Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 57
sonarmissirinn var ein með þeim stærri, en hún var gædd miklum gáfum og hæfíleikum til þess að nýta sér þann mátt sem henni var gefínn í vöggugjöf að vinna sigur gegn mótlæti og áföllum. Hennar líf einkenndist af mikilli þörf til þess að skapa gleði sjálfri sér og samferðafólkinu til handa. Guðrún var hagmælt vel, e.t.v. alltof mikið skáld til þess að hverfa af vett- vangi án þess að verk hennar hafí komið út á prenti svo nokkru nemi. Það var á árunum eftir síðari heimsstyijöldina að ég kynntist þeim systrum Immu, Gústu og Gunnu á heimili tengdamóður minnar og manns hennar sem höfðu einstaka hæfíleika til þess að laða til sín skemmtilegt fólk. Föðurafí konu minnar, Daníel Tryggvi Dan- íelsson, og Jón Daníelsson voru bræður. Þannig hófust kynnin af Gunnu í sérlega glaðværu og skemmtilegu umhverfí. Kynni sem áttu eftir að verða að óteljandi gleði- og hláturs- augnablikum. Það er auðvitað óguðlegt I hæsta máta að sem ég sit með blýantsstubb í hendi og pára á blað nokkur orð til þess að minnast vinkonu minnar Gunnu, þá renna fyrir hugskotssjónum mínum margvísleg skemmtileg atvik tengd gáfum hennar og eðlislægum skemmtilegheitum að ég get vart haldið á blýantsstubbnum sakir hláturhviða. Það var með ólíkindum hveiju Gunna gat fundið uppá til þess að gera hversdagsleikann að gneistandi kátínu, ívafið spennu og á stundum ærslafullum augnablik- um sem hún hafði alltaf á valdi sínu að ljúka með þungamiðju leiks- ins, hlátri og græskulausu gamni. Guðrún veitti frænku sinni, mér og öllum okkar bömum ómælda gleði I samskiptum og viðkynningu. Þessi samfylgd skilur eftir hlýju, væntumþykju og virðingu. Við hjónin og fjölskylda okkar sendum syni hennar og fjölskyldu hans, bamabömum og systkinum svo og öðm venslafólki innilegar samúðarkveðjur. Hvíli hún í friði. Þórarinn St. Sigurðsson Guðrún Jónsdóttir móðursystir mín verður til moldar borin mánu- daginn 11. þ.m., en hún lést eftir langvarandi heilsuleysi 3. júlí sl. Guðrún fæddist að Kjós í Reykj- arfírði á Ströndum 1. sept. 1921. Hún var yngsta dóttir ömmu minnar, Petrínu Sigrúnar Guð- mundsdóttur, og síðari manns hennar, Jóns Daníelssonar, en hann var ættaður úr Eyjafírði. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum til fjögurra ára aldurs, en þá var hún tekin til fósturs af föður- bróður sínum, Sigurgeir Daníels- syni, sem búsettur var á Sauðár- króki, og ólst að mestu upp hjá honum eftir það. Sennilega hafa uppvaxtarárin á Sauðárkróki verið bestu ár Guðrún- ar, því að meirihluta ævinnar, eftir að fullorðinsaldri var náð, þurfti hún að glíma við fjölþætta erfíðleika * og andstreymi. Innan við tvíugsaldur kynntist hún ungum manni, Pétri Péturs- syni, sem hún varð mjög hrifín af . og hann af henni. Þau munu hafa ætlað að eignast en örlögin höguðu því þó þannig að úr því varð ekki. Þau áttu saman einn dreng, Pálma, sem varð henni til mikillar ánægju, en gerði henni um leið erfiðara að koma sér áfram og afla sé menntun- ar. Pálmi er nú fyrir löngu orðinn fulltíða efnismaður. Á stríðsárunum kynntist Guðrún bandarískum hermanni og felldu þau hugi saman. í stríðslok gengu þau í hjónaband og hún fluttist til hans í Bandaríkjunum, eftir að hann hafði tekið þátt í innrásinni í Norm- andí. Hrellingar stríðsins höfðu þó sett á hann óafmáanlegt mark. Hann var sá eini úr sínum herflokki sem lifði stríðið af. Allir hinir féllu. Þeg- ar heim kom tókst honum ekki að afmá úr huga sér þær minningar MORGÚNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚlí 1988 og þjáðist það sem eftir var ævinn- ar af ólæknandi sinnisveiki. Guðrún treysti sér ekki til að dvelja vestanhafs þegar svo var komið og þau slitu samvistir eftir fremur skamma sambúð. Hún kom svo aftur heim til íslands með dreng sem þau eignuðust, Gunnar Mosty. Guðrún hafði þó áfram samband við tengdafólk sitt í Ameríku og fékk m.a. oft bréf frá tengdamóður sinni, sem henni var mjög hlýtt til. Hún er nú látin og einnig fyrrver- andi eiginmaður Guðrúnar. Gunnar sonur hennar óx upp með móður sinni og varð mesti efnispilt- ur. Hann kvæntist og þau hjón