekki verið éftir- sóknarverð. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir CHRISTIAN BRUGGER Glasnost-stefna Gorbachevs: menn halda ekki um valdataumana. Mörg þessara leynifélaga, segir Belyaev, eru í eðli sínu andsnúin stjómvöldum. Greinarhöfundurinn ber lof á hinn óvenjustranga aga, sem ein- kennir meðlimi þessara samtaka, og hann minnist á þá staðreynd að margir af andspymumönnunum í Afganistan em meðlimir í Bræðra- lagi múslima, sem var stofnað í Kaíró árið 1920 og er beinn eða Fjallað um islömsku hætt- una á raunsæjan hátt ÞAÐ er erfitt að ætla að afla nákvæmrar þekkingar um útbreiðslu islamskrar bókstafstrúar í Sovétríkjunum. Hvað sem líður „Glasn- ost“ — stefnu stjórnvalda um opnara þjóðfélag — hefur upplýsingum um þessu mál verið haldið rækilega leyndum. Það var ekki fyrr en nýlega, að þetta varasama umræðuefni var dregið fram í sviðsljósið ásamt svo mörgum öðrum, sem nú hafa fengið athygli í sovéskum fjölmiðlum í fyrsta sinn á hinum nýju tímum Gorbachevs. Aður fyrr var ekki minnst á Isl- am í sovéskum fjölmiðlum nema sérstaklega væri tekið fram að stjómvöld vissu alveg nákvæm- lega upp á hár hvemig ætti að fást við fylgismenn trúarinnar. Svo fremi að fyrirskipunum flokksins væri framfýlgt, væri allt í þessu besta lagi. En sé litið á framsókn bókstafstrúarinnar í öðmm hlutum hins islamska heims, er ljóst að slíku viðhorfi er í grundvallaratriðum mjög ábótavant. Nú er í fyrsta sinn tekið á vandamálinu á opinskáan hátt. Löng grein hefur birst í bók- menntatímariti sovéskra stjóm- valda, Literaturnaya Gazeta, þar sem látið er að því liggja að herská- ir bókstafstrúarmenn í Sovétlýð- veldunum í Mið-Asíu kunni i fyllingu tímans að stofna alræði kommúnistaflokksins í hættu. Nýjar víddir í sovéskri blaðamennsku í greininni em gerð opinber ýmis pólitísk og þjóðfélagsleg vandamál, sem hafa verið almenningi hulin til þessa, og það er dæmi um það hvemig sovésk fréttamennska virð- ist nú fremur byggjast á staðreynd- um en hugmyndafræði. Höfundur- inn, Igor Belayev, hefur meiri áhuga á að spyija spuminga en að gefa algild svör. Hann hefur sann- arlega enga samúð með hinum herskáu fylgismönnum Múhameðs, en hann er ekki tilbúinn til þess að fullyrða að hreyfing þeirra eigi enga framtíð fyrir sér í Sovétríkjunum. Sovésk hugmyndafræði hefur alltaf litið á Islam, rétt eins og önnur trúarbrögð, sem leifar fortíð- arinnar, dæmdar til hægrar útrýmingar undir stjóm kommúnis- mans. Þetta er að vísu í algjörri andstöðu við stuðning þann, bæði pólitískan og efnalegan, sem Sov- étríkin hafa veitt hreyfingum múslima í öðmm löndum, á þeim forsendum að þær beijist gegn „vestrænni heimsvaldastefnu" eða „zíonisma". Heima fyrir horfa málin hins vegar öðm vísi við. Eins og fylgismenn annarra trúarbragða, fá múslimar að stunda trú sína í ein- rúmi, en þeir hafa engan rétt til að breiða út trú sína, ekki einu sinni til bama sinna. Og það er sérstak- lega mikilvægt að trúin hafi engan pólitískan brodd, sem ógnað gæti veldi kommúnistaflokksins. Hins vegar hafa engin andmæli komið fram gegn opinberlega útnefndum fulltrúum sovéskra múslima, sem taka þátt í áróðri fyrir friði sam- kvæmt flokkslínunni. I raun hefur sú mynd ævinlega verið dregin upp af Islam í sovésk- um fjölmiðlum að þar fari hið argasta afturhald og eini kosturinn væri auga múslima fyrir