Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í kvöld: 250 milljónir fylgjast með þeg- ar íslendinerar hefia leikinn Dyflinni, frá Urði Gunnarsdóttur blaðamanni Morgunblaðsins. 3 Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva verður haldin í 33. sinn í kvöld. 250 milljónir áhorf- enda munu fylgjast með flutningi lagsins 21, sem á að teljast ijóm- inn af þvi besta sem evrópskir popptónlistarmenn hafa uppá að bjóða. Mikið hefur þó verið deilt um ágæti laganna og gæði keppninnar. Það breytir því ekki að meðal flestra þátttökuþjóða er mikill áhugi á keppninni. Mestur mun hann vera á Norð- urlöndum og i Suður-Evrópu. Keppnin hefur þótt úr takti við það sem er að gerast í poppheimin- um og hafa írar lýst því yfír að þeir ætli að hressa örjítið upp á yfírbragð keppninnar. í því skyni hafa þeir fengið unga og upprenn- andi rokkhljómsveit „Hothouse Flowers" til að koma fram þegar flutningi laganna er lokið. Sviðið er glæsilegt og mjög nýtískulegt. Þá mun ætlunin að lífga aðeins upp á kynningar lag- anna til að höfða til jmgri áhorf- enda en hingað til, segir Avril Mac- Rory, sem er yfír skemmtidagskrá írska sjónvarpsins. Lengi framan af virtist sem ekk- ert lag væri öðru fremur sigur- stranglegra, en eftir að veðbankar birtu fyrstu tölur hlýtur svissneska lagið að teljast sigurstranglegast. íslenska lagið hefur verið að færast upp á við í veðbönkum. Keppendur vafra annað slagið um anddyri upp- tökuversins og brosa vingjamlega framan í fréttamenn sem eru í leit að fýsilegu viðtalsefni eða kræsi- legu slúðri. Gott dæmi er viðtal sem írskur útvarpsmaður átti við breska þátt- takandann, Scott Fitzgerald. Þar lýsir Scott því fjálglega hvað hljóm- sveitin sé unaðsleg, sviðið sé svo fagurt að hann fái tár í augun og írska þjóðin vinaleg. Scott segist í viðtalinu ekki geta hugsað sér að hafa undirleikinn af bandi, það sé hræðileg tilhugsun. Útvarpsmaður- inn, viðmælandi hans, komst svo við af hinum vingjamlegu ummæl- um að hann sagði Scott að hann ætti að vera íri. Klykkti þá Scott út með því að rekja ættir afa síns til írlands. Frá íslandi koma 20 manns, þar af eru 5 fjölmiðlamenn. Það er at- hyglisvert að á meðan rás 2, út- varpsstöð í eigu Ríkisútvarps/Sjón- varps, á í harðri samkeppni við hin- ar stöðvamar, er hún sú eina hinna 3 stærstu, sem ekki sendir fulltrúa á staðinn fyrr en á næstsíðasta degi. Óneitanlega vakna upp spum- ingar eins og hvort ekki hefði verið réttara að senda útvarpsmann í stað t.d. Hrafns Gunnlaugssonar. Hans hlutverk hér virðist í fljótu bragði næsta lítilvægt. Dagskráin hefur verið löng og ströng og undir vikulokin voru þátt- takendur famir að lýjast. Minni- háttar kvefpest hijáði flesta íslend- ingana hér og er ekki útséð um endalok hennar þegar þetta er rit- að. Verst er kveftilfelli Stefáns Hilmarssonar söngvara. Frá morgni til kvölds þeytast keppendur milli staða til að vekja á sér athygli því þessi keppni snýst ekki hvað síst um að koma sér á framfæri áður en sjálft úrslitakvöld- ið verður. Hér hefur mörgum brögð- um verið beitt. Norðmenn og Lúx- emborgarar senda 18 ára söng- konur, Þjóðveijar senda mæðgur, Danir senda verðandi móður, Grikk- ir verða með dansara á sviðinu, að ógleymdum íslendingum sem hafa meðferðis sterkasta mann f heimi, Jón Pál Sigmarsson. Hann hefur vakið feikna athygli, auk þess sem hann er mörgum kunnur úr keppn- um á borð við Hálandaleikana. Morgunblaðið/Sverrir Camilla Rós Guðmundsdóttir, Margrét Hreinsdóttir og Sverrir Stormsker virða fyrir sér mannlifið í