Morgunblaðið - 09.06.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 09.06.1988, Síða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 129. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins - Bandaríkin: Dukakis segir eng- an vera sjálfgef- ið varaforsetaefni Los Angeles, Reuter. MICHAEL Dukakis, sem á mánudag náði tilskildum meirihluta lands- fundarfulltrúa Demókrataflokksins til útnefningar sem forsetafram- bjóðandi flokksins, vísar á bug þeirri fullyrðingu blökkumannaleið- togans Jesse Jackson, að hann eigi skiUð að vera boðið að verða vara- forsetaefni Dukakis i forsetakosningunum, sem fram fara hinn 8. nóv- ember nk. Dukakis sigraði siðasta keppinaut sinn, Jesse Jackson, með talsverðum yfirburðum og er þar með lokið hinni misserislöngu baráttu hans fyrir út- nefningu flokks síns. Á þeim tíma lagði hann sex aðra frambjóðendur að velli. Dukakis hefur kosningabaráttu sína með forskot á frambjóðanda repúblikana, George Bush varafor- seta Bandaríkjanna. Samkvæmt helstu skoðanakönnunum er Dukakis annað hvort jafn Bush eða um 10-15% yfir. Áður en hann getur farið að keppa við Bush verður hann þó að takast á við Jackson, sem sagði í sjónvarps- viðtali, að Dukakis bæri að bjóða honum að vera varaforsetaefni sitt, þar sem hann hafi fleiri stuðnings- menn en Dukakis. Á hinn bóginn sagðist Jackson alls ekki vera búinn að gera upp við sig hvort hann myndi taka slíku boði ef fram kæmi. Sjá fréttir á síðu 30-31. Fundur Arababandalagsins: PLO í brennidepli AJgeirsborg, Reuter. Frelsissamtökum Palestínu- manna, PLO, virðist hafa tekist að gera málstað Palestínumanna aftur að mikilvægasta baráttu- máli Arababandalagsins en það fundar nú í Alsír. Á fundi banda- lagsins i nóvember á síðasta ári yfirskyggði Persaflóastríðið öll önnur mál og er jafnvel talið að uppreisn Palestínumanna á her- numdu svæðunum í ísrael hafi að nokkru leyti verið andsvar við áhugaleysi bandalagsins. Chadli Benjedid, forseti Alsírs, gaf tóninn er hann setti ráðstefnuna á þriðjudaginn. í tillögum hans var frumkvæði Bandaríkjamanna £il lausnar deilunni um framtíð Pal- estínumanna hafnað og þess krafist að PLO fengi fulltrúa á borð við sjálfstæð ríki á alþjóðlegri ráðstefnu þar sem tekin yrði ákvörðun um lausn deilunnar. Fulltrúar Pal- estínumanna töldu að tillögur Benjedids yrðu grundvöllur loka- yfirlýsingar ráðstefnunnar sem 17 þjóðarleiðtogar sitja. Hussein Jórdaníukonungur sagði í gær að hann væri reiðubúinn að styðja af alefli tillögur um sjálf- stætt ríki Palestínumanna. Jafn- framt gagnrýndi hann harkalega Bandaríkjamenn og sagði að stefna þeirra í Miðausturlöndum fælist ein- faldlega í því að styðja ísrael. í máli hans kom fram að samskipti Jórdaníu og PLO hefðu batnað und- anfama mánuði. Reuter Gaddafi ÍAI- geirs- borg Gaddafi ofursti, leiðtogi Líbýu, sést hér i þjóðlegum búningi og klæddur hanska á hægri hendi. Ofurstinn er einnaf 17 arabaleiðtog- um sem sitja skyndiráð- stefnu Arababanda- lagsins í Alsír en hún var kölluð saman vegna ástandsins á hernumdu svæðunum í ísrael. Gy ðingaofsóknir færast í aukana í Sovétríkjunum Dreif imiðum með svívirðingum deilt út Moskvu, Reuter. HÓPUR, sem nefnir sig „Drepið gyðingana" og dreift hefur hatursá- róðri gegn sovéskum gyðingum í höfuðborginni