Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 55
^55 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Vilborg Guðna- dóttir - Minning Fædd 2. nóvember 1904 Dáin 27. maí 1988 Við lát Vilborgar eða Villu, eins og hún var alltaf kölluð, koma margar minningar í hugann. Flestar tengjast þær Seyðisfírði og sumar- dvöl okkar þar undanfarin 12 ár. Villa var fasti punkturinn, sú sem alltaf stóð þar sem helst var þörf hveiju sinni og mætti okkur með fáguðu háttemi og ljúfri gestrisni. Það verður tómlegt í Firði án Villu. Enga manneskju hef ég þekkt sem hugsaði eins lítið um sjálfa sig og Villa gerði. Allt líf hennar sner- ist um aðra og þeirra þarfír. Ef hún vissi um einhveija, sem hún gat hjálpað, þá var hún samstundis til- búin að breyta og aðlaga sig þeirra áætlunum. Villa var afskaplega bamgóð, henni þótti vænt um böm og hændi þau að sér á sinn sér- staka hátt. Litlu bömin mín sakna hennar sárt. Oft var hún búin að hugga þau, segja þeim sögur eða labba með þeim upp á hól, en Villa kunni ógrynnin öll af sögum og sagði þær vel. Það var einmitt í einni slíkri ferð sem Villa var að undirbúa þau og segja þeim að hún væri orðin svo gömul og líklega færi hún bráðum að deyja. Hún bað þau að gráta ekki, því að það væri gott að fá að deyja þegar maður væri orðinn svona gamall og lasinn. Þetta var fyrir rúmu ári og mun Villu þá þegar hafa gmnað að þetta yrði síðasta sumarið hennar með Kötu og Steina. Samt virtist svo sem við mundum ná til hennar núna, því að eftir aðeins þijár vikur var ætl- unin að leggja af stað til Seyðis- Qarðar. Við höfðum heyrt að heilsu Villu hefði hrakað og ákváðum að flýta för okkar austur, svo að við gætum verið nálægt henni síðustu stundimar. En lífíð er þannig að við ráðum ósköp litlu. Það er einn sem ræður og hann hefur nú tekið Villu í faðm sinn. Einmitt sama dag og við ætluðum að hringja til henn- ar og segja henni að við kæmum fyrr en áætlað var, sofnaði hún í síðasta sinn. Þar með hafði hún lokið langri og farsælli vegferð og var lögð upp í ferðina sem við öll fömm að lokum. Ferð inn í eilífð með Guði. Það vom mildir og fagr- ir geislar sem stöfuðu af daglegu lífí henar og ég er sannfærð um að heimkoma hennar til Guðs verð- ur björt og friðsæl. Villa fæddist á Freyshólum í Skógum, Vallahreppi, 2. nóvember 1904 og var því 83 ára er hún lést. Faðir hennar var Guðni Sigmunds- son, líkast til fæddur á Engilæk í Hjaítastaðarþinghá og hans foreldr- ar Sigmundur Sigmundsson og Hólmfríður Guðnadóttir. Móðir hennar var Halldóra Grímsdóttir frá Þrándarstöðum í Eiðaþinghá og hennar faðir Grímur Þorsteinsson, bóndi þar, en hann var frá Brekku í Hróarstungu. Grímur dmkknaði í árósnum á Seyðisfirði, en brú var þá ekki komin á ána. Hann var þá tiltölulega ungur maður, starfaði þar í sláturtíð um haust og var áin í vesti. Móðir Halldóm var Vilboig Blóma- og W skreytingaþjónusta w ™ hvert sem tilefnið er. GLÆSIBLÓMIÐ glæsibæ, Álfiicimum 74. sími 84200 Einarsdóttir frá Hleinargarði í Eiða- þinghá, en hún var að Bárðarætt (sjá Ættir Austfírðinga). Halldóra bjó lengi á Seyðisfírði, meðal annars um tíma í Gestsbæ í Firði. Villa var elst 7 systkina, en yngri vom: Hólmfríður, fædd 9. mars 1907, Sigurður, fæddur 20. nóvember 1909, Þórhildur, fædd 26. janúar 1912, Steingrímur, fæddur 18. apríl 1917, Sigmundur, fæddur 17. maí 1922 og Hjörleifur, fæddur 1. júní 1925. Strax á fyrst ári fór Villa að Kleif í Fljótsdal og var eitt ár þar. Síðan á tveim öðmm bæjum í Fljóts- dal, þar til hún var 6 ára, en þá fluttist hún til Njarðvíkur í Borgar- fjarðarhreppi og átti heima á Bakka í 4 ár. Villa var síðan um tíma á Hrafnabjörgum í Hjaltastaðarþing- há, hjá ömmubróður sínum í móður- ætt, Eiríki Einarssyni og konu hans, Björgu Hermannsdóttur, einnig var hún á Bóndastöðum í sömu sveit. Að Bóndastöðum kom hún um vor, þá orðin 14 ára, en hún fermdist á Hjaltastað. Síðan fór hún að Hrol- laugsstöðum og