eign- uðust böm. En þá dundi ógæfan yfír. Gunnar var við köfunaræfíng- ar í Straumsvík, þegar eitthvað fór úrskeiðis og hann drukknaði. Þetta gerðist 26. apríl 1980, og er senni- lega einhveijum enn í fersku minni. Gunnar var augasteinn móður sinnar og því má geta sér til, hvflíkt reiðarslag þetta var fyrir hana. Guðrún starfaði lengst af við Landssíma íslands, bæði úti á landi og I Reykjavík. Fyrir nálægt aldar- Qórðungi kynntist hún ekkjumanni, nokkru eldri en hún var sjálf. Hann vár einnig starfsmaður Landssím- ans og hét Jóhannes Sigurðsson. Þau hófu búskap saman, sem entist meðan bæði lifðu, en hann lést á síðasta ári. Jóhannes var vænn og traustur maður. Guðrún annaðist hann í ellinni og þau veittu hvort öðru þann félagsskap sem allir þarfnast. Oft var heilsa Guðrúnar þó svo slæm að vafasamt var hvort þeirra þurfti meira á hjúkrun að halda, hún eða Jóhannes. Á yngri árum, og reyndar alla tíð, bjó Guðrún yfír sérstökum per- sónutöfrum. Hún var óvenjulega íjölhæfum gáfum gædd, m.a. var hún vel hagorð og hefði sennilega getað þroskað þann hæfíleika sinn ef annir brauðstritsins hefðu leyft það. Sem dæmi um það álit sem á henni var á unga aldri má geta þess, að hún fékk inngöngu í Hús- mæðraskólann á Blönduósi, enda þótt hún vær með barn á fyrsta ári á arminum. Þetta mun hafa verið algert einsdæmi á þeim tímum þeg- ar litið var niður á ógiftar mæður og þeim voru flest sund lokuð í námi. Guðrún var einnig búin fjölþætt- um dulrænum hæfíleikum og hefði sennilega getað orðið miðill ef hún hefði fengið rétta þjálfun. Sumir töldu að hún sæi inn í framtíðina við vissar aðstæður. Á góðum stundum var gaman að sitja og rabba við hana um hin ýmsu málefni sem hún hafði áhuga á. Þá komu best í Ijós hinar leiftr- andi gáfur hennar. Enda þótt hún hefði ekki nein teljandi afskipti af pólitík, hafði hún þó mjög ákveðnar skoðanir í þeim efnum. Hún var það sem kallað er „vinstri sinnuð" í orðanna bestu merkingu. Vildi þjóðfélag þar sem hinir sterkari styðja hina veikari, svo að allir geti komist til þess þroska sem þeir hafa gáfur og hæfileika til. Ég segi þetta hér, vegna þess að ég veit að hún vill að þetta komi fram. Hún þekkti Þórberg Þórðar- son, rithöfund, og ég held að hún hafí haldið meira upp á ritverk hans en annarra, enda boðskapur þeirra I ætt við lífsskoðun hennar. Ég veit að Guðrún hafði bjarg- fasta trú á lífi eftir dauðann og taldi sig hafa ótal sannanir fyrir þvi úr eigin lífi. Fyrir fáeinum vikum var ég staddur hjá henni og þá sagði hún við mig: „Nú fer ég bráðum að fara frá ykkur og þeim fer að fækka stundunum sem við getum rætt saman.“ Ég sá hana aðeins einu sinni eftir það. Ég þakka Guðrúnu fyrir langa og ánægjuríka viðkynningu og áma henni velfarnaðar á nýjum leiðum. Þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti“. Pálma syni hennar, bamabömum og systkinum votta ég og fjölskylda mín dýpstu samúð. Ævar Jóhannesson Nanna Kristín Jakobs dóttír - Kveðjuorð Fædd 26. október 1937 Dáin27.júni 1988 Stundum stöndum við höggdofa og orðvana frammi fyrir ráðstöfun- um skapara vors, okkur dimmir fyrir augum og helkuldinn nístir hjartað. aðeins svartnætti sorgar og dapurleika virðist framundan. Hvers vegna þarf hinn slyngi sláttu- maður að slá allt hvað fyrir er? Hvers vegna er móðirin og eigin- konan hrifin svo snöggt og mis- kunnarlaust úr faðmi fjölskyldunn- ar — frá dætram og eiginmanni, frá hálfnuðu dagsverki á sviði tón- listarinnar í þágu fegurra mannlífs? Spumingamar hrannast upp í hug- anum — en það verður færra um svör, aðeins tóm og eyðileiki. En tíminn læknar öll sár þótt örin hverfí aldrei. Smám saman streyma fram í hugann hlýjar og notalegar minn- ingar frá liðnum samverastundum: Veisla á Ránargrund 5. Húsmóðir- in, hógvær og hlédræg og ekki allra við fyrstu kynni, ber fram réttina og kynnir þá persónulega hvern og einn með leiftrandi kímni og hlýjum glettnisglampa í augum. Stund við arineld í notalegu rökkri — eðalvín glóir í glösum, mannlífíð skoðað í spéspegli. Nærvera Nönnu — alltaf hlý og gefandi — aldrei kreíjandi. Seinna komust við að því að hún átti til að bera æðraleysi hetjunnar. Við