Morgunblaðið - 20.10.1987, Page 7

Morgunblaðið - 20.10.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 7 Leggja rör fyrir fram- tíðina „VTÐ erum að leggja rör inn í hús Pósts og síma til að tryggja okkur greiða aðkomuleið fyrir strengi sem lagðir verða í framtíðinni," sagði Kristinn Einarsson, deUdartæknifræð- ingur hjá Póst- og símamála- stofnun. Undanfarnar vikur hafa starfsmenn stofnunarinn- ar unnið við að leggja rðr í Fógetagarðinn, Vonarstræti og víðar í miðbænum. Kristinn sagði að undanfarin ár hefðu verið lögð slík rör í flestar áttir frá húsi Pósts og síma. „Það var nauðsynlegt að bæta við rörum og bráðlega verður dreginn ljós- leiðari í eitt af þessum rörum, frá miðbæjarstöð inn í Rauðarárstöð, sem er við Laugaveg 145,“ sagði Kristinn. „Til þess að svo megi verða þurfum við að ljúka við að ganga frá 'Ijamargötu og komast yfir Kirkjustræti, sem verður von- andi nú í haust. En fyrst og fremst erum við að tryggja að við höfum nóg af rörum í framtíðinni." Kjarnorkuáætlananefnd NATO: Fulltrúi f slendinga situr nefndarfund í fyrsta skipti ÁKVEÐIÐ hefur verið að Einar Benediktsson, fastafulltrúi ís- lendinga í höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins i Briissel, sitji fund Kjarnorkuáætlananefndar bandalagsins, sem fram fer 4.-5. nóvember í Monterey í Kali- fomíu í Bandaríkjunum. Verður þetta í fyrsta skipti sem íslenskur embættismaður situr fund nefnd- arinnar. Samkvæmt upplýsingum ut- anríkisráðuneytisins ákvað Steingrímur Hermannsson utanrík- isráðherra að senda fulltrúa á fund nefndarinnar að höfðu samráði við starfsmenn utanríkisráðuneytisins og samráðherra sína í ríkisstjóm- inni. Mun Einar Benediktsson að líkindum gefa utanríkisráðherra ítarlega skýrslu að loknum fundin- um. Fram kom í máli utanríkisráð- herra á fundi er Samtök áhugamanna um vestræna sam- vinnu og Varðberg efndu til á laugardaginn að búast mætti við að fulltrúar íslenskra stjómvalda myndu framvegis sitja fundi Kjam- orkuáætlananefndar Atlantshafs- bandalagsins. Kjamorkuáætlananefndin kemur saman er þurfa þykir með þátttöku fastafulltrúa aðildarríkjanna og Loðnuveiðar liggja niðri vegna veðurs Niðurstöður október- leiðangurs Hafrann- sóknarstofnunar varla taldar marktækar LOÐNUVEIÐAR liggja nú að mestu niðri vegna veðurs og slæmra skilyrða. Árleg- um októberleiðangri Haf- rannsóknastofnunar er nú lokið og gekk hann erfið- lega. Niðurstöður liggja enn ekki fyrir, en hugsanlegt er að þær reynist ekki mark- tækar. Fari svo, verður endanlegur kvóti annað- hvort byggður á eldri rannsóknum eða nýr leið- angur verður farinn. Októberleiðangurinn hófst upp úr mánaðamótum og_ var farinn á tveimur skipum, Áma Friðrikssyni og Bjama Sæ- mundssyni. Páll Reynisson stjómaði leitinni um borð í Bjama, en Hjálmar Vilhjálms- son, leiðangursstjóri, var um borð í Áma. Hjálmar varðist frétta um niðurstöður leiðang- ursins í samtali við Morgun- blaðið, en sagði, að leitin hefði verið ákaflega snúin. Veður hefði í upphafí verið andsnúið leiðangursmönnum og veiði- stofninn hefði lítið verið kominn norðan af úr ætis göngunni. Loðnan hefði í haust haldið sig vestarlega og væri lítið komin inn í íslenzku land- helgina. A föstudag landaði Jón Kjartansson SU 180 tonnum á Eskifírði og Börkur NK 130 í Bolungarvík. Á mánudags morgun landaði Rauðsey AK 50 í Bolungarvík og voru þá öll skipin í höfn og útlit fyrir að þau yrðu inni einhvem tíma. tvisvar á ári með þátttöku vamar- málaráðherra ríkjanna. Fram að þessu hafa 14 aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins átt fulltrúa í nefndinni en íslendingar og Frakk- ar hafa staðið utaq hennar. Frakkar ákváðu að hætta þátttoku í hemað- arsamstarfi NATO-ríkja árið 1966 og voru höfuðstöðvar bandalagsins fluttar í kjölfar þessa frá Frakk- landi til Briissel í Belgíu. Á fundum nefndarinnar eru kjamorkuvamir ræddar svo og önn- ur þau mál er lúta að afvopnun og takmörkun vígbúnaðar. Nefndin kom síðast saman í aprílmánuði í Stavanger í Noregi. Sjá ennfremur frásögn af fundi Samtaka áhugamanna um vest- ræna samvinnu og Varðbergs á bls. 62. Morgunblaðið/Ölafur K. Magnússon Starfsmenn Pósts og síma leggja rör i Fógetagarðinn. HUTSCHENREUTHER GERMANY Postulín íyrir þá rómantísku. Listræn hönnun frá Karli Lagerfeld. : -' t-- KRINGLUI 11111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.