Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 Alfreð Elíasson for- stjóri — Minning Þeim minningar- og þakkarorð- um sem ég bið nú Morgunblaðið að birta frá mér á útfarardegi Al- freðs Elíassonar mun ég ekki reyna að raða innan hefðbundinna vé- banda og ber þar margt til, m.a. það, að þjóðinni eru fyrir löngu kunn þau brautryðrjandastörf og afrek Alfreðs sem voru svo ein- stæð, að atvinnusaga íslendinga á 20. öld verður tæpast skráð nema hans sé þar getið. Aðdáunarorð frá mér munu þar engu við auka. Þeim sem vilja afla sér fróðleiks um helstu æviatriði Alfreðs og það sem honum var hugstæðast fyrir flórum árum skal á það bent, að fróðleik um það má fínna í ævisög- unni sem hann sagði sjálfur ágæt- um skrásetjara og enn mun fáan- leg. Sú bók mun jafnan reynast verðmæt heimild þeim mörgu sem eiga áreiðanlega síðar eftir að skyggnast þar um á sögusviði sem Alfreð lagði fyrrum hönd á plóg. Við þá birtu sem brugðið er í bók- inni á mynd hinnar frábæru eigin- konu Alfreðs, Kristjönu Millu, er mér ljúft að auka því nú, að allt frá því er Alfreð veiktist á rúmlega miðrjum aldri og til þess er Milla sat við sjúkrabeðinn á andlátsstund hans hefur hún veitt honum allan sinn mikla styrk af óþrotlegri fórn- arlund. Við lok þess sem lesa má í bókinni verða auknar þjáningar hið eina eftirminnilega sem Alfreðs beið. Frægðarferill hans var að baki. Honum lauk raunar miklu fyrr. Frá þeim dapurlegu og örlaga- ríku þáttaskilum eru mér nú senni- lega eftirminnilegastir októberdag- amir árið 1971 er við Milla veittum Alfreð, þá rúmlega fimmtugum, aðstoð í ferð hans til Kaupmanna- hafnar þar sem vonir stóðu til að unnt yrði með uppskurði að veita honum lækningu við þeim sjúkdómi sem þá hafði skyndilega heltekið hann. Enda þótt nokkur skýjarof yrðu að þeirri ferð iokinni varð þykknið, sem þá hafði dregið fyrir hamingjusól, váboði þess skelfilega myrkurs mikilla þjáninga sem urðu í sívaxandi mæli hlutskipti Alfreðs, svipti hann strax þreki og varð ein skýringa þess að skömmu eftir áfall hans varð félagið, sem hann hafði átt ríkastan þátt í að stofna og stjómað farsællega, endurminning ein. Það er mjög freistandi við leiðar- lok að riija eitthvað sérstakt upp frá áratuga löngum góðkynnum mínum af Alfreð. Margt veldur að þar mun verða mjög stillt við hóf, eigi síst að þar er úr svo gildum sjóði að ausa, að á honum myndi naumast sjá þótt úr væri tekið til uppistöðu í eina blaðagrein. Er mér raunar ekki unnt að velja þar úr einhveijar þær perlur, sem Alfreð eftirlét mér, og betur myndu prýða minninguna um hann en þær sem eftir yrði að skilja. Fjölbreytileiki þeirra nær allt frá því er ég fylgd- ist með fyrstu viðleitni Alfreðs og félaga hans til stofnunar Loftleiða. Þar var ég skömmu síðar kvaddur til liðveislu sem ég reyndi að veita allt til þess er sögu félagsins var lokið. Á eftirminnilegum ferli skina og skúra var Alfreð jafnan þar sem mest á reyndi og hæst bar. Hann var fyrstur til að sjá váboðana rísa og stýrði listilegast undan áföllun- um. Við treystum honum öllum öðrum betur til að koma hinu veik- burða fleyi okkar heilu í höfii í þeim mikla andbyr sem oft varð við að stríða. Við nutum einnig sameiginlega birtunnar sem okkur, óbreyttum liðsmönnum, fannst bregða á allan hópinn þar sem Alfreð stóð fremst- ur í frægðarljómanum sem um hann lék vegna þeirra miklu sigurvinn- inga sem