Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Tekjuáætlun fjár- laga óvenju nákvæm — segir fjármálaráðherra JÓN Baldvin Hannibalsson fjánnálarádherra segir að tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins muni hiékka óvenjulega lítið við þessa fjárlaga- afgreiðslu og mjög auðvelt sé að meta skattstofninn varðandi tolla, vörugjald og söluskatt. í umræðum um frumvörp um söluskatt, tolla og vörugjald á Alþingi á miðvikudagskvöld taldi Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að tekjur vegna þessara skatta yrðu meiri en áætlað er og lagði tál að skattarnir yrðu lækkaði Pjármálaráðherra sagði við muni hækka óvenjulega lítið frá Morgunblaðið að það væri verkefni Þjóðhagsstofnunar að meta tekju- stofnana fyrir þriðju umræðu fjár- laga og þar með eftirspumaráhrif þessara skattkerfísbreytinga og veltubreytingar í þjóðfélaginu mið- að við reynslu þessa árs. Þessi endurskoðaða tekjuáætlun lægi ekki fyrir í endanlegri mynd, en samkvæmt mati fjármálaráðuneyt- isins og Þjóðhagstofnunar, á grundvelli bestu fáanlegra upplýs- inga undanfama daga og vikur, væri ekki að vænta mikilla breyt- inga á tekjuhiið. Fjármálaráðherra benti á að verðlagsforsendur Qárlagafrum- varpsins væm ekki byggðar á meðalverðlagi yfírstandandi árs, eins og oftast áður, heldur áætluðu verðlagi 1988. Þess vegna sýndist honum að niðurstöðutölur fjárlaga fiTimvarpi til laga, eða um 3%. Eyjólfur Konráð nefndi einnig í ræðu sinni að ríkið færði framlög sín í eigin sjóði sem gjöld en ekki eignir, og því væri niðurstaða ríkis- reikninga í raun jákvæð. Fjármála- ráðherra sagðist ekki vilja blanda sér í innanflokksdeilur sjálfstæðis- manna, en hann hefði bent á það, við þessar umræður, að formaður Sjálfstæðisflokksins hefði þegar vísað þessum skoðunum Eyjólfs Konráðs á bug og kallað þær bók- haldsbrellur. „Það er ljóst að vandinn í ríkisijármálum verður ekki leystur með slíku enda get ég ekki séð að breytt uppsetning á bókhaldi A-hluta fjárlaga breyti einu eða neinu um þann vanda sem verið er að tala um, eða hvaða breytingar slíkt hefur á tekjuöflun- aráætlun ríkisstjómarinnar," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Gaukur Jörundsson kjöriiui umboðsmaður Alþingis GAUKUR Jörundsson, prófess- or, var á fundi sameinaðs þings i gær kjörinn umboðsmaður Alþingis tQ næstu fjögurra ára. Hann tekur við embættinu í byrjun næsta árs og er fyrsti maður til að gegna þvi. Umboðs- manni Alþingis er ætlað, samkvæmt lögum sem sam- þykkt voru á siðasta þingi, að gæta réttar einstaklinga gagn- vart stjórnvöldum. Fimmtíu þingmenn vom við- staddir atkvæðagreiðsluna í gær. Gaukur hlaut 40 atkvæði, 9 sátu hjá og Benedikt Blöndal, hæsta- réttarlögmaður, hlaut eitt at- kvæði. Gaukur er fæddur í Reykjavík þann 24. september 1934. Hann lauk prófi frá lagadeild Háskóla íslands áríð 1959 og stundaði framhaldsnám í Osló, Kaup- mannahöfn og Berlín. Hann var ráðinn lektor við lagadeild HÍ 1967, skipaður prófessor 1969 og varði doktorsritgerð árið 1970. Hann var kjörinn í Mannréttinda- neftid Evrópu árið 1974 og situr þar enn. Síðasta hálfa- árið hefur hann verið settur hæstaréttardóm- ari. Gaukur Jörundsson Eiginkona Gauks er Ingibjörg Eyþórsdóttir og eiga þau hjón tvö böm. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Borgarfulltrúarnir Vilhjálmur G. Vilhjálmsson og Arni Sigfússon kynna tillöguna nm textasíma, Vilhjálmur á táknmáli en Árni les. Eins og sjá má á myndinni er Vilhjálmur að tala um síma. Textasímar fyrir heymarlausa BORGARSTJÓRN hefur samþykkt að veija 120.000 krónum til kaupa á textasímum fyrir heymarlausa á þjónustustofnunum Reykjavikurborgar. Það voru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sem lögðu fram tillöguna og var hún samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Það var Vilhjálmur G. Vil- hjálmsson borgarfulltrui sem kynnti tillöguna og flutti hann ræðu sína á táknmáli, enda marg- ir heymarlausir á áheyrenda- bekkjum. Las Ámi Sigfússon, borgarfuiltrúi, samtímis ræðu hans. í ræðu Vilhjálms kom fram, að með textasímanum hefði orðið bylting í samskiptamöguleikum heymarlausra. Textasíminn er ætlaður til notkunar með venju- legum símum og vinnur með þeim hætti, að sá sem hringir leggur símtólið á textasímann. Á honum er stafalyklaborð, sem gefur frá sér hljóðmerki. Hljóðmerkin breytast síðan í stafí á textasíma viðtakanda. Getur móttakandi svarað á sama hátt. Flestir heymarlausir eiga slík tæki sem þessi, en með þessari tillögu verður þeim kleift að ná sambandi við þjónustustofnanir borgarinnar. Borgarfulltrúar fögnuðu þess- ari tillögu og þeim tímamótaat- burði að ræða væri þar flutt á táknmáli. Vonuðust þeir til þess að þetta yrði til þess að brjóta múrana á milli heymarlausra og stofnana borgarinnar. Hvatti borgarstjóm aðra opinbera aðila til þess að festa kaup á slíkum búnaði, en hvert tæki kostar 11.800 krónur. Enn míkil þensla á vinnumarkaðinum Starfsfólk vantar í 3.250 störf Vinnumarkaðurinn einkennist enn af þenslu, samkvæmt könnun Þjóðhagsstofnunar og Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins á atvinnuástandi og horfum í haust. Talið er að ófyllt- í dag JBorjjunblahíb ...B • ■ . 