Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 67 HANDKNATTLEIKUR / JÚGÓSLAVÍA Mikið áfall fyrir heims- og Ólympíumeistarana: Vujovic, Isakovic og Kuzmanowski ekki með íSeoul? Voru dæmdir í langt keppnisbann vegna slagsmála í deildarleik JÚGÓSLAVAR, sem eru bœði heims- og Ólympíumeistarar í handknattleik, munu aft öll- um líkindum leika in þriggja lykilmanna sinna ð Ólympíu- leikunum í Seoul. Ástœðan er sú að júgóslavneska hand- knattleikssambandið hefur dsmt viðkomandi leikmenn f langt keppnisbann vegna slagsmála í deildarleik. Ólympíuleikamir f Seoul hefj- ast í september og eru ís- lendingar sem kunnugt er f riðli með Júgóslövum. Tfu júgóslavneskir leikmenn hafa verið dæmdir f bann fyrir slagsmái er brutust út eftir Ieik Pelister og Metaloplastika f júgóslavnesku 1. deildinni 24. aprfl sl. Þrfr þessara leikmanna eru f landsliði Júgóslavfu og með- al bestu handknattleiksmanna heims. Það eru Veselin Viýovic, Mile Isakovic og Slobodan Kuz- manovski. Þessir leikmenn eru taldir meðal þeirra bestu f heimi og mikill missir fyrir júgóslav- neska landsliðið verði þeir ekki með f Seoul eins og allt lftur út fyrir í dag. Moð þoim bostu í hoimi Mile Isakovic er 30 ára og hefúr um skeið verið talinn besti vinstri homamaður heims. Hann var t.d. valinn í „heimsliðið" um leið og Þorgils Óttar Mathiesen eftir heimsbikarkeppnina f Svfþjóð fyrr á þessu ári. Veselin Vujovic er 27 ára rétthent skytta og var einnig valinn í heimsliðið eftir sama mót. Hann þykir ein albesta skytta f heimi. Slobodan Kuz- manovski er 25 ára örvhent skytta, stór, dökkhærður, sem íslenskir handknattleiksunnendur muna ef til vill eftir frá leikjum íslands og Júgóslavfu f Laugar- dalshöll fyrr í vetur, en f öðrum leiknum skoraði hann a.m.k. tvfvegis með þrumuskoti mitt á miUi miðju og vítateigs! Allir þess- ir Ieikmenn spila með Metalopla- stika, sem margir muna eftir síðan liðið lék við FH í Evrópukeppni meistaraliða fyrir nokkrum árum. Ðnn f aovllangt bannl Alls voru tfu leikmenn dæmdir í bann, fiestir f 1-2 ár, en einn leik- maður var dæmdur f Iffstfðarbann f Júgóslavfu. Þessir leikmenn eru eftirtaldir. Frá Pelister Cane Krstevski (lífstíðarbann), Zoran Zecevic (3 ár) og Slobodan Nikolic, Dragon Marinkovic og Petko Boseoski (2 ár). Frá Metaloplastika: Slobodan Kuzmanovski (2 ár), Mihalio Ra- dosavljevic og Mile Isakovic (1 ár), Veselin Vujovic (9 mánuði) og Pere Milosevic (3 mánuði). LaHntrinn réðl úrsUtum um Skv. upplýsingum sem Morgun- blaðið aflaði sér frá Júgóslavfu f gær, skipti umræddur leikur sköp- um um það hvort liðanna yrði Júgóslavíumeistari f ár. Leikurinn fór fram á heimavelli Pelister í borginni Bitola, þar sem fslenska landsliðið lék m.a. á Júgóslavíu- mótinu í fyrra. 5.000 áhorfendur troðfylltu fþróttahöllina og leikn- um var sjónvarpað beint Eins og í „alvöru" úrslitaleik var þessi geysilega spennandi. Metalopla- stika nægði jafntefli til að verða meistari enn einu sinni, en með sigri myndi Pelister hins vegar hampa meistarabikamum. ÓtrútogtíloUn Loftið var þrungið spennu í lokin Mil* Isakovlo. Vosolln Vujovle. og 10 sek. fyrir leikslok komst Pelister einu marki yfir, 26:25. En leikmenn Metaloplastike gáf- ust ekki upp, brunuðu fram og Vujovic skoraði — og jafnaði þar með metin — 2 sek. fyrir leikslok! Metaloplastika varð þvf meistari, og það var meira en leikmenn Pelister þoldu. Slagsmál brutust út f höllinni og létu leikmenn beggja liða hnefana tala. „Það var hræðilegt að horfa upp á þetta. Þetta lfktist hnefaleika- keppni, nema hvað hún verður aldrei svona ofeafengin! Þetta var verra en verstu slagsmál sem maður sér f ísknattleik," sagði Ivan Snoj, einn helsti forystumað- ur handknattleiksmála f Júgó- slavfu, f samtali við Morgunblaðið í í gær. FOLK ■ BENFICA frá Portúgal feer eitt kfló af gulli fyrir hvert mark sem liðið skorar gegn PSV Eind- hoven f úrslitaleik Evrópukeppni eieistaraliða. Það er portúgölsk ^affibrennsla sem er svo rausnar- Jeg, en þetta er í annað sinn sem l*e88um verðlaunum er heitið. í fyrra fékk Porto tvö kfló af gulli er liðið sigraði Bayem MQnchen, 2:1 f úrslitaleik f þessari sömu ^eppni. Þess má geta að kflóið að Kulli kostar um 600.000 fslenskar krónur. V JOSE Mehdi Faria, sem þjálf- 8ð hefur landslið Marokkó, var rekinn f gær. Hann kom liðinu f Jokakeppni heimsmeistarakeppn- 'Onar f Mexfkó 1986 og þar náði liðið góðum árangri. Ástæða upp- ^ágnarinnar var hinsvegar slök frammistaða liðsins f Afrfku-bik- arnum, en þar hafnaði liðið f 4. saeti. Faria hyggst dvejja áfram í jjarokkó og þjálfa félagslið. ■ AÐALRTTARI UEFA, Hans ^angerter sagði f gær að nýju fyglum IJEFA sem takmarka flöida útlendinga við fjóra, verði ekki ^reytt. „Við höfúm fengið mikil við- brögð, en ekki bara frá breskum 'iðum, heldur liðum út um allan beim. En við förum ekki að breyta þessari reglu bara til þóknast þjóð- urn á Bretlandseyjum. Það hefur í 'engi staðið til að selja þessar regl- Ur og þær eru fyrst og fremst til að gefa ungum knattspymumönn- um tækifæri f Evrópukeppni," sagði Bangerter. ■ JOHAN Cruyff, sem skrifaði undir samning við Barcelona, fyrr f þessari viku, hefur mikinn áhuga á að fá Frank Rikjard til liðs við Barcelona. Rikjard lék með Ajax, en gekk út eftir rifrildi við Cruyff. Hann hefúr leikið með Sportíng Lissabon, en er nú í láni hjá Real Zaragoza á Sp&ni. Cruyff sagði að þetta rifrildi þeirra hefði ekki verið aðal ástæðan fyrir þvf að Rikj- ard fór frá Ajax og sagðist ekki efast um að hann vildi koma til Barcelona. ■ WEST Ham verður f dag fyrsta félagið f sögu ensku deildar- innar til að nota markmann sem annan af tveimur varamönnum. Liðið mætir Newcastle f dag og ef West Ham tapar með átta marka mun gæti liðið lent f úrslitakeppni um fall. John Lyall, framkvæmda- stjóri West Ham ætlar ekki að taka neina áhættu og hefúr sett Phil Parkes sem annan varamann liðs- ins, ef svo færi að Tom McAlister, aðalmarkvörður liðsins, meiddist. Þetta mun vera f fyrsta sinn í sögu ensku deildarinnar að markvörður er varamaður. ■ ÖRNÓLFUR Oddason hefúr ákveðið að ganga til liðs við Vfkinga f 1. deild knattspymunn- ar. ömólfur lék með ÍBI f fyrra og mun leika við hlið bróðir sfns, Jons með Víkingunum. ■ FRAMARAR eru íslands- meistarar, en ekki bikarmeistarar í handknattleik kvenna eins og við sögðum f gær. Valsstúlkur eru hinsvegar bikarmeistarar, en ekki íslandsmeistarar, eins og sagt var sömu firétt! Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. HANDKNATTLEIKUR „Við getum ekki án þeirra verið“ - sagði Ivan Snoj, formaðurjúgóslavnesku lands- liðsnefndarinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær um leikmennina þrjá sem settir voru í bann „ÉG er búinn að senda þessum þremur leik- mönnum bréf þar sem óg biö þé um aö mssta til leikja landsliöslns f Júgóslavfumótinu, sem hefst 26. þessa ménaðar, þrátt fyrir bannið. Við getum ekki én þeirra verið," sagði Ivan Snoj, formaður landsliðsnefndar júgóslavneska hand- knattleikssambandsins, f samtali við Morgun- blaðið f gær, um þé Vujovic, Isakovic og Kuz- manowski, sem dæmdir voru f leikbann eins og greint er frá hér að ofan. Snoj hefur í áraraðir verið einn helsti forystumaður handknattleikssambands Júgóslavíu, ogtalinn ráða því sem hann vill ráða þar á bæ. Nú eru aðeins Qórir og hálfur mánuður þar til keppni hefet á Ólympíuleikun- um. Júgóslavar eiga að mæta Sovétmönnum í fyrsta leik, þriðjudaginn 20. september, en ísland og Júgó- slavía mætast tæpri viku síðar, mánudaginn 26. sept- ember. Ljóst er að júgóslavneska liðið veikist mikið verði þessir leikmenn ekki með. Snoj sagðist myndu reyna hvað hann gæti til að bann- inu yrði aflétt af þremenningunum. „Og það er auðvit- _________ að ekki nóg að fá þá til að leika á ólympíuleikunum. Ivan SnoJ, formaður landaliðsnefndar júgóslav- Ef við vijjum hafa þá með i Seoul verða þeir einnig neska handknattleikssambandsins (tv.), ásamt Jóni að taka þátt í öllum undirbúningi liðsins," sagði Snoj. IJjaltalfn Magnússyni, formanni HSÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.