hinu mynd- ræna. A mullana, klerka múslima, var litið sem fáfróða og aumkunar- verða, fræga fyrir að ríghalda í úrelta hjátrú. I grein Belayevs í sovéska tímaritinu er í fyrsta sinn ekki litið á Islam sem draug fortíð- arinnar, heldur sem hluta af einum af straumum sögunnar, sem enn umleika okkur. Raunsæ frásögn Igor Belyaev skrifar um erlend málefni í Literatumaya Gazeta, og hann hefur ferðast til bæði Áfgan- istans og írans til að ræða efnið „Islam og stjómmálin" við þá sem búast mætti við að hefðu best vit á þeim málum. Þrátt fyrir það trú- ir hann því staðfastlega að hættan, sem Sovétríkjunum stafar af mús- limum, liggi í þjóðfélagslegum vandamálum, sem enn eru óleyst. Fyrsti hluti greinarinnar er helg- aður bókstafstrúnni í Iran og áhrifum hennar annars staðar. Og hér verður að taka með í reikning- inn að landamæri írans og Sov- étríkjanna liggja saman á mörg hundruð kllómetra bili. Belyaev leggur áherslu á tilhneigingu bók- stafstrúarinnar að skjóta rótum í leynisamtökum — það er að segja í löndum, þar sem bókstafstrúar- óbeinn forveri allra islamskra leyni- samtaka, sem nú eru við lýði. Að sjálfsögðu kallar hann hina mús- limsku bræður ekki andspymu- menn, heldur notar hina hefð- bundnu sovésku lýsingu „dhusmani" eða stigamenn. Engu að síður telur hann islamskan upp- runa þeirra þeim til tekna og hann segir einnig frá því — líklega í fyrsta sinn í sovéskum fyölmiðli — að á Vesturlöndum séu þessir menn kallaðir „mujahedin". Og það er áhugavert að þessi lýsing á and- spymumönnum í Afganistan gengur þvert á fyrri staðhæfingar Sovétmanna um að þeir séu einfald- lega málaliðar CIA. Belayev viður- kennir að markmið þeirra séu þeirra eigin; þótt hin islamska öfgastefna þeirra sé ekki af hinu góða, er hún ósvikin. Næsta bylting í Sov- étríkjunum Belayev ver sérstaklega upprif- inn yfir einu samtali sem hann átti í íran. Honum var sagt að islamska byltingin hefði verið framkvæmd að fullu í íran, og það sé verkefni leiðtoga hennar að breiða hana út um allan heim. Fyrsta verkefnið er bylting I Afganistan, sem byltingar- mönnum þykir helst til hófsamt í islamstrú sinni. Síðan, var honum tjáð, verðum við tilbúnir fyrir þriðju islömsku byltinguna. Hvar mun hún eiga sér stað? spyr Belayev. í hinni sovésku Mið-Asíu, hljóðaði svarið hátt og skýrt. Afganskir Mujahedin-skæruliðar með sovéskan skriðdreka í sigtinu. innan landamæra Sovétríkjanna ógna alræði Kommúnistaflokksins? Og þetta færir Belayev aftur á heimavöll. Hann vitnar til greinar í London Times, þar sem nýlega var rætt um hinn mikla fjölda leyni- samtaka múslima, sem þrífast í Sovétríkjunum. Fjöldi „samizdat“, neðanjarðartímarita, sem gefin eru út af slíkum samtökum er miklu meiri en þeirra sem frægir andófs- menn í Moskvu gefa út. „Ættum við að leyfa slíkri útgáfu að blómstra?" spyr Belayev. Hann heldur síðan áfram lýsing- unni á islömskum háttum, sem hann hefur sjálfur orðið vitni að I Mið- Asíu, og hann heldur sig við staðreyndir án þess að draga hinar „siðferðilegu" ályktanir, sem hefðu verið skyldubundnar fyrir aðeins fáeinum mánuðum. „Á aðalpósthús- inu í borginni Tashkent í Uzbekist- an, þar sem margir starfsmannanna eru vel menntaðir," segir Belayev, „ birtast „einkennilegir" textar á tilkynningatöflunum nærri því dag- lega. Sumir starfsmannanna, þar á meðal félagar í