minnumst stunda sem þessara með þakklæti til æviloka. Skuggi dauðans hvflir nú yfir fjölskyldunni á Ránargrand 5, en birtan sem stafar frá hlýjum og góðum minningum mun sigrast á þeim skugga og sólin sem alla verm- ir og huggar mun bijótast fram í gegnum skýin á nýjan leik þrátt fyrir allt. Við sendum Gísla og dætranum, föður og systkinum og öllum þeim sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls Nönnu Jakobsdóttur, inni- legar samúðarkveðjur og biðjum þeim guðsblessunar. Óttar og Jóhanna Reinaldur Reinalds- son - Minning Fæddur 27. apríl 1958 Dáinn 12. júlí 1984 Ég kynntist Reinaldi Reinalds- syni í prestaskólanum í Freiburg, Þýskalandi, og voram við þar sam- an í þijá vetur. Reinaldur ákvað að gerast prestur og þjóna kaþólska söfnuðinum á íslandi stuttu eftir að hann tók kaþólska trú. Fyrrver- andi biskup, dr. Hinrik Frehen, tók ákvörðun hans vel og sendi hann utan til náms. Reinaldur reyndist frábær námsmaður. Þegar á fyrsta ári var hann orðinn fremstur í bekk sínum enda hafði hann þá þegar kynnt sér allvel ýmis guðfræðileg rit, m.a. „Grandkurs des glaubens“ (Kennslubók í trúfræði) eftir hinn fræga jesúíta Karl Rahner. Mennt- un Reinalds var víðtæk og náði djúpt, einkum hvað snerti sígild rit hins kaþólska heims, og kom það hinum prestnemunum á óvart, sem allir vora aldir upp í kaþólskri trú. En Reinaldur jók þekkingu sína enn frekar með tíðum Biblíulestri og djúpu bænalífi. Biblían lá alltaf opin á skrifborði hans og bar þess merki að hún væri mikið notuð. Aðdáun hans á orði Guðs hafði hvetjandi áhrif á okkur. Við komum saman tvisvar í viku í hópi prest- nema til þess að lesa nokkur vers úr heilagri ritningu og spjalla um þau, og alltaf urðum við andlega ríkari eftir slíkar samræður. Á skrifborði Reinalds stóð einnig lítið Maríulíkneski og logaði á rauðu kerti fyrir framan það. Talnabandið lá rétt hjá og eftir því sem ég veit best greip hann oft (það til að biðja bænir sínar. Hann kynntist einnig austurlensku Jesúbæninni: „Jesús Blómastofa FriÖfmm Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pí6 öll kvöld til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við Öli tilefni. Gjafavörur. Kristur, guðssonur, miskunna þú mér, syndugum manni." Þessa bæn biðja kristnir menn í Austur-Evrópu og endurtaka hana stöðugt í hljóði með sjálfum sér þannig að hún verður eins og andardráttur sálar- innar. Reinaldur var mjög hrifinn af hátíðleika helgisiðanna í kaþólsku kirkjunni, og var brátt falið að vera helgisiðameistari í dómkirkjunni í Freiburg. Þann 15. maí 1983 þáði ég prestsvígslu þar ásamt 24 öðram prestsefnum af hendi Óskars erKP' biskups Freiborgar og athöfnin fór fram með prýði undir stjóm Rein- alds. Sjóndeildarhringur Reinalds var víður. Hann þekkti margt fólk, kynntist m.a. Karli Rahner S.J. og hóf í áföngum að skrifa doktorsrit- gerð hjá Karli Lehmann, erkibisk- upi í Mainz og stjómanda biskupa- ráðs Þýskalands. En vefeir Guðs era órannsakan- legir. Hann kallaði þjón sinn aftur til sín þann 12. júlí 1984 öllulír aðstandendum á óvart. En við treystum á fyrirheit Jesú sem sagði: „Þar sem ég er, þar mun og þjónn minn vera." Ég þakka Guði fyrir Reinald, sem var mér vinur og hjálparhönd á leið minni til að takast á hendur þjón- ustu í kirkju Guðs. Við sameinumst móður hans, Þorbjörgu Bjömsdótt- ur, og öðram aðstandendum hans í bæn fyrir eilífri farsæld hans og þökk til Guðs fyrir þann tíma sem við fengum að njóta samvista við hann. Hámessa kl. 10.30 í dag í Krists- kirkju, Landakoti, verður sungin til minningar um hann. Séra Jakob Rolland t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar mins, bróður, mágs og frænda, ÁRNA ÁGÚSTS EINARSSONAR, Hverfisgötu 42, Reykjavfk. Sérstakar þakkir færum við Samhjálp. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Margrát Gunnlaugsdóttir. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 Legsteiiiar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjof ________um gerð og val legsteina. , ÍB S.HELGASON HF | STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 SlMt 76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.