Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 57 séra Sigvalda og gerði því mjög góð skil. A eftir var dans til morguns. Við Þórður áttum manna lengst heim, báðir fótgangandi, lögðum af stað í morgunsárið, höfðum fata- skipti, þá haldið í bíl til Selfoss, þar sem héraðsþing Skarphéðins var haldið að þessu sinni. Pundað þann dag allan og fram á kvöld. Allt fannst mér þama daufara en í Haukadal. Eitt sinn um hávetur fórum við Þórður á fund í umf. Þórsmörk í Fljótshlíð, sem átti gott samstarf við Dagsbrún. Snemma morguns fórum við með mjólkurbílnum í Hvolsvöll, gengum þaðan að Núpi í Fljótshlíð. Dvöldum daglangt hjá frú Katrínu frá Hólmahjáleigu og Guðmundi bónda hennar, og vorum haldnir sem höfðingjar væru. Um kvöldið héldum við áfram göngu sem leið liggur að samkomuhúsinu Goðalandi. Fundur hófst kl. 8 um kvöldið og var vel sóttur. Þeir Þórs- merkurmenn létum okkur eftir mik- ið af fundartímanum, og ég held eftir á, að við höfum ekki verið mjög skemmtilegir, en var þó vel tekið. Þeir Þórsmerkurmenn létu okkur eftir mikið af fundartíman- um, og ég held eftir á, að við höfum ekki verið mjög skemmtilegir, en var þó vel tekið. Eftir fundinn gengum við að Teigi spölkom innar. Gistum við hjá Erlendi bónda í Teigi. Viðtökur gátu ekki hlýlegri verið, en þar man ég einna kaldastan náttstað. í Teigi var þá gamalt timburhús og ekki til siðs að hita upp sveitabæi. í góði rúmi sváfum við vært þó súð væri héluð. Daginn eftir gengum við suður í Landeyjar beint af augum. Erlend- ur bóndi lét Jón Pálsson, vinnumann sinn, fylgja okkur suður yfír Þverá, sem við Þórður töldum þó ekki þurfa. Þverá var á ís nema höfuðáll- inn rann milli skara, grunnur. Jón snarast úr sokkum og segir: Ég kippi ykkur yfír álinn. Við kváð- umst vel geta vaðið, enda vötnum vanir, en svo varð að vera sem Jón vildi. Þórður var einn heisti hvatamað- ur þess, að slysavamadeild yrði stofnuð í sveitinni, og þá að frum- kvæði umf. Dagsbrúnar. Og deildin var stofnuð vorið 1938. Ekki leið á löngu uns hvert heimili í Austur- Landeyjum var með í starfinu. Deildinni hefur vaxið þróttur með árunum og er nú búin fullkomnum björgunartækjum. A þessum ámm var ekki offram- boð á lesefni. Um tíma var okkur Þórði falið að „starfrækja" lestrar- félag hreppsins — við lítinn orðstír að vísu. Við gátum keypt 7—10 bækur nýjar fyrir árstekjumar. Þessar fáu bækur fóru boðleið milli heimila í félaginu með ströngum fyrirmælum um hæfilega viðdvöl. — En Þórður eignaðist þó nokkum bókakost þrátt fyrir tekjulitla krepputíð, og naut ég góðs af. Hann eignaðist til að mynda danska ritið Frem sem ég sótti til hans í slöttum. Kom sér vel að gott var að hjóla suður Álabakkana til Þórð- ar þegar fátt var um andans fóður. Þórður var fundarmaður í betra lagi og vandaði jafnan málfar sitt. Hann var ákveðinn í skoðunum en aldrei stóryrtur í málflutningi. Varla mundi Þórður gleðimaður kallast, en ekki minnist ég hans öðruvísi en léttum í skapi og skop- skyn hans var í besta lagi, háttvís í framkomu. Þórður var ritfær vel, en neytti þess hæfíleika minna en skyldi. í Suðra, riti helgað Suðurlandi, sem Bjami Bjamason skólastjóri á Laugarvatni gaf út, eru tvær rit- gerðir eftir Þórð um atvinnuhætti á Landeyjum: Við Eyjasand (rang- nefndur Krosssandur á herforingja- kortinu) um útræði frá Sandinum, og um Selveiði við útföll Markar- fljóts og Ála. Þá skrifaði hann stundum í félagsblað umf. Dags- brúnar. Ég kveð svo minn gamla og góða félaga með vísu eftir Grím Thom- sen. Víkur allt að einum punkt, eldist brátt hið nýja, hið gamla verður aftur ungt, allt er á fari skýja. Haraldur Guðnason Guðrún A. Sigwjóns- dóttir - Kveðjuorð Fædd l.apríl 1905 Dáin 28. mars 1988 Elsku amma mín, Guðrún Anna Siguijónsdóttir, er dáin. Ég á eftir að sakna hennar mjög mikið, því öll sumrin sem ég kom norður til ömmu og afa á Ytri-Á eru ógleymanleg. Ég beið alltaf eftir því að geta kom- ist norður til ömmu og afa því þang- að stefndi hugurinn, því ég fór aldr- ei neitt annað í mínum sumarfríum, þvi mínum fríum eyddi ég hjá ömmu og _afa ásamt foreldrum mínum. Árið 1975 dó afí minn, en amma mín bjó þar ásamt Sigutjóni syni sínum. Og alltaf var hún amma mín að baka góðu tiglana ásamt góðu lumm- unum sem hurfu jafnóðum, því það var alltaf fullt hús af fólki. Þar var sko líf og fjör og oft kátt á hjalla. I hvert skipti sem maður kvaddi ömmu fór hún alltaf í skúffuna góðu eins og við krakkamir kölluðum hana og stakk að okkur krökkunum góð- gæti eða öðru. Betri