Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 Bylgjan hf. á Suðureyri: Sérhæfð kúfiskvinnsla Suðureyri. ADALFUNDUR Bylgjunnar hf. á Suðureyri var haldinn föstu- daginn 25. september sl. Þann dag bauð stjórn Bylgjunnar gest- um að skoða starfsemina. Bylgj- an hf. var stofnuð sumarið 1986 af Byggðastofnun og nokkrum einstaklingum á Vestfjörðum. Tilgangur félagsins er að stunda veiðar og vinnslu á kúfisk. Keypt var sérsmfðað kúfiskveiðiskip með vatnsplóg frá Hollandi og kom það til landsins í vor. 1 sum- ar var skipið á tilraunaveiðum fyrir Vestfjörðum á vegum Haf- rannsóknastofnunar en það hefur nú hafið veiðar fyrir verk- smiðjuna. Einnig var keypt nýlegt hús á Suðureyri og þar sett upp sérhœfð kúfiskvinnslu- lína sem nú er verið að reynslu- keyra. Kúfískurinn er skelfískur sem fannst í miklu magni allt í kringum landið. Hann fínnst helst á sand- botni þar sem hann grefur sig niður. Hann er talinn einn stœrsti físk- stofn hér við land og því hefur í marga áratugi verið rætt um að nýta hann. Víða eru til þykkar skýrslur um kúfiskinn en ekki hefur orðið af framkvæmdum. Kemur þar einkum tvennt til. í fyrsta lagi er verð á kúfísk lágt á þeim eina markaði sem er vel þekktur, þ.e.a. s. sem hráefni til súpugerðar í Bandaríkjunum. í öðru lagi er ljóst að hefðbundnir plógar geta ekki náð kúfiski í því magni sem þarf. Þar þarf að koma til ný og dýr veiði- tækni sem ekki er til hérlendis, þ.e.æs. vatnsplógur. í júní 1986 var stofnað hlutafé- lagið Bylgjan á Suðureyri. Því var ætlað að hefla veiðar og vinnslu á kúfisk með sérhæfðara skipi og vélum en áður hafði verið reynt. Byggðastofnun lagði fram 5 millj- ónir í hlutafé en aðrir stærstu hluthafar eru Vélsmiðjan Mjölnir í Bolungarvík og Báran hf. á Suður- eyri, bæði með 4 milljónir í hlutafé. Aðrir hluthafar eru einstaklingar á Suðureyri og f Reykjavík. Heildar- hlutafé er tæplega 20 milljónir. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Amór Stefánsson. Hluthöfum var og er ljóst að hér er um áhættusama tilraun að rseða sem engan veginn er víst að skili tilætluðum árangri. Til þess eru óvissuþættir of margir, t.d. veiði- geta skipsins, nýting í vinnslu, söluverð í Evrópu eða Japan og fleira. Hér eru miklir hagsmunir í húfí ekki aðeins fyrir Suðureyri sem hefur búið við einhæft atvinnulíf og nokkra stöðnun heldur einnig marga aðra staði því ef þessi tilraun tekst má ætla að nokkrar kúfísk- verksmiðjur rísi annars staðar á landinu. Þegar eru aðilar tilbúnir til að fara af stað annars staðar ef tilraunin á Suðureyri tekst. Bylgjan keypti sérútbúið kúfísk- skip með vatnsplógi frá Damen Shipyards í Hollandi og kom það til landsins í vor. Skipið var skýrt Villi Magg eftir Súgfíriíingi sem var mikill áhugamaður um kúfískveið- ar. Það ber einkennisstafína ÍS-87. Það er 24 metrar og um 150 brl. og verða 5—6 menn í áhöfn. Það stundar dagróðra og er burðargetan tæplega 40 tonn. Skipið hefur reynst vel en nokkur vandkvæði voru í upphafí með flutningsbúnað- inn á skelfísknum um borð. Villi Magg var á tilraunaveiðum fyrir Vestfjörðum í sumar á vegum Haf- rannsóknastofnunar og fundust góð mið. Skipið hefur nú hafíð veiðar fyrir verksmiðjuna. Byggðastofnun hefur samþykkt