Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 23 Áhyggjiœfm að fyrirtæki kaupi erlenda vöru í stað innlendrar - segir Víglundur Þorsteinsson formaður FÍI Morgunblaðið/Sverrir Frá fundi félagsmálaráðherra með forstöðumönnum ríkisstofnana. Fundur félagsmálaráðherra með for- stöðumönnum ríkisstofnana: Fjögnrra ára áætlanir um jafnrétti kynjanna Konur gangi fyrir um ábyrgðarstöður FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Jóhanna Sigurðardóttir, og Jafnréttisráð héldu fyrir skömmu fund með ráðuneytis- stjórum og forstöðumönnum allra ríkisstofnana, sem hafa yfir 20 starfsmenn í þjónustu sinni. Á fundinum voru kynntar fyrir forstöðumönnunum hug- myndir um fjögurra ára fram- kvæmdaáætlanir um jafnréttis- mál innan hverrar stofnunar. Að sögn Elsu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttis- ráðs, voru forstöðumennirnir mjög opnir fyrir slíkum hug- myndum og niðurstaða fundar- ins jákvæð. Hugmyndir þessar verða lagðar fyrir ríkisstjórn- ina í þessari viku eða næstu. í samtali við Morgunblaðið sagði Elsa Þorkelsdóttir að gert væri ráð fyrir því að í hverri ríkis- stofnun yrðu gerðar fjögurra ára áætlanir um jafnrétti kvenna og karla innan stofnunarinnar. Hug- myndir um þessa tilhögun verða lagðar fyrir ríkisstjóm í þessari viku eða næstu, og ríkisstjómin mun þá væntanlega samþykkja að lagt verði fyrir þessa aðila að gera slíkar áætlanir. Elsa sagði að hugmyndin að þessum áætlunum væri komin frá Noregi, þar hefði norska Stór- þingið samþykkt svipað fyrir- komulag og taka ætti upp hér. Jafnréttisráð hefði snarað út- drætti úr norsku áætlununum á íslensku og kynnt fyrir forstöðu- mönnunum. Tillögumar fela í sér að staða kynjanna verður jöfnuð í nefndum og konum fjölgað í ábyrgðarstöðum, að sögn Elsu. „Það hefur verið rætt um að beita þeirri reglu að þar sem tiln- efnt er í nefndir verði tilnefndir tveir, karl og kona, og ráðherra velji síðan með tilliti til sem jafn- asts hlutfalls kynjanna," sagði Elsa. „Hvað ábyrgðarstöður varð- ar hefur verið gert ráð fyrir því að ef staða losnar og karl og kona sækja um, skuli það kynið, sem í minnihluta er í starfsstéttinni, ganga fyrir, svo fremi að viðkom- andi uppfylli skilyrði til starfans. Gott dæmi er þá að konur myndu ganga fyrir sem skólastjórar næstu Qögur árin, en skólastjóra- starfíð er afar kynbundið." Elsa sagði að áætlað væri að kynna svipaðar hugmyndir fyrir fulltrúum stærstu sveitarfélag- anna á landinu á fundi í byrjun maí. ÍSLENSKUM iðnrekendum er það áhyggjuefni að samtök eins og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna skuli kaupa erlenda vöru i stað innlendrar, að sögn Víglundar Þorsteinssonar, formanns Félags íslenskra iðnrekenda, en SH hef- ur undanfarið keypt umbúðir fyr- ir f iskafurðir frá Bandaríkjunum, Englandi og Finnlandi. Bjarni Lúðviksson, framkvæmdastjóri þjá SH, sagði i samtali við Morg- unblaðið fyrir skömmu að 15% gengisfelling myndi afmá mis- muninn á verði erlendra og íslenskra umbúða á einni nóttu. Viglundur sagði í samtali við Morgunblaðið að vegna t.d. kostn- aðar við birgðahald væri ekki réttlætanlegt að kaupa erlenda vöru ef hún væri einungis 10 til 15% ódýrari í innkaupum en inn- lend. Víglundur sagði að gengisfelling, án heildarendurskoðunar á efna- hagsstefnunni, væri ekkert annað en víxilframlenging. „Menn eru langt komnir með að endurskoða tekjuöfl- unarhlið ríkisfjármálanna en hafa hins vegar ekkert endurskoðað út- gjaldahliðina," sagði Víglundur. „Op- inberir aðilar þurfa að endurskoða stefnu sína varðandi lánsfjáröflun en mikil lánsfjáröflun þeirra heldur uppi mjög háum raunvöxtum hérlendis og þeir valda atvinnufyrirtækjunum erf- iðleikum. Gengisfelling, án þess að menn séu búnir að koma á góðu efnahagslegu jafnvægi, ést upp á augabragði. Iðn- rekendur eru alveg sammála fisk- vinnslumönnum um að raungengi krónunnar sé of hátt. Hins vegar teljum við óhjákvæmilegt að menn nái fyrst tökum á öðrum þáttum efnahagsstefnunnar áður en þeir fara að fíkta við gengi krónunnar. Félag íslenskra iðnrekenda telur að ríkisstjórnin og sveitarfélögin eigi að endurmeta fíárfestingarmál sín með sama hætti og hundruð fyrirtækja eru að gera nú, þannig að hægt sé að ná efnahagslegu jafavægi. Menn þurfa að hætta að spenna upp raunvextina og koma á stöðug leika því annars má vænta þess ac framleiðslufyrirtæki, og sum þjón- ustufyrirtæki, þurfi að gripa til upp sagna starfsfólks í stórum stíl og þac er mín skoðun að uppsagnimar hjí Granda hf. séu einungis forsmekkur- inn að þeirn," sagði Víglundur. Brids: Úrslitakeppni íslandsmóts _ í tvímenningi í dag hefst úrslitakeppni ís- landsmótsins f tvímenningi þar sem 24 por spila til úrslita um íslandsmeistaratitilinn 1988.Spil- að verður á Hótel Loftleiðum. Keppnin hefst kl. 13 í dag. Síðan verður spiluð önnur lota í kvöld og mótinu lýkur svo á morgun. Góð aðstaða er fyrir áhorfendur. Heiðmörk: Hliðum lokað Vegna aurbleytu í vegum og eldhættu hefur hliðum að Heiðmörk við Jaðar, Silunga- poll og Vífílsstaðahlíð verið lokað fyrir allri umferð um stundarsakir til að koma í veg fyrri skemmdir á vegum og gróðri. ( <VK SIHÍ.m 1.4 C.L HONDA CIVIC '88 - Á liðnum árum hefur HONDA CIVIC tekið breytingum og sífellt orðin betri og glæsilegri. - Enn á ný hefur HONDA tekið forustuna í hönnun bíls hvað varðar tækni og útlit, sann- kölluð fyrirmynd annarra. - í CIVIC er lagt til grundvallar að fá sem mest rými og þægindi fyrir ökumann og far- þega. Því er náð með hinni nýju tvíbeinsfjöðrun (Double wishbone) að framan og aftan og um leið frábærum aksturseiginleikum, er gefa stóru bílunum ekkert eftir. - Nú eru allir CIVIC bílarnir með 16-ventla vélum og þú hefur valkost um 1,3L 75 hest- öfl, 1,4L 90 hestöfl, 1,6Li 116 hestöfl eða 1,6i DOHC 130 hestöfl. Kynntu þér Honda Civic, valkost vandlátra. A ISLANDl, VATNAGORÐUM 24 HONDA/WILLIAMS heimsmeistari í Formúlu 1 '86og '87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.