Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 Frá hægri: Gylfi Þ. Gislason, Kristján Eldjárn, Trausti Einarsson, Halldór Halldórsson, Sigurbjörn Einarsson, Valtýr Stefánsson, Alexand- er Jóhannesson, Björn Ólafsson menntamálaráðherra, Birgir Thorlacius, Matthías Þórðarson, Jón Jóhannesson, Steingrímur J. Þorsteins- son, Þorkell Jóhannesson, Júlíus Sigurjónsson, Einar Ólafur Sveinsson, Pétur Sigurðsson,..., Þorsteinn Scheving Thorsteinsson. Aldarminning__________1888—1988: Alexander Jóhannesson, dr. phil. & jur., fyrrv. háskólarektor eftirÞóriKr. Þórðarson I Dr. Alexander