Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 Nýtt álver— fleiri eg-g- í sömu körfu eftír Kristínu Einarsdóttur Allt frá byggingu álversins í Straumsvík hafa margir haft áhyggj- ur af þeirri mengun sem frá verk- smiðjunni stafar. Á fyrstu árunum var aðallega talað um flúoríðmeng- un, en fljótlega kom í ljós að veruleg mengunarhætta getur stafað af úr- gangsefnum úr bræðslukeijum verk- smiðjunnar og mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs getur einnig orð- ið veruleg. Álverið var fyrstu tíu árin rekið án hreinsibúnaðar. Það þurfti lang- vinna baráttu islenskra heilbrigð- isyfírvalda til að komið væri upp hreinsunarbúnaði fyrir flúoríð frá verksmiðjunni. Forráðamenn álvers- ins í Straumsvík hafa ævinlega hald- ið því fram að fyrirtækið væri til fyrirmyndar um mengunarvamir og hafa vænt þá um vanþekkingu sem efast hafa um það og telja önnur sjónarmið um stóriðju en þeirra eigin varla eiga rétt á sér. Flúoríðmengim Nýlega kom út skýrsla hjá Holl- ustuvemd ríkisins um mengun í út- blásturslofti frá álverinu. Þar segir í lokaorðum m.a.: „Flúoríð- og rykm- engun í útblástursíofti frá verksmiðj- unni mældist óviðunandi." Þótt tæknilegur framkvæmdastjóri ál- versins haldi því fram að flúoríð- mengun hafí minnkað frá því mæl- ingar Hollustuvemdarinnar voru gerðar, kom í ljós við mælingar á þessu ári, að svo var ekki. Það er ekki von á góðu, ef þeir sem sjá um mengunarvamir telja ástandið gott eins og það er nú. Mér verður hugsað til þeirra tíu ára sem alls engar mengunarvamir voru í Straumsvík. Hve mikið flúoríð og annar óþverri fór þá útí andrúms- loftið? Um þau tíu ár sagði í athuga- semd frá álverinu sem birtist í febrú- ar sl.: „Álverið var sem kunnugt er rekið í tíu ár án hreinsibúnaðar og án flár- hagslegs tjóns fyrir nokkum Islend- ing.“ Mig grunar að þama hafí nátt- úran ekki verið metin hátt. Brennisteinsdíoxíð Hollustuvemd ríkisins áætlar að hlutur álversins af þeirri brenni- steinsdíoxíðmengun sem upprunnin er hér á landi sé um það bil 25%. Mengun af völdum brennisteins- díoxíðs er vemlegt vandamál í iðn- ríkjunum og reyndar víðar. Skógar á meginlandi Evrópu era í mikilli hættu m.a. vegna þessarar mengun- ar. Mengunin berst einnig með and- rúmslofti til annarra landa og kemur niður sem súrt regn og hefur haft veralega skaðleg áhrif t.d. í Svíþjóð og Noregi. Fiskur hefur drepist þar unnvörpum og sum vötn era orðin alveg físklaus vegna þéss hve þau hafa súmað. Mikil áhersla er því lögð á það á alþjóðavettvangi að draga úr meng- un af völdum brennisteinsdíoxíðs. Skylda okkar er ekki minni en ann- arra hvað þetta varðar. Því miður virðist ekki tæknilega framkvæmda- stjóranum ljós sú skylda ef marka má viðtal við Mbl. 24. júní sl. þar sem hann segir að jarðvegur á ís- landi hafí aðeins gott af brennisteins- díoxíði. Mengun frá kerjaúrgangi Sú mengun sem einna minnstur gaumur hefur verið gefínn er sú sem getur stafað af úrgangsefnum úr bræðslukerjum verksmiðjunnar. í ketjaúrganginum era cyan-sambönd, þ.e. blásýrasölt sem era mjög hættu- leg lífveram jafnvel í mjög litlu magni, auk annarra minna hættu- legra eftia. Það var því ekki að ástæðulausu að árið 1975 kannaði ég ásamt nokkram öðram náttúra- fræðingum hvemig háttað væri eyð- ingu þessara hættulegu efna. Þá kom i ljós að kerbrotum hafði m.a. verið hent á raslahaugana í Hafnarfírði sem var þá talin óviðunandi lausn vegna hættu á mengun grannvatns. Einnig var kerbrotunum um tíma hent á Qörar, en að sjálfsögðu var það ekki talin fær lausn þar sem þá var raslið sýnilegt. Nú er kerja- úrganginum hent í s.k. flæðigryfju. Sjórinn á þar greiðan aðgang og gætir flóðs og fjöra í gryíjunni. Áður sást mengunin. Þá höfðu menn áhyggjur af henni. Nú sést hún ekki lengur en sama mengunin fer í sjóinn og er ekki síður ástæða til að hafa áhyggjur af því. Sumir halda að með þvi að