Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 AF ERLENDUM VETTVANGI Hundrað milljónir sjónvarpsáhorfenda fylgdust með í beinni út- sendingu er hin heimsfræga sjónvarpsstjarna Telly Savalas opnaði dyrnar að penigaskápnum úr flaki Titanic. í ljós komu nokkrir velktir peningaseðlar auk fáfengilegs glingurs. I peningaskáp Titanic var fáfengilegt glingur Fyrir sjötiu og fimm árum, þann 12. apríl árið 1912, rakst Titanic á ísjaka 500 mílur suður af Nýfundnalandi og sökk til botns. A meðal 2.200 farþega skipsins sem átti að vera ósökkvandi voru margir helstu auðkýfingar þeirra tíma. Löngum hefur menn dreymt um sjóði þá sem lægju á hafsbotni engum til gagns. Fransk-banda- rískur leiðangur bjargaði loks á þessu ári nokkrum munum úr flakinu þar á meðal peningaskáp skipsins sem sagður var inni- halda gull og gimsteina. A dögunum var skápurinn opnaður í beinni útsendingu og kom þá annað á daginn. Demantshringamir á fingrum Tellys Savalas glóðu. „Kojak“ gekk til verks eins og atburðinum sæmdi og reyndi að gera hann dram- atískan: „Nei hvað er að tarna" og „þetta er stórkostlegt". Vopnaðir lögregluþjónar og aðstoðarmenn Savalas með gúmmíhanska voru ábúðarmiklir á svip. Sýningin í lok október í „Cité des sciences et de l’industrie“ sem eitt sinn var risastórt sláturhús í útjaðri Parísar var algerlega misheppnuð. Fimmtíu virðulegir gestir og hundr- að milljón sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og Ástralíu vildu verða vitni að af- hjúpun goðsagnakenndra fjársjóða úr Titanic sem sökk fyrir 75 ámm. Einn peningaskápur og ein leður- taska vom opnuð í beinni útsend- ingu. Þetta átti að verða lífsreynsla svo um munaði fyrir áhorfendur. En í stað demanta úr hirslum auðkýf- inga eins og Astora og Guggenheima kom einungis skran í ljós: Grannar keðjur, smápeningar og rotnir doll- arar. Sjaldan hefur Kojak litið jafn aulaiega út. En þýfið verður ef til vill ekki svo lítið þegar allt kemur til alls. Fjöl- miðlakóngar sjá tii þess. Saman- saumaðir freistuðu þeir þess að fá sem mest fyrir sinn snúð. Málið varð að pókerspili um útsendingarrétt og ieyfíshafa. Eftirmálin em þegar komin til kasta franskra dómstóla. Þýsku ríkissjónvarpsstöðvamar tvær hættu við að kaupa útsending- arrétt vegna svimandi fjárkrafna. „Svo þegar við sáum hvemig fór þá grétum við krókódílstámm," ískraði í einum af forráðamönnum þýska sjónvarpsins. Leikstjórar Titanic-farsans sem vom aðallega bandarískir græddu á tá og fíngri. Ekki fer hjá því að það hafí kastað rýrð á tæknilegt afrek bandarískra og franskra vísinda- manna er þeir björguðu um það bil 800 munum úr flaki skipsins sem steytti á ísjaka árið 1912. í 32 köfunarferðum sóttu grip- armar djúpsjávarkafbátsins Nautile munina af 3.800 metra dýpi. „Þetta var meiriháttar vísindaleg reynsla," sagði Patrice Lardeau sem starfar við Ifremer, franska stofnun fyrir sjávarrannsóknir. Sú stofnun hefur auk Nautile tíu rannsóknarskip á sínum snæmm. Frakkamir unnu að björgun mun- anna í félagi við virt bandarískt fyrirtæki sem heitir Woods Hole Oceanographic Institution. Einn starfsmanna þess Robert Ballard varð fyrstur til að staðsetja flak skipsins árið 1985. Frökkunum fannst reyndar að Bandaríkjamennimir ætluðu sér full- stóran hlut í frægðinni af björgun- inni en