Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 Israel: Brottrekstri Bandaríkja- manns harðlega mótmælt Jerúsalem. Beirut. Reuter. YITZHAK Shamir, forsœtisráð- herra ísraels, hefur skipað svo fyrir, að Mubarak Awad, Banda- ríkjamaður af palestínskum ætt- um, skuli skuli rekinn frá ísrael vegna afskipta af málum Pa- lestinumanna á hemumdu svæð- unum. Hefur Bandaríkjastjóm harðlega mótmælt brottrekstrin- um. í yfirlýsingu frá ísraelsku ríkis- stjóminni I gær var Awad sakaður um bein afskipti og aðild að mótmæl- unum á hemumdu svæðunum en á fimm mánuðum hafa þau kostað að minnsta kosti 177 Palestínumenn og tvo ísraela lífið. Bandaríkjastjóm hefur hins vegar tekið upp hanskann fyrir Awad af óvenjulegri hörku og Thomas Pickering, sendiherra Bandarfkjanna f ísrael, hefur lýst honum sem „hógværum manni" og skorað á ísraelsstjóm að láta hann f friði. „Gandhi Palestínumanna" Awad hefur verið kallaður „Gand- hi Palestínumanna" vegna þess, að hann hefur hvatt þá til að forðast ofbeldi í mótmælum sínum, og hefur veitt forstöðu „Rannsóknastöð fyrir friðsamleg mótmæli" í Jerúsalem. Sagt er, að Shimon Peres utanríkis- ráðherra hafi fallist á brottvikning- una en ýmsir lögfræðingar og próf- essorar í ísrael hafa bundist samtök- um honum til vamar. Deilt um innrásina! Líbanon Ráðherrar í fsraelsku ríkisstjórinni deila nú um það hver hafi fyrirskipað innrásina í Lfbanon. Er haft eftir heimildum, að Yitzhak Rabin vamar- málaráðherra hafi ákveðið hana án þess að ráðfæra sig við ríkisstjóm- ina. Hafí jafnvel hvorki Shamir for- sætisráðherra né Peres utanríkisráð- herra verið sagt frá henni fyrr en hún var hafín. Þá samþykktu þeir hana báðir og segja nú, að aðgerðir af þessu tagi þurfi ekki alltaf sam- þykkis þeirra við fyrirfram. Aðrir ráðherrar em ekki jafn án- ægðir með að hafa ekki verið látnir vita og Ariel Sharon viðskipta- og iðnaðarráðherra, sem situr í 10 manna ráðherranefnd um öryggis- mál, spurði hvemig hann gæti axlað sína ábyrgð sem ráðherra ef hann vissi ekki um jafn alvarlega aðgerð og innrásina í Lfbanon. ísraelskir fréttaskýrendur hafa raunar brosað í kampinn yfir þessari óánægju Shar- ons því fullyrt er, að hann hafi sem vamarmálaráðherra fyrirskipað innrásina í Lfbanon árið 1982 án þess að láta ríkisstjómina og þáver- andi foreætisráðherra, Menachem Begin, vita fyrirfram. Bræðravíg í Beirut Andstæðar fylkingar Palestínu- manna börðust í gær um yfirráð yfir Shatila-flóttamannabúðunum f Beir- ut og beittu öllum tiltækum vopnum, vélbyssum, sprengjuvörpum og eld- flaugum. Tókust þar á fylgismenn Yassere Arafats og Abu Musa, sem er haliur undir Sýrlendinga, en hinir fyrmefndu þóttust þó fyrir nokkrum dögum hafa lagt undir sig búðimar. Þá var einnig hart barist f suður- hluta Beirut og áttust þar við menn af trúflokki shíta, Amal-hreyfingin annare vegar og Hizbollah hins veg- ar. Styðja Sýrlendingar þá fyrr- nefndu en íranir hina. Þegar sfðast fréttist var vitað um 16 menn fallna. Til átaka kom i fyrradag milli israelskra landnema á Vesturbakkan- um og Palestínumanna og féll þá palestínskur fjárhirðir fyrir byssuk- úlum gyðinganna. Er ekkja fjárhirðisins fyrir miðri myndinni en hann var jarðsettur í gær. Weisácker á ráðstefnu Evrópuhreyfingarinnar: Hvetur til nánari samskipta Austur oer Vestur-Evrópu Haag, Reuter. C7 JL Haag, FORSETI V estur-Þýskalands, Richard von Weisttcker, sagði á rástefnu um sameiningu Evrópu f gær, að Vestur-Evrópuríkin ættu að halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefði verið til sameiningar þeirra, og hvatti um leið til þess að ríki Vestur- Evrópu leituðu bættrar sambúð- ar við kommúnistaríkin austan járntalds. „Við verðum að fínna leiðir til þess að allar þjóðir Evrópu taki höndum saman um að opna landa- mærin, sem skipta okkur upp í ólík þjóðfélagskerfí," sagði Weisácker meðal