Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 €> 1985 Universal Press Syndicate_________________4~IO „ Húeið \j\h hliðina á oKKur crab brenna- v/iltu Köma og horfa. á?" * Ast er... .. . að fá titring við slíkt augnaráð. Það fer að dimma. Við höldum ekki lengra upp. Reynið að koma ykkur vel fyrir undir nóttina___ Með morgunkaffinu H A Oábyrgar lausagönguskepnur Heiðraði Velvakandi. Þegar lausagönguskepnur, meina þessar ferfættu, ganga í tún bænda en eru þeim óviðkomandi, þá er venjan að handsama þær, til- segja hreppstjóra sem tekur þær í Til Velvakanda Það er alltaf jafn athyglisvert að fylgjast með ættjarðarást og frelsis- baráttu á rauða kantinum. Þessi lýður, sem er alls staðar eins, hafði barist á móti nasistum og til hvers leiddi svo þessi frelsisbarátta þeirra? Eftir stríð komust þeir í áhrifastöður og notuðu þeir þá tækifærið og afhentu Stalín föðurlönd sín til eignar og ábúðar. Hvenær mótmælir rauði kanturinn hér á landi herstjóm Póllands og allri kúguninni í Austur-Evrópu? Ef þetta fólk fær tækifæri til þess að fara og kynna sér hagi fólk í þessum löndum þá hælir það öllum stjómaraðgerðum þar eftir heim- komuna. Man engjnn lengur eftir báráttu okkar fyrir 200 mílna land- helgi? Hvaða fólk vildi bara 50 sjómílna landhelgi? Mikið varð sjáv- arútvegsmálararáðherrann þáver- andi glaður að geta gefíð Austur-Þjóðverjum leyfí til grálúðu- veiða úti fyrir Vestfjörðum. Við ættjarðarást kommúnistanna á að vörslu og eigandinn verður að greiða áfallinn kostnað, bónda skaðabætur o.s.frv. Nú er það svo að hingað eru komnar lausagönguskepnur í magni, en þar sem þær eru í sjónum segja: Vík frá mér satan. Við verðum að láta vísindin ráða öllum okkar veiðum og þjóðin sjálf á að standa undir kostnaðinum þó við þurfum að henda einhveiju af kjötinu. Við getum ekki látið of- stækisfólk, sem ofaná allt annað gegnur glatt erinda K.G.B., eyði- leggja lífsafkomu þjóða á norður- slóðum. Ætla Sea Shepard samtökin að fæða Grænlendinga á grænmeti eingöngu framvegis? Húsmóðir Til Velvakanda. Miðvikudaginn 2. september sl. varð ég fyrir því óhappi að drengur hjólaði á mig á gangstéttinni fyrir framan verslanimar í Hamraborg í Kópavogi og féll ég við það um koll. Þá kom mér til hjálpar einstak- lega almennileg kona, sem hafði orðið sjónarvottur að þessu. og enginn vill kannast við að eiga þær, nema þá e.t.v. hinir svokölluðu „Grænfriðungar“, þá er ansi erfítt að tilsegja þær, loka inni og láta greiða sektir. Þar sem fjöldi manna heldur því fram, statt og stöðugt, að þarna sé um vitrustu dýr jarðar að ræða, þá ætti þeim að vera ljóst að hérna eru þau í algerri óþökk og óleyfi, étandi svifíð, fæðu okkar físka og sum einnig fiskana sjálfa. Mér sýn- ist því að þama sé um alvarlega óábyrg dýr, svona vitur, að ræða. Þess vegna ber auðvitað að sýna fulla hörku og vísa þeim umsvifa- laust úr íslenskri lögsögu. Hvalurinn sem gubbaði Jónasi, hefur sennilega ekki haft lyst á honum. Er hann e.t.v. ættfaðir „Grænfriðunga" og hafa þeir ekki misskilið hlutina og tekið upp hanskann fyrir þann sem ekki hafði lyst á „Grænfriðungi“. Jón Eiríksson Hlúði hún að mér þar til sjúkra- bifreiðin kom og gaf lögreglunni, sem kom á staðinn, fullkomna skýrslu um atvikið. Nú langar mig til að þakka þess- ari góðu konu fyrir alla hjálpina svo og þeirri sem hringdi heim til mín og lét vita af mér þar. Sigurrós Látum ekki ofstækisfólk eyðileggja lífsafkomu okkar Lofsverð hjálpsemi HÖGNIHREKKVÍSI Víkverji skrifar Morgunblaðið hefur ætíð kapp- kostað að vera í góðu sambandi við lesendur sína. Á hveij- um degi hafa lesendur samband við blaðið til að ræða efni sem birst hefur í því og margar góðar ábend- ingar hafa komið til blaðsins frá lesendum. Sem dæmi um slíka ábendingu má nefna símhringingu frá Pétri Þorleifssyni á miðvikudaginn. Pétur hafði skoðað gaumgæfilega litmynd af Kjarvalsmálverki sem birtist á bls. 5 þennan sama dag. í fréttinni stóð að myndin væri frá Þingvöllum en Pétur taldi það útilokað. Taldi hann víst að fjallið á myndinni væri Esjan og hraunið í forgrunni væri fantasía meistarans. Víkveiji vill benda lesendum á að skoða þessa mynd og fella sinn dóm. Eru þeir sammála Pétri? XXX Iþróttaþættir Stöðvar 2 hafa not- ið mikilla vinsælda meðal íþrót- taunnenda. Til að mynda hafa golfáhugamenn verið mjög ánægðir með golfþætti sem hafa verið viku- lega á dagskránni í sumar undir öruggri stjóm Bjölgúlfs Lúðvíks- sonar. Nú hafa forráðamenn Stöðvar 2 ákveðið að fella þessa þætti niður í vetur, golfáhugamönnum til mik- illar hrellingar. Víkveija er kunnugt um að undirskriftalistar eru í um- ferð á golfklúbbum, þar sem skorað er á Stöð 2 að halda áfram með golfþættina. Víkveiji tekur heils- hugar undir með golfáhugamönn- unum og vill hvetja Stöð 2 til að halda áfram með golfíð. XXX Víkveija hefur verið sagt, að hann hafí gert Borgnesingum rangt tii, þegar þeim var ætlað að vilja breyta nafni Borgamess , þeg- ar staðurinn fær kaupstaðarrétt- indi. Borgames heiti eftir sem áður Borgames, en breytist hreint ckki í Borgamesbæ að nafni til, þótt staðurinn verði kaupstaður. Þetta þykir Víkveija gott að frétta og biður Borgnesinga velvirð- ingar á mistökunum um leið og þeim er óskað til hamingju með heimabæ sinn. XXX Nú er verið að lagfæra Stjórnar- ráðshúsið að utan og búa það undir málningu og er blær hússins með koksgrárri áferð. Satt að segja finnst Víkveija koksgráminn fal- legur og sérstæður meðal lita í miðbænum og að Stjómarráðshúsið eigi að vera þannig á litinn, en ekki hvítt, eins og til mun standa. Annað hús í eigu ríkisins er að taka miklum stakkaskiptum. Það er Víðishúsið, sem nú hefur verið klætt utan með smekklegum hætti. Þar með gleður þetta hús augað i stað þess að stinga, eins og það hefur óneitanlega gert upp á síðkas- tið. J I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.