Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 17 KJÖTMIÐSTÖÐIN framlagi kennara og nemanda. Á báða bóga þarf óhemju þolinmæði og gífurlegt traust. Kennarinn þarf að trúa og treysta á hæfileika nem- andans. Og nemandinn að trúa og treysta á hæfileika kennarans til að beina honum inn á réttar braut- ir, jafnvel þó hægt miði á stundum. Sem stendur er ég með unga kontra-altsöngkonu í námi hjá mér. Þegar ég heyrði hana fyrst, þá hafði hún næstum enga hæð og hún var sannfærð um að á því væri enga bót að hafa. Þegar ég heyrði hana fyrst vissi ég heldur ekki á neinn röklegan hátt, að hæðin væri falin í rödd hennar. Fremur að ég hefði það á tilfmningunni af langri reynslu. Fann í hálsinum á mér, hvað hún gerði vitlaust. Eg lét hana reyna allt mögulegt, sannaði fyrir henni að í rödd hennar fælist líka hæð, sem hún vildi' alls ekki trúa í fyrstu. Með þolinmæði á báða bóga hefur okkur tekist að víkka radd- sviðið heilmikið út, teygt það upp. Það vinnst margt með þolinmæð- inni.“ Eitt vinsælasta umræðuefnið, þegar söngkennsla er annars vegar eru hinir svokölluðu skólar innan hennar. Talað um ítalska og þýska skólann. „Líka þann búlgarska, rússn- eska og marga fleiri . . . En þegar ailt kemur til alls, þá er söngur ekki spurning um skóla, heldur um rétt og rangt. Sá, sem ber sig rangt að, verður bara að reyna aðra leið. Allar vangavelt- ur um hvort þessi tæknin eða hin, hinn eða þessi skólinn er betri, eru gagnslausar. Á endan- um er það réttur söngur eða rangur, sem allt veltur á.“ Og munurinn þar á, hver er hann? „Þegar hlustað er á góðan söng, þá hljómar hann þannig, að áheyr- andanum finnst að svona geti hann líka gert. Söngurinn virðist svo fyr- irhafnarlítill og áheyrandinn hlustar afslappaður. Söngvari sem ber sig rangt að gerir áheyrandann óróleg- an, honum líður illa af söngnum, líka í skrokknum. Það er í raun svo sáraeinfalt að syngja. Fyrir löngu heyrði ég sagt, að það erfiðasta í söngnum væri að láta hlutina eiga sig. Ég skildi þetta ekki fyrr en löngu seinna. Áráttan er nefnilega einhvern veg- inn alltaf að reyna að gera eitt- hvað, en það getur einmitt verið best að gera sem minnst. Leitast við að halda röddinni lausri og eðli- legri. Því betur, sem þetta tekst, því fallegri komatónarnir. Spurning um að losa um. Kennarinn reynir þá að ná til nemandans og fá hann til að losa um röddina. Það er ótrú- leg tilfinning fyrir kennara, að finna að hann nær til nemandans, finnur að hjálpin dugir og að hann getur mótað röddina. Ánægja söngkennarans felst líka í því að sjá, að það sem hann þótt- ist eygja í upphafi, gengur eftir. Að geta hallað sér aftur á bak í stólnum nokkrum árum seinna, og að sjá það hafa ræst, sem maður þóttist sjá í byrjun. Ótrúlega ánægjulegt að finna að það er hægt að stýra nemandanum, hægt að byggja upp sönginn og manneskj- una sjálfa. Fyrir átta árum heyrði ég Gabri- ele Schaut syngja ljóð í opinni kennslustund og sagði henni örlítið til. Hún var þá mezzósópran, sem söng meðal annars Rósariddarann. Hún bað mig svo um að segja sér frekar til og ég sagði henni að líklega yrði hún á endanum drama- tísk sópransöngkona. Núna er hún nýbúin að syngja Isolde í fyrsta skiptið, úrvals hlutverk fyrir drama- tíska sópransöngkonu, og hlaut af- bragðs góða dóma fyrir. Syngur hlutverkið líka í Bayreuth í sumar. Ánægjulegt að fylgja henni eftir. Það er einfaldlega gáfa að geta heyrt raddþroska fyrir, gáfa og reynsla, því röklega er ekki hægt að útskýra hvað eða af hveiju. Aðeins spuming um tilfinningu. Þegar farið er af stað í söng- kennslu skiptir miklu máli að byrja nógu ógnar hægt. Láta syngja veikt í byijun, piano, piano, piano, svo röddin finni sér góða festu. Það verður að finna röddinni rétt form. Ef það er vanrækt í byijun, þá er erfitt að bæta úr því seinna meir. Þettabugtak nær til öndunar, festu og stuðnings . . . undirstöðuatriðin í söng.