að styrkja skipið síðar til tilraunaveiða fyrir Norður- landi. Forsenda fyrir kúfiskveiðum er ný og öflug veiðitækni. Vatnsplóg- urinn svokallaði hefur verið notaður Morgunblaðið/Halldór Bemódusson Bylgjan hf. bauð gestum að skoða starfsemina sama dag og aðalfundur félagsins var haldinn. Vestmannaeyjar; Lifnar yfir bræðslukörlum Kap II. VE með fyrstu loðnuna Veotnuumaeyjuin. Á mánudagskveldið kom Kap H. með fyrstu loðnuna sem hingað berst á þessari verttð. Aflinn sem var 680 tonn fékkst um 100 milur norður af Vest- fjörðum „Við vorum flörutíu og tvo klukkutíma að baksa heim“ sagði ólafur Einarsson, skipsstjóri, I stuttu spjalli við Morgunblaðið ( gærkveldi þegar þeir voru að koma úr sínum fyrsta loðnutúr á þessari vertíð.„ Aflann fengum við f sjö köstum, hún er frekar smá en blönduð". Ólafur kvaðst ekki hafa séð miklar lóðningar og lltið frétt af loðnu enda væru fáir bátar á mið- unum. ólafur sagði þá fá tvöþús- und krónur fyrir tonnið sem væri með þvf hæsta sem greitt væri og væri aflanum landað f Fiski- mjölsverksmiðjuna í Eyjum, sem reyndar á bátinn. „Við bíðum nú til morguns því spáin er leiðinleg og siglingin Loðnulöndun f Eyjum löng“ sagði kafteininn á mánu- dag. Þess má geta að annar loðnubáturinn sem hefur loðnu- veiðar frá Eyjum á þessari vertfð, Sighvatur Bjamason VE. lagði af einnig af stað á mánudags- kvöld eða þriðjudagsmorgunn. Má ætla að við þessar fréttir lyftist brúnin á bræðslukörlum hér f bæ, svo og að peningalyktin fari brátt að kitla nef bæjarbúa. — bjarni. Villi Magg ÍS-87. um nokkurt skeið f Bandarfkjunum. Hann er þungt tæki og byggist á því að niður úr skipinu er dælt í gegnum barka miklu magni af sjó við kjaftinn á plógnum. Við það rótast botninn upp og plógurinn nær til kúfísksins sem er grafínn í botninn. Sjódælingin er orkufrek og því er olíueyðsla á skipinu nokk- ur. Nauðsynlegt reyndist að styrkja plóginn og gera á honum nokkrar breytingar. Þar sem hér er um nýja veiðitækni og ný veiðisvæði að ræða má reikna með að töluverðan tíma taki að ná hámarksafköstum við veiði. Bylgjan keypti nýlegt fískverk- unarhús á Suðureyri, byggt 1982. Það er 550 fermetrar að grunnfleti á tveimur hæðum með 300 rúm- metra frystiklefa. Vélar voru keyptar af Trausti hf. í Reykjavík. Tafír hafa orðið á afhendingu vinnslulínunnar og ýmsir byijunar- örðugleikar komið upp. Nú er verið að reynslukeyra vélamar. Fremsti hluti vinnslulfnunnar er mjög svipaður hefðbundinni hörpu- disklfnu. Skelin fer úr mötunarkari f þrýstiopnara og þaðan á hristara og skeljabrotsskilju. Aftasti hluti línunnar er hins vegar sérstæður fyrir kúfískvinnslu en þar er svo- kölluð magasprengivél. Til að hægt sé að nota kúfiskinn f dósasúpur þarf að sprengja hann og hreinsa innan úr honum. Við það lækkar nýtingin vemlega en vonast er til að hún verði um 10%. í upphaflegum áætlunum var reiknað með að selja allan kúfískinn á Bandarfkjamarkað en þar nota nokkur stórfyrirtæki kúfiskinn í dósasúpur. Búið var að fá umboðs- aðila og semja við þessi fyrirtæki. Verðfall dollarans hefur hins vegar raskað þessum áætlunum og því hafa verið send sýnishom til Evrópu og Japani. Engir sölusamningar hafa þó verið gerðir. Einnig virðist n\jög koma