urðu á velgengnisárum Loftleiða, allt frá því er Alfreð hafði forystu um að sækja félaginu lífsbjörg upp á Vatnajökul og til þess er það varð, undir stjóm hans, umsvifamikill og gjöfull atvinnurek- andi hér heima og erlendis þar sem það víðfræðgi nafn íslands og veitti með ágætum árangri harða sam- keppni risafyrirtækjum stórþjóða. Þá var það rík lífshamingja okkur öllum, starfsmönnum félagsins, mikill munaður að mega teljast hlutgengir í sigursveit Loftleiða. Enda þótt efnalegir ávinningar séu öllum þakkarverðir sem þeirra nutu á ýmsum sviðum hér heima og erlendis og afraksturs þeirra gæti enn í þeim arfí sem Loftleiðir eftirlétu við sammna flugfélaganna þá er nú annað, sem ekki verður með tölum talið, mér miklu hug- stæðara. Mér verður það augljósast þegar fundum okkar, gömlu starfs- félaganna frá Loftleiðaárunum, ber saman og við njótum samvistanna í hlýjunni frá löngu liðnum dögum, hve margir þeir voru á árunum góðu sem sofnuðu að kvöldi í til- hlökkun þess að fá að vakna á nýj- um morgni til nytsamlegra starfa í hópi traustra og kærra vina. Full- vissan um órofa samstöðu okkar leiddi ekki einungis til þess að lífið varð okkur öllum jafnan ljúft hvort sem blærinn var hlýr eða hann and- aði köldu. Þetta er eflaust lítt skilj- anlegt öllum öðrum en þeim sem sannreynt hafa bæði skelfilegan starfskvíða og hina dýrlegustu vinnugleði. Þeim verður hið síðar- greinda eitt hið eftirsóknarverðasta allra lífsgæða. Við sem komið höfðum úr ýmsum áttum, og vorum vitanlega mjög ólík, urðum fljótlega eftir að við gengum í þjónustu Loftleiða tengd þeim traustu bræðraböndum sem eru frumskilyrði þess að samvinna geti orðið öllum unaðsleg. Styrkasta stoð hennar var sameiginleg trú okkar á mikið lífslán Alfreðs, full- vissan um að enginn væri honum færari til forystu. Þegar augljóst var orðið að hann náði ekki Iengur öllum vopnum sínum riðlaðist fylk- ingin og ósigurinn æddi inn um hið mikla skarð sem opið stóð og ófyllt. Vera má að minningin um bar- áttu- og starfsgleði samfylkingar- innar góðu hverfi að fullu með okk- ur sem hennar nutum og að á hana verði aldrei minnt í þeirri sögu Loft- leiða sem síðar verður skráð. Að mínum skilningi er hún á ýmsan hátt sögulega mjög verðmæt, eigi síst vegna þess að þegar ég lít nú yfir æviferil Alfreðs virðist mér það eitt hinna miklu afreka hans hve listilega honum tókst að fylkja okk- ur, samstarfsmönnum sínum hér heima og erlendis, svo örugglega saman í sveit að fullvissan ein um að vera þar velkomin gerði okkur öllum lífið ljúft í blíðu og stríðu. Löng formennska í skipulögðum félagsskap okkar hér heima leggur mér nú þær skyldur á herðar að færa síðbúnar þakkir okkar allra fyrir þau miklu verðmæti ríkrar lífsfyllingar góðs samstarfs sem Alfreð gaf okkur kost á að njóta og enn eru í fullu gildi þegar hugs- að er til dýrmætustu daga bestu æviáranna. Það eru — þótt undarlegt megi virðast — ekki hin sögufrægu afrek Alfreðs sem freista mín mest til upprifjunar á útfarardegi hans. Mér er nú miklu hugstæðara hve vænn maður og góður drengur er með honum genginn. Til grundvallar þeim fullyrðingum er margt svo nátengt mér og fjölskyldum okkar að ég vil ekki bera það á torg, en ég má til lítils dæmis um mikla mannkosti skýra frá því, að ég minnist þess ekki að hann neitaði um greiða til aðstoðar vegna sjúk- dóma, fátæktar eða einhvers annars sem honum