Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 2
w i t / t r \ r t :i\' n <tiii ( t < t a j r 4 t ■; > q c MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Forsetakosningarnar: Vigdís hafnar áskorun um kappræður í sjónvarpi Viðhorf Vigdísar andlýðræðislegt segja stuðningsmenn Sigrúnar VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, hefur með bréfi dagsettu 11. júní hafnað áskorun mótframbjóðanda sins, Sigrúnar Þorsteinsdóttur, um kappræður i sjónvarpssal vegna forsetakosninganna. í bréfi sinu segir Vigdís að báðar hafi þær fallist á að flytja hvor um sig 10 minútna ávarp í sjónvarpi 23. júní nk. og telji hún að þessi ávörp séu til þess fallin að koma málstað beggja frambjóðenda til skila og ekki sé frekari þörf á að þær komi persónulega fram i sjónvarpi. Stuðningsmenn Sigrúnar Þor- ars að viðhorf Vigdísar sé „andlýð- steinsdóttur hafa brugðist hart við ræðislegt og í því komi fram dramb- bréfi forsetans og í yfirlýsingu, sem læti gagnvart þjóðinni og mótfram- þeir gáfu út í gær, segir meðal ann- bjóðandanum sem hæfí ekki sönnum Átta ára fangelsi fyrir að bana konu DÓMUR var kveðinn upp í gær í Sakadómi Reykjavíkur yfir Braga Ólafssyni, 52 ára, sem var fundinn sekur um að hafa orðið konu sinni, Grétu Birgisdóttur, 26 ára, að bana þann 10. janúar síðastliðinn. Bragi var dæmdur i 8 ára fangelsi. Dómurinn áfrýj- ast sjálfkrafa til Hæstaréttar, þar sem fangelsisvistin er lengri en 5 ár. Að morgni sunnudagsins 10. jan- úar fannst Gréta látin í íbúð hennar og Braga á Klapparstíg 11 í Reykjavík og voru áverkar á höfði hennar og hálsi. Bragi var einnig í íbúðinni og var hann handtekinn. Við yfirheyrslur hjá Rannsóknar- lögreglu ríksins viðurkenndi Bragi að til átaka hefði komið með þeim hjónum, en neitaði því hins vegar að það hefði verið ásetningur hans að svipta hana lífí. í niðurstöðu Sakadóms segir að telja verði sannað að konan hafí Austurlandsmótið: Sævar vann Zsuzsu Egilsstöðum. Sævar Bjarnason sigraði Zsuzsu Polgar í 7. umferð Opna Austur- landsmótsins í gær. Önnur helstu úrslit urðu að Þröstur Þórhallsson vann Hannes Hlífar en Karl Þor- steins og Orr gerðu jafntefli. Helstu úrslit í B-flokki urðu að Zsofi Polgar vann Viðar Jónsson og Amar Ingólfsson vann Lazlo Polgar. Helgi OLafsson stórmeistari hætti þátttöku sinni um helgina af persónu- legum ástæðum. Björn kafnað þegar ákærði vafði bönd úr dyrahengi fast um höfuð og háls konunnar. Ákærða hlaut að vera ljóst, að lang líklegast væri að Gréta hlyti bana af því að hann vafði köðlunum fast um háls hennar. Telst ákærði því brotlegur við 211. grein almennra hegningarlaga með því að verða Grétu að bana með þeim hætti. Pétur Guðgeirsson sakadómari kvað upp dóminn. lýðræðissinna," eins og það er orðað. „Sigrún Þorsteinsdóttir er ekki að bjóða sig fram á móti forsetaembætt- inu eða forseta íslands. Sigrún er að bjóða sig fram á móti Vigdísi Finnbogadóttur sem frambjóðanda en ekki sem forseta. Kosningar í lýð- ræðisríki eru milli jafningja og ætti að heyja þær á jafnréttisgrundvelli. Þjóðin þekkir störf Vigdlsar sem for- seta en er hins vegar l(tt kunnug viðhorfum hennar til lýðræðisákvæða stjómarskrárinnar en þessar kosn- ingar snúast um þau ákvæði. Þær snúast því ekki um fortíðina heldur um það hvort lýðræði eigi að þróast hér á landi í framtíðinni," segir m.a. í yfírlýsingu stuðningsmanna Sig- rúnar. Stuðningsmenn beggja frambjóð- enda hafa nú opnað kosningaskrif- stofur í Reykjavík. Stuðningsmenn Vigdísar hafa opnað skrifstofu í Garðastræti 17 og í bígerð er að opna kosningaskrifstofu í Hafnar- fírði og Kópavogi og jafnvel víðar um land. Stuðningsmenn Sigrúnar opnuðu kosningaskrifstofu Í Templ- arasundi 3 í