Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 48
48 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 Það neikvæða virð- ist hafa forgang Mjúk satináferð með Kópal Glitru 1 Kópal Glitra innimálningin hefur gljástig 10, sem gefur fallega satináferð. Heimilið fær mildan og sérlega hlýlegan blæ, því birtan endurkastast ljúflega. Samspil ljóss og skugga verður áhrifamikið með Kópal Glitru. Kópal Glitra hefur hæfilegan gljáa til að henta á öll herbergi hússins. Viljir þú hærri gljáa á veggi sem meira mæðir á skaltu velja Kópal innimálningu með hærra gljástigi, s.s. Kópal Flos eða Kópal Geisla. Til Velvakanda. Ég átti þess kost ásamt mörgum öðrum að fylgjast með þeirri breyt- ingu sem varð á Ólafsvíkurbæ á þessu ári, en það héldu bæjarbúar hátíðlegt vegna 300 ára afmælis staðarins. Það er óhætt að fullyrða að allir reyndu að gera sitt besta til þess að allt gæti farið sem best fram og einnig að fegra umhverfi sitt. Hús voru máluð, lóðir og úti- vistarsvæði skreytt, flaggstangir reistar hjá íbúðarhúsunum svo tug- um skipti að undanskildum fána- borgum sem skreyttu bæinn. Ekki skulum við gleyma hinu glæsilega félagsheimili sem nú er risið og er þar langþráður draumur orðinn að veruleika. Þó má nefna gamla pakk- húsið og túnið umhverfís það sem er einstaklega fallegt. Það er margt fleira sem of langt mál yrði upp að telja. En nú spyr ég: Var enginn fréttamaður á staðnum? Ef svo er þá hefur þeim fréttamanni ekki þótt ástæða til að koma með neinar fréttir af því sem var að gerast. Hér unnu líka tugir bama við hreinsun á bænum og voru þau allt niður í átta til níu ára en hvort þeim var borgað kaup eftir taxta skal ég ekki fullyrða um. Hitt finnst mér einnig mikils virði að þetta er líka kennsla í umhverfísvemd þar sem þetta fer fram undir stjóm fullorðinna. En gaman hefði verið að sjá nokkrar myndir af þessum bömum í blöðunum ásamt viðtölum. Þeim hefði áreiðanlega þótt það gaman sjálfum og minna tilefni þarf stundum til að teknar séu myndir af stóm mönnunum í þjóð- félaginu. Það fór líka ósköp lítið fyrir fréttaflutningi af sjálfu afmælis- haldinu þann 15. ágúst og komu forsetans okkar til Ólafsvíkur. Ekki var veðri um að kenna því önnur eins veðurblíða hefur vart komið í manna minnum eins og þessa viku sem afmælisvikan stóð yfir og mátti vel sjá það á þeim mannfjölda sem var í bænum. Það er víst auðséð að ég er ekki fréttamaður því hann ætti að geta fært þetta í betri bún- ing en þessi skrif mín. En viti menn. Um leið og einhver misklíð kemur upp þá er ekki beðið boðanna og fréttir svo fljótar á ferð- inni að það liðu aðeins nokkrar klukkustundir þar til Ólsarar gátu lesið um málið í öllum blöðum og heyrt um það í útvarpi og sjón- varpi. Sem sagt. Það neikvæða virðist hafa forgang en það sem er af hinu góða þarf ekkert að fjölyrða um. 2004-0998 Um ellilaun o g lífeyri Heiðraði Velvakandi. Ég vil aðeins benda á atriði í svari þínu Minerva, við grein minni um ábyrgðarleysi. Það er rangt hjá þér Minerva að böm nútímans komi til með annað að borga okkur ellilaunin. Við erum búin að borga inná þau síðan við urðum 16 ára og þau eru öll borguð fyrirfram af okkur sjálfum. Af tilefni vil ég líka benda á að sama gildir um greiðslu í Lífeyris- sjóðina en fáir fá notið þessa framlags sem lagt hefur verið fyrir í þessa sjóði, á elliárunum, heldur er fé sem aldraðir eiga skilyrðis- laust að njóta, dælt útí þjóðfélagið sem skapar þenslu og gerir aðstöðu aldraðra mun erfiðari. Enginn lætur sér detta í hug að leggja fé Lífeyris- sjóðanna til húsnæðis fyrir aldraða og vantar því mikið á að aldrað fólk búi við nokkurt öryggi á elliár- unum nema ef vera skyldi þeir sem eru í lífshættu. Tugum milljarða króna er sóað í allt annað en það sem að gamla fólkinu snýr, af ráða- mönnum sjóðanna og ef einhver hefur möguleika til að vinna eftir sjötugt, er umsvifalaust dregið úr framlagi úr lífeyrissjóði