Morgunblaðið - 18.12.1987, Page 14

Morgunblaðið - 18.12.1987, Page 14
■ytfpt! prt • 14__________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987_ Samþykkir Alþingi 25% lestrarskatt á bókaþjóðina? eftir Ólaf Ragnarsson Við íslendingar eigum fáein heimsmet. Þeim er hampað mism- ikið enda sum þeirra okkur fremur til háðungar en hitt. Hérlendis er til dæmis lagður hærri söluskattur á bækur en í nokkru öðru landi. Það heimsmet heyrist ekki nefnt þegar ráðamenn þjóðarinnar flytja ræður um íslenska menningu á hátíðastund- um og minna á nauðsyn þess að efla og auðga móðurmál okkar. Þessi skattur ríkisins hækkar bókaverð til kaupenda um hvorki meira né minna en einn fjórða! Allt hugsandi fólk hlýtur að sjá hve fráleitt er að heimta skatt af tjáningu á íslenskri tungu, hugsmíðum og fræðslu, mennta- og menningarefni. Þett er enn öfugsnúnara fyrir þá sök að bækur eru eini prentmiðillinn sem skatt- lagður er með þessum hætti. Ákvörðunarvaldið til Alþingis Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, lagði fram á Alþingi fyrir helgina „FYumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 10/1960 um söluskatt, með síðari breyting- um“. Meðal nýmæla í þessu frumvarpi er að almennar heimild- ir Qármálaráðherra til að veita undanþágu frá söluskatti, sem hingað til hafa falist í útgáfu reglu- gerða, eru felldar úr gildi. í stað þess að löggjafínn fram- selji þannig vald sitt til að leggja á skatta eða aflétta þeim mun nú Alþingi sjálft ákvarða með lögum hvaða vörur, vinna og þjónusta vercli undanþegin söluskatti. í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er listi yfír 22 vöruflokka og 22 þjónustuliði sem verða undanþegn- ir söluskatti eftir áramót, verði frumvarpið að lögum óbreytt. Sömuleiðis eru taldir upp í 20 liðum ákveðnir þættir sem fjármálaráð- herra er heimilt að fella niður eða endurgreiða söluskatt af. Bækur á íslensku eru ekki með- al liðanna 64 á þessum lista. Þær virðast enn ekki eiga upp á pall- borðið hjá ríkisstjóm þjóðar sem löngum hefur verið kennd við bæk- ur og bókmenningu. Bókmenntir verða því áfram skattlagðar af meiri þunga en dæmi eru um ann- ars staðar í heiminum, nema Alþingi grípi í taumana. Því verður tæplega trúað að kjömir fulltrúar bókaþjóðarinnar samþykki þennan lista ríkisstjómarinnar óbreyttan, en niðurstaða fæst væntanlega í málinu fyrir jólaleyfí þingmanna. Bóklestur skattskyldur — Af ruglarar ekki Ráðamenn hafa undanfarin misseri lýst alvarlegum áhyggjum sínum af flóðbylgju alþjóðlegrar Qölmiðlunar og óæskilegum áhrif- um erlendra mála á íslenska tungu. Allir virðast þeir sammála, hvar í flokki sem þeir standa, um að nú megi ekki bíða lengur með áhrifa- miklar aðgerðir til eflingar móðurmálinu. Skemmst er að minnast ræðu Þorsteins Pálssonar, forsætisráð- herra, á hátíðarsamkomu stúdenta 1. desember síðastliðinn. Hann sagði þar að mestu skipti um þess- ar mundir að varðveita það sem gerði okkur að sjálfstæðri þjóð — íslenska menningu og íslenska tungu. Örðrétt sagði ráðherrann: „En á sama hátt og sagt var árið 1918 að það væri skylda allra að auka veg hins íslenska ríkis, getum við sagt nú, árið 1987, að það sé skylda okkar allra að auka veg íslenskrar tungu. Hér er í raun um sjálfstæði okkar að tefla." Ég vona svo sannarlega að for- sætisráðherra beiti áhrifum sínum til þess að auka veg íslenskrar tungu. Það er skylda okkar allra, eins og hann sagði. En orð á há- tíðastundum duga skammt. For- ystumenn þjóðarinnar verða að sýna í verki að þeim sé alvara og ræðumar ekki orðagjálfur. Auðvit- að er í mörg hom að líta í þessum efnum sem öðmm, en menn verða samt að vera sjálfum sér sam- kvæmir. Er furða þótt ýmsir efist um að hugur fylgi máli hjá ráðherrum þegar nýtt frumvarp frá ríkis- stjóminni sýnir að áfram er ætlunin að leggja söluskatt af full- um þunga á helstu