Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 70
n-/t .. . að daðra við hana. TM Rag. U.S. Pat Off,—all rights reserved e 1986 Los Angeles Tlmes Syndlcate Með morgunkaffínu »3 Ég met það hve þú segir já af mikilli sannfæringn! Ég náði engum gondól svo ég gekk bara hingað ... Holtahreppur: Tíðar símabilanir Til Velvakanda. Þær deilur, sem orðið hafa um hið nýja húsnæðisfrumvarp Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra hafa vakið undrun margra. Virðast menn einkum undrast afstöðu nokkurra stjómar- þingmanna, og hafa komið fram ýmsar skýringar þar að lútandi. Hér verður ekki leitað neinna skýr- inga, en aftur á móti vakin athygli á hinum víðtæka stuðningi, sem frumvarpið hefur hlotið. Samtök tug-þúsunda fólks hafa lýst fylgi við frumvarpið. Einna fyrstir til að lýsa stuðningi sínum voru fulltrúar á þingi Verkamanna- sambands íslands, en síðan hafa bætzt í hópinn: Öryrkjabandalag íslands, Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Landssamtökin Þroska- hjálp, Samtök aldraðra, Stúdenta- ráð Háskóla íslands, Bandalag íslenzkra sérskólanema, Leigjenda- samtökin og Búseti. Þessi víðtæki stuðningur verður vonandi til þess, að frumvarpið nái fram að ganga innan tíðar. Guðrún Jónsdóttir Til Velvakanda Er síminn öryggistæki eða tæki sem bara_ er hægt að nota stöku sinnum? íbúar í Holta- og Land- mannahreppum geta í það minnsta ekki treyst á símann sem öryggis- tæki því sjálfvirka símstöðin sem staðsett er á Laugalandi í Holta- hreppi er í slíku ófremdarástandi að við slíkt verður vart unað leng- ur. Astand hennar er þannig að hún þolir ekki minnstu truflun á raf- magni, hvað þá jarðskjálfta eins og sannaðist 25. maí í vor er hún varð óvirk. Hefði orðið slys hefði fólk þurft að aka 20 til 30 kilómetra leið eftir hjálp. En hveiju skyldi stöðvarstjóri svara þegar kvartað er undan þessu ástandi. Það er ekki auðhlaupið að því að kvarta yfir biluðum síma í dreifbýli. Þeir sem hafa talstöðvar reyna að koma boðum þá leiðina en þeir sem það gera fá skammir og er sagt að við séum alltaf kvart- andi. Að morgni 29. október gerðist það að rafmagnið fór af og eins og vænta mátti þoldi stöðin ekki slíka truflun og ruglaðist þannig að um leið og valinn var fyrsti tölustafur í númeri svaraði símsvari sem sagði að enginn væri með þetta númer (ekki furða) og bað vinsamlegast að athuga hvort rétt númer hefði verið valið. Ennþá einu sinni var taistöðin notuð til að tilkynna bilun og viti menn. Stjóri svaraði tilkynn- ingu um bilun með þeim orðum að það væri ekkert að heldur væri tækið hjá mér bilað. Kannski var það rétt en hvað var þá að á hinum bæjunum og hvað var símsvarinn þá að gapa um að enginn væri með þetta númer? Og fyrir þetta þurfum við að greiða háa símareikninga, allt uppundir 20 þúsund krónur. Þegar greiðendur kvarta undan háum reikningum er okkur bara svarað að við kjöftum svona mikið. En ætli skrefateljarinn sé ekki í lið- ugra lagi hjá okkur Rangæingum. í það minnsta hjá ellilífeyrisþegum sem eiga að njóta afsláttar. Ég þekki dæmi um reikning hjá slíkum einstaklingi uppá rúmlega 10 þús- und krónur á ársfjórðungi. Daníel Magnússon Jólakveðjur tílíslendinga í Astralíu Kæri Velvakandi Mig langar til að biðja þig að koma því á framfæri, að ef ein- hveijir sem eiga ættingja eða vini hér í Vestur-Astralíu hafa áhuga fyrir að senda þeim jólakveðjur í útvarpinu hér, þá má senda þær