gær. Að sögn Áshildar Jónsdóttur, blaðafulltrúa Sigrúnar, verður skrifstofan I nánu sambandi við stuðningsmenn víða um land. Sjálf er Sigrún nú stodd á Norður- landi þar sem hún heimsækir vinnu- staði. Viðbrögð við þörungafaraldrinum Sarah Walker og Roger Vignoles eftir tónleikana í íslensku óperunni. Listahátíð: Sarah Walker 1 Islensku óperunni BRESKA mezzosópran söng- konan Sarah Walker hélt ljóða- tónleika í íslensku óperunni í gærkvöldi. Undirleikari var Roger Vignoles. Á efnisskránni voru lög eftir Schubert, Mend- elssohn, Schönberg, Britten og Gershwin. Sarah Walker hefur sungið í mörgurn helstu óperuhúsum Bret- lands, Evrópu og Bandaríkjanna, auk þess að hafa sungið óperu- hlutverk á hljómplötum og mynd- böndum. Hún er einnig vinsæll einsöngvari og hafa tónleikar hennar með Roger Vignoles jafn- an þótt takast með miklum ágæt- Boðað tíl aukaþings Norður- landaráðs um umhverfismál Á SUNNUDAG og mánudag var haldinn í Kaupmannahöfn auka- fundur forsætisnefndar Norður- landaráðs og samstarfsráðherra Norðurlanda ásamt ráðherrum er fara með mengunarmál í haf- inu. Tilefni fundarins var „þör- ungafaraldurinn" svokallaði, sem heijað hefur á lífríkið við strendur Noregs og Danmerkur undanfarnar vikur. Fundurinn ákvað að boða til aukaþings Norðurlandaráðs í nóvember, sem sérstaklega mun fjalla um umhverfis- og mengunarmál. Þá var lögð áhersla á að fyrir 15. september hefði ráðherranefnd Norðurlandaráðs sett saman samstarfsáætlun um mengunar- varnir og umhverfismál. Fundur- inn samþykkti einnig tillögu Matthíasar Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra og samstarfsráð- herra Norðurlanda, um að Norð- urlönd taki málið fyrir á 10. árs- fundi Parisarsáttmálans um vamir gegn mengun sjávar frá landsstöðvum, sem haldinn verð- ur i Lissabon i siðari hluta þess- arar viku. Þar verður gerð grein fyrir ástandinu í lifriki Norður- Atlantshafsins og lagt til að hrað- að verði setningu reglna um los- un næringarsalta, köfnunarefnis og fosfórs i sjó. Að sögn Matthíasar Á. Mathiesen var það samdóma álit fundarins að þörungablóminn bæri vott um al- varlega mengun í sjónum. Þótt hún hefði ef til vill komið mönnum á óvart, krefðist hún skjótra úrræða og fjármuna til aukinna rannsókna á lífríki hafsins. Var meðal annars lögð til stofnun sérstaks mengunar- 80 milljónir til fóðurstöðva Ríkissljórnin ræðir fjárveitingar til landbúnaðar í dag ÁKVEÐIÐ hefur verið að lána 80 milljónir króna til fóðurstöðva sem framleiða loðdýrafóður. Stöðvamar hafa átt í miklum rekstrarerfiðleikum undanfarið og standa frammi fyrir gjald- þroti að óbreyttu. Ekki hafa enn verið teknar ákvarðanir um aðr- ar fjárveitingar til landbúnaðar, en ríkisstjórnin mun fjalla um þær á fundi sinum í dag. Þar er um að ræða hækkun niður- greiðslna og 400 milljónir króna til útflutningsbóta. Hópur þriggja embættismanna hefur unnið við að yfirfara tillögur landbúnaðarráðherra um framlög til landbúnaðarins, reikna kostnað og yfirfara möguleika. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrif- stofustjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu, eins þremenninganna, hefur engin ákvörðun verið tekin enn um annað en að 80 milljónir skuli lánað- ar til fóðurstöðvanna. Hvorki hefur verið ákveðið á hvaða kjörum þeir fjármunir verði lánaðir né til hve langs tíma. „Að minnsta kosti er reiknað með að það verði til þess tíma sem fóðurstöðvamar ráða við, eða von til þess að þær ráði við,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að ekkert hefði verið ákveðið til að leysa vanda refarækt- enda. Þeirra starfsemi er nú rekin með miklu tapi. „Það var verið að tala um að reyna að hjálpa hluta þeirra í það minnsta, til að komast yfír þetta, eða að minnsta kosti að lifa þetta af. Eg veit ekki hvað verður úr því. Það er fyrst og fremst verið að huga að því að skipta kannski yfír í minkaræktina." Um kostnaðinn við að skipta yfir í minkarækt sagði Guðmundur: „Það þarf auðvitað að breyta búrunum og kaupa dýr.