til greina að selja kú- fískinn f beitu en þannig var hann lengi notaður hérlendis. Þegar hef- ur verið selt í beitu á 50 krónur kflóið og hefur líkað mjög vel. Heildarkostnaður er nú áætlaður um 110 milljó: en hafa verður í huga að framkvæmdum er ekki að fullu lokið og enn er verið að vinna þróunarvinnu bæði í vinnslulínu og vatnsplógnum. Þar af kostaði skipið um 55 milljónir, húsið 25 milljónir, vélar 20 milljónir og annað 10 millj- ónir. Byggðastofnun hefur íjármagn- að fyrirtækið að verulegu leyti. Hún lánaði kaupverð skipsins, tók ábyrgð á vélaláni, lagði fram 5 milljónir f hlutafé og lánaði auk þess 10 milljónir. Að öðm leyti er fyrirtækið fjármagnað með hlutafé og yfírteknum lánum á fískvinnslu- húsinu sem var keypt. - HB. Hallgrímskirkja í Saurbæ: 30 ára vígsluafmæli HALDIÐ var upp á 30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkj u í Saurbæ 6. september síðastliðinu. Hátfðarguðsþjónusta var £ kirkjunni, þar sem dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, prédikaði og að hepni lokinni var kaffisamsæti að Hlöðum. Kirkjunni íiafa borist marg- ar gjafir í tilefni afmælisins. Við hátfðarmessuna var tekin í notkun flóðlýsing, sem Sigmjón Hallsteinsson, bóndi í Skorholti, hefur gefíð kirkjunni til minningar um foreldra sína og fjögur systkini er hvíla í Saurbæjarkirkjugarði. Siguijón gaf einnig ljós sem eru meðfram gangstígnum upp að kirkjunni. Aðrar gjafír sem kirkjunni hafa borist að undanfömu eru þessar: Jón Bjamason, fyrrverandi kaup- maður, gaf kirkjunni í júlí síðast- liðnum hundrað þúsund krónur til minningar um foreldra sfna, Bjama Jónsson og Ingibjörgu Guðmunds- dóttur, sem vom búendur á Melum og Læk í Leirár- og Melahreppi. Gjöfín er einnig til minningar um föðurforeldra Jóns, Guðrúnu Guð- brandsdóttur og séra Jón Bene- diktsson, sem var prestur í Saurbæ 1886-1900. Langafi Jóns Bjama- sonar, séra Þorgrímur Thorgrím- sen, var einnig prestur f Saurbæ á liðinni öld frá 1849-1866. Frú Guðrún Valdimarsdóttir, Ijósmóðir, hefur gefið kirkjunni alt- arisdúk, sem hún hefur sjálf saumað. Frú Guðrún er 92 ára göm- ul. Dúkurinn var afhentur kirkjunni 12. júlí og tekinn f notkun við messu þann dag. í tilefni afmælisins gáfu sóknar- böm kirkjunni 69.000 krónur ogfrú Magnea Þorkelsdóttir og dr. Sigur- bjöm Einarsson, biskup, færðu kirkjunni altarisbiblfu. Einnig skal þess getið að á liðnu vori fékk kirlq- an 50 sálmabækur að gjöf frá Gfsla Sigurbjömssyni, forstjóra Elliheim- ilisins Grandar í Reylcjavík. Að lokum skal þess getið að í tilefni afmælisins hefur verið gerður sérstakur platti af kirkjunni. (Ur fréttatilkynningu) Trilla slitn- aði upp Grinuey. TRILLA slitnaði upp af legunni við Grimsey & m&nudagskvöld. Fyrir snarræði tókst heima- mönnum að koma trillunni aftur óskemmdri í land. Foráttubrim var við Grímsey þegar trillan slitnaði upp. Þegar svona óhöpp verða rekur báta oft- ast beint upp f fjöra, þar sem þeir brotna f spón. í þessu tilviki hreif straumur trilluna á haf út. Þrír menn fóra um borð í bát og í fyrstu tilraun tókst þeim að leggja svo upp að trillunni að einn þeirra komst um borð og gat siglt henni til hafn- ar. Alfreð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.