Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Viðræður við vagn- t stjóra í akstri bannaðar Til borgarráðs og lögregluyf irvalda eftír Sigurð Þór Guðjónsson í hverjum strætisvagni er skilti þar sem á er letrað: Viðræður við vagnstjóra í akstri bannaðar. Hvemig skyldi standa á þessu? Er það meinfýsi sem ekki getur unnt vagnstjóranum þess að rabba við farþega í leiðinlegri vinnu? „Er það forsvaranlegt, að almannavagnafyrir- tæki sem rekið er af Reykjavíkurborg gæti ekki fyilsta öryggis við flutning þúsunda far- þega á hverju ári?“ Fjarri því. Þetta er gert til að tryggja öryggi farþega. Það er talið að spjallið tmfli aðgæslu og ein- beitingu bflstjóranna við aksturinn. Þeim verði því hættara við mistök- um er valdi farþegum og öðmm vegfarendum slysum og tjóni. Astæðumar em augljósar: Maður sem beitir athygli sinni að tveimur verkefnum samtímis nýtur sín eng- an veginn við hvomgt viðfangsefn- ið. Þarf ekki að hafa um það fleiri orð. Þetta viðræðubann er því nauð- Sigurður Þór Guðjónsson ■■ Við hjá SS mælum sérstaklega með rauðvínslegnu eða jurtakrydduðu lambalærií hátíðarmatinn. Rauðvínslegnu og jurtakrydduðu lambalærin frá SS eru eingöngu unnin úr nýju, fyrsta flokks hráefni og eru tilbúin í ofninn. Sannarlega gómsætur hátíðarmatur. i>in oi> o n n c\ n i UiíUiMa'Utli H) % \§á synleg varúðarregla. Og breytir engu þó hún kunni einstaka sinnum að vera brotin eins og gerist og gengur með allar reglur. En upp á síðkastið hafa farþegar strætisvagna haft þungar áhyggjur af nýrri tmflun, er hlýtur að koma niður á ökuhæfhi bflstjóranna. Það er útvarpið sem flestir þeirra hafa yfir sér í vinnunni. Ef viðræður við vagnstjóra tmfla hann í starfi, hlýt- ur þetta útvarpsefni að mgla hann einnig af nákvæmlega sömu ástæð- um. Þeir gera tvennt í senn: keyra í þessari líka umferðinni í skamm- deginu, og hlusta á tónlist og talað mál í útvarpinu. Óhjákvæmilega dreifa þeir orku sinni og einbeitingu og það skerðir hæfni þeirra við stýr- ið. Utvarpshlustun er að vísu ekki bein áreitni við bflstjórann eins og orðræður farþega. En þar á móti kemur, að vagnstjórinn talar ekki við fólk nema einstaka sinnum og á milli líða dagar, vikur eða jafnvel mánuðir. En útvarpið hefur hann yfirleitt í gangi alla vaktina á hveij- um vinnudegi og stundum svo hátt að það veldur farþegum umtais- verðum óþægindum á nokkmm mínútum. Hvemig er þá aksturs- hæfni bflstjóranna í lok vinnuviku eftir slíka töm? Nú kynni einhver að segja að vagnstjórinn taki svo sem ekkert eftir útvarpinu í bak- gmnni. Hvers vegna í ósköpunum er þá tækið haft í gangi? Heyri bflstjórinn hins vegar í því, er hánn að beina eftirtekt sinni frá akstrin- um að nokkm leyti. Það kemur fólki ekki í sérlega gott skap í skammdeginu rétt fýrir jólin, að vera þess vitandi að bflstjórar þessara stóra dreka í umferðaröngþveitinu em ekki með aðgæslu og einbeitingu óskipta við aksturinn. í framhaldi af því vill undirritaður farþegi Strætisvagna Reykjavíkur, sem ekki kann að keyra bfl af því að hann er svo treg- ur og er þess vegna upþ á þjónustu þeirra kominn, að beina þessari spumingu til borgarráðs, lögreglu- og borgaryfirvalda: Er það forsvar- anlegt, að almannavagnafýrirtæki sem rekið er af Reykjavíkurborg gæti ekki fýllsta öryggis við flutn- ing þúsunda farþega á hyeiju ári? Og meirihluti þeirra em böm og unglingar. Ég hlýt að mega fara auðmjúklega fram á það við rétta aðila, að öryggi strætisvagnafar- þega og annarra vegfarenda í umferðinni verði tryggt með öll- um þeim ráðum sem yfirvöld hafa á valdi sínu. Ég dreg ekki í efa að ábyrg yfir- völd gera sér ljóst að ég hef lög að mæla. Að vísa orðum mínum á bug er að hundsa heilbrigða skyn- semi. Og að skella við skollaeyrum — það er hirðuleysi um líf og limi Reykvíkinga sem komast þurfa leið- ar sinnar um höfuðborgina. Og því trúir enginn upp á lögmæt yfirvöld Reykj avíkurborgar. Höfundur er tónlistargagnrýn- andi. ÁHEIT TIL HJÁLPAR Gírónúmer ^6210 05 KRÝSUVfKURSAMTÖKIN ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVlK S 62 10 05 OG 62 35 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.