Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 64
 Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA anaa ] # SUZUKI LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 VERÐ f LAUSASÖLU 55 KR. Tólf slys skráð af völdum fjórhjóla Lögregluskýrslur sýna að það sem af er þessu ári hafa 12 slys orðið vegna fjórhjóla og hafa 13 manns slasast í þeim, flestir alvar- lega. Þessar upplýsingar fengust frá Umferðarráði með þeim fyrir- vara að sennilega kæmi aðeins hluti af fjórhjólaslysum inn á lög- regluskýrslur vegna þess að þau gerast flest i óbyggðum, hjólin væru mðrg óskráð og ðkumenn ekki allir með réttindi til að stjórna þeim og því sé lðgregla ekki kölluð tíl. Fjórhjól og þríhjól af svipaðri gerð hafa síðan 1980 valdið dauða 700 manns í Bandaríkjunum og 298 þús- und slys hefur mátt rekja til þessara hjóla. Ríkisrekin nefrid sem fjallar um vörur skaðlegar neytendum ákvað á síðasta ári að fara þess á leit við dómsmálaráðuneytið þar í landi að það höfðaði mál gegn sölu- aðilum þessara hjóla og krefðist endurgreiðslu á hjólum sem seld hafa verið unglingum 16 ára og yngri. Samkvæmt innflutningsskýrslum hafa 883 fjórhjól verið flutt inn í landið fyrstu 8 mánuði þessa árs, þar af 870 fyrstu sex mánuði árs- ins, en aðeins 1 f ágúst. Silfri hafsins landað Skipverjar á Sigurborgu AK luku síldarkvóta sínum, 800 tonnum f vikunni. Þá komu þeir inn til Grindavíkur með tæp hundrað tonn af silfri hafsins, sem unnið var í Keflavík, sem nú er heima- hðfn bátsins. Skipverjar voru þvf kampakátir og fagna hugsanlega áfanganum fyrsta dag vetrar, sem er f dag. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Erlendir safnarar keyptu frí- merki fyrir 33 niilljónir síðasta ár ERLENDIR safnarar keyptu frímerki og fyrstadagsumslög af Pósti og sfma fyrir 33 millj- ónir króna í fyrra en heildar- salan nam 51 milljón króna. „Um 17 þúsund manns eru í reikningi hjá okkur, þar af um 3 þúsund íslendingar. Hins vegar fá 27 þúsund manns sendar upplýs- ingar um útgáfu nýrra frímerkja, þar af um 4 þúsund íslendingar. Frímerkjasala til safnara hefur nokkum veginn staðið í stað und- anfarin ár en á þessu ári höfum við unnið að því að betrumbæta lista okkar og auglýst frímerki okkar betur erlendis. Við seljum mest til Vestur- Þýskalands, Norðurlandanna og Bandaríkjanna," sagði Sigurþór Ellertsson hjá Pósti síma en hann er yfírdeildarstjóri frímerkjasölu til safnara. Morgunblaðið/RAX Krakkamir f Vðlvuborg eru svo Iánsöm að hafa fóstru og ðrugga gæslu. Deildir enn lokaðar og 50 stöður lausar UM 50 stðður eru lausar á dag- vistarstofnunum Reykjavíkur- borgar að sögn Bergs Felixsonar framkvæmdastjóra Dagvistar bama. Af þeim sökum eru nokkr- ar deildir á dagheimilum og á leikskólum enn lokaðar. „Við höfum að undanfömu verið að opna deildir sem voru lokaðar í haust," sagði Bergur en í haust voru um 100 lausar stöður á dagvistar- stofnunum. Ennþá er deild lokuð í Múlaborg, Bakkaborg og á leikskól- um eru deildir lokaðar hálfan daginn í Árborg og Nóaborg og dregið hef- ur verið úr starfsemi í Kvistaborg. „Við höldum áfram að auglýsa en getum lítið annað gert. Það vant- ar víðar fólk en hjá okkur,“ sagði Bergur. „Fólk verður að reyna að bjarga sér. Við getum lítið gert ann- að en að greiða niður gjöld til dagmæðra fyrir böm einstæðra for- eldra." Fjármálaráðuneytið breytir reglum um víxla til hráefniskaupa Lántökugjald fellt niður á nýjan leik Fjármálaráðuneytið hefur fellt niður lántökugjald á erlend lán vegna hráefniskaupa fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisiðn- aði. Breytt reglugerð um lántöku- gjðldin, hvað þetta varðar, var undirrituð 19. október og tók gUdi um leið. Lántðkugjald á er- lend lán var ein þeirra efnahags- aðgerða sem ríkisstjórnin greip tíl f sumar til að draga úr erlend- um lánum. Ólafur Davíðsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra iðnrekenda, sagði við Morgunblaðið að í upphaf- legri reglugerð um lántökugjaldið hefði verið gert ráð fyrir að gjaldið legðist á hráefniskaupavíxla. Mjög algengt væri að fyrirtæki kaupi hrá- efni á einhverjum gjaldfresti og slíkt væri aðeins hluti af eðlilegum við- skiptum með slíkar vörur. Þetta hefði hinsvegar verið túlkað sem erlend lán sem hefði þýtt verulega hækkun á ijármagnskostnaði fyrir- tækjanna ef breytingin hefði ekki komið til. Ólafur sagði að iðnrekendur hefðu strax mótmælt gjaldinu þegar það var lagt á þar sem augljóst væri að slíkir viðskiptavíxlar ættu ekkert skylt við erlendar lántökur heldur einfaldlega hluti af því hvaða greiðslukjör tíðkuðust í þessum við- skiptum. Ósnortíð svæði helm- ingað í einu vetfangi — segir Björn Rúriksson í grein um Tvídægru og Arnarvatnsheiði BÍLVEGUR var lagður f sumar inn af eyðidalnum Austurárdal f Húnaþingi eftir reiðslóða sem lá yfir Tungukoll, yfir heiða- og mýrarlönd inn af fellinu og að Arnarvatni. Áður lá enginn eiginlegur bflslóði að Arnar- vatni frá Norðurlandi, en tvær fjallaslóðir, ðnnur úr Víðidal og hin úr Vatnsdal liggja inn á hálendið. í grein sem Bjöm Rúriksson rit- ar í Morgunblaðið í dag segir hann að með þessari vegarlagningu sé „hið stóra ósnortna svæði Tvídægru og Amarvatnsheiðar nánast helmingað í einu vetvangi". Segir hann að víða sé vegurinn lagður beint af augum og stórir framræsluskurðir grafnir beggja vegna vegarstæðisins og þvert út frá því, þar sem farið var yfír vot- lendið. Bjöm bendir á að hann viti til þess að Náttúruvemdarráði hafí verið sent bréf í apríl sl. með rök- studdri beiðni um að ráðið beitti sér fyrir því að framkvæmdum við fyrirhugaðan veg yrði frestað um tíma. I bréfinu er þess getið að auk þess sem landsvæðið væri á náttúruminjaskrá um svæði sem æskilegt væri að friðlýsa væri það einnig í skránni „Vatnavemd A- flokkur". Samkvæmt fundargerð- um Náttúruvemdarráðs hefur málið aldrei verið tekið á dagskrá þar. Sjá „Náttúruverndarslys" á blaðsfðum 44—45.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.