Moskvu, veldur því að gyðingar í borginni óttast nú mjög um sinn hag. Tveggja vikna hátiðahöld vegna þúsund ára afmælis kristnihalds í Rússlandi eru nýhafin og nota gyðingahatarar og rússneskir þjóðernissinnar tæki- færið til að úthúða gyðingum sem margir vilja fá brottfararleyfi frá Sovétríkjunum. .Hvernig getum við sætt okkur við að gyðinga-skítbuxamir breyti yndislegri þjóð okkar í gyðinga- skríl? Hví skyldum við — stórkost- Fljúgandi fuglahræður Tókýó, Reuter. TALSMAÐUR japanska flugfé- lagsins All Nippon Airways (ANA), skýrði frá því í gær að tekist hefði að minnka árekstra flugvéla og fugla um 20% með því að mála risastór augu innan í vélarhús farþegaþotna félagsins. Að sögn talsmannsins er ekki vit- að með vissu hvað veldur hræðslu fuglanna en hann sagði að augun virtust vekja einhverjar eðlishvatir hjá fuglunum sem verða til þess að þeir forðast þotumar. legir, gáfaðir, fagrir slavar — líta á gyðinga sem eðlileg fýrirbæri meðal okkar? Hvers vegna má skítugur, illa þefjandi gyðinga- fénaðurinn kalla sig Rússa, nefna sig rússneskum eftimöfnum og skýla sér þannig bak við hetjuheiti okkar sem við eram svo hrevkin af?“ Það er áróður af þessu tagi sem veldur gyðingum vaxandi kvíða. Sumir þeirra þora ekki að leyfa bömum sínum að fara úr húsi án fylgdar fullorðinna. Að sögn heim- ildarmanna í hópi Moskvu-gyðinga gerðist það fyrir tveim vikum að hópur ungmenna safnaðist saman fyrir utan híbýli læknis er hýsir marga gyðinga og hrópaði fólkið: „Bráðum komum við og drepum ykkur!“ í fulla klukkustund áður en lögreglumenn komu og tvístraðu hópnum. „Gyðingahatur er alltaf til héma,“ sagði annar heimildarmað- ur. „Enda þótt langt sé liðið síðan skipulagðar ofsóknir áttu sér stað er almenningur alltaf tilbúinn til að hefja þær að nýju,“ bætti hann við. Moskvulögreglan sagði frétta- mönnum að yfirvöld gerðu sér grein fyrir ástandinu og hefðu aukið varðgæslu. Fjölmiðlar hafa látið í ljós áhyggjur vegna áróðurs gyð- ingahataranna, sem margir era taldir félagar í samtökum þjóðem- issinna er nefnast Pamyat. Ljóð- skáldið Jevgeníj Jevtúsénko segir í grein í vikuritinu Moskvutíðindum í gær að íhaldssamir andstæðingar „perestrojku", umbótaáætlunar Gorbatsjovs aðalritara, styddu hat- ursáróður gegn gyðingum með leynd. Mitterrand: Vill afskrifa þriðjung skulda fátækra þjóða Parls, Reuter. MITTERRAND Frakklandsforseti hvatti í gær iðnríkin til að gefa eftir þriðjunginn af skuldum fátækra ríkja og sagði að Frakkar myndu ríða á vaðið hver sem viðbrögðin yrðu við tillögum hans. Nokkur önnur iðnveldi tóku þegar undir tillögurnar. Talsmaður vestur-þýsku stjóm- arinnar skýrði frá sams konar áætl- unum sinnar stjómar og virtust stjómimar tvær hafa haft samráð um yfírlýsingamar. Vestur-Þjóð- veijar ætla að afskrifa samanlagt 50 milljónir Bandaríkjadala sem fimm Afríkuþjóðir skulda þeim og hafa í hyggju að gefa eftir um 2.200 milljónir dala í viðbót. í Ottawa sagði fulltrúi ríkis- stjómarinnar að Kanadastjóm velti fyrir sér svipuðum aðgerðum. í ávarpi sínu sagði Mitterrand m.a.: „Við verðum að snúa við þeirri þróun að fjárstreymi frá fá- tæku löndunum til þeirra ríku sé 30 milljörðum bandaríkjadala hærra en fjárstreymið frá ríkum til fátækra."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.