Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 © 1985 Universal Press Syndicate „ þu Kefur veri&fundrnn sel<ar unrj fó'Lsun." Með morgimkaffinu fræðing kostar svona mikið ætti nú að vera hægt að finna eitthvað sem amar að mér? Sjáðu hinar björtu hliðar. Þetta minnkar bilið milli leik- skólans og elliheimilisins, er það ekki? HÖGNI HREKKVISI //'« 'U *) •fi ..C j j Þessir hringdu .. Dóeftiraðhafaborö- að íslenzkt skerpikjot rtaar _ •em ve*dur viUð « 1 >«*•* ^ ‘ ' l°m'^ Ankannalegt orðalag B.E. hringdi: „Ankannalegt orðalag kom fyr- ir í frétt á forsíðu Morgunblaðsins hinn 21. janúar er bar fyrirsögn- ina „Dó eftir að hafa borðað íslenzkt skerpikjöt". Þar stóð m.a. eftirfarandi: „Kjötið var flutt fros- ið til Færeyja en síðan þiðið og hengt upp til þerris. Frekar hlýtt var í haust og í staðinn fyrir að þurrkast kom rotnun í kjötið". Þetta hefði mátt orða þannig: “Kjötið var flutt frosið til Færeyja en síðan þítt og hengt upp til þurrkunar. Frekar hlýtt var í haust og í staðinn fyrir að þorna kom rotnun í kjötið" Þannig ættu setningamar að vera. Þegar kjötið er þítt þiðnar það. Þerrir er veður þegar raka- stig loftsins er lágt og þvottur þá hengdur til þerris. Þá þomar það. Þegar eitthvað rakkt á að þurrka þá er það þurrkað. Það nægir ekki að hengja það til þerris. Þeg- ar menn þurrka af fótunum í forstofunni þá þurrkast af skón- um.“ Skerpikjötið færeyskt en ekki íslenzkt Gisli Jónsson hringdi: „Óheppilega er komist að orði í fyrirsögn fréttar á forsíðu Morg- unblaðsins hinn 21. janúar en fréttin bar fyrirsögnina „Dó eftir að hafa borðað íslenzkt skerpi- kjöt“. Eins og fram kemur í fréttinni var það meðferðinn á kjötinu í Færeyjum sem eitmninni olli en engin eitrun var í því er það fór héðan, héðan fór það fryst en ekki verkað sem skerpikjöt. Skerpikjötið var því færeyskt en ekki íslenzkt. Með fréttaskrifum sem þessum er vegið að íslenzkum hagsmunum. Rétt hefði verið að hafa fyrirsögnina: Dó eftir að hafa borðað skerpikjöt." Sinnið fyrst neyðarverkefnum S.A. hringdi: „ Er ekki dálítið napurt að vera að tala um ráðhús þegar við blas- ir neyð svo margra, þarf ekki fyrst að huga betur að fólkinu sem lifir í landinu og bæta hag þess. Það kemur ekki svo illa við líðan margra manna þó ekki sé ráðhús af fínustu gerð. Við mættum læra meira af hugsunarhætti bama og því sem við erum að hugsa um á jólum, að láta öllum líða vel. Fjöl- skyldur sem eru að byggja og verða að vinna gengdarlaust til að allt gangi upp, þær þurfa að- hlynningar og hjálpar við með bamagæslu og eins þarf að hugsa um að gamla fólkinu sé sýnd virð- ing og það fái aðstoð. Ef borgin er svona vel efnuð, því sinnir hún þá ekki fyrst neyðarverkefnum sem þessum. Gaman væri nú að þeir, sem sjá svo rnikla nauðsyn á að ráðhús rísi, hrópuðu frekar: Húrra, borgin okkar stendur svo vel efnalega að við getum hlúð betur að öldruðum og bömum og þar af leiðandi öllum fjölskyldum. Látum þann draum rætast á með- an við getum, það mun skila sér síðar að sýna slíkan manndóm." Notaður fatnaður Fólk sem á notuð föt sem ekki er ætlunin að nota framar er beð- ið að hafa samband við Guðbjörgu Jónsdóttur í síma 35901. Hún kemur notuðum fötum til þeirra sem á þeim þurfa að halda og er í sambandi við aðila sem sendir notuð föt til Póllands. Svartur köttur Svartur fressköttur með hvíta bringu fór að heiman frá sér að Ljósvallagötu 30 hinn 8. janúar. Þeir sem orðið hafa varir við hann vinsamlegast hingi í síma 611546 eða 16884. Regnhlífarkerra Regnhlífarkerra ,blá og grá, týndist við innkeyrslu S.V.R. á Kirkjusandi sl. föstudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 687028. Leðurbudda Svört leðurbudda tapaðist í . Kópavogi sennilega á leiðinni frá bókasafninu niður að Fífu- hvammsvegi. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 42258. Fundarlaun. Brúnn plastpoki Brúnn plastpoki með tveimur loðhúfum tapaðist á laugardaginn á Laugarveg eða í Tryggvagötu. Finnandi er vinsamiegast beðinn að hringja í síma 74348. Víkverji skrifar , HONUM E(Z ALCTAF AÐ FAI?A FKA/M." Víkveiji sér að menn hafa verið að gera upp bókavertíðina í fjölmiðlunum síðustu daga. Endan- legar uppgjörstölur liggja ekki fyrir og útgefendur bóka greinir á hvort bóksalan á síðasta ári hafi verið betri eða jafn góð og hún var árið á undan. Það virðist sem þá hafi bókin náð hámarki og einsýnt að bókin hefur haldist í því hámarki fyrir þessi jól. Bókaútgefendur vilja ekki kann- ast við að einhver ein söluformúla í bókaútgáfunni dugi betur en aðr- ar. Samt fær Víkveiji ekki betur séð að slíka formúlu megi fínna, þegar litið er á bóksölu síðustu ára. Bókaforlag sem vill láta að sér kveða í jólabókaflóðinu verður að tefla fram einhverri krassandi lífsjátningarsögu þekktrar mann- eskju, amk. einni íslenskri skáld- sögu eftir nýjan og spennandi höfund, spennusögu eftir þekktan erlendan reyfarahöfund og nú upp á síðkastið er einnig farið að bera á því að góðum þýddum skáldsögum getur vegnað vel á markaðinum. Fyrir síðustu jól gekk þessi form- úla best upp hjá Iðunni. En það gengu ekki allar bækur þess forlags jafn vel eftir því sem Víkverji heyr- ir. Sumir titlar seldust í innan við 100 eintök. Einhvers staðar á því róli voru ekki ómerkari höfundar en Hannes Pétursson og Þorsteinn frá Hamri sem báða má telja sígilda í íslenskum samtímabókmenntun. En þeir eru ljóðskáld, þykja ekki ungir og spennandi lengur og verk þeirra hafa greinilega kafnað í aug- lýsingaskrumi bókaflóðsins. Það er kannski skuggahliðin á velgengni bókarinnar um þessar mundir áð það eru ekki endilega öndvegis- höfundamir sem njótá uppsveifl- unnar. Og magn er ekki sama og gæði. VMargir skíðaáhugamenn voru orðnir langeygðir eftir snjónum en nú er hann kominn og líf og fjör verið að færast í fann- hvítar brekkur Bláfjallana. Um helgar streyma fjölskyldumar í fólksvanginn til að skíða og njóta útiverunnar en virka daga setja skólakrakkar mesta svip á brekk- umar ásamt hörðustu skíðaáhuga- mönnum sem bregða sér einatt á skíði að loknum vinnudegi. Víkveiji heyrði hins vegar móður kvarta undan því að það væri orðið æði dýrt fyrir krakka að stunda skíðin. Hún á ungling sem sækir Bláfjöllin helst þrisvar í viku með skólafélögum sínum, þegar því verður við komið. Rútuferðin í Blá- fyöll kostar hins vegar orðið 300 krónur og dagkort í lyftumar 200 krónur, svo að skíðaferðin kostar minnst 500 krónur. Þetta em því 1500 krónur á viku eða um 6000 krónur á mánuði og er þannig upp- hæð sem farin er að segja talsvert til sín í heimilsútgjöldunum. Þessi móðir var að velta því fyr- ir sér hvort óeðlilegt væri að skólakrakkar gætu stundað Blá- ijöllin á einhveijum hagkvæmari lqomm fyrir tilstilli fræðsluyfir- valda og borgar á þeirri forsendu að þetta væri bæði holl hreyfing og útvist fyrir krakka sem sitja inni mest allan daginn yfir skmdd- um sínum. Þessu er því kastað fram hér til umhugsunar fyrir viðkom- andi yfirvöld. Slysadeild Borgarspítala er ekki staður sem fólk sækir ótilneytt. Bæði er að tilefni heimsóknar þang- að em oft ekki sársaukalaus og einatt margmenni fyrir svo að biðin getur orðið löng og ströng. Það fer heldur vart fram hjá neinum að þama vinnur starfsfólk iðulega við erfíðar aðstæður og undir miklu álagi. Víkveiji kynntist því hins vegar um daginn að lífíð á slysadeildinni á sér líka sínar broslegu hliðar. Þennan dag var biðstofan full af fólki sem sat þar hnípið og beið þess að nöfn þess væm kölluð upp. Þá vatt sér inn úr dymnum maður í einkennisbúningu, líklega stöðu- mælavörður eða póstburðarmaður. í afgreiðslunni var hann látinn gefa upp nafn, nafnnúmer og heimilis- fang, eins og gengur og var svo spurður hvað amaði að honum. „Það beit hundur mig fótinn,“ sagði maðurinn í einkennisbúninginum. Skyndilega gjörbreyttist and- rúmsloftið í biðsalnum. Unglings- piltur skellti upp úr og brátt var allt fólkið, sem starað hafði tómlátt út í loftið farið að flissa. Sem segir okkur auðvitað að Reykjavík er ekki lengur sú hund- lausa borg sem hún eitt sinn var og alkunn minni úr skopmynda- teikningunum hafa nú fengið beina skírskotun í reykvískum vemleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.