“ Hann hafði ekki tiltækar tölur um þann kostnað þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. varnasjóðs Evrópuríkja. Þá var rætt um aukið eftirlit með þömnga- vexti í sjó með hliðstæðum hætti og fylgst er með olíumengun á grundvelli Kaupmannahafnarsamn- ingsins frá 1970. „ísland hefur átt áheymarfull- trúa á fundum aðildarríkja Kaup- mannahafnarsamningsins en ég vék að því á fundi í Færeyjum fyrir stuttu, að mér sýndist full ástæða til þess að ísland gerðist fullgildur aðili að samningnum vegna æski- legs samstarfs um varnir gegn mengun sjávar," sagði Matthías I samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að á fundinum hefði einnig verið vikið að því að ákveðið hefði verið að auka upplýsingastreymi um mengunarmál milli Norðurland- anna og hefur sérstök nefnd verið skipuð um þau mál. „Það er ljóst að dómi sérfræðinga að aukið magn næringarsalta í sjó má rekja meðal annars til aukinnar áburðamotkunar í landbúnaði, fóð- urgjafar til að örva eggjahvíturíka framleiðslu, loftmengunar frá bílum og skólps frá almannaveitum. Þá er talið að mikil úrkoma hafí valdið því að óvenjumikið af næringarsölt- um hafi skolast úr jarðvegi til sjáv- ar og valdið vexti þörunganna," sagði Matthías. „Það er því brýnt að halda áfram öflugu samstarfí á öllum sviðum mengunarvama. ís- land hefur tekið virkan þátt í því, og þar hafa átt hlut að máli Sigl- ingamálastofnun, sem fer með mengunarmál í sjó, Hafrannsókna- stofnun, Hollustuvemd ríkisins og Geislavamir. Fulltrúi landbúnaðar- ráðuneytisins, dýralæknir fisksjúk- dóma, hefur nú komið inn í þetta samstarf með sérstöku tilliti til áhrifa þörungablómans á fískeldi." Stækkun álversins: Viðræður í dag FUNDUR íslensku álviðræðu- nefndarinnar við fulltrúa Alu- suisse auk þriggja annarra evr- ópskra álfyrirtælya verður í London í dag. íslensku nefndina skipa þeir dr. Jóhannes Nordal, Garðar Ingvarsson frá Seðla- bankanum, Halldór Kristjánsson frá iðnaðarráðuneytinu og Guð- mundur G. Þórarinsson alþingis- maður. Ekki er reiknað með neinni sér- stakri niðurstöðu á fundinum en fastlega búist við að þessir aðilar muni hittast á fslandi í næsta mán- uði. Hin álfyrirtækin þijú eru Alum- ined Beheer í Amsterdam, Gránges í Stokkhólmi og Austria Metall I Austurríki. Verkalýðsfélög'in um ISAL-samninginn: Samningur- innbindandi Verkalýðsfélögin tíu, sem að- ild eiga að kjarasamningnum við ÍSAL, skiluðu í gær greinargerð til stjórnvalda um lögmæti samn- ingsins, en ríkislögmaður hafði komist að þeirri niðurstöðu að kjarasamningurinn, sem undir- ritaður var 2. júní, bryti í bága við bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar um aðgerðir í efnahags- málum frá 20. maí síðastliðnum. I greinargerðinni er rakinn að- dragandi samningsgerðarinnar og bent á að umræddur kjarasamning- ur hafí verið samþykktur í viðkom- andi verkalýðsfélögum og af Vinnu- veitendasambandi Islands, sem hafi farið með samningsumboðið fyrir ÍSAL. Þvi líti félögin svo á að bind- andi kjarasamningur hafi komist á. Síðan segir: „Við samningsgerð- ina var lagatúlkun ekki til umræðu og með hliðsjón af framansögðu teljum við ekki forsendur til þess að leggja mat á greinargerð ríkis- lögmanns." Búist er við að Vinnuveitenda- samband íslands skili lögfræðilegri greinargerð til ríkisstjórnarinnar í dag vegna álits ríkislögmanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.