láta sjóinn leika um úrganginn séu cyan- samböndin gerð óskaðleg. Enn hefur þó enginn getað upplýst hvemig þetta á sér stað og þætti mörgum fróðlegt að fá það staðfest ekki síst í ljósi þess að erlendis hafa eigendur álvera víða verið skikkaðir til að flytja öll kerbrot í oxunarverksmiðjur til að gera cyanjónina óskaðlega. Úrbætur og hert eftirlit Augljóst er því að taka verður strax á mengunarmálum álversins í Straumsvík. Ég vil taka undir það sem stendur í lokaorðum skýrslu Hollustuvemdar ríkisins um loft- mengun frá álverinu en þar segir m.a.: „Nauðsynlegt er að setja ákveðin mörk fyrir útblástursmengun frá ál- verksmiðjunni í Straumsvík. Bæta þarf reglubundið eftirlit, koma á reglubundnum mælingum og vinna markvisst að því að mengun haldist í lágmarki. Mlilegt er að álverksmiðjan í Straumsvík afli sér starfsleyfís í sam- ræmi við reglugerð 390/1985. í starfeleyfi fyrirtækja koma fram út- blástursmörk og reglur um aðra mengun." Það er ótrúlegt að íslensk stjóm- völd skuli enn láta viðgangast að Kristín Einarsdóttir „Fróðlegt væri að fá að heyra hvaða kröfur um mengunarvarnir full- trúar íslenskra stjórn- valda fara með í far- teskinu til viðræðna við erlendu stóriðjufurst- ana sem svo gjarnan vilja reisa nýtt álver á íslandi.“ fyrirtæki í eigu útlendinga séu und- anþegin íslenskum lögum og þurfí ekki að hafa starfsleyfí hér á landi. Þar með er réttum yfirvöldum gert erfítt um vik að taka á mengunar- vandamálum verksmiðjunnar. Slíkt fyrirkomulag er alls óviðunandi. í Morgunblaðinu 2. júlí sl. birtist viðtal við nýjan forstjóra íslenska álversins, dr. Christian Roth. Þar segir að hann sé mjög meðvitaður um umhverfíð og hafí brennandi áhuga á náttúranni og nefnir vist- fræði og umhverfissinnaða viðskipta- stefnu sem helstu áhugamál. Það ætti því að vera auðvelt fyrir íslensk stjómvöld að taka nú til hendinni í þessum málum. Orkuverð til stóríðju Á síðasta ári seldi Landsvirkjun raforku til almenningsveitna á rúm- lega þrisvar sinnum hærra verði en það sem stóriðja hér á landi þurfti að greiða. Þó eðlilegt verði að teljast að stómotendur og þeir sem nota jafna orku allan sólarhringinn greiði lægra verð tel ég almenningsveitur greiða allt of hátt verð nú miðað við stóriðjuna. Verð á raforku til álversins í Straumsvík er háð heimsmarkaðs- verði á áli og hefur verðið verið óvenju hátt að undanfömu. Álverðið hefur þó ekki verið það hátt að hæsta verð hafi fengist fyrir raforkuna, en þó svo hátt að álframleiðendur telja sjálfír að slíkt verð geti ekki gengið lengi. Nú virðist eiga að fara að byggja nýtt álver. í samtölum við þá sem hér vilja reisa nýtt álver hefur komið fram að þeir telja sig geta fengið HAGSTOFA íslands hefur gefið út fréttatilkynningu um vöru- skipti við útlönd á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þar kemur fram, að vöruskiptajöfnuður landsmanna var þá óhagstæður um 1.694 miiljónir króna, en á sama tíma á síðasta ári var hann óhagstæður um 1.253 miiyónir, ef miðað er við sama gengi. í fréttatilkynningunni segir, að í raforkuna á svipuðum kjöram og ÍSAL fær nú. Iðnaðarráðherra og forstjóri Landsvirkjunar hafa sagt að verð til almennings muni ekki hækka vegna nýrra samninga. Við hvað miða þeir þá? Era þeir að tala um að almenningsveitur eigi um ókomna framtíð að greiða meira en þrisvar sinnum hærra verð fyrir ra- forkuna en stóriðjan? Það getur alls ekki gengið að láta útlendinga fá raforku á verði sem er lægra en það kostar að framleiða hana. Með því móti verður hin ódýra orka útlend- ingum en ekki íslendingum auðlind. Mengnnarvarnir í nýju álveri? Fróðlegt væri að fá að heyra hvaða kröfur um mengunarvamir fulltrúar íslenskra stjómvalda fara með í far- teskinu til viðræðna við erlendu stór- iðjufurstana sem svo gjaman vilja reisa nýtt álver á íslandi. Getur ver- ið að iðjuhöldamir telji ísland góðan kost ekki