Morgunblaðið - 21.11.1987, Síða 21

Morgunblaðið - 21.11.1987, Síða 21
samning við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðims um óháð eftirlit og tekur stofnunin um 100 skyndi- sýni árlega. Ef ég stikla á stóru í sögu fyrir- tækisins má nefna að við höfum rekið eigin efnisnámur síðan 1955 og emm eini steypuframleiðandinn á Stór-Reykjavíkursvæðinu, sem framleiðir eigið óalkalívirkt steypu- efni. Fyrirtækið hefur ávallt lagt mikla áherslu á gæði þeirra efna sem notuð em í steypuna. Fyrst í stað var efnið tekið á Ártúnshöfða, þar sem höfðustöðvar fyrirtækisins hafa verið frá upphafi. Síðan 1955 hefur stöðin tekið allt sitt landefni upp við Esjuberg, en efnið sem þar er tekið er óalkalívirkt. Steypustöð- in hf. varaði við alkalískemmdum þegar árið 1967, með heilsíðuaug- lýsingum í Morgunblaðinu, en því miður vom þeir of margir, sem ekki fóm að ráðum okkar þá. í þeim mannvirkjum á Reylqa- víkursvæðinu, sem notuð hefur verið möl og sandur úr Hvalfirði hefur borið á þessum skemmdum í steinsteypu, vegna efnabreytiunga er eiga sér stað milli sementsins, saltsins og steinefnanna. Kísilsýra í steinefnum myndar með alkalíum sementsins og saltsins kísilsým- hlaup sem sprengir steypuna. Til að koma í veg fyrir slíkar skemmd- ir hefur kísilryki verið bætt út í sementið og notkun óvirkra stein- efna vemlega aukin í samræmi við niðurstöður rannsókna er Stein- steypunefnd hefur látið gera. En eins og ég sagði þá hefur Steypu- stöðin hf. ávallt haft á boðstólnum óvirk steinefni, samanber efnið úr Esjuberginu. Sem minnisvarða um 40 ára sögu fyrirtækisins get ég nefnt hús eins og Háskólabíó, Kjarvalsstaði og Seðlabankann, auk fjölda fjölbýlis- og einbýlishúsa og af öðram mann- virkjum má nefna höfnina í Grímsey, Vesturlandsveg og fjöl- margar brýr og vita. Við höfum ávallt kappkostað að tileinka okkur MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 21 Fyrsti steypubíll í Evrópu nýkominn til íslands. sem fyrst þær tækninýjungar sem fram koma f byggingariðnaði og má nefna að við höfum rekið tölvu- stýrða blöndunarstöð síðan 1964. Nú er verið að taka nýjan tölvubún- að í notkun, sem er hannaður af íslenskum fýrirtækjum og er fuli- komnari en sá búnaður sem völ var á erlendis. Ennfremur leggjum við áherslu á að hafa tækjabúnað af fullkomnustu gerð til þeirra fram- kvæmda sem okkur em falin og sem dæmi má nefna, að stærsta steypu- dælufyrirtæki landsins, Steypir hf., er systurfyrirtæki Steypustöðvar- innar. Við rekum nú útibú í Grindavík og dótturfyrirtæki okkar á Selfossi, Steypustöð Suðurlands hf., var stofnað 1971. Samanlagt þjóna þessi fyrirtæki stærri markaði en nokkur önnur steypustöð á íslandi. Ég held að ég fari því ekki með neinar ýkjur þótt ég fullyrði að við höfum yfír að ráða meiri afkasta- getu og meiri tækjakosti en aðrar steypustöðvar í landinu. Sú stað- reynd liggur að minnsta kosti fyrir, fyrstu háhýsunum í Reykjvík fyrir 35 árum, við Sólheima. að við höfum framleitt meiri stein- steypu en aðrar steypustöðvar hér. Við höfum steypt hátt á þriðju millj- ón rúmmetra og framleitt og flutt um 6 milljón tonn af steypu á þess- um 40 ámm,“ sagði Sveinn Valfells að lokum. „Mixer Mobil“, nýjasta tækni í steypubransanum árið 1947. ! Steypustöðin í smiðum árið 1947. . ■M ítMmm 0 Matta roj í míklu úrvalí rosin Skorin kristalsglös í miklu úrvalí. Kampavíns, Líkjörs, Rauðvíns, Sherry. Desertskálar í miklu úrvali. Karafla Hin vinsæla Hrísluskál. Opíð í dag frá kl. 10-16 Pökkum öllum pökkum í glæsílegar gjafaumbúðir ____ Póstsendum E um allt land. ^ljörtur^ ^TLielóeix^ h/$ KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR vrsA TEMPLARASUNDI 3 - SÍMI 19935 Sérverslun með áratuga þekkingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.