var þar í 3 ár hjá Kristni bónda, föður Einars Krist- inssonar, kennara í Tækniskóla ís- lands. Næst lá leiðin að Gilsárteigi í_ Eiðaþinghá. Þar var Villa í 3 ár. A þeim tíma var fjórbýli í Gilsár- teigi og var Villa m.a. samtíða for- eldmm Gunnþórs heitins Bjömsson- ar og Sigtryggs og þeirra systkina. Eitt árið var Villa í Gilsárteigi langt fram á vetur. Alls staðar þar sem Villa var ráðin vann hún öil þau verk sem til féllu, bæði kvenmanns- og karl- mannsverk. Villa gekk jafnan að hveiju verki af æðmleysi og vand- virkni og hugsaði þá mest um að vinna vel en minna um launin fyrir verkið. Af þessu sést að snemma varð lífsbarátta hennar hörð, sér í lagi ef haft er í huga, að hún var elst 7 systkina og ábyrgð því snemma lögð á ungar herðar við að gæta yngri systkina, meðan for- eldrar sinntu búskaparvekum. Hún sagði mér að oft hefði hún setið í rökkrinu ein á Bakka í Njarðvík með yngri systkini sín, Hólmfríði og Sigurð, á meðan foreldrar þeirra vom í húsunum að sinna skepnun- um. En eins og áður sagði var Villa afskaplega bamgóð og held ég að henni hafí þótt skemmtilegast af öllu sem hún gerði að sitja hjá litlum bömunum, hugga þau og gleðja. Til dæmis muna öll böm í Firði eftir skessuleikjunum með Villu. Skólaganga Villu var stutt, hún lærði samt að lesa og draga til stafs. Hún hafði gaman af að lesa en sjaldan gafst tími til þess. HÚn hafði einnig gaman af því að hlusta á útvarp og á seinni ámm hlustaði hún gjaman á upplestur á góðum sögum og öðmm fróðleik. Villa var ágætlega greind og hafði frábært minni og hélt andlegri heilsu og skírleik til dauðadags. Til Seyðisflarðar mun Villa hafa komið á ámnum 1925-1926 og vann fyrst í fiski hjá Sigurbimi, föður Guðnýjar Fanndal, sem býr á Siglufirði, en Guðný og Kata í Firði hafa alltaf verið miklar vinkonur. Þá mun Villa einnig hafa kynnst Kötu og foreldmm hennar, Jóni bónda í Firði og Halldóm konu hans. Einn vetur var Villa hjá Þór- hildi systur sinni í Vestamannaeyj- um til að hjálpa henni, er maður hennar veiktist af lömunarveiki. Villa kom svo aftur til Seyðisfjarðar og varð ráðskona hjá fyrmefndum Sigurbimi og Jóhönnu konu hans. Um þetta leyti kynntist Villa Jóni í Firði betur, en Jón sá um reikn- ingshald fyrir Sigurbjöm. Villa hef- ur lýst Jóni sem höfðinglegum, fríðum manni og sgaðist f fyrstu hafa verið mjög feimin við hann. Eftir að Sigurbjöm og Jóhanna vom flutt frá Seyðisfírði vann Villa við ýmislegt, var t.d. eitt sumar á Hánefsstöðum hjá Sigurði Vil- hjálmssyni og Svanþrúði. Einnig vann hún á ýmsum heimilum á Seyðisfírði og eitt sumar var hún t Móðir okkar. ANTONÍA ÁRNADÓTTIR frá Djúpavogi, lést 17. maí sl. Jaröarförin hefur farið fram. Börnln. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA LEA MAGNÚSDÓTTIR, Elli- og hjúkrunarhelmlllnu Grund, áðurtll helmllls Hrauntelgl 16, Reykjavfk, lést þnðjudaginn 31. maí. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 13.30. Magnea Halldórsdóttir, Guðrún Lárusdóttlr, Ollver Bárðarson, Brynjólfur Lárusson, Hulda Þorkelsdóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, áður til helmllis að Reykjavfkurvegi 26, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði 25. maí. Útförin fer fram fró Hafnar- fjarðarkirkju, mánudaginn 6. júni kl. 15.00. Anna Erlendsdóttlr, Gunnar Erlendsson, Halldóra Elsa Erlendsdóttlr, Aðalheiður Erlendsdóttir, Nfels Þórarinsson, Elsa Karlsdóttir, Slgurður Gunnarsson, Magnús Bjarnason. vökukona á spítalanum. Þar sá hún fyrst Jón Erlendsson, eiginmann minn, þá veikan lítinn dreng. Frá árinu 1945 var Villa svo hjá Jóni og Halldóru í Firði og síðan Katrínu og Erlendi í samfleytt 20 ár. Hún réðst síðan ráðskona hjá Steini Stef- ánssyni, skólastjóra, eftir að hann missti konu sína. Árið 1969 veiktist Villa og var um tíma í Vestmanna- eyjum, en kom svo aftur til Katrín- ar og Erlendar árið 1972 og var þar alla tíð síðan. Eftir að Erlendur dó 1980 voru þær