Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐg£^FIMMTUdÁgUR 19.'NlffisMBER 1987 62 ara tíma sást henni aldrei bregða. Kristín vann markvisst, skipulega og án alls asa að þessu uppbygging- arstarfi sem öðru, er hún kom nærri. Á þessum árum ræddum við oft gildi menntunar í jafnréttis- baráttu kvenna, vorum á sama máli og enduðum báðar með að Ijúka viðskiptafræðinámi. Kristín varð viðskiptafræðingur 1979. í nokkur ár skildust leiðir, en fundum okkar bar aftur saman 1982 er hún kom sem forstöðumað- ur áætlanadeildar Ríkisspítala á þing heilsuhagfræðinga í Svíþjóð. Þá varð okkur tíðrætt um, hversu mörg sameiginleg áhugamál við ættum og hversu gaman væri að nýta sér það á lífsleiðinni. En Kristín hafði hug á að staðna ekki í starfí og halda áfram á þroska- brautinni. Því var það að hún hætti starfí sínu hjá Ríkisspítölum 1983 og ég tók við. Það var ekki heiglum hent að fara í fótspor Kristínar. Með glöggskyggni, nákvæmni og alúð hafði hún gjörbreytt starfs- háttum áætlanadeildar til fyrir- mjrndar. Kristín hafði einnig einstaka hæfíleika til að umgangast fólk af yirðingu og leysa ágreinings- mál, svo allir mættu vel við una. Þessi árin hóf Kristín kennslu fyrir fólk í heilbrigðisstéttum í áætlana- gerð og stjómun. Naut hún sín ekki síður í því hlutverki og því vinsæl og eftirsótt. Allt okkar samstarf að heilbrigð- ismálum einkenndist af lipurð og samvinnuhæfrú Kristínar. Undanfarin ár hefur Kristín stað- ið í ströngu. Hún kenndi sér heilsu- brests þegar 1982 og ágerðist hann sérstaklega síðustu tvö árin. Þrátt fyrir það tók hún að sér umsvifa- mikið starf framkvæmdstjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og hlífði sér hvergi. Það var ekki hennar stfll að draga í land. Hún hafði þó það á orði við mig fyrir nokkmm vikum, að e.t.v. væri kom- inn tími til að gera aðeins hlé frá störfum, gefa sjálfri sér og fjöl- tíkyldunni betri gaum og stokka upp spilin. Hvoruga okkar grunaði að vista- skiptin kæmu svo skjótt. Guð gefí fjölskyldu hennar styrk til að bera áfram samhent merki hennar, svo Kristín geti áhyggjulaus fengið meira að starfa Guðs um geim. Þökk fyrir óijúfanlega vináttu. Lára M. Ragnarsdóttir Kristín æskuvinkona okkar verð- ur í dag jarðsungin frá Háteigs- kirkju og síðan jarðsett að Hlíðarenda í Fljótshlíð. En þangað átti hún ættir að rekja. Við sem Jjekktum Kristínu vel sáum að hún var í langan tíma búin að vera mik- ið veik. Þegar það kom í ljós að hún væri haldin alvarlegum sjúk- dómi og þyrfti að gangast undir erfíða aðgerð á Borgarspítalanum bundum við vonir við að lífíð mundi sigra og hún fengi bata á ný. En þær vonir brugðust. Það er sárt að horfast í augu við þá staðreynd að hún í blóma lífsins sé brott kölluð frá eiginmanni og ungum bömum. Kristín var fædd í Reykjavík 17. febrúar 1945. Hún var yngsta bam foreldra sinna, Ingibjargar Svövu Helgadóttur og Ingvars Þórðarson- ar, sem bjuggu á Rauðuskriðum í Fljótshlíð (1948-1962) og síðar í Reykjavík. Hún ólst upp með for- eldrum sínum og eldri systkinum, þeim Dóm, sem nú er útibússtjóri Seljaútibús Búnaðarbankans og Helga bifreiðastjóra, Sólheimum Hvolhreppi. í uppeldi sínu naut hún þeirrar umhyggju og ástríkis sem best má verða. Frá æskuárum okk- ar í Fljótshlíð eigum við fagrar minningar. Þar sem allur hópurinn söng saman í skólabílnum á leið úr og í skólann. Síðar lá leið okkar í Héraðsskólann á Skógum. Kristín var alla sína skólagöngu afburða nemandi. Hún virti góða menntun og mikilvægi hennar. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966. Embættisprófí í viðskiptafræðum frá Háskóla ís- lands, fyrirtækjakjama á endur- skoðunarsviði 1979. Þann 19. ágúst 1967 gekk hún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn Braga Hannibals- son, frá Hanhóli í Bolungarvík, skriftvélavirkja hjá Skrifstofuvél- um. Þau bjuggu í Hvassaleiti í Reykjavík, fýrstu árin í fjölbýlishúsi og hin seinni ár í raðhúsi. Bragi reyndist Kristínu traustur lífsföru- nautur. Þau eignuðust þijú efnileg böm, Bryndísi fædda 11. desember 1967, Hörð fæddan 2. febrúar 1979 og Sólrúnu fædda 8. ágúst 1984. Vegna hæfileika og dugnaðar starf- aði Kristín jafnan í ábyrgðarstöð- um. Var um nokkurra ára skeið framkvæmdastjóri Bóksölu stúd- enta. Deildarviðskiptafræðingur í áætlanadeild skrifstofu Ríkisspítal- anna og nú síðustu árin fram- kvæmdastjóri hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Hún hafði brennandi áhuga fyrir umhverfis- málum og fyrir stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Náttúmskoðanir á sumri og vetri vom þeim hjónum til ómældrar ánægju, og stunduðu þau sleða- og gönguferðir um há- lendi og jökla. Að leiðarlokum kveðjum við hér trausta, viljasterka og elskulega vinkonu. Við vottum Qölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Megi minningin um dugmikla og glæsi- lega konu vera ykkur styrkur í sorginni yfír hinum sviplega missi. Margrét Sigurðardóttir, Inga Sigrún Sandberg. Okkur setti hljóðar sunnudaginn 8. nóvember þegar okkur barst sú fregn að Kristín skólasystir okkar væri látin. Að vísu höfðum við frétt að hún hefði gengið undir uppskurð nokkmm dögum fyrr en höfðum vonað að hún næði heilsu á ný. Kristín var ein af okkur sem hófum nám í viðskiptadeild á ámn- um 1974 og 1975. Þá var hún ung kona, tæplega þrítug, hafði stofnað eigið heimili með Braga, eiginmanni sínum, og áttu þau eina dóttur. Er við lítumtilbakayfírárin 1974—’79 koma margar ljúfar minningar upp í hugann og em þær ekki síst tengd- ar Kristínu. Þótt við tvær væmm miklu eldri þá fundum við aldrei fyrir öðm en við væmm velkomnar í hóp unga fólksins og þar átti Kristín sinn hlut að máli. Það var oft gaman í kaffíhléunum og um- ræðuefnin óþrjótandi, hvort sem fjallað var um hagfræði, stærðfræði eða lífsins gagn og nauðsynjar. Kristín var mikil ferðakona og hún unni landinu, enda fór fjöl- skyldan oft í Qallaferðir. Oft talaði hún um Fljótshlíðina, sveitina sína, þar sem hún nú verður lögð til hinstu hvfldar. Árið 1979 lauk Kristín viðskipta- fræðiprófí og skömmu áður það ár eignuðust þau hjónin sitt annað bam, Hörð og 1984 eignuðust þau svo dótturina Sólrúnu. Að loknu námi hóf Kristín störf sem deildarstjóri á skrifstofu Ríkisspítalanna. Síðar réð hún sig á endurskoðunarskrifstofu en féll ekki starfíð. Nú síðustu ár var hún framkvæmdastjóri hjá Styrktarfé- lagi lamaðara og fatlaðra. Það er erfítt að sætta sig við að svo ung kona sé hrifín burt í blóma lífsins, hún sem átti svo mikið ógert. Kristín var mikill persónu- leiki, sem hafði sínar ákveðnu skoðanir en alltaf var hún jafn ljúf þegar við hittumst og ræddum sam- an. Við minnumst fallega brossins hennar og fínnum til söknuðar að samverustundimar skyldu ekki verða miklu fleiri. Að lokum sendum við skólasyst- umar úr Háskóla íslands innilegar saknaðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ^ölskyldu hennar i þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Kristínar Ingvarsdóttur. Margrét Thoroddsen, Margrét H. Sigurðardóttir. Það er erfítt að trúa og enn erfíð- ara að skilja