kommúnistaflokkn- um, bjóða starfsbræðrum sínum í trúarlegar veislur og á hátíðir." Og Belayev nefnir nöfn hátt settra embættismanna, sem taka virkan þátt í svonalöguðu, þótt margir þeirra gegni trúnaðarstörfum fyrir kommúnistaflokkinn. Grunsamlegar fjölda- grafir Belayev setur þetta athæfi undir fyrirsögnina „Staðreyndimar tala sínu máli“. Það gera þær sannar- lega, sérstaklega þegar þær birtast á prenti í fyrsta sinn. „I Túrkmen- istan," segir Belyaev, „fara múslim- ar í pílagrímsferðir til „heilagra" grafa, sem margar hveijar tilheyra liðhlaupum sem neituðu að taka þátt í Ættjarðarstríðinu mikla við Þýskaland." Þetta kemur ankanna- lega fyrir sjónir, ólíkt flestu öðru í grein Belyaevs, og kemur hreinlega ekki heim og saman. Af hveiju ættu múslimar að votta fólki, sem vildi ekki beijast við Hitler, virðingu sína? Svarið er að þessi staðhæfing Belyaevs er líklega ósönn. Hann hlýtur að vera að vitna til einhvers, sem jafnvel í dag er óleyfilegt að nefna á nafn — og það er miklu nær lagi. Eitt af bannorðunum, sem Munu herskáir trúbræður þeirra enn eru við lýði í Sovétríkjunum er Afganistanstríðið. Alþýða manna veit reyndar heilmikið um það, þó ekki væri nema vegna þess hversu margir ungir menn snúa ekki þaðan aftur. En á það er sjaldan minnst í Ijölmiðlunum og þá á jákvæðan hátt. En jafnvel í þessu efni hefur Belayev velt upp nýrri hlið á mál- inu. En bilið milli þess sem hann skrifar og þess sem hann á við, verður einhver annar að brúa, ein- hver sem er vopnaður skipunum frá æðri stöðum. Eg tel að Belayev eigi við liðhlaupa úr stríðinu í Afganist- an. Það er mun líklegra að pí- lagrímsferðir yrðu farnar til grafa þeirra. í Mið-Asíu er litið á þetta stríð sem fjandsamlegt múslimum — og sennileg er að á þá, sem neita að beijast við trúbræður sína, sé litið sem píslarvotta. Ef þetta er rétt til getið, er lýsing Belayevs á aðstæðum mjög athyglisverð lesn- ing. Hann segir að vegimir, sem liggja að grafreitunum, séu malbik- aðir á kostnað samyrkjubúa í nágrenninu, og sömu búin skipu- leggi ferðimar þangað. Þetta er ótrúlegt — bæði frá sjónarhóli stjómarinnar í Moskvu og frá vest- rænu sjónarmiði — ekki síst ef um væri að ræða liðhlaupa úr seinni heimsstyijöld. „Hræðilegar stað- reyndir“ Belayev rekur nokkrar „hræði- legar staðreyndir" um Sovétlýð- veldin í Mið-Asíu. Hann segir frá því að samfélagsgerð múslimanna sé „nær því að vera þjóðleg en trú- arleg", og hann talar um neðanjarð- arhreyfíngu á svæðinu, sem hann telur mjög útbreidda. Fundir hreyf- ingarinnar fara fram í „neðanjarð- armoskum", eins og Belayev kallar þær, og yfirvöldin geta haft auga með hinum hefðbundnu moskum, en „neðanjarðarmoska“ getur ein- faldlega verið herbergi í húsi múslims og það þarf ekki að vera sama herbergið eða sama húsið í öllum tilfellum. „Neðanjarðar- moska" er ekki bygging heldur hugmynd og það fellur ágætlega að kerfi því, sem leynisamtök mú- slima hafa byggt upp. Belayev telur að á svæðum þeim innan Sovétríkjanna, þar sem íbú- amir em múslimar frá fornu fari, séu um 1.800 „neðanjarðarmosk- ur“. „Og hveijir predika þar og hversu margir, veit Allah einn,“ bætir hann við. Hann álítur að þessi neðanjarðarhreyfíng sé raunveruleg ógnun við Sovétskipulagið og telur að eina leiðin til að fást við hana sé að gera hana löglega og draga þannig úr henni máttinn. Frásögn