Graftonstræti, aðalverslunargötu Dyflinnar. Haldið var íslendingakvöld á fímmtudagskvöld þar sem aðalnúm- er kvöldsins var Jón Páll. Hann blés upp hitapoka við tóna „Sókratesar" þar til pokinn sprakk. Þá var Sverri Stormsker afhent heiðursútgáfa af öllum þátttökulögunum af norskum athafnamanni. íslensku keppendumir hafa stað- ið sig með prýði, fjöldi viðtala hefur verið tekinn við þá, bæði af írskum og erlendum blaðamönnum. Og Sverrir Stonnsker, íslands svarti sauður, eins og Hrafn Gunn- laugsson kynnti hann á dögunum, hefur ekki reynst hinn svarti sauður hér á írlandi. Yfírlýsingar hans eft- ir sigurinn í keppninni á íslandi skutu mörgum skelk í bringu. En hann hefur verið þjóðinni til sóma. Keppnina telur hann óneitanlega mjög hálfvitalega. „Það gefur lífínu lit að taka þátt í svona aulakeppni og sjá öll skrautlegu fíflin. Að taka þátt í greindarlegum keppnum er hundleiðinlegt." Segist Sverrir hafa stundað landkynningu af miklu kappi, án þess að taka fyrir greiðslu. Sagði hann til dæmis frá konu sem kom að máli við hann og bað hann að segja sér hvers konar fólk íslendingar væru. Upp- lýsti Sverrir hana um að íslending- ar væru þrenns konar; vinnusjúkl- ingar, drykkjusjúklingar og þeir sem væru hvort tveggja. Kostnaður við söngvakeppnina er að þessu sinni tæpar 110 milljón- ir íslenskra króna og er það þungur baggi fyrir jafnlitla sjónvarpsstöð og RTE, að sögn Avril MacKenna, frá RTE. írska flugfélagið Ryan Air og Sony-samsteypan styrkja RTE um liðlega 70 milljónir auk fleiri smærri fyrirtækja. Þykir ímm keppnin of kostnaðarsöm í landi þar sem atvinnuleysi er um 20%. . Um 300 írskir starfsmenn eru við keppnina en auk þeirra koma tæplega 700 keppendur og aðstoð- arfólk þeirra og um 300 fjölmiðla- menn. Skipulagning svo stórrar keppni sem þessarar er mikið vandaverk sem írum hefur farist vel úr hendi að undanskildum rútu- ferðum milli hótela og Simmons- court upptökuversins, sem hafa brugðist nær algerlega. Að öðru verður vart fundið. Sviðsmyndin er til að mynda mjög glæsileg. Mikið hefur verið í hana lagt, sem dæmi má nefna þá 15.000 metra af neon- ljósum sem eru á sviðinu sjálfu. Sérstök lýsing er fyrir hveija þátt- tökuþjóð og tveir risaskermar til hliðar við sviðið setja óneitanlega svip á keppnina. Hefur sviðinu helst verið líkt við myndir á borð við „Star Wars". Talið er að um 250 milljónir manna muni fylgjast með keppninni Jón Páll hefur vakið mikla athygli. Hér lyftir hann fréttamanni irska sjónvarpsins. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Sverrir Ragna Fossberg, sambýliskona Bjöms Emilssonar, kaupir lyf handa íslensku kvefgemlingunum. í beinni útsendingu og að síðar muni 350 milljónir manna víðs veg- ar um heim sjá keppnina, sem mun vera mjög vinsæl t.d. í austantjalds- löndum. Auk þess verður hún sýnd í Ástralíu og Ameríku. Kynnar verða þau Michelle Rocca og Pat Kenney. Michelle starfar sem fyrirsæta og kynnir í sjón- varpi. Hún var kjörin ungfrú írland árið 1980. Pat Kenney er þekktur útvarps- og sjónvarpsmaður í heimalandi sínu. Keppnin fer fram í upptökuveri RTE, sem er 33 ára gömul vöru- skemma. Auk upptökusalarins hýsir vöruskemman fyrrverandi „Evró- visjónþorpið", þar sem er að finna fréttamiðstöð, bankaútibú, póst- útibú og fjölda matsölustaða og kráa. Öryggisráðstafanir vegna keppn- innar eru mjög strangar og fá menn engan aðgang að athafnasvæði RTE-sjónvarpsstöðvarinnar án þess að vera í „keðjuliðinu" svokallaða. Allir þátttakendur hafa hangandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.