tilgang þess þegar fólki í miðju lífsstarfi er kippt yfír móðuna miklu. Sérstaklega samt, þegar móðir er kölluð burt frá þrem- ur bömum, þ.a. tveimur ungum. Reyndar er orðið nokkuð síðan ég vissi að Kristín gekk ekki heil til skógar en styrkur hennar var svo mikill og brosið hennar jafn bjart og fyrr að það hvarflaði aldrei að mér að hún ætti stutt eftir ólifað. Það eru nú orðin rúm 20 ár síðan ég sá Kristínu Ingvarsdóttur fyrst, þá oft á skemmtunum hjá ung- templarafélaginu Hrönn og það var ekki annað hægt en að taka eftir þessari stúlku, hún bauð af sér svo einstaklega góðan þokka. Örlögin höguðu því svo til að við urðum svilkonur og þá tókust nánari kynni. Það var gaman að fá Kristínu og Braga í heimsókn og enn betra að sækja þau heim. Þar var alltaf tek- ið svo fjarska hlýlega á móti manni og það var ánægjulegt að spjalla við þau í góðu næði. Kynnin urðu nú samt mest þegar hún, fyrir tveimur árum, treysti mér fyrir yngsta baminu í smá tima, rósinni eins og hún nefndi hana í síðasta samtali okkar. Þá eins og endranær mátti glöggt sjá að hún vildi ailt á sig leggja fyrir bömin sín. Bara til þess að koma telpunni fyrir hjá einhveijum sem hún þekkti lagði hún á sig að keyra upp í Mosfellssveit á morgnana og sækja hana aftur á kvöldin. Á kvöldin tók hún yfirleitt son sinn með sér og gaf sér þá stundum tíma til að stoppa svolítið og mikið er ég þakklát fyrir þær stundir nú, því það var svo einstaklega gott að tala við hana Kristínu. Kristín var afskaplega vönduð manneskja, hjartagóð og vel gerð til munns og handa. Dugnaður hennar og metnaður var mikill og vel kom í ljós þegar hún afréð að fara í Háskólann til að afla sér frek- ari menntunar og tók síðan að sér hveija ábyrgðarstöðuna á fætur annarri. En þó hún hefði mikið að gera og áhugamálin væm mörg þá hafði hún samt alltaf tíma til að gleðja aðra. Ég tek sem dæmi að kvöldið áður en hún fór á spítalann til að gangast undir erfiðan upp- skurð, bað hún mig um að minna bömin mín á frímerkin sem hún hafði safnað handa þeim. Bömin hennar vom samt alltaf nr. 1. Mér fínnst það aðdáunarvert hvað hjónin vora samhent í því sem öðm að stilla vinnutíma þannig að sem best kæmi út fyrir bömin. Kæri Bragi, Bryndís, Hörður og Sólrún! Mikið er frá ykkur tekið. Nú em dagamir stuttir og dimmir en við vitum að það birtir alltaf á ný. Og ykkur foreldmm hennar og systkinum votta ég mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur öll og styðja. Við hér í Bergholti 8 þökkum Kristínu alla tryggð hennar í gegn- um árin. Minningamar lifa um mæta konu. Ragnhildur og fjölskylda Á kveðjustundum sem þessari, þegar allt virðist vera orðið of seint, sækja minningamar á, og víst er að Kristín á þar dijúgt rými. Ég man fyrst eftir henni sitjandi uppi í gluggakistu, rauða hárið flóði glóandi út um allt og sjálf ljómaði hún eins og nýrisinn sólskinsdagur. Og þannig var Kristfn, náttúmbam sem kom til dyranna eins og hún var klædd. Þetta var haustið 1961 í Gagnfræðaskólanum við Vonar- stræti og við nýsestar þar í lands- prófsbekk. Kristín var þá nýflutt úr sveit, svolítið eldri en við hin og hafði gengið í sveitaskóla. Það var borin virðing fyrir henni. Það var þó ekki fyrr en ári seinna eða þegar við tókum til við að þræða, að því er okkur fannst, blómum skrýdda braut menntagyðj- unnar í Menntaskólanum í Reykjavík, að ég kynntist henni að einhveiju ráði. Það byijaði eiginlega á því að enskukennarinn okkar fór að hafa því þungar áhyggjur að námsmeyjamar hlustuðu fullmikið hver á aðra í tímum í stað þess að beina athyglinni að kennaranum. Hann tók á það ráð að gera breyt- ingar á sætaskipan nemendanna. Ég lenti við hlið Kristínar og flengdist þar, þótt oft hlustuðum við hvor á aðra í tímum. 