“ Þér verður tíðrætt um sálarlíf- ið í söngnum og söngkennslunni. Það er sumsé ekki aðeins röddin, sem skiptir máli í fari söngvar- ans? „Nei, söngkennari fínnur fljótt, að söngurinn snýst ekki um röddina nema að litlu leyti. I söng þarf til að mynda að losa sig við allar áhyggjur, áður en er byijað. Ég hef stundum stoppað nemendur mína af eftir nokkrar mínútur og spurt þá hvað sé að. Stundum er svarið þá „Ekkert, ekkert . . .“, en það þýðir ekki að afneita áhyggjunum. Þær koma fram í söngnum. Og manngerðin kemur fram. í 80% til- vika get ég heyrt karakter viðkom- andi í röddinni einni saman. Sá, sem er næmur fyrir söng, getur lesið söngvara á sviði jafnauðveldlega og opna bók . . . Og einmitt vegna þess hve söng- kennari kemst í náið samband við nemendur sína skiptir svo miklu máli að það fari vel á með kennara og nemanda. Það má vel líkja þessu sambandi við hjónaband, þar sem gagnkvæmt traust, samkennd og skilningur þarf að ríkja hjá báðum, svo vel gangi. Ef kennari og nem- andi tengjast ekki, þá verður aldrei neitt úr neinu og eins gott að hætta strax. Það hefur ekkert með að gera hvort nemandi eða kennari eru góðum gáfum gæddir, þeir verða að tengjast. Ég man einu sinni eft- ir að hafa fengið nemanda, sem ég náði ekki til. Sagði þá við unga manninn, að honum væri velkomið að heimsækja mig þegar hann vildi, en um kennslu gæti ekki orðið að ræða.“ Og þegar kemur út í atvinnu- lífið? „Þá verður spurningin um mann- gerðina enn meira brennandi. At- vinnusöngvari verður fyrir _ svo margs konar áhrifum víða að. Áhrif sem geta verið eyðandi og hættu- leg. Slæmt hjónaband nuddar fljót- lega mesta gljáanum af röddinni . . . Og erfiðleikar í einkalífi eru konum lang hættulegastir. Kven- röddin er viðkvæmara hljóðfæri en karlröddin. Ég veit ekki af hveiju, kannski af líkamlegum ástæðum, af hormónastarfsemi. En söng- konur hafa minna viðnám en karl- kyns söngvarar. Konur tapa rödd- inni líka oft hraðar en karlmenn. Svo eru það lífsreglurnar, nóg af hreinu lofti, nægur svefn, láta samkvæmislífíð eiga sig, jafnvel að hlífa röddinni með því að tala ekki of mikið. Söngvari ætti að lifa ein- földu lífí, „ætti“, en það gera nú ekki allir. Söngvarar ferðast mikið núorðið og það er ekki heppilegt til lengd- ar. Ferðalögin finnast fljótt á rödd- inni. Ég man eftir að hafa einu sinni flogið beint frá Þýskalandi yfir til Hollywood, þar sem ég var sótt_ á flugvöllinn til að fara á æfingu. Ég mæli ekki með slíku. Svo skiptir máli að velja sér margvísleg verk- efni. Best að syngja allt, óperur, ljóð, sinfónísk verk, því þá verður röddin sveigjanlegri. Fjölbreytnin örvar og nærir röddina. Söngvarar eldast misjafnlega vel, en röddin missir óhjákvæmilega gljáann smátt og smátt. Með góðri tæknikunnáttu getur fimmtugur söngvari hljómað eins og þijátíuog- fimm ára, en þá þarf hann líka að vita mikið um hljóðfærið sitt og þekkja það vel. Vita hvað gerist þegar hann syngur. En það dapur- lega er, að þó röddin missi eitthvað af gljáa sínum, þá kemur innri maðurinn skýrar fram, reynsla og átök lífsins, svo meðan söngvarinn er ungur og með skínandi rödd vantar kannski lífsreynsluna, sem ljáir söngnum dýpt. En þegar lífsreynslan er farin að lita sönginn er röddin farin að tapa sér. Þetta er óumflýjanlegur harmleikur söngvarans . . . Texti: Sigrún Davíðsdóttir HOMEUTE Mótorslittuirt ÞDR f ÁBMÚLA11 Grillmatur í miklu úrvali Opið til kl. 20.00 íkvöld. Laugardag kl.8-18 Sunnudag kl. 11-18 Garðabæ, sími: 656400 Opna Volvo golfmótið verður haldið á Svarfhólsvelli 16. iúlí. Spilaðar verða 18 holur með- og án f or- g jaf ar. Góð verðlaun í boði. AUKAVERÐLAU N: A 7. braut ný Volvo bifreið fyrir holu í höggi. Á 7. og 16. braut Titleist golfboltar og regnhlíf. Á 4. og 13. braut kvöldverður fyrir tvo í Inghóli, Selfossi. Fyrir fæst pútt á flötum kvöldv. fyrir tvo í Árseli, Selfossi. Fyrir lengsta upphafshögg á 9. og 18. útigrill með steik á. Rástímar verða gef nir í síma 98-2241714.-15. júlí kl. 17-22. Stjórnin. SJÓVÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.