bara vegna þess að hér sé auðvelt að semja um ódýra orku — jafnvel undir kostnaðarverði — held- ur að andvaraleysi íslenskra ráða- manna í mengunarmálum lokki einn- ig? Hér er hætta á ferðum. Iðnaðar- ráðherra ber að sjálfsögðu að hafa fullt samráð við heilbrigðisyfírvöld og setja fram strangar kröfur um mengunarvamir. Hann má hins veg- ar ekki gleyma því að jafnvel besti mengunarvamarútbúnaður getur bil- að með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Mengunarvamarbúnaður álvers- ins í Straumsvík virðist allt of oft vera í ólagi. Ekki stóríðju Þeir sem tala ijálglegast um nauð- syn stóriðju segja gjaman að ekki sé forsvaranlegt að byggja allan okk- ar útflutning á sjávarafurðum. Það er því einkennilegt að leggja aðalá- hersluna á að fá hingað álfyrirtæki á sama tíma og verið er að hætta slíkri starfsemi í Evrópu. Talað er um að tengja raforkuverð við heims- markaðsverð á áli sem er miklu sveiflukenndara en verð á sjávaraf- urðum. Enn era því öll eggin sett í sömu körfuna. Það eykur varla §öl- breytnina að fá hingað risaálver. Við eigum ekki að lokka hingað iðnað sem getur mengað og eyðilagt landið. Byggjum heldur upp iðnað sem hentar okkur. Eðlilegast og far- sælast er að byggja atvinnulífíð sem mest á eigin hráefnum. Aukinnar flölbreytni er fyrst og fremst að leita f fullvinnslu sjávarafla og annars iðn- aðar sem byggir á íslensku hráeftii. Nýtum auðlindimar okkur til hags- bóta en gefum þær ekki útlending- um. Við eigum ekki að gefa úr landi fossana okkar fremur en starfskrafta okkar. Við eigum að horfa til nýrra atvinnugreina sem taka mið af framtíðinni og era í sátt við náttúra landsins og fólkið sem það byggir. Höfundur erþingmaður Kvenna- listans. mars á þessu ári hafi verið fluttar út vörur fyrir 5.761 milljónir króna, en innflutningur hafí numið 5.636 milljónum. í marsmánuði var vöra- skiptajöfnuðurinn því hagstæður um 125 milljónir. Á síðasta ári var hann hins vegar hagstæður um 297 milljónir í mars. Fyrstu þijá mánuði þessa árs nam útflutningur landsmanna 11.126 milljónum króna, en inn- fiutningurinn 12.820 milljónum. Vöraskiptajöfnuðurinn var því óhagstæður um 1.694 milljónir. Vöruskiptajöfnuður fyrstu þriggja mánaða ársins 1987 var óhagstæð- ur um 1.253 milljónir á sama gengi. Á tímabilinu janúar til mars var verðmæti vöruútflutnings lands- manna 11% meiri en á sama tfma í fyrra, ef miðað er við fast gengi. Innflutningurinn var hins vegar 13% meiri í ár. Sjávarafurðir vora nú 72% alls útflutningsins og hefur verðmæti þeirra aukist um 6% frá því á síðasta ári. ÍSLANDSMÓTIÐ í TENNIS 1988 4.-14. ÁGÚSTÁ FOSSVOGSVÖLLUNUM Skráning og greiðsla þátttökugjalda: Hvenær: 7.-21, júlí. Hvar: Skrifstofu ÍSÍ í Laugardal milli kl. 9-17. Þeir, sem eru úti á landi, skrái sig í síma ÍSÍ 83377, og senda greiðslu í ávísanareikning TSÍ, nr. 28940, í Landsbanka íslands, Laugavegi 77 R. Hve mikið: Einliðaleikur fullorðinna: 800 kr. Tvíliða/tvenndarleikur fullorðinna 1000 kr. Einliðaleikur unglinga 400 kr. Tvíliðaleikur unglinga 600 kr. Skipulag mótsins: 1. Unglingaflokkar, þrír aldursflokkar ef næg þátt- taka fæst 4.-7. ágúst. 2. Tvfliða/tvenndarleikur fullorðinna 7.-9. ágúst. 3. B-flokkar í einliðaleik karla og kvenna 9.-11. ágúst. 4 karlar komast áfram og keppa til úrslita við 12 menn úr A-flokki. 2 konur komast áfram og keppa til úrslita við 6 konur úr A-flokki. 4. A-flokkur karla og kvenna: 12.-14. ágúst. 5. Keppt verður frá kl. 16 á virkum dögum en frá kl. 9.00 um helgar. Keppendur: 1. Mega taka þátt í þremur greinum. 2. Mega eingöngu keppa í einum aldursflokki upp fyrir sig. 3. Þurfa að vera minnst 4 þannig að keppt verði í grein/flokki. Tennissamband íslands, íþróttamiðstöðinni Laugardal, s.83377,3152-4466. Guðný Eiríksdóttir V öruskiptaj öfnuður óhagstæður um 1.694 milljónir króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.