var unnt, innan nauð- synlegustu takmarkana, að færa til betri vegar. Þó hef ég áreiðanlega ekki vitað nema um fátt eitt af þvf sem hann veitti af hinni miklu hjartahlýju sinni. Það er mér meðal annars augljóst af því að þeir koma mér enn þægilega á óvart sem eru að bætast í þann stóra hóp sem hefur trúað mér fyrir því, sem leynt átti að fara, að Alfreð hefði fyrrum greitt götu þeirra af miklum dreng- skap. Um það þarf nú ekki lengur að þegja. Eflaust hefur ýmislegt verið í fari og á ferli Alfreðs sem hann hefði sjálfur kosið á annan og betri veg, einkum það er varðar síðustu æviár hans. Alt hverfur það nú í skugga þeirra örlaga sem honum — og okkur öllum — voru í öndverðu búin. En þegar við hin verðum horf- in í dimmuna mun Alfreðs lengi verða loflega minnst í sögu samtíð- ar okkar og bjarmi minninganna, sem leikur nú um hann í hugum þeirra sem enn muna hann, er því skærari sem þeir kynntust honum betur. Hjartans þakkir fyrir samfylgd- ina. Sigurður Magnússon Með Alfreð Elíassyni er genginn einn af brautryðjendum íslenskra flugmála. Alfreð var sem kunnugt er einn af stofnendum Loftleiða árið 1944 og helgaði því félagi og síðan Flugleiðum alla starfskrafta sína óskipta. Alfreð var í hópi þeirra þriggja manna sem ótvírætt telja má for- ystumenn í íslenskum flugmálum frá því á ijórða og fímmta tug aldar- innar. Hinir eru Agnar Kofoed Hansen og Öm Ó. Johnson, sem báðir eru látnir. Þessir þrír menn skilja eftir sig djúp spor í flugsög- unni. Árið 1954 varð Alfreð forstjóri Loftleiða og gegndi því starfi til stofnunar Flugleiða, en þar varð hann einn af þremur forstjórum þess félags þar til hann lét af störf- um 1979 vegna vanheilsu. Stofnun Loftleiða og rekstur þess félags markaði þáttaskil í íslenskri flugsögu og reyndar íslensku at- hafnalífí. Því félagi tókst að marka sér bás í alþjóðlegri flugstarfsemi svo eftir var tekið. Með því að nýta hnattstöðu landsins og þá alþjóða- flugsamninga sem Islendingar höfðu stofnað til, svo og þá aðstöðu sem þá ríkti í flugstarfsemi á Norð- ur-Atlantshafi, hóf félagið flug- rekstur milli endastöðva í Banda- rflqunum og áfangastaða í Evrópu. Ótrúlegur árangur náðist og varð félagið á tiltölulega fáum árum eitt stærsta atvinnufyrirtæki landsins. Frá árinu 1953 störfuðum við Alfreð náið saman í stjóm Loft- leiða. Stjóm félagsins skipaði sam- hentur hópur manna sem hafði það eitt markmið að gera veg félagsins sem mestan. Allar meginákvarðanir voru teknar án ágreinings og segja má að farsællega hafí þar tekist til. Sérstaklega átti þetta við um stærri mál þar sem oft þurfti að taka djarfar ákkvarðanir við tak- markaða getu. Alfreð var afar samvinnuþýður maður og Ijúfur í allri umgengni. Hann var vel liðinn af starfsmönn- um félagsins enda drengilegur og tillitssamur í hvívetna. Alfreð var hamhleypa til vinnu ef svo bar und- ir og afar ósérhlífínn, enda gerði hann ávallt kröfur til annarra um vel_ unnin störf. í umræðum og ákvörðunum átti hann auðvelt með að taka tillit til skoðana annarra og var afar ráð- þægur. Það bar vott um víðsýni hans, enda hafði hann til að bera góða greind. Þá var Alfreð mjög félagslyndur maður og gat verið hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Hann hafði einnig til að bera mjög næma tilfinningu fyrir því skoplega í lífinu og beitti þvl ósjaldan, en þó ávallt í hófí. Þá var Alfreð afar áræðinn og