hlutaðeig- anda. Það er ekki ofsögum að sósíalisminn gerir alla fátæka. Dregið er í lengstu lög að greiða út lífeyri, ef ske kynni að einhver hrökkvi uppaf, svo hægt sé að hirða allt hans framlag. Þetta látið þið ekki til ykkar taka Kvennalistakon- ur og aðrir vinstrimenn. Minerva, ef þú skilur ekki það sem fram kemur í grein minni, þá skaltu setjast niður og lesa betur. Að gefnu tilefni vil ég taka fram, að það er aðeins ábyrgðarleysi Kvennalistans og auðvitað fyölda annarra, sem ég var að gagnrýna. Að öðru leyti vil ég óska konum gæfu, góðs gengis og metorða, en þær verða að vera þeirra verðugar, tilætlunarsemi og heimtufrekja er ekki lagið. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Yíkverji skrifar Gamansöm kunningjakona Víkveija, sem líka er annt um tunguna okkar, gaukaði því að okk- ur núna fyrir fáeinum dögum hvað henni hefði fundist það láta annar- lega í eyrum hve menn voru æstir í „átök“ á ráðstefnunni sem hún heiðraði með nærveru sinni. Þetta voru samt ekki þesskonar átök sem við eigum að venjast, þessi sauðsvörtu. Fyrrnefnd ráð- stefna var haldin á vegum Útflutn- ingsráðs, sem svo mun heita, og það voru einkanlega ungu athafna- mennirnir þama um borð sem sífellt voru að tala um „útflutningsátök" til dæmis eins og þeir kölluðu það. Þeir voru alveg ólmir í þessi „átök“. Það þurfti að „heíja átök“ og „gera átök“ og mikið hvort það þurfi ekki bara líka að fremja þau. Þeir áttuðu sig ekki á því (og hafa enda sjálfsagt öðrum hnöppum að hneppa) hve fleirtalan af „átak“ er allsendis óhæf til þeirra nota sem þeir höfðu í huga. Samkvæmt orða- bók Menningarsjóðs voru þessir ágætu landar okkar eiginlega að heimta áflog og aftur áflog. XXX að rifjaðist upp fyrir Víkverja hvar hann skondraði hreykinn út úr einni af þessum Versalaversl- unum sem prýða borgina okkar með þessar líka fínu kartöflur í fanginu, hve lengi það var haft fyrir satt hér á landi að það væri einskonar náttúrulögmál að kartöflumar, sem okkur var ætlað að láta ofan í okk- ur, hlytu ávallt að vera annað hvort óætar eða að minnsta kosti alveg á mörkum þess. Það fyrsta sem húsmóðirin gerði, þegar hún var búin að rogast með ómetið heim, var að taka fyrir nef- ið, rista á hráblautan pokann, Qarlægja svo sem helminginn af innihaldinu og hlaupa eins og fætur toguðu út í öskutunnu. Svo breyttist þetta nánast á ein- um degi. Þessi ágæti jarðávöxtur reyndist raunar geta verið herra- mannsmatur, enda er svo komið núna að kaupmaður kysi fremur að ganga með rifínn rass en láta sjá sig með myglaða kartöflu. Meinsemdin var einokun, lausn- arorðið samkeppni. xxx Ef bílgluggatrúboðið heldur áfram að vinda upp á sig þurfa bílgluggatrúboðamir nauðsynlega að taka sér tak. Meinið er það að þetta trúboð, eins og maður hlýtur að kalla það, virðist allt fara fram á ensku, að minnsta kosti hafa þau sýnishorn verið upp á enska tungu sem undirritaður hefur séð. Það er ekki seinna vænna að koma þessu á heiðarlega íslensku. Hér er sem sagt um að ræða grimmilega áberandi spjöld sem hinir frómu menn líma á bakrúður bifreiða sinna öðrum akandi sálum til uppörvunar og eftirbreytni vænt- anlega. Á hinu fyrra sem Víkverji sá blasa við sér á dögunum stóð stór- um stöfum: I LOVE JESUS, en á hinu síðara var hjarta látið tákna „love“ eins og einhveijir bráðsnjall- ir auglýsingamenn vestra fundu upp á fyrir nokkmm árum. Þá var orðið „you“ líka stafað með nokkuð öðrum hætti en við eigum að venj- ast, nefnilega með stafnum „u“ einum saman; og er þetta líka frá Kananum, sem beitir þessari aðferð stundum í auglýsingum og einkum þó á skiltum ýmiskonar. Á bílrúðuspjaldinu stóð með öðr- um orðum: JESUS (hjarta) U. Þetta sýnist vera ný bóla. í síðar- nefnda glugganum var líka teikning af stóreflis dúfu, en hvort það var friðardúfan að fá sér bíltúr eða heilagur andi vitum við hins vegar ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.