til mín og sem allra fyrst. Við, Islend- ingar hér, höfum til umráða hálfa klukkustund í útvarpinu á þriggja vikna fresti og stundum oftar. Þá reynum við eftir bestu getu að út- varpa íslensku efni, fréttum og slíku. Jólaþátturinn okkar í ár verð- ur hinn 22. desember og gaman væri að heyra frá sem flestum fyr- ir þann tíma. Sigrún Hermanníusson 7 Wilgerup Place Hillman 6168 W. Australía. HÖGNI HREKKVÍSI /,JAlVlAL...EFrT'|R VEÐURSPAnWI. Yíkverji skrifar Einmuna tíð hefur verið allt þetta ár, a.m.k. hér suðvestan- lands. Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki komið svo mikið sem snjó- föl í höfuðborginni og vart er unnt að segja að frost hafi komið utan nokkra daga. í sjónvarpsfréttum síðastliðið mánudagskvöld fór Ómar Ragnarsson fréttamaður með myndatökumann norður á Sprengi- sand og þar var þá nánast auð jörð á hálendinu. Raunar vildi Ómar halda því fram, að Sprengisandsleið væri snjóléttari en hin hefðbundna leið milli Akureyrar og Reykjavíkur og lét þess getið að yrði lagður góður vegur Sprengisandsleið myndi vegalengdin styttast um 70 km milli höfuðborgarinnar og höf- uðstaðar Norðurlands. Á sama tíma og íslendingar baða sig í góðri tíð, berast fréttir utan úr heimi, þar sem allt er á kafi í snjó. í Denver, Colorado í Banda- rílq'unum fórst á mánudag þota af gerðinni DC—9 í flugtaki. Ástæður slyssins voru blindhríð og hálka á flugbrautinni. Raunar er vert að geta þess, að bylur heitir á ensku „snowstorm". Á þetta er minnst, því að ein af fréttastofum ljósvaka- miðlanna sagði, er skýrt var frá slysinu í Denver, að ástæður þess hefðu verið „snjóstormur". Hér er enn eitt dæmið um það fyrir blaða- menn hvað varast ber í fréttaskrif- um. XXX Ung kona tók prstsvígslu um síðustu helgi. Hafa nú 10 kon- ur tekið prestvígslu og svo skemmtilega vill til að þijár þeirra eru mæðgur, þ.e.a.s. móðir og dæt- ur hennar tvær. Móðirin, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, var fyrsta íslenzka konan, sem vígð var prestur og Dalla, dóttir hennar, var önnur kon- an, sem tók vígslu. Yrsa Þórðar- dóttir vígist nú og verður prestur á Hálsi í Fnjóskadal. Sjö konur, sem tekið hafa guðfræðipróf, hafa enn ekki tekið vígslu og um þriðjungur nemenda í guðfræðideild Háskóla íslands eru konur. Þetta gamla hefðbundna karlastarf virðist því njóta vaxandi vinsælda meðal kvenna og er það tímanna tákn á tímum jafnréttis kynjanna. Ein af hinum fallegu ljósmynd- um Ragnars Axelssonar prýddi baksíðu Morgunblaðsins síðastlið- inn sunnudag. Máninn skein hátt á himni yfir Snæfellsnesfjallgarði og í texta undir myndinni stóð að hún væri tekin skammt frá Eldborg á Mýrum. Á þriðjudag hafði lesandi samband við Víkveija og benti hon- um á að Eldborg er alls ekki á Mýrum, Eldstöðin er í Kolbeins- staðahreppi í Hnappadalssýslu. „Ég hef í mörg ár reynt að benda fólki á hið rétta í þessu máli, en með litlum árangri. í fræðibókum stend- ur víða að Eldborg sé á Mýrum og meðan svo er fá mín orð og sveit- unga minna litlu breytt. Hins vegar ætla ég að halda áfram þessari við- leitni minni. Ég er fædd og uppalin við hraunjaðarinn og þykir vænt um sveitina rnína," sagði lesandinn. Annar Vestlendingur sagði Vík- veija að í daglegu tali væri oft talað um Mýrar nokkuð norður fyrir Hítará. Því væri veijandi að tala um Eldborg á Mýrum þó hún væri ekki í Mýrasýslu. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.