máttarstoðir tungunnar, íslenska bókiðju og bóklestur — en afruglarar sem veita flóði efnis á erlendum tung- um inn á heimili landsmanna, eru undanþegnir söluskatti? Margþætt menningar- starfsemi án söluskatts Einhver kynni að spyija: Er hægt að taka prentað mál í bókum fyrir sérstaklega og undanþiggja það söluskatti? Hvað um efni sem látið er á þrykk út ganga i blöðum og tímaritum? Menn þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af öðrum prentmiðlum hér á landi í þessu sambandi. Yfírvöld hafa leyft landsmönnum allra náð- arsamlegast að njóta efnis þeirra án þess að þeir séu neyddir til að greiða af því sérstakan skatt til ríkisins og er það vel. Margs kyns önnur menningar- starfsemi hefur verið án söluskatts og stjómvöld þannig stuðlað að því að gróska gæti ríkt á sem flestum sviðum íslenskrar menningar. Meðal þess sem er undanþegið söluskatti auk blaða og tímarita má nefna málverkasýningar, tón- leika, leiksýningar og sýningar íslenskra kvikmynda. A texta á bókum á okkar ást- kæra ylhýra máli er aftur á móti lagður 25% lestrarskattur! Þennan skatt er löngu kominn tími til að afnema. Það getur ekki samrýmst menningarstefnu bóka- þjóðarinnar að skattleggja bók- menntir og bóklestur umfram aðra miðlun menningar í landinu. Er íslenska í minni hættu en norska? í Noregi var söluskattur af bók- um felldur niður fyrir nokkrum árum. Höfuðrök stjómvalda fyrir þeirri ákvörðun vom þau, að landið væri svo lítið málsvæði og norsk tunga í svo mikilli hættu frá öðrum tungum að óhjákvæmilegt væri að grípa til aðgerða til að styrkja sam- keppnisstöðu bóka á norsku gagnvart erlendu efni af ýmsum toga. Áhrifamesta aðgerðin í þá átt var talin vera niðurfelling sölu- skatts af bókum. í mörgum öðrum Evrópuríkjum eru bækur undanþegnr söluskatti svo sem í Englandi, Irlandi, Grikk- landi, Sviss, Portúgal og Júgó- slavíu. í þeim löndum þar sem söluskattur er lagður á bækur er hann yfírleitt verulega lægri en á vörur almennt. Skyldu tungumál þessara millj- ónaþjóða eiga fremur í vök að veijast en íslenska? Ætli flóðbylgja Qölmiðlunar á útlendum málum muni til dæmis fyrr drekkja norsku en íslenskri tungu? Ef niðurfelling söluskatts í því skyni að lækka bókaverð og stuðla að auknum bókakaupum og bóklestri hefur verið nauðsynleg aðgerð í Noregi ætti ekki að vera síður þörf á slíku hér á landi. Málfélagið norska er 17 sinnum stærra en sá hópur fólks sem talar íslensku hér norður á hjara. Skorað á ríkisstjórn: Enginn texti sé skattlagður Áskorun um afnám söluskatts af bókum á íslensku var á haust- dögum afhent ríkisstjóm íslands. Það gerðu stjómarmenn Bókasam- bands íslands en innan vébanda þess em á þriðja þúsund einstakl- ingar og fyrirtæki um land allt sem tengjast bókum með ýmsu móti. í áskoruninni var vakin sérstök athygli á því óréttlæti gagnvart bókafólki sem viðgengist hefur í söluskattsmálunum. Eðlilegast væri að um bækur giltu sömu regl- ur og um aðra prentmiðla svo sem dagblöð og tímarit sem væm án söluskatts. Auðvitað ætti enginn texti á íslensku máli að vera skatt- aður. Fjármálaráðherra hlýddi á boð- skap og óskir sendinefndar Bókasambandsins, hélt uppi dálitl- um vömum og sagði að um áramót yrðu allar undanþágur frá sölu- skatti felldar niður og þá gengi eitt yfír bækur og aðra miðlun prentaðs máls. Undanþáguliðirnir 64 í sölu- skattsfrumvarpinu segja hins vegar aðra sögu. Þar em síður en svo allar vömtegundir, þjónusta og menningarstarfsemi á sama báti. Enn eykur á þetta misræmi að lagaákvæði frá því í sumar um svonefndan „sérstakan söluskatt" á ýmsa starfsemi og þjónustu verða áfram í gildi og f þeim tilvik- um er skatturinn aðeins 10%. Forsætisráðherra var jákvæður þegar við hann var rætt um erindi Bókasambandsins í haust og menntamálaráðherra var málinu mjög fylgjandi. Sá síðamefndi lýsti því reyndar yfír opinberlega í