ömmu hefði ekki verið hægt að eignast nema í ævintýrum. Það var haustið 1981 sem amma mín hætti að búa á Ytri-Á á vet- uma, þá kom hún suður til foreldra minna og dvaldi þar um veturinn. Og var það ógleymanlegur tími, og um margt röbbuðum við saman frá hennar bemsku- og uppvaxtarárum, og varð ég margs fróðari, því hún hafði alveg sérstaklega gott minni alveg til æviloka. Næstu vetur á eftir dvaldi hún hjá bömum sínum til skiptis. Þar til fyr- ir tveim árum að hún var flutt á sjúkradeildina á Hombrekku. Og í herberginu hennar sem ávallt var kallað ömmuherbergi af öllum, var jafnframt líf og fjör eins og á Ytri-Á. Amma mín dvaldi þar fram á síðasta dag. Ég kveð nú ömmu mína með söknuði. Guð geymi ömmu mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Margrét Helga Jóhannsdóttir t Móöursystir mín, GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR SCHOUW, lést í Kaupamannahöfn 17. apríl. Fyrir hönd vandamanna, Áslaug Jóelsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG GUÐSTEINSDÓTTIR, Álfaskeiði 28, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 22. apríl kl. 13.30. Haukur Marsveinsson, Valgerður Marsveinsdóttir, Bragi Marsveinsson, Guðrún Marsveinsdóttir, Bára Marsveinsdóttir, Rúna Marsveinsdóttir, Hulda Valdimarsdóttir, Jón Stefánsson, Unnur Maríasdóttir, Gunnar Kr. Gunnarsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALFREÐ ELÍASSON fyrrv. forstjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 20. apríl kL' 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á flugbjörgunarsveitina. Kristjana Milla Thorsteinsson, Áslaug Alfreðsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson, Haukur Alfreðsson, Anna Lísa Björnsdóttir, Ragnheiður Alfreðsdóttir, Felix Valsson, Katrín Alfreðsdóttir, Árni Snæbjörnsson, Geirþrúður Alfreðsdóttir, Ingvar Kristinsson, Elias Örn Alfreðsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSGERÐAR ÍSAKSDÓTTUR, Hvanneyrarbraut 64, Siglufirði. Gunnar Guðbrandsson, Jófríður Guðbrandsdóttir, Vigfús Guðbrandsson, Guðbrandur Guðbrandsson og fjölskyldur. t Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR ÓLASON fró Hrisey, Sæviðarsundi 9, Reykjavík, sem lést 12. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudag- inn 22. apríl kl. 15.00. Björg Valdimarsdóttir, Dagbjört Garðarsdóttir, Björn J. Friðbjörnsson, Ástrún Jóhannsdóttir, Valdimar Friðbjörnsson, Sigurlaug Barðadóttir, Guðrún Friðbjörnsdóttir, Haukur Hafliðason, Óli D. Friðbjörnsson, Hulda Jóhannsdóttir, börn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SVEINJÓNU VIGFÚSDÓTTUR, Hringbraut 92a, Keflavík. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunar- og starfsfólks Vífilsstaðaspit- ala fyrir mjög góða umönnun og auðsýnda alúð i veikindum hennar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Vilhjálmur Schröder. t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GEORGS SKÆRINGSSONAR, Skólavegi 32, Vestmannaeyjum. Sigurbára Sigurðardóttir, Kristín Georgsdóttir, Ólafur Sveinbjörnsson, Sigurður Georgsson, Friða Einarsdóttir, Þráinn Einarsson, Svava Jónsdóttir, Skæringur Georgsson, Sigrún Óskarsdóttir, Guðfinna Georgsdóttir, Óskar Kristinsson, Sigmar Georgsson, Edda Angantýsdýttir, Ingimar Georgsson, Hjördis Arnarsdóttir og barnabörn. t Við sendum öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför GUNNARS GUÐJÓNSSONAR, Vallarbraut 6, Hvolsvelli, hugheilar kveðjur og þakkir. Ása Guðmundsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, og systkini hins látna. t Þakka innilega samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, RAGNARS JÓNSSONAR sklpstjóra, Smyrlahrauni 2, Hafnarfirði. Sérstakar þakkír til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11b Land- spítalanum. Guðrún Andrésdóttir. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför STEFÁNS GUÐNASONAR, Hófgerði 19. Anna Þórarinsdóttir, Guðni Stefánsson, Þórarinn Stefánsson, Tryggvi Stefánsson, Vaigerður Stefánsdóttir, Lára Guðnadóttir, Ástríður Stefánsdóttir, Ragnheiður Karlsdóttir, Unnur Sigursveinsdóttir, SigurðurG. Valgeirsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa, VALDIMARS LÍNDALS MAGNÚSSONAR, Öldustíg 12, Sauðárkróki. Margrét Ólöf Stefánsdóttir, Stefán I. Valdimarsson, Guðný Björnsdóttir, Birgir M. Valdimarsson, Brynja Gunnarsdóttir, Helga L. Valdimarsdóttir, Vigfús H. Hauksson, Guðmundur Valdimarsson, Ásta M. Einarsdóttir, Ingimar Valdimarsson, og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.