1 v BLAO C Sérútgáfa Economist: Óhjákvæmilegt að fella gengi krónunnar HIÐ virta tímarit The Economist hefur gefíð út sérblað þar sem er að fínna yfirlit yfír það sem sérfræðingar blaðsins telja að búast megi við að geríst i einstökum ríkjum og í alþjóðamálum á næsta árí. Sérútgáfa þessi nefnist „Heimurinn áríð 1988“ (The World in 1988). I rítinu er að finna stutta klausu um ísland þar sem fullyrt er að ríkisstjómin komist ekki hjá því að fella gengi krónunnar. í formála ritsins segir að blaða- menn og sérfræðingar The Economist hafí ritað efiii þess auk þess sem leitað hafí verið til sér- fræðinga um tiltekin málefni, sem ekki starfa á vegum The Econom- isL Ennfremur segir í formálanum að flestir spádómar tímaritsins í sambærilegu hefti sem gefíð var út skömmu fyrir síðustu áramót hafi reynst réttir og áreiðanlegir, þó svo viðurkenna beri að sér- fræðingum blaðsins hafí á stöku stað orðið á í messunni. í greininni um ísland, sem rituð er af Michael Metcalfe, fréttarit- ara tímaritsins Business Intem- ational í Evrópu, segir „Viðleitni íslensku rikisstjómarinnar til að vinna bug á verðbólgu, sem varð þess valdandi að verðbólga var um 14 prósent árið 1987 í stað 21 prósents árið 1986, á undir högg að sækja. Kjarasamningar ársins 1987 leiddu til að minnsta kosti 22,5 prósenta hækkunar launa á árinu og mun áhrifanna áfram gæta á árinu 1988. Til að tryggja samkeppnishæfni erlendis mun ríkisstjómin aftur neyðast til að grípa til þess ráðs að fella gengi krónunnar." ar stöður í þeim atvinnugreinum sem könnunin náði til séu um 3.250, sem er um 3,5% af heildar- mannaflanum í þeim. Er þetta nokkur aukning frá sama tima í fyrra. Mestur skortur er á verkafólki, þar sem vantar fólk í um 1.800 störf. Þenslumerkin eru meira áber- andi á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi. Þar er talið að 1.800 störf hafí verið laus í þeim atvinnugrein- um sem könnunin náði til, en fyrir einu ári vom 700 störf laus og árið þar á undan vantaði fólk í 300 störf. Á höfuðborgarsvæðinu vantar mest verkafólk, eða 800, bæði í iðnaði og byggingariðnaði. Einnig er veruleg- ur skortur á ófaglærðu starfsfólki í þjónustugreinum, fyrst og fremst á sjúkrahúsunum. Úti á landsbyggð- inni vantar verkafólk í um 1.000 störf, aðallega í fiskvinnslu, en einn- ig í iðnaði. Hvergi á landinu er mikill skortur á fólki til afgreiðslu- og skrifstofustarfa, samkvæmt könnuninni. Verulegur skortur er hins vegar á sérhæfðu starfsfólki. Þar ber mest á þörf sjúkrahúsanna fyrir hjúkrunarfólk og annað sér- menntað starfsfólk, en einnig virðist vera talsverður skortur á sérhæfðu fólki bæði í byggingariðnaði og öðr- um greinum. Vísbendingar frá fyrirtækjum benda til þess að heldur dragi úr eftirspum eftir vinnuafli í desember en hún fari aftur að aukast með vorinu. Könnunin náði til nær allra at- vinnugreina, nema hvað landbúnað- ur. fiskveiðar og opinber þjónusta, önnur en sjúkrahúsin em undanskil- in. Er talið að um 75% af atvinnu- starfseminni í landinu sé með í könnuninni. „Sjaldan séð aðra eins ös“ — segir Karl Eiríks- son forsljóri Bræðr- anna Ormsson BIRGÐIR af heimilistækjum virð- ast vera að ganga til þurrðar í mörgum verslunum á höfuðborg- arsvæðinu. „Eftirspumin er fádæma mikil. Við höfum selt mörg hundmð þvotta- og eldavél- ar undanfama daga, einnig uppþ vottavélar, “ sagði Karl Eiriksson, forstjórí Bræðranna Ormsson hf. „ísskápar em upp- seldir sém stendur en við fáum sendingu á mánudag." „Ég hef sjaldan séð aðra eins ös í versluninni hjá okkur og undan- fama daga. Það seljast allar gerðir heimilistækja; ryksugur, hrærivélar og allt sem nöftium tjáir að nefna. Þurrkarar og frystikistur seljast heldur minna og mér sýnist að fólk vilji bíða með að festa sér þau tæki þar til eftir áramót," sagði Karl. „Við áttum von á mikilli sölu fyrir jólin og áttum dijúgar birgðir en þessi gífurlega eftirspum kom okkur á óvart. Við eigum nú von á nýjum sendingum á mánudag og aftur milli jóla og nýárs og getum því vonandi annað eftirspuminni," sagði Karl Eiríksson að lokum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.