Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 I T © 1985 Universal Press Syndicate A-22. „ H^nn viLL íá iánadar handráb miLLjónir iiL aÓ ar-fleiÓa. barnaböm/h Pabbi var ofsalega ánægð- ur með þig og sagði: „Hann minnir mig á pabba minn.“ HÖGNI HREKKVÍSI Er starf Pólýfónkórsins hunsað? Til Velvakanda. Mörg undanfarin ár hef ég sótt hljómleika í Reykjavík, m.a. flesta konserta Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Hefur þar kennt margra grasa, og margt verið vel gert en annað minna áhugavert eins og gengur. Mér mun seint úr minni líða flutningur Pólýfónkórsins og Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Hall- grímskirkju í desember í fyrra, svo fágaður, markviss og áhrifamikill var flutningur á Messíasi undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Sama má segja um flutning hans, og Sinfóníuhljómsveitar íslands á verkum eftir Verdi og Rossini í Háskólabíóii fyrir 3 árum. Ég undr- ast því að sjá Pólýfónkórsins og Ingólfs Guðbrandssonar hvergi get- ið í nýútkomnu yfirliti Sinfóníu- hljómsveitar íslands fyrir nýhafið starfsár. Æltar Sinfónían að hunsa starf Pólýfónkórsins á 30 ára starfsaf- mæli kórsins? Tónlistarunnandi Þessir hringdu . . . Bjórinn óþarfur G.H. hringdi: „Að undanfömu hafa umræður um hvort leyfa skuli bjór hér á landi orðið háværar einu sinni enn. Virðist sama hve oft þessi draugur er kveðinn niður af mæt- um mönnum, hann vaknar alltaf til lífs á ný. Trúir því virkilega einhver að bjórinn verði til ein- hvers gagns hér þegar vitað er hvemig bjórdrykkja hefur farið með aðrar þjóðir? Bjórinn er alveg óþarfur. Áfengisvandamálið hér á landi er nógu illt viðureignar þó ekki sé verið að auka á það með bjórútsölu." Kvenreiðhjól Rautt og hvítt kvenreiðhjól fannst í Seljahverfi fyrir nokkru. Eigandinn getur hringt í síma 74464. Þrílit læða Lítil þrílit læða, hvít, gul og svört, er í óskilum að Háaleitis- braut 125. Læðan er mjög falleg og sérkennileg með svarta hettu og svarta höku, hálft nefið gult og hálft svart. Eigandi getur hringt í síma 36239 eða 681098. Sýnið Wood- stock á ný Gunnar hringdi: „Mig langar til að stinga uppá því að kvikmyndin Woodstock, sem sýnd var í Austurbæjarbíói fyrir u.þ.b. 15 ámm, verði endur- sýnd. Þessi mynd vakti mikla athygli á sínum tíma og þótti lýsa „hippamenningunni" vel. Ég held að margir vilji gjaman sjá þessa mynd aftur.“ Yíkverji skrifar Adögunum sat Víkverji ásamt með ungum vini sínum eins og svo oft áður og horfði á sjón- varp. Þar var verið að ræða við einn af frammámönnum þjóðarinn- ar. Allt í einu segir bamið: „Bara að hann detti ekki úr stólnum.“ - Af hveiju segir þú þetta, ég sé ekki betur en fari vel um hann í sjónvarpsstólnum? „En þú veist, að dramb er falli næst,“ sagði barnið. Víkverji hefur leitt hugann að þessum orðaskiptum síðan og er sannfærður um, að æ fleiri, sem láta ljós sitt skína í fjölmiðlum, hefðu gott af að minnast orða Krists: Sælir em hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. Hinir sjálfsögðustu hlutir og embættisverk eða framkvæmd á opinbemm skyldum em hafin upp til skýjanna. Mörkin á milli þess sem er merkilegt eða ómerkilegt sýnast vera að hverfa. Öllu er slegið upp í sífelldri viðleitni við að búa til fréttir eða hefja þá eða það til skýj- anna, sem fjölmiðlar hafa á milli tannanna hverju sinni. Víkveiji heyrði fyrmrn starfsmann sjón- varps ríkisins lýsa yfir því á dögunum, að við fréttaöflun þar hefðu menn þá reglu til að styðjast við, að þeir ættu ekki að gera mál- um skil; sjónvarp ætti að kasta einhveiju á loft án þess að gera því skil; allt á að gerast á 30 til 120 sekúndum. XXX * Asunnudaginn hratt ríkisút- varpið þeirri ákvörðun í framkvæmd, sem ýmsir hafa óttast að væri á döfinni, að hætta að flytja kirkjulega tónlist milli klukkan níu og tíu á morgnana. Nú hefst þessi tónlistarþáttur klukkan sjö á sunnu- dagsmorgnum og stendur fram til 7.50, þegar prestur flytur hugvekju. Milli klukkan níu og tíu er þáttur í umsjá Knúts Magnússonar, þar sem hann kynnir tónlist. Víkveiji hefur áður rætt um þetta mál. Áður en einokun ríkisins á útvarpsrekstri var afnumin, mátti á stundum lesa kvartanir einhverra, um að þeir gætu ekki hlustað á hinn hvimleiða og sviplausa hávaða glamur-tónlistar á sunnudags- morgnum. Nú hafa þeir, sem vilja helst hlusta á sama lagið allan sól- arhringinn, i þijú hús að venda á sunnudagsmorgnum. Þá tekur ríkisútvarpið upp á því að krefjast þess af þeim hópi hlustenda, sem hefur notið kirkjulegrar tónlistar milli klukkan níu og tíu fyrir há- degi á sunnudögum, að hann vakni klukkan sjö á morgnana. Ætli síðan verði ekki gerð einhver hlustenda- könnun og á grundvelli hennar ákveðið að leggja þennan tónlistar- flutning niður, þar sem enginn hlusti á hann? xxx Sinfóníuhljómsveit íslands fór til Grænlands í byijun september í tilefni af því að þar var formlega verið að opna norræna menningar- stofnun. Var þetta í fyrsta sinn, sem Grænlendingar kynntust lifandi flutningi á sinfóníutónlist. Meðal annars söng grænlenskur kór verk- ið Finnlandíu eftir Sibelíus með hljómsveitinni. Er ekki að efa, að þetta framtak Islendinga verður lengi í minnum haft á Grænlandi. Að sjálfsögðu kostaði þetta sitt, eða 2,5 milljónir króna samkvæmt frétt- um af aukafjárveitingum. Nú hefur komið í ljós, að Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð- herra, hefur allt á homum sér vegna þessa. Og er þetta haft eftir honum í einu blaðanna:„...og nefndi sem dæmi að hann hefði heyrt kammer- sveit flytja „Sísí fríkar út“ með miklum ágætum og nær hefði verið að senda hana til Grænlands heldur en að kosta tveimur og hálfri millj- ón upp á sinfóníuna." Hvað skyldu Grænlendingar segja, ef þeir fengju þetta þýtt? Sæma slík ummæli, ef rétt eru eftir höfð, fjármálaráð- herra? Víkveija finnst hér farið út fyrir hæfileg mörk. -I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.