annare á ráðstefnunni, sem skipulögð var af Evrópuhreyfíng- unni, en hana sátu um 400 manns. „Þjóðir [Austur-Evrópu] eru Evr- ópubúar rétt eins og við ... Þær mega ekki fá það á tilfinninguna að við, sem njótum ffelsis, séum hæstánægð yfir því að hafa bjargað og vemdað þau verðmæti Evrópu, sem okkur finnast dýrmætastir, okkur einum til handa." Evrópuhreyfingin heldur upp á 40 ára afmæli sitt um þessar mund- ir, en í henni eru einstaklingar frá Noregi, Sviss, Austurríki, Möltu og öllum ríkjum Evrópubandalagsins utan Grikklands. STJÓRNMÁLAÁSTAND í FRAKKLANDI Chirac lét sækja Prieur þar sem hún er ófrísk Agen, Frakklandi. Reuter. JACQUES Chirac, forsætisráð- herra, neitaði þvi i gær að Frakk- ar hefðu brotið alþjóðasamninga með þvi að flytja leyniþjónustu- konuna Dominique Prieur heim frá Hao-eyjaklasanum i Suður- Kyrrahafi, þar sem hún hefur verið í haldi. Forsætisráðherrann sagði, að hún væri með barni og réttlætti það heimkomu hennar. Var tilkynningu ráðherrans vel tekið í Frakklandi. Prieur var annar tveggja franskra leyniþjónustumanna, sem sökktu Rainbow Warrior, skipi Greenpeace, í höfninni f Auckland á Nýja Sjálandi árið 1985. Gerðist það skömmu áður en skipið skyldi sigla til Mururoa-eyj aklasans til að mót- mæla kjamorkutilraunum Frakka. Nýsjálendingar handtóku Prieur og samverkamann hennar, Alain Ma- fart. Játuðu þau á sig verknaðinn, en einn skipveiji beið bana f spreng- ingunni. Voru þau dæmd f 10 ára fangelsi, en flutt til frönsku eyjunnar Hao í hitteðfyrra, samkvæmt sam- komulagi, sem Frakkar og Nýsjá- iendingar gerðu með sér fyrir milli- göngu Sameinuðu þjóðanna. Áttu þau að dveljast á Hao-eyjunum f þijú ár, eða til áreins 1989. Mafart var fiuttur til Parísar f desember af heilsufarsástæðum. Nýsjálenzka stjómin mótmælti heim- flutningi hans og sakaði Frakka um að nota heilsufar hans sem yfírakyn. David Lange, foreætisráðherra Nýja Sjálands, sakaði Frakka f gær um að bijóta samninga og sagði heimför Prieur standa í sambandi við frönsku forsetakosningamar á morgun. Prieur ekki kona ein „Frú Prieur er ekki kona ein og samningunmi segirað húnjskuli flutt Reuter heim til Parísar undir kringumstæð- um af því tagi. Þegar iæknar höfðu staðfest þungun hennar ákvað ég að kaila hana heim," sagði Chirac. Ala- in Mafart og Dominique Prieur eru þjóðhetjur í Frakklandi en verknað- urinn kom sijóm Laurents Fabius, foreætisráðherra jafnaðarmanna, í klfpu og leiddi til afsagnar Charles Hemu, vamarmáiaráðherra. Eftir heimkomuna hefur Mafart verið tek- inn inn í háskóla franska herains, æðstu menntastofnun hereins. Dominique Prieur. Myndin var tekin er hún kom út úr dómssal í Wellington á Nýja Sjálandi i hitteðfyrra eftir að hafa viður- kennt að hafa sökkt Rainbow Warrior, skipi Greenpeace. Nýja Kaledónía: Kanakar segjast ekki hafa misst kjark Parfs. Noumea. Reuter. FRANSKA lögreglan bannaði í gær mótmælagöngur og fundi til stuðnings aðskilnaðarsinnum kanaka á Nýju Kaledóniu í París. Fyrirhugaðar voru aðgerðir I höfuðborg Frakklands í dag, laugardag, daginn fyrir forseta- kosningamar. Aðskilnaðarsinnar sögðu að mannfallið, sem þeir urðu fyrir er frönsk víkingasveit frelsaði 23 gísla úr klóm uppreisnarmanna kanaka, i myndi ekki draga úr þeim kjark. Þeir sögðust hvergi myndu gefa eftir í baráttu sinni gegn frönskum yfírráðum á eyjunum. í gær fundust lík tveggja upp- reisnarmanna kanaka, sem talið er að hafi failið í áhlaupinu á hellinn, sem frönsku gíslamir voru geymdir í. Er mannfall í röðum kanaka því komið í 21 mann. Tveir franskir hermenn létu lífið 'átökunum. Nýja Kaledónía Reuter Franskur hermaður virðir fyrir sér vopn, sem gerð voru upptæk eftir átök franskrar víkingasveitar og uppreisnarmanna ItnnVlca á Nýju Kaiedóníu. ........ ...................................—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.