Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Verslunln Valðlmaðurlnn opnaði í nýjum og glæsilegum húsakynnum í Hafnarstræti á mánudaginn. Er óhætt að segja að víkkað hafí til veggja frá gömlu búðinni í Tryggvagötu. Að sögn Paul 0' Keefe verður áhersla lögð á að auka veiðistangaúrval, einnig verður lögð meiri rækt við veiði- og útivistar- fatnað. Þá er bryddað upp á þeirri nýbreytni að selja gamla muni og má þar nefna flugustangir, kast- og fluguhjðl frá síðustu öld og fyrri hluta þessarar aldar. Meðfylgjandi mynd er frá opnun nýju verslunarinnar. Frá vinstri: Albert Erlingsson stofnandi Veiðimannsins, Halldór Amason, Nicholas O ' Keefe, Ester Jónsdóttir, Paui O' Keefe og Anna Gunnarsdóttir. - ; m l p & P %/ i »JL W JL J c wmmmmmmammmm mmm m 1 ■A ■ sfjgsks Álafoss værðarvoðir í fjölbreyttum litum. Ódýr og skemmtileg gjöf Verð frá krónum 1.270,- /Ilafossbúöin Vesturgötu 2, Reykjavík © 13404 ULLARFATNAÐUR, GJAFAVÖRUR, GARN Netaveiði á Borgar- fjarðarsvæðinu Ifrétt Morgunblaðsins á baksíðu fyrir fáum dögnm var greint frá þreifíngum landeigenda við berg- vatnsár Borgarfjarðarsvæðisins og leigutaka veiði þeirra í þá átt að kaupa „óveiddan" lax af netabændum, þ. e. a. s. greiða þeim bætur fyrir að taka netin upp. Nú er málið í suðupottinum og það reynir á samtakamáttinn. Þótt að allir stangveiðimenn hljóti að sjá hvers lags stórmál þetta er, er rétt að undirstrika það aðeins með nokkrum staðreyndum og aukaupp- lýsingum sem ekki komu fram í umræddri frétt. VEIÐI Guðmundur Guðjónsson skrifar Til dæmis munu ekki allir gera sér ljóst, að um er að ræða hátt í 200 net og eru sum þeirra sjávamet sem halda réttindum samkvæmt hefða- reglum þrátt fyrir að laxveiði í sjó sé bönnuð með lögum á íslandi. Þessi net taka þetta 6-12.000 laxa á sumri hveiju og munar heldur betur um minna sérstaklega þegar laxagöngur eru með rýrara móti eins og títt hefur verið sum hin síðari ár. Þó ekki kæmi nema helm- ingur netaaflans upp í bergvatns- ámar við upptöku neta, myndi muna gríðarlega um 3-6000 laxa sem væntanlega myndu dreifa sér um hið víða vatnasvæði. Stanga- veiðin myndi taka kipp. Þá er þess að geta, að hér er ekki ALMAIVÖKIIV ☆ Góð kveðja og landkynning til vina og ættingja heima og erlendis. RAiVíiVIISLEVSKIR JÓLASVEINAR aðeins um jökulvatnslagnir að ræða í Hvítá heldur einnig sjávar- og leirulagnir allt frá Andakflsá til leimsvæðis Langár og Urriðaá. Má í því sambandi nefna, að beggja vegna Langáróss eru gamlar sjáv- arlagnir sem hafa löngum tekið dijúgan toll af Langárlaxinum og hugsanlega einnig öðmm Borgar- fjarðarstofnum. Aldrei hafa upp- gripin verið jafn mikil í þessi net og eftir að fískræktarátakið í Langá náði hámarki sínu síðustu 3-4 árin. Jón G.Baldvinsson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sagði í samtali við þann er þetta ritar, að samningar á borð við þá sem nú ætti að reyna myndu hafa í för með sér hækkun á veiðileyfum. Bjóst hann við að leyfín myndu verða þetta 500 til 2000 krónum dýrari, eftir aðstæðum. Á móti kem- ur að þeir sem hafa keypt veiðileyfí í bergvatnsám Borgarfjarðar hafa aldrei verið að kaupa sambærilega vöm og þeir sem veiða í flestum ám landsins. Aðeins á hinu Hvítár- svæðinu gengur laxastofninn í gegn um annað eins völundarhús dauða- gildra. Nú standa menn jafnfætis, eða jafn vel feti framar og því ekki óeðlilegt að fyrir það sé borgað hærra verð. Það breytir því þó ekki, að laxveiðileyfí em yfírleitt allt of dýr. Ef að samningurinn næst er von á góðu. Það vita þeir sem hafa litið inn í íshúsið í Borgamesi og séð þar stæðu við stæðu af laxi. Og það em ekki neinir tittir. Fjöldi 20 pund- ara sem em svo sjaldgæfír í afla stangveiðimanna, að menn hafa álitið að stofninn væri nær horfinn. í bókum Bjöms vinar okkar Blön- dals er það gegnumgangandi hversu algengt það var fyrr á þess- ari öld og fram eftir henni, að fá 20 punda lax. Þeir em enn þá til, bara heilmikið af þeim þrátt fyrir allt. En netin höggva ægileg skörð í raðir þeirra og svo hleðst laxaijal- lið upp. Hasgur fundur. Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur var haldinn um helgina og var hann hægur að þessu sinni. Kyrrð og friður sveif yfír vötnunum. Jón G. Baldvinsson var endurkjör- inn formaður og var ekkert mót- framboð. Nokkrar umræður vom um reglugerðina sem kveður á um að vísa megi félagsmönnum úr fé- laginu ef þeir bjóði gegn félaginu i veiðivötn. Virðist ríkjandi skoðun að reglan eigi rétt á sér þar eð menn gangi að reglunni er þeir gerast félagar. Stöku menn em þó á því að reglan beri vott um kúgun einstaklinga og stæðist ekki fyrir dómsstólum ef út í það færi. SVFR er líkast til að bæta við sig athyglisverðu veiðisvæði, veiði- svæði Gíslastaða í Hvítá eystri. Þar hefur verið dijúg stangaveiði seinni árin, en erfítt að sækja veiðina sem er langt frá samgönguæðum og ekkert húsaskjól að hafa á veiði- stað. SVFR er með tíu ára samning í burðarliðnum og á þeim tíma verð- ur neglt saman veiðihús og lagður akfær vegur. Litprentadar myndir til skreytinga og skemmtunar fyrir börnin. DTHÖUIHTADIK: Bókaverslanir - RammagerAin - Kaupfélttgin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.