Morgunblaðið - 24.01.1988, Side 22

Morgunblaðið - 24.01.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 Lasergeisli í stað hnífs við skurðaðgerðir á Islandi Sagt frá brottnámi krabbameins úr tungu með lasergeisla, en notkun hans er nýjung hér á landi Séð yfir skurðstofuna meðan á aðgerðinni stendur Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Það er af sú tíö að menn leggist skilyrðislaust undir hnífinn þegar aðgerðar er þðrf, tækninni fleygir stöðugt fram og nú er svo komið að í vissum tilvikum leggjast menn undir lasergeislann. A íslandi eru til tvð lasertæki sem notuð eru við vissar skurðaðgerðir. A Háls-nef og eyrnadeild Borgarspítalanum er til eitt slíkt tæki sem mest er notað við aðgerðir á raddböndum og í munni en á Kvennadeild Landsspítalans er til minna slíkt tæki sem notað er við ýmsar aðgerðir þar. S.l. miðvikudag var blaðamanni Morgunblaðsins boðið að vera viðstaddur skurðaðgerð hjá Háls-nef og eyrnadeild Borgarspítalans þar sem lasertækið var notað. Eg mætti klukkan níu um morguninn á stutt- an fund með Stefáni Skaftasyni yfirlækni, Einari Thoroddsen og Hannesi Hjartarsyni sem báðir eru læknar og gera að- gerðir með lasertækinu. Á fundin- um var mér boðið að koma klukkan ellefu sama morgun og vera við- stödd skurðaðgerð þar sem nota átti lasertækið til að nema burt krabbameinsæxli úr munnbotni konu einnar. Á tilsettum tíma mætti ég ásamt Sverri Wilhelmssyni ljós- myndara hjá Morgunblaðinu. Guðbjörg Pálmadóttir forstöðukona Háls-nef og eymadeildarinnar sá um að fínna handa mér föt til að vera í við áðgerðina. Inná skrifstofu hennar skipti ég á dökkum vetrar- klæðnaði og hvítum léreftsfötum og fannst ég næstum hafa fengið nýjan persónuleika þegar ég gekk út á langan spítalaganginn. Sverrir var að máta fjórða læknasloppinn þegar mig bar að, sá passaði og Læknamir sem vinna með lasertæki Borgarspítalans. F.v. Einar þá var okkur ekkert að vanbúnaði. Thoroddsen og Hannes Hjartarson Guðbjörg fylgdi okkur uppá fjórðu hæð þar sem skurðstofa deildarinn- ar er. Þegar þangað kom stóð yfir önnur aðgerð svo við snérum til baka og Guðbjörg vísaði okkur inn á kaffístofu deildarinnar. Þar var margt um manninn. Þar voru saman komnir einir sex fyrr- verandi krabbameinssjúklingar sem alltaf mæta til eftirlits á deildinni einu sinni í viku. Krabbamein hefur lengst af verið sem dimmur skuggi í vitund almennings, talið næstum jafngilda dauðadómi. Þetta hefur þó mikið breyst á síðustu árum enda eru þeir æ fleiri sem fara með sigur af hólmi f viðureigininni við krabbameinið. Fólkið á kaffistof- unni var hressilegt f viðmóti, gamanyrði flugu á milli og kona ein sagði okkur fróðlega ferðasögu frá ísrael meðan við biðum. Loks kom kallið og við Sverrir kvöddum þetta hressilega fólk og héldum upp á skurðstofu í fylgd' með Hannesi Hjartarsyni lækni. Þegar þangað kom fengum við húfur á höfuðið, grímur til að setja fyrir vitin og Tengurnar sýna endimörk krabbameinsæxlisins í tungu sjúklingsins Búið að merkja með lasergeislanum umfang þess sem nema skal brott 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.