Morgunblaðið - 07.04.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 07.04.1988, Síða 20
20 -r MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Fluguf ótur og fjöldahreyfing eftir Valdimar Unnar Valdimarsson Alþjóð berst nú til eyrna að norð- ur á Svalbarðseyri missi hópur manna aleigu sína vegna gjaldþrots kaupfélagsjns á staðnum. í höfuð- stöðvum SIS yppta menn öxlum og segja að sér komi málið ekkert við, Sambandinu komi kaupfélögin ekk- ert við. Þetta kann að virðast furðu- leg þversögn en því miður er hún sönn. Þessi þversögn er í raun hið rétta eðli SIS, eins og það er og hefur verið en átti aldrei að verða. Gjaldþrot I þeim landshluta þar sem eitt sinn stóð vagga íslenskrar sam- vinnuhreyfmgar hefur nú kaupfélag orðið gjaldþrota. Slík örlög hefðu í sjálfu sér ekki þurft að verða nein sérstök saga til næsta bæjar ef ekki hefði verið fyrir þá sök að þetta kaupfélag hafði, eins og önn- ur slík, átt hlutdeild í landshreyf- ingu, Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga. Félagar í Kaupfélagi Svalbarðs- eyrar stóðu í þeirri trú, eins og fé- lagar í kaupfélögum úti um allt land, að kaupfélögin væru uppistað- an í SÍS, Sambandið væri til vegna kaupfélaganna og fyrir þau. Þeir komust að því að þar hafði þeim skjátlast hrapallega. Þeir komust að því þegar farið var að gera lög- tak í eignum þeirra. Eignum, sem þetta fólk hafði sett að veði fyrir félag, sem það hafði helgað starfs- krafta sína — ekki aðeins í þágu héraðsbúa heldur einnig í þágu málstaðar, sem þetta fólk hélt að væri enn í fullu gildi, málstaðar samvinnuhreyfingarinnar. Þeir komust að því að þar hafði þeim skjátlast hrapallega. „Flugufótur“ Þeir í Kaupfélagi Svalbarðseyrar vildu ekki sætta sig við orðinn hlut og hver láir þeim það? Þeir hugðust því leita réttar síns gagnvart Sam- bandsforystunni. Forystu, sem gumar að því á tyllidögum að hún sæki umboð sitt til fjöldahreyfing- ar. Á tyllidögum tekst þeim venju- Valdimar Unnar Valdimarsson lega að leyna hinu rétta eðli sínu en nú var það því miður ekki hægt. Nú þurftu þeir nefnilega fyrir opn- um tjöldum að afneita þessari sömu „ijöldahreyfingu", sögðu það upp í opið geðið á þeim sem starfað höfðu í þágu Kaupfélags Svalbarðseyrar að SIS kæmu samvinnufélögin ekk- ert við. Stjórnarformaðurinn birtist í sjónvarpi, glaðbeittur á svip. Lýsti yfir því, að á mjög svo skáldlegan hátt, að ekki væri „flugufótur“ fyr- ir kröfum þeim sem félagar í Kaup- félagi Svalbarðseyrar gerðu á hend- „Það er gömul saga og ný að fjöldahreyfingar, sem leyfa valdinu að safnast í fárra hendur, hætta að vera til fyrir fjöldann — nema á tylli- dögum. Því miður urðu þetta örlög Sambands íslenskra samvinnufé- laga. “ ur Sambandinu vegna gjaldþrotsins er gert hafði hóp manna að öreig- um. Ekki „flugufótur" fyrir því að SÍS kæmi til hjálpar fólkinu, sem unnið hafði í þágu „fjöldahreyfing- arinnar" en stóð nú uppi eigna- laust. Þetta sagði stjómarformað- urinn eftir fundinn, sem lagt hafði blessun sína yfir milljónalaun Sam- bandsforstjórans. Ekki flugufótur fyrir fjöldahreyfingu — nema á tylli- dögum — aðrir dagar eru fyrir for- stjóra. Ölmusumenn Það varð sem sagt niðurstaða Sambandsforystunnar að SÍS kæmu kaupfélögin ekkert við. Þetta varð niðurstaðan eftir að lögfróður maður hafði verið fenginn til að fara í gegnum alla lagabálka er samvinnuhre}rfingunni tengdust. Dagskipunin hafði verið einföld: Beittu nú öllum hugsanlegum laga- krókum til að sýna fram á að sam- vinnuhreyfingin er ekki það sem hún hefur þóst vera, er ekki það sem frumkvöðlamir vildu að hún yrði, er ekki það sem „fjöldahreyf- ingin“ heldur að hún sé. Sýndu nú fram á það, lögfróði maður, með tilvísun í alla hugsanlega lagabálka, forna og nýja, a𠄧öldahreyfingin“ er í rauninni ekki til og hefur aldr- ei verið til. Segðu þeim í Kaup- félagi Svalbarðseyrar að þeir hafi alla tíð vaðið í villu og svíma og geti nú siglt sinn sjó, eignalausir öreigar. Svo skulum við bara vona að á næsta tyllidegi séu öll þessi sannindi gleymd og „fjökiahreyf- ingin" risin á ný — í orði kveðnu. Hinn lögfróði maður fann allar þær smugur í lagabálkunum sem Sambandsforystan hafði beðið hann um að þefa uppi. Og stjórnarfor- maðurinn veifaði niðurstöðunni og talaði um „flugufótinn“, sem ekki væri til. í sömu andrá vildi hann gera félaga í Kaupfélagi Svalbarðs- eyrar að ölmusumönnum. Þeir eiga jú ekki hinn minnsta lagalega rétt á aðstoð Sambandsins en við skul- um, af góðmennsku okkar, gefa þeim nokkrar krónur til að eiga þó eitthvað handa þeim sem gera lög- takið. Þeir eiga engan rétt en við skulum gera þá að ölmusumönnum, að gömlum og góðum íslenskum sið. Lengra nær hugsjón íslenskrar Sambandsforystu ekki í dag. Þegar á reynir á „fjöldahreyfingin" ekki Topp tíu listinn* 1. Hvað heldurðu? ál 61% 4 f: V 2. Á tali hjá 3. Fréttir Hemma Gunn 53% 60% 0 4. Fyrirmyndarfaðir 44% 0 5. Derrick 37% ^ 6.-8. Lottó 36% 0 6.-8. Matlock 36% § 6.-8. 19:19 36% 0 9. í skuggsjá 35% 0 10. Landið þitt ísland 33% * Könnun Félagsvísindastofnunar á sjónvarpshorfun dagana 3.-5. mars, gerð fyrir háðar stöðvarnar. Sjónvarpið lét kanna fyrir sig sérstaklega dagana 6.-9. mars, einnar viku horfun í allt. Könnunin náði til alls landsins, fólks á aldrinum 15 til 70 ára. TOPP kallinn hjá Sjónvarpinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.