Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 7 Hafrannsókna- stofnun: Reikiiilíkan um tengsl þorsk- og loðnustofna SÉRFRÆÐINGAR á vegum Haf- rannsóknastofnunar vinna nú að gerð reiknilíkans, sem sýna á tengsl þorsk- og loðnustofna hér við land og áhrif umhverfisþátta á stærð þeirra. Lengi hefur verið Ijóst, að samræmi væri í stofn- stærð tegundanna, enda er loðnan mjög stór hluti fæðu þorsksins. Hins vegar hefur sú vitneskja ekki nýst sem skyldi við stjórnun veiða, þvi ekki hafa verið fyrir- liggjandi nógu ítarlegar rann- sóknir á þessum tengslum. „Auðvitað er um að ræða þau gömlu sannindi, að einn étur annan. Þannig er það í hafinu eins og ann- ars staðar," sagði Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur, sem vinnur að þessu verkefni. „Markmiðið er að komast að því, hversu mikið af loðnu þorskurinn étur, og þar af leiðandi hve mikið við þurfum að skilja eftir af henni svo hann hafí nægilegt fæði." Norski fískifræðingurinn Sigurd Tjelmeland vinnur að sambærilegum rannsóknum á fískistofnum í Bar- entshafí. Hann telur brýnt, að raska ekki vistkerfí hafsins, meðal annars vegna þess að ofveiði á einstökum stofnum geti valdið hruni annarra. Aðspurður sagði Ólafur að hugmynd- ir Tjelmelands væru ekki nýjar, en nýtingarlíkan hans fyrir Barentshaf væri hins vegar nýjung í rannsóknum á því svæði. Það líkan, sem unnið er að hér á landi er meðal annars byggt á fæðu- þörf þorsksins, meltingarhraða hans, sjávarhita og upplýsingum um fæð- una, einkum loðnustofninn. Að sögn Ólafs Karvels Pálssonar er töluvert vitað um suma þessara þátta. Til dæmis hafa rannsóknir á fæðu þorsksins hafa staðið yfir í tíu ár. Úrvinnsla gagna er þrátt fyrir það fremur skammt á veg komin, því verkefnið er dýrt og fjármagn af skornum skammti. Stálvík: Yfir 20 skip komin á færið JÓN Sveinsson framkvæmdastjóri Stálvíkur hf. segir að hann hafi nú safnað saman yfir 20 skipum til þess að selja til Arabalanda, bæði togurum og bátum og að hann hafi þegar skriflega samn- inga fyrir um helming þessa fjölda. Stálvík stendur nú í samningum við aðila í Arabalöndum um sölu á 16 gömlum togurum og 14-16 minni fískibátum. Mjög gott verð er i boði fyrir skipin, að sögn Jóns og segist harin ekki hafa átt í neinum vand- ræðum með að útvega skip upp í fyrirhugaðan samning. Auk þeirra skipa sem hann hefur aflað hér inn- anlands standa honum til boða þrír togarar erlendis sem hann segist munu hafa í bakhöndinni ef ekki tekst að fylla upp í töluna hérlendis. „Enn sem komið er hefur enginn afturkippur komið í þetta mál og nú fer að verða tími til kominn að fá kaupendur skipanna í heimsókn hingað.“ segir Jón. Valkostur vandlátra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.