þó var álitið að samstarf vísindamannanna væri gott. Á hinn bóginn reyndust sam- starfsmenn úr heimi fjármála og fjölmiðla vafasamir. Björgunarað- gerðimar kostuðu sex milljónir Bandaríkjadaia. Franska stofnunin Ifremer tók á sig 2.5 milljónir vegna „vísindalegs áhuga“ eins og tals- maður fyrirtækisins orðaði það. Afganginn lögðu ýmsir til sem vildu hagnast á goðsögninni um Titanic. Þar vom á ferðinni bandarísku sjónvarpsstöðvamar LBS Commun- ications og Westgate Entertainment. Auk þess breskt fyrirtæki, Oceanic Research Exploration Ltd., sem starfar samkvæmt lögum Gíbraltar og franskt fyrirtæki sem heitir Taur- us Intemational. Lagaleg ágreiningsefni reyndust þó ekki fullfrágengin: Ekki hafði verið gengið frá markaðssetningu ljósmynda- og kvikmyndaréttar. Fjölmiðlakóngamir bytjuðu að sc-lja réttindin í gríð og erg. Viðskiptavin- imir fengu ónákvæmar eða rangar upplýsingar um höfundarréttinn að öllu saman. Eitt af fómarlömbunum var vest- ur-þýska tímaritið Stem. Það keypti myndir fyrir frásögn sína af Titanic- málinu af umboðsfyrirtækinu Stygma í París með því fororði að einungis þetta fyrirtæki gæti selt réttinn af myndum sem Bandaríkja- mennimir tóku við björgunina. í París reyndust svo vera í um- ferð aðrar ljósmyndir og þær neyddist Stem til að kaupa líka. Kostnaðurinn nam fímm milljónum íslenskra króna. Eins og stendur deila Stygma og Westgate Enterta- inment Ltd um hvort fyrirtækið hafí haft einkarétt á ljósmyndunum. Ýmsir aðilar buðu sjónvarpsstöðv- um víðs vegar um heim myndir af björguninni og opnun peningaskáps- ins. Stundum kostaði allur pakkinn 400.000 dali, stundum hver hluti hans 100.000 dali. Illa var farið með frönsku stöðina „La 5“. John Joslyn forseti West- gate trúði forráðamönnum sjón- varpsstöðvarinnar fyrir því að með mikilli leynd hefði skápurinn verið opnaður og því væri ekki hægt að lýsa með orðum sem blasað hefði við. Þessar upplýsingar ollu því að „La 5“ beit á agnið einungis nokkrum stundum áður en útsending hófst úr sláturhúsinu. í raun hafði skápur- inn verið opnaður fyrirfram; það sýndi snyrtilegt og niðurraðað inni- hald hans. Með öðrum orðum, kaupahéðnamir vissu að hvaða vöru þeir voru að selja. Þó Joslyn segist hafa selt 200 sjónvarpsstöðvum rétt til að vera með í beinu útsendingunni segist hann nú hafa haft einungis 3.5 millj- ónir dala upp úr krafsinu. En kannski ekki að ófyrirsynju því laumuspilið heldur áfram og fjöl- miðlakóngamir vantreysta hver öðmm. Þeir segja að Carlos Piaget, hinn svissneski forstjóri Oceanic Rese- arch, hafí auðgast á kostnað félaga sinna. Kóngamir hyggjast kæra Pia- get því nú liggur lífið við. Peningam- ir em rétt byrjaðir að streyma inn. Nú tekur við sala á bókum um mál- ið og minjagripum úr flakinu. Spekúlantamir sameinast þó í ótta við eitt. Það er að einhver þeirra sem lifðu Titanic-slysið af gefí sig fram sem eigandi þeirra hluta sem fundist hafa í flakinu. Franska blað- ið Le Monde segist þá sjá fyrir sér „ótrúlegan lögfræðilegan rembi- hnút". (Heimild: Der Spiegel) Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Siglufjarðar Þijár umferðir af fjómm em búnar í Siglufíarðarmótinu í tvímenningi og er allt í jámum. Staðan: ísak Ólafsson — ViðarJónsson 381 Anton Sigurbjömsson — Bogi Sigurbjömsson 379 Björk