út- varpi fyrir skemmstu að hann væri algerlega mótfallinn því að söluskattur væri lagður á bækur, en erfíðlega hefði gengið að fá fjár- málaráðherra til fylgis við þá skoðun. Vonandi beitir mennta- málaráðherra sér að nýju í þessu máli í þingsölum og nefndaher- bergjum nú þegar söluskattsmálin eru til meðferðar á Alþingi. Skattfrjáls saga í blaði, sköttuð í bók! Fráleitt ósamræmi hefur leitt af því fyrirkomulagi sem gilt hefur um skattlagningu prentaðs máls og mun gilda áfram samkvæmt söluskattsfrumvarpinu taki alþing- ismenn ekki á sig rögg og bæti íslenskum bókum á undanþágulist- ann. Þjóðinni er gert að greiða hæsta söluskatt af hugverkum sem miðlað er í bókaformi en sama efni er án söluskatts ef það er birt í öðrum prentmiðlum. — Hvers vegna eiga lesendur að greiða 25% aukaskatt til ríkisins ef þeir vilja kaupa ljóð í bók, en ljóðið fæst án söluskatts ef það birtist í helgarútgáfu dagblaðsins eða í tímariti? — Hvaða sanngimi er í því að 25% söluskattur er lagður á smásögu ef hún birtist í bók, en sagan er laus við þann skatt ef hún er prent- uð í dagblaði eða tímariti? — Hvað veldur því að ráðamenn bókaþjóðarinnar leggja 25% skatt á skáldsögu sem komið er á fram- færi við lesendur í bók, en telja eðlilegt að sama hugverk sé án söluskatts ef það er prentað sem framhaldssaga í blaði eða tímariti eða til dæmis birt í formi kvik- myndar? — Hvemig stendur á því að efni um sögu þjóðarinnar, fræðilegar uppgötvanir eða nýjar kenningar sem fram koma í íslenskum bókum er allt háð 25% skattheimtu ríkis- ins, en fullkomlega eðlilegt þykir að sama efni sé selt landsmönnum á síðum dagblaða eða tímarita söluskattslaust? Erfítt hefur reynst að fínna rök- rétt svör við spumingunum hér að framan enda hæpið að þau séu til. Léttið lestrar- skattsbyrðinni af bókaþjóðinni! Tjáningarfrelsi íslendinga hýtur að vera hið sama hvort sem það er á síðum bóka eða í öðru prent- formi. Og á sama hátt hlýtur þjóðin að eiga jafn mikinn rétt á að njóta þessa eftiis í hvaða prentmiðli sem er án þess að jjurfa að greiða skatt af orðunum. I þessu efni eru bæk- umar sér á báti. í þeim er textinn skattlagður. Bækur hafa um aldir verið eins konar undirstaða íslenskrar menn- ingar og sætir furðu að stjómvöld skuli íþyngja þeim landsmönnum sem vilja njóta efnis þessa hljóða og hugþekka miðils með sérstakri skattlagningu. Alþingi og ríkisstjóm ættu nú að sjá sóma sinn í að létta lestrar- skattsbyrðinni af bókaþjóðinni um áramót með því að bæta íslenskum bókum á undanþágulistann í sölu- skattsfrumvarpinu. Sú aðgerð gæti skipt sköpum fyrir tungu og menn- ingu þjóðarinnar. Vaxandi bók- menntasköpun hefði örvandi og auðgandi áhrif á tunguna og bæk- ur yrðu landsmönnum í auknum mæli uppspretta menningar, þekk- ingar og þroska. Ef milljónaþjóðir telja þörf á að vera á varðbergi og styrkja þjóð- tungur sínar með áhrifamiklum aðgerðum megum við ekki sofna á verðinum. Við skulum ekki gleyma því að bækur á eigin tungu gegna því þýðingarmeira hlutverki sem þjóðimar er að þeim standa eru stærri. Niðurfeiling söluskatts af bók- um á íslensku tæki af öll tvímæli um að umhyggja þingmanna og ráðherra fyrir fnóðurmálinu væri meiri en orðin tóm. Með þeirri ákvörðun yrði stigið þýðingarmikið skref í þá átt að efla íslenska tungu og unninn raunverulegur áfanga- sigur í stríðinu við íjölmiðlun á framandi tungum. Höfundur er útgefandi og formað- ur Bókasambands íslands. söluskattsfrumvarpi fjármálaráðherra sem lagt hefur verið fram á Alþingi eru blöð og tímarit ásamt ýmissi annarri miðlun menning- ar undanþegin söluskatti, en á bækur er lagður 25% skattur. Nú er það undir Alþingi komið hvort bókaþjóðin verður látin greiða þenn- an lestrarskatt af efni á íslenskri tungu eða bækur settar sem 65. Iiður á undanþágulista frumvarpsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.