óhræddur við að taka ákvarðanir, sem gátu orkað tvímælis, enda þurfti oft á því að halda á löngum starfsferli hans. Hann gerði sér glögga grein fyrir því sigilda lög- máli að vogun vinnur og án áhættu næst sjaldan umtalsverður árangur, sérstaklega þegar efni eru takmörk- uð svo sem á fyrstu árum Loftleiða. Það var mikill skaði íslenskri flugstarfsemi að Alfreð skyldi missa heilsuna um aldur fram. Hann hafði til að bera víðtæka og yfírgrips- mikla þekkingu á flugstarfsemi sem hefði getað komið sér vel í þeirri langtíma uppbyggingu sem átti sér stað með sameiningu gömlu flugfé- laganna tveggja. Flugleiðir misstu þar af tækifæri til að færa sér í nyt margþætta reynslu hans. Alfreð andaðist 12. apríl sl. eftir langvarandi heilsuleysi. Eftirlifandi ættingjum hans vottast fyllsta sam- úð. Sigurður Helgason Þegar litið er yfir sögu flugs á íslandi til þessa dags verður ekki hjá því komist að sjá áhrif og verk Alfreðs Elíassonar skína þar í gegn. Þar hafa margir aðrir lagt hönd á plóginn og gert vel, en segja má að í flestum tilfellum hafí Alfreð kom- ið þar við sögu sem brautiyðjandi. Alfreð Elíasson var að öllu leyti vel gerður maður. Hann hafði auk þess ótvíræða forystuhæfileika og hafði því einstakt lag á að fá aðra til liðsinnis. Þessir eiginleikar Al- freðs voru þess eðlis, að margir hrifust með honum, af hugsjónum hans, elju og dugnaði. Alfreð kom fram af hreinskilni, sagði óragur sínar skoðanir á málum og aldrei veit ég'til þess að hann færi í mann- greinarálit. Kunni ég einna best að meta þennan eiginleika hans. Það var ánægjulegt að starfa með manni gæddum slíkum kostum, enda skapaðist órúlega góður starfsandi hjá Loftleiðum, sem hélt félaginu gangandi í meðbyr, sem mótbyr. Það er ekki ætlun mín, að rekja öll þau verk sem Alfreð hefur unn- ið, því það hefur nú þegar að mestu leyti verið gert, bæði hér heima og erlendis. Verk hans vöktu ekki síst Verðskuldaða athygli einmitt er- lendis. Þeir sem við flugið starfa, svo og þeir sem koma til með að gera það, eiga Alfreð Elíassyni mik- ið að þakka. Fyrir hans tilstilli og ötula bar- áttu í þágu flugsins, sem var honum hugsjón, hafa íslendingar öðlast sess meðal stærstu þjóða á vett- vangi flugsins. Þetta er afrek, og það væri verðugt lesefni fyrir þá sem ekki til þekkja að kynna sér starfssögu Alfreðs Elfassonar. Ég veit að Alfreð vildi fylgja hugsjón sinni enn frekar eftir, en því miður entist honum ekki starfs- þrek til þess, vegna heilsubrests. Með árunum ágerðust veikindin uns yfir lauk. Á þessu erfiða tímabili reyndust eiginkona hans, Kristjana Milla, og bömin honum stoð og stytta sem endranær. Kristjana Milla hefur tekið upp þráðinn og haldið uppi merkjum f þágu flugsins og meðal annars setið f stjóm Flug- leiða. Alfreð Elfasson var stórhuga og mikill baráttumaður. Hann var einn af þeim, sem gerði flugið að stórri atvinnugrein, bæði hér heima og erlendis, í þágu lands og þjóðar. Það má því með sanni segja, að Alfreð Elíasson var verðskuldaður sonur íslands. Megi gæfan gefa okkur fleiri slíka. Dagfinnur Stefánsson Með Alfreð Elíassyni er genginn einn mestur athafnamaður okkar á tuttugustu öld. Loftleiðir eru fyrðulegt ævintýri í atvinnusögu íslendinga. Aldrei hefur uppgangur íslensks fyrirtæk- is verið jafn stórkostlegur, aldrei hefur íslenskt fyrirtæki unnið sér eins mikinn orðstír utan landstein- anna. Aðstæðumar buðu upp á ævintýri og það voru Loftleiðamenn sem notfærðu sér það. Velgengni þeirra var ekki skjótfengin: fyrstu tíu árin í Loftleiðasögu vom á brattann, óslitin brekka og um skeið mátti kalla þeir stæðu á jafnsléttu, rétt eins og upphafsárið 1944. Þá lögðust þeir á eitt, samhentur hópur undir foiystu AÍfreðs Elíassonar. Og á aðeins fáum árum varð þessi vonarpeningur að „öflugasta félagi Iandsmanna" eins og ritstjórar Morgunblaðsins kölluðu Loftleiðir. Alfreð Elíasson fæddist í Reykjavík 16. mars 1920. Foreldrar hans voru hjónin Áslaug Kristins- dóttir hárgreiðslukona í Reykjavík og Elías Dagfínnsson biyti, sem var lengi á skipum Landhelgisgæslunn- ar og Ríkisskips. Áslaug var dóttir Guðnýjar Guðmundsdóttur frá Kjal- amesi og Kristins Guðmundssonar steinsmiðs í Reykjavík, ættaður úr Borgarfirði. Elías var eitt ellefu bama Halldóru Elíasdóttur_ Er- lendssonar á Lambastöðum á Álfta- nesi á Mýrum og Dagfinns sjó- manns Jónssonar frá Krossholti í Hnappadalssýslu. Systir Alfreðs er Halldóra, sem gift var Halldóri Sig- uijónssyni yfírflugvirkja Loftleiða, en honum var margt til lista lagt og teiknaði m.a. Loftleiðamerkið. Strax á unga aldri fann Alfreð athafnaþörf sinni stað. Hann bar út blöð, hjólaði með fisk í hús fyrir Steingrím í Fiskhöllinni, hélt rollur í garðinum heima hjá sér, varð umsvifamikill dúfna- og kanínu- bóndi, og síðan frímerkjakaup- maður. Hann lærði hnefaleika og varð íslandsmeistari í fluguvigt, en hætti þeim slagsmálum þegar hann lauk prófí úr Verslunarsícóla íslands og tók að gera út leigubíla. Um það lauk átti hann þijá leigubfla, ók einum sjálfur, en réð menn upp á prósentur til að aka hinum tveim- ur. Með dugnaði og sparsemi var hann orðinn efnamaður aðeins tvítugur að árum. En vinnan og afrakstur hennar var honum ekki nóg; hann þurfti að svala ævintýra- þrá sinni. í miðri heimsstyijöldinni síðari braust Alfreð til Vesturheims, 22 ára gamall, og lærði flug í skóla Konráðs Jóhannessonar í Winnipeg. Að loknu flugmannsprófinu gekk hann í kanadíska flugherinn og afl- aði sér nauðsynlegrar reynslu með því að þjálfa sprengjuvarpara sem voru á leið í stríðið. Alfreð var hand- hafi flugskírteinis númer átta og einn af stofnendum Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann fékk fyrstur íslendinga réttindi til þess að stjóma fjögurra hreyfla milli- landaflugvél og flaug heim fyrstu þremur Skymaster-vélum Loftleiða, Heklu, Geysi og Heklu II. Rólyndi Alfreðs, og hin mikla nákvæmni hans, gerði hann að mjög traustum og farsælum flugmanni; öryggi hans var annálað. Hann var yfir- flugstjóri Loftleiða og flugrekstrar- stjóri frá stofiiun, 1944, til 1953 er hann tók við stjóm félagsins. Til að treysta atvinnuhorfumar þegar heim kæmi fékk Alfreð góð- vin sinn, Kristin Olsen, og Sigurð Ólafsson til að kaupa með sér litla flugvél. Með hjálp vina og vanda- manna tókst þeim að safna nægu fé til kaupa á fjögurra sæta sjóflug- vél af gerðinni Stinson Reliant. Um þá vél var flugfélagið Loftleiðir hf. stofrað í Reykjavík 10. mars 1944. Á leigubflstjóraárum sínum átti Alfreð Chrysler-bifreið sem honum fannst ekki nýtast sem skyldi. Hann færði því til sætin í bflnum og kom fyrir bekk á milli fram- og aftursæt- anna þar sem gátu setið þrír far- þegar með góðu móti. Þar með átti hann 7 sæta bfl í stað 4 sæta áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.