Jónsdóttir — Steinar Jónsson 350 Ásgrímur Sigurbjömsson — Jón Sigurbjömsson 350 Sigfús Steingrímsson — Sigurður Hafliðason 347 Guðmundur Amason — Níels Friðbjamarson 339 Bjöm Þórðarson — Jóhann Möller 339 Birgir Bjömsson — Þorsteinn Jóhannesson 333 Rögnvaldur Þórðarson — Þorsteinn Jóhannsson 330 Bridsfélag Borgarness Vetrarstarfíð hófst með eins kvölds tvímenningskeppni og tóku 8 pör þátt í keppninni. Röð efstu para varð sem hér segir: Sigurður Magnússon — Jón Ágúst 108 Dóra Axelsdóttir — SigurðurMár 91 Ólöf Sigvaldadóttir — Rúnar R. 89 Meðalskor var 84 stig. Næsta keppni hefst miðvikudag- inn 18. nóvember með þátttöku Borgfirðinga. Spilaður verður „barometer“-tvímenningur og verð- ur spiiað á Hvanneyri. Gamlir og nýir félagar em eindregið hvattir til að taka þátt í skemmtilegri íþrótt. Þátttaka tilkynnist fyrir helgi til eftirfarandi manna: Sigurð- ur Már Einarsson (heima) 71528 og (vinna) 71197. Tryggvi Gunn- arsson (heima) 71766. Jón Ágúst Guðmundsson (heima) 71419 og (vinna) 71317. Bridsfélag Selfoss og nágrennis Þann 24. október hélt Bridsfélag Selfoss sitt árlega stórmót, sem kennt er við Einar Þorfinnsson. í mótinu tóku þátt 72 valinkunnir bridsspilarar, en stjómandi var Hermann Lámsson frá Bridssam- bandi íslands. Mótið var bæði skemmtilegt og spennandi enda var spilaður svo- kallaður barometer, þar sem skammt getur verið milli stórra sigra og óþægilegs taps. Efstir á mótinu urðu þessir spil- arar: Ragnar Hermannsson — Einar Jónsson 266 Karl Sigurhjartarson — Sævar Þorbjömsson 222 Stefán Pálsson — Rúnar Magnússon 214 Ármann J. Lámsson — Vilhjálmur Sigurðsson 168 Aðalsteinn Jörgensen — Ragnar Magnússon 165 Anton R. Gunnarsson — Hjördís Eyþórsdóttir 159 Jacqui McGreal — Þorlákur Jónsson 158 Hjalti Elíasson — Jón Ásbjömsson 109 Gestur Jónsson — Friðjón Þórhallsson 105 Bragi Hauksson — Sigtryggur Sigurðsson 99 Sigfús Þórðarson — Gunnar Þórðarson 95 Landstvímenningur var spilaður 22. október og þar urðu efstir: Kristján — Vilhjálmur 137 Sveinbjörn — Helgi 125 Valdimar — Stefán 116 Sigurður — Haraldur 115 Garðar — Hörður 115 Eins kvölds tvímenningur var spilaður 29. október. Efstir urðu: Sigurður — Haraldur 132 Sigfús — Gunnar 126 Kristján — Vilhjámur 124 Úlfar — Garðar 121 Höskuldarmótinu lauk nýlega. 14 pör spiluðu og efst urðu: 1. Vilhjámur — Kristján 2. Sigfús — Gunnar 3. Guðjón — Runólfur Morgunblaðið/Arnór Þeir hafa löngum þótt erfiðir viðureignar siglfirzku bræðurnir og eins og lesa má í meðfylgjandi frétt eru þeir allir í toppbaráttunni. Úr umferðinni í Reykjavík mánudaginn 16. nóvember 1987 Árekstrar bifreiða vom 30 og í einu tilfelli varð slys. Farþegi var fluttur á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á mótum Sogavegar og Bústaðavegar kl. 08.35. Radarmæling: 18 ökumenn kærðir. Eftir Sætúni fóm 10 of hratt og vom kærðir. Hraðinn mældist 80-97 km/klst. í Ártúnsbrekku var kært fyrir 98 km/klst. hraða, Kringlumýrarbraut fyrir 90 km/klst. hraða, Kleppsvegi 72-84 km/klst hraða og 72 km/klst. hraða eftir Háaleitisbraut. Akstur á móti rauðu ljósi á götuvita: 7 ökumenn kærðir. Kranabifreið fjarlægði 13 ökutæki vegna ólöglegrar stöðu og klippt vom númer af 17 bifreiðum fyrir vanrækslu á að færa þær til skoðunar. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.