0g margt var brallað. Það var sungið, dansað og spilað, ferðast. Það var vinnan með Herranótt, það var skólakórinn hans Hjartar, það var kókó heima hjá Svövu, móður Kristínar, sem alltaf miðlaði af sinni einstöku hjartahlýju. Það vomm við Kristín í haustferð í Þórsmörk. Við Kristin nóttina fyrir dimmissjón — sitjandi alla nóttina í litla kvistherberginu hennar við að Ijúka eðlisfræði- skýrslum, og síðan við Kristín syngjandi í partý til Maju Einars klukkan sex um morguninn. Og þá var Kristín að byrjuð að vera með honum Braga sem átti eftir að verða gæfa hennar og lífsfömnautur. Og seinna meir urðu það bamaafmælin og ýmis sameiginleg áhugamál. Við Kristín unnum alla tíð af- skaplega vel saman, urðum líka vinnufélagar að slepptum mennta- skóla. Á háskólaáranum rákum við saman Bóksölu stúdenta og löngu seinna, eftir að Kristín gerðist fram- kvæmdastjóri hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og ég tölvu- kennari leiddu störf okkar enn inn á skyldar brautir. Samstarf okkar í Bóksölu stúd- enta er mér sérstaklega minnis- stætt. Við rákum fyrirtækið fyrst í einu kjallaraherbergi í Háskóla íslands, en síðar sem stórfyrirtæki hjá Félagsstofnun stúdenta. í Bók- sölunni var oft þröng á þingi og glatt á hjalla. Meðal annars sátum við kaupendumir og nokkrir við- skiptavinir á bókakössum í gamla kjallaranum og hlustuðum við sam- an á beina útsendingu frá tunglinu þegar maðurinn steig þar fyrst fæti. Alltaf var eitthvað að gerast og um margt að spjalla á þessum umrótatímum. Margar vom kvöld- stundimar við bréfaskriftir og verðútreikninga og sterkt kaffíð hjá Elísabetu húsverði. Þá vom brosandi, kankvís augu yfír bókakössunum sem bomir vom úr gamla, bláa Landrovemum. Þessi augu brosa ekki framar og sólskinsdagurinn í Vonarstrætinu forðum að kvöldi kominn. Ég og fjölskylda mín sendum innilegar samúðarkveðjur til Braga og bam- anna þriggja, til Svövu og Ingvars og til systkinanna Dóm og Helga og fjölskyldna þeirra. Sigríður Sigurðardóttir Mig langar að minnast í nokkmm orðum frænku minnar Kristínar Ingvarsdóttur, sem í dag er jarð- sett frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð. Kristín fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1945 en fluttist ásamt foreldmm sínum, Ingibjörgu Svövu Helgadóttur og Ingvari Þórðarsyni, og systkinunum Dóm og Helga að Rauðuskriðum í Fljótshlíð árið 1948 og átti þar heima öll sín æskuár. Kristín kom til Reykjavíkur til náms árið 1961 og lauk stúdents- prófí frá MR árið 1966 og viðskipta- fræðiprófi árið 1979. Hún giftist Braga Hannibalssyni frá Hanhóli árið 1967 og eignuðust þau þijú böm, Bryndísi 19 ára, Hörð 8 ára og Sólrúnu 3 ára. Kristín, Bragi og Bryndís bjuggu nálægt heimili mínu og var ég mik- ill heimagangur þar. Þau vildu að ég tæki heimili þeirra sem mitt annað heimili, enda á ég ófáar minningar frá þessum ámm. Ógleymanleg em mér þau mörgu ferðalög bæði á Landróvemum og snjósleðanum sem ég fékk að njóta með þeim en Kristín og Bragi vom miklir áhugamenn um náttúmfeg- urð íslands og miklir ferðagarpar, enda var Kristín afar fróð um land sitt og hafði mikla unun af þeim mörgu ferðum sem hún fór. Kristín sýndi mér alltaf einstaka umhyggju og vináttu og gat ég alltaf leitað til hennar með mín mál. Hún hjálp- aði mér að líta á björtu hliðamar en var raunsæ og vildi miðla mér af reynslu sinni því henni var sér- staklega annt um velferð annarra sem ég og fjölskylda mín nutu góðs af. Litlu dóttur minni var hún sem besta amma og get ég aldrei full- þakkað allt það sem fyrir mig hefur verið gert. Þegar litið er til baka er margs að minnast sem ekki verður sagt í fátæklegum orðum. Það er sárt að sjá á eftir Kristínu í blóma lífsins og söknuður okkar allra er mikill en minningar um góða frænku mína munu alltaf lifa í huga mínum. Ég votta Braga, Bryndísi, Herði og Sólrúnu litlu, afa og ömmu, mömmu og Helga mína innilegustu samúð og megi Guð styrkja ykkur öll. Þórunn Ólafsdóttir Það var glaðbeittur hópur ungra, lífsglaðra kvenna sem hittist í stofu 1 í Þrúðvangi haustið 1963. Þetta var 4.—X, fyrsti stelpubekkur í stærðfræðideild í sögu skólans, til- búinn í slaginn. Kristín Ingvars- dóttir var ein okkar. Hún féll vel inn í hópinn, enda félagslynd og hvers manns hugljúfí. Okkur samdi líka vel og deildum gleði og sorgum þessi ár sem_ við áttum saman í gamla MR. Á þessum ámm var óspart glímt við lausn lífsgátunnar, en svo em lögmál lífsins óskiljanleg okkur mönnunum, að við stöndum eftir sem áður jafn gjörsamlega óviðbúin dauðanum þegar hann ber að höndum. Við emm harmi slegn- ar yfír fráfalli Kristínar svo langt um aldur fram og sendum samúðar- kveðjur til fjölskyldu hennar. Bekkjarsystur úr MR. Þegar skuggi dauðans lykst um okkur syndilega, hljóðnar allt og bliknar, erill dagsins og allt okkar veraldarvafstur verður lítilsvert og smátt. „Ég horfi yfir hafíð um haust af auðri strönd. í skuggaskýjum grafíð það skilur mikil lönd. Sú ströndin stijála og auða, sem stari ég héðan af, er ströndin stríðs og nauða, er ströndin hafsins dauða, og hafið dauðans haf.“ (V. Briem.) Svo yrkir séra Valdimar Briem í fögm trúarljóði. En hann heldur áfram og sér, að „fyrir handan hafíð, þar hillir undir land“, um- vafíð gullnum geislum. Það er eilífðarlandið okkar allra. Við sjáum nú á eftir góðum vini og virtum starfsfélaga, sem kallað- ur hefur verið yfír hafíð mikla. Kristín Ingvarsdóttir, viðskipta- fræðingur, lést að morgni sunnu- dagsins 3. nóvember sl., langt um aldur fram. Kynni okkar urðu góð og náin þann stutta tíma, sem við nutum samferða við hana, eða frá ársbymn 1985, þegar hún tók við stöðu framkvæmdastjóra hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Strax í upphafi urðum við vör þeirra eiginleika, sem síðan reynd- ust okkur ríkastir í fari hins nýja framkvæmdastjóra, en þeir vom hlýja og glaðværð, sem nú, í ljósi vitneskjunnar um hinn banvæna sjúkdóm, verður okkur enn frekara tilefni virðingar og aðdáunarí Henni var umhugað um að starfsfólki liði vel, sem og öllum, er kringum hana vom. Einnig var henni kappsmál að rækja starf sitt og margvíslegu skyldur svo vel, sem kostur var á, og hefur þá ekki ávallt spurt að kröftum eða líðan. Kristín var mjög vel greind og athugul kona, einlæg og hreinskipt- in. Hún var mikill náttúmunnandi og við útilíf og í fjallaferðum með fjölskyldu eða vinum átti hún að eigin sögn sínar bestu stundir. Við ljúkum þessum fáu og fátæk- legu orðum með innilegum samúð- arkveðjum til eiginmanns hennar og bama, foreldra og annarra ást- vina, sem nú eiga um svo sárt að binda. Megi Guð styðja þau og varð- veita. Stjóm og starfsfólk Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. LOKAÐ í dagfimmtudag vegna jaröarfarar KRISTÍNAR INGVARSDÓTTUR, framkvœmdastjöra. Styrktarfélag lamaöra ogfatlaðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.