þessi í Literatumaya Gazeta er gífurlega mikilvæg. Hún er eitthvert merkilegasta skjalið, sem birst hefur á hinu nýja skeiði „Glasnost". Að auki varpar hún nýju ljósi á raunverulegt ástand á þeim svæðum Sovétríkjanna sem byggð eru múslimum, sem að nokkrum virðulegum borgum und- anskildum eru lokuð Vestur- landabúum. Hún sýnir einnig án efa að Gorbachev er vel kunnugt um hættuna, sem Sovétskipulaginu stafar af hinum herskáu múslimum, og veit að hún fer síst dvínandi. Frásögn Belayevs ber öll merki nýbreytni, en það er lögheimiluð nýbreytni. Skilaboðin í frásögninni eru þau að íbúar Evrópuhluta Sov- étríkjanna verði að ná sáttum við landa sína í Mið-Asíu, múslima og aðra, og það gerist ekki með lands- föðurlegum stjómarháttum, sem byggðir eru á úreltum kynþáttafor- dómum. Vaclav Havel: Absúrd æringí með bakþanka Norski blaðamaðurinn Kjell Olaf Jensen var nýlega á ferð í Prag og átti þá viðtöl við ýmsa fremstu andans menn í Tékkóslóvakíu. Hér fer á eftir viðtal hans við tékkneska skáldið Vaclav Havel. Hinn heimskunni tékkneski leik- ritahöfundur Vaclav Havel er nýbúinn að kaupa sér bíl — og það fyrir harðan erlendan gjaldeyri, sem honum hefur áskotnast fyrir uppsetningar á leikritum hans í leikhúsum á Vesturlöndum. Ég óska þér til hamingju með nýjan bíl, Vaclav Havel. Já, takk fyrir. Ég var rétt í þessu að láta skrá hann og lögreglan spurði mig þá, hvort ég óskaði eftir ein- hveiju sérstöku númeri á bílinn. Ég svaraði því til, að 77 hefði alla tíð verið eftirlætisnúmerið mitt, að minnsta kosti í tíu ár, og ég fékk það númer! Umferðarlögreglan okkar er miklu viðkunnanlegri en öryggislög- reglan. Þú verður annars að afsaka, en ég hef ekki mikinn tíma aflögu. Eg verð bara þijá daga hér í Prag og ég þarf að fara á fund, sem Charta 77 ætlar að halda um umhverfisvemd — reynd- ar var það ég, sem fékk þá til að efna til þessa fundar, svo ég get ekki verið þekktur fyrir að koma of seint. Ekki vissi ég að Carta 77 hefði áhuga á umhverfisvemd. Jú, við höfum áhuga á öllum félags- legum vandamálum. Charta 77 hefur líka gefið út nokkur smárit um um- hverfisvemd. Eru í gangi virkar ofsóknir núna sem stendur? Að undanfomu hefur þrýstingurinn af hálfu yfirvalda ekki verið eins mik- ill og hann var. Margir pólitískir fangar hafa verið látnir lausir á síðustu tímum, einn af þeim jafnvel bara í gær. Að því er sjálfan mig varðar, þá hef ég ekki komizt í tæri við lögregl- una í þijá mánuði. En þú hefur bæði setið í fangelsi og svo er ekki lengra síðan en í fyrra að þú varst látinn sæta stofufangelsi. Já, og ég hef líka verið hafður í stofufangelsi þrisvar sinnum á þessu ári — það er eiginlega orðinn fastur liður þegar einhveija þýðingarmikla gesti frá Vesturlöndum ber að garði í Prag. Síðastliðinn vetur var Shultz utanríkisráðherra hér á ferðinni og líka allmargir bandarískir þingmenn; þeir áttu fundi með fjölmörgum með- limum í Charta 77, en lögreglan kom í veg fyrir að ég gæti farið hingað þá. Núna láta yfirvöld okkur meira í friði — það er ef til vill nýtt her- bragð, sem þeim hefur hugkvæmzt. Markmið okkar eru að minnsta kosti stöðugt hin sömu og áður. Hefur þú trú á því, að hin nýja stefna í Ráðstjómarríkjunum eigi etir að hafa einhvetjar úrbætur í för með sér? Nýja stefnan í Ráðstjómarríkjunum hefur vitanlega viss áhrif hérlendis líka, en þau rista ekki ýkja djúpt. Stjómvöld í Tékkóslóvaíku hafa verið andsnúin hvers konar endurbótum allt frá því að núverandi forystulið komst til valda árið 1968 og núna em þau gjörsamlega stöðnuð og stjörf. Þeir styðja vitaskuld Gorbastjov í orði, en þeir hafa hins vegar ekki hug á því að breyta hér nokkrum sköpuðum hlut. Það heldur áfram að verða bara orðin tóm, ekkert nema orðagjálfur. Hefur eitthvert leikrita þinna nokk- um tíma verið tekið til sýninga hér í Tékkóslóvakíu? Ég veit til þess að einn hópur áhugaleikara hóf eitt sinn sýningu á leikriti eftir mig. Eftireina leiksýningu tók lögreglan í taumana og stöðvaði allt saman og þátttakendur í sýning- unni uppskáru meiriháttar erfiðleika fyrir vikið. Þeir höfðu að vísu fengið Tékkneski leikritahöfundurinn Vaclav Havel. leyfi yfirvaldanna þar á staðnum til þess að fara af stað með leiksýning- una, en það leyfði höfðu þeir þó einungis fengið af því að þeir skýrðu ekki frá því hver höfundur leikritsins var. Hvaða leikrit var það? Betlaraóperan. Þú nýtur einnig mikilla vinsælda sem leikritahöfundur á Norðurlöndum, en það veiztu auðvitað? Já, ég veit að mörg af leikritum mínum hafa verið færð upp á Norðurl- öndum og hafa gengið mjög vel þar. Ef ég man rétt var það einkum á ámn- um milli 1970 og 1980. Þegar menn sjá leikrit eftir þig, hlæja þeir að skrýtnum tilsvörum og spaugilegum orðræðum leiksins, en svo fer mönnum að svelgjast á, þegar það rennur upp fyrir þeim, hvað það eiginlega er sem hlegið er að. Það er alveg prýðilegt — það er einmitt þetta sem er ætlunin. Það verður að ganga beinlínis fram af fólki og gera það taugaóstyrkt — neyða það til að hugsa. Ég vil ekki semja afþreyingarefni eingöngu. En menn skemmta sér samt um leið? Absúrd-kímni er alltaf kímileg, það felst í orðinu sjálfu, en samtímis fær hún menn til að skyggnast dýpra. Þú lítur þá með öðrum orðum á þig sem absúrdista? Ég hef verið kallaður absúrd-leik- ritahöfundur, en það er ekki í mínum verkahring að marka mér sjálfum bás. Ég er þó undir áhrifum frá Kafka, Beckett og Ionesco. Nýjasta leikritið mitt, „Freistingin", var fmmsýnt nýlega hjá Royal Shakespeare Comp- any í Englandi — það hefur víst enn sem komið er ekki verið þýtt á Norður- landamálin. En ég hef heyrt, að enska uppfærslan sé alveg frábærlega góð. Þau áhrif, sem leikritið hefur á áhorf- endur, eiga að hafa verið nákvæmlega eins og þú varst að lýsa þeim. Það eru viðbrögð sem ég kannast vel við þegar ég sé leikrit eftir Io- nesco eða er að lesa verk eftir hann; og hið sama á að nokkru leyti við um Beckett. En mér tekst einhvern veginn ekki að setja Kafka í samband við neina kímni, sama hve absúrdsú kfmni hans á nú að vera eða kaldhæðnisleg. Ojú, það koma nú upp mjög kími- lega kringumstæður hjá Kafka líka og þegar sögumar hans vom lesnar upphátt, þá hlógu áheyrendur. En það er vitaskuld rétt, að hann er annars að tala um hina alvarlegu þætti og hluti í lífinu. Nú, en ég á samt erfitt með að sjá kímnina í verkum Kafka. En Milan Kundera segir nákvæmlega hið sama og þú gerir núna, í nýjustu skáldsögu sinni, „Um skáldsagnalist". Menn verða að muna eftir því, að hér í Tékkóslóvakíu búum við ennþá við það andrúmsloft sem Kafka lýsir. Sýnir Franz Kafka em gerðar að vem- leika nú á dögum, í okkar nánasta umhverfi og í lifnaðarháttum okkar. Þau orð, sem þú hefur látið falla um þín eigin leikrit, fær mig til að hugsa um Slawomir Mrozék. Það er víst rétt — ég þekki að vísu einungis til hinna eldri verka í skáld- skap hans; Mrozék er ekki meðal þeirra höfunda, sem leyfðir em í Tékkóslóvakíu. Aftur á móti em verk hans tekin til sýninga í Póllandi, jafn- vel þótt hann sé landflótta og búi erlendis. Má vera, að þetta segi mönn- um nokkuð um mismuninn á þessum tveimur löndum. Um hvað fjallar nýjasta leikrit þitt, „Freistingin"? Það em nokkur mjög svo fijálsleg tilbrigði um Faust-flökkusöguna. Milada Blekastad er með leikritið og þekkir það vel. Hún hefur líka þýtt bókina mína „Bréf úr fangelsinu" — en hún kemur víst bráðum út á norsku. Fjallar hún um ríkjandi aðstæður í fangelsinu? Nei, í fangelsinu var mér svo til algjörlega meinað að skrifa og ritskoð- unin var afar ströng. Nei, þetta em miklu fremur heimspekilegar vanga- veltur um lífíð og um leikhúsið. Er þetta einasta verkið, sem þú hefur ekki skrifað í leikritsformi? Nei, ég skrifa við og við fagurbók- menntalegar ritgerðir, og nokkrar þeirra hafa verið gefnar út í bókar- formi. Nýlega var gefið út ritgerða- safn eftir mig í Englandi. Og í fyrra vann ég að bók, sem hefur að geyma safn viðtala við mig, en það var tékk- neskur blaðamaður, sem býr núna í Vestur-Þýzkalandi, er tók þau viðtöl. Þar segi ég frá ævi minni, frá því sem drifíð hefur á daga mína; segi frá þeim hugsunum, sem bærast með mér — þetta em allt að því eins konar minningar. Þessi bók var gefin út á tékknesku í Þýzkalandi — núna er verið að gefa hana út á þýzku, og hún kemur þar að auki út í Bandaríkjun- um, í Frakklandi og Svíþjóð. Ertu þegar farinn að vinna að nýju leikriti? Á vetuma héma í Prag hef ég ekki tíma til að skrifa — ég verð þá alltaf að sinna svo mörgum og margvísleg- um hagnýtum hlutum. Á vorin og sumrin bý ég úti á landi og þá skrifa ég. Jú, ég er reyndar rétt að byrja að vinna að nýju leikriti. Ég hef að- eins óljósa hugmynd um hvað það á að fjalla; ég get ekki orðað þetta ljós- ar eða ákveðnar enn sem komið er. Hvernig hefurðu upp á efnivið í leik- ritin? Það er nú einmitt það, sem er helzta vandamálið, þ.e. að fínna eitthvert efni, sem unnt er að nota. Þegar ég er búinn að hafa upp á því, ganga skriftimar auðveldlega. „Freisting- una“ skrifaði ég á tíu dögum, og ég hef komizt alveg niður í fjóra daga með einstaka leikrit; en það tók mig á hinn bóginn allt að því tvö ár að finna efnið eða þemað í „Freisting- una“. Ég verð að hafa upp á alveg sérstökum þemum eða viðfangsefnum — það verða að vera uppistöðuefni þar sem til falla hentug atvik, sem em í tengslum við tilfinningar mínar og stíl. Það er að segja eitthvað langtum víðfeðmara en bara að klekja út skemmtilegri og athyglisverðri sögu. Hvernig er unnt að halda uppijafn lifandi og auðugum bókmenntum í landi, þarsem kúgunin ersvona mögn- uð? Það er sennilega rétt, að tékkn- eskar bókmenntir séu lifandi og auðugar; en þannig hefur það alltaf verið. Sé maður með eitthvað með- ferðis sem verður að setja skriflega saman, þá verður maður að skrifa það — það skiptir þá engu máli hvort kúg- un er beitt eða ekki, hvort maður lendir í fangelsi fyrir það sem skrifað er eða ekki. Ég kann ekki að svara þessu á annan hátt. Höfundur er bókmenntagagnrýn- andi Morgenbladet í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.