tvær saman, Katrín og Villa, en Katrín var þó löngum í Reykjavík á vetuma og var Villa þá ein. Henni féll vel að vera ein. Hún hafði alltaf eitthvað við að vera. Til sæmis pijónaði hún sokka og Vettlinga á öll böm Katrín- ar og Erlendar, svo og bamaböm þeirra. Allt þar til í fyrrasumar var hún ætíð hress, alla vega kvartaði hún aldrei. En sl. sumar fannst henni hún vera eitthvað svo þreytt og slöpp. Stór orð vora ekki höfð um það. Á spítalann vildi hún ekki fara meðan stætt væri, lét þó til leiðast að fara þangað í vetur, þeg- ar hún sá að nú gat hún ekki hugs- að um sig sjálf sem skyldi. Henni leið vel á spítalanum og fannst allt of mikið dekrað við sig. Það er tákn- rænt fyrir allt hennar líf að hún skyldi líða út af rétt á meðan hjúkr- unarkonan brá sér frá til að sækja kvalastillandi lyf. Lífí hjartgóðrar konu er lokið. Við sem eftir lifum eram þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Bömin mín litlu era ríkari því að þeim vildi hún allt það besta. Villa safnaði ekki veraldarauði og gerði sér ekki grillur út af því sem hún kallaði einskis verða hluti. Má segja að henni hafí þótt vænt um allt sem lifir. Sérstaklega þótti henni vænt um kýrnar og bolkálfana, þótt stundum gerðu þeir henni lífíð leitt. Hún talaði um blessaðar kýmar og var auðheyrt að þær vora henni kærar, enda sá hún alveg um fj’ósið í Firði um langt árabil. Villa giftist aldrei en gerðist óijúfanlegur hluti af flölskyldunni í Firði. Það var okkar gæfa. Hún umvafði komabömin þar hvert af öðra, leiðbeindi unglingunum og breiddi yfír hveija smáyfírsjón þeirra. Og síðar þegar bamaböm Katrínar og Erlendar dvöldu á Seyðisfírði á sumrin, sýndi hún þeim sömu hlýju og annaðist þau sem sín eigin böm. Aldrei heyrði ég Villu tala illt orð til nokkurs manns og fínnst mér fara vel Á-'að ljúka þessum fátæklegu orðum með tilvitnun í bréf Páls postula til Títus- ar 3,1-2: „Minn þá á að vera undir- gefnir höfðingjum og yfirvöldum, vera hlýðnir, vera reiðubúnir til sérhvers góðs verks, lastmæla eng- um, vera ódeilugjamir, vera sann- gjamir, sýna hvers konar hógværð við alla menn.“ Ég er þakklát gfóðum Guði fyrir að Villa þurfti ekki að heyja lengra sjúkdómsstríð. Vinnulúnar hendur hennar pijóna ekki fleiri plögg á litlar hendur og litlar fætur. Góðu kleinumar hennar fáum við ekki að smakka aftur eða heimatilbúnu fiskibollumar. En minningin _um góða, heila og sanna konu mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Hafí hún heila þökk fyrir allt sem hún var okkur öllum. Jóhanna Sigríður Sigurðardóttír t Þökkum af alhug auösýncla vináttu og hlýhug viö andlét og útför SVEINBJARNAR FRIBFINNSSONAR. Þórunn Sveinbjarnardóttlr, Guömundur B. Svolnbjamarsor>, Guörún Guömundsdóttir, Blrna Garöarsdóttir, Birgir Ottósson. t Þökkum inniiega auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför, DAGBJARTAR GUÐMUNDSSONAR, Garöbæ, Eyrarbakka. Olga Inglmarsdóttir, Erla og fjölskylda. t Þökkum öilum sem sýndu okkur vináttu og hlýhug viö andlát og útför MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR, Skólavörðustfg 35. Guörún Elnarsdóttir, Sigrföur Einarsdóttir, Guömundur Guðmundsson, Helgi Einarsson, Kristfn Friðriksdóttir og aðrir aöstandendur. t Þökkum auðsýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNBORGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Melabúð. Rannveig Wormsdóttir, Guörún Wormsdóttir, Lárus Bech Wormsson, Þurfður Jónsdóttir, Sigurður Árnason, T rausti Jónsson, Elfnborg Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega ölium sem sýndu okkur hlýhug og hluttekningu við fráfall og útför móöur okkar og dóttur, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Huldulandi 9, Reykjavfk. Fyrir hönd systkina hinnar látnu og annarra vandamanna, Björn Einar Árnason, Brynhlldur Árnadóttir, Ásgelr Þór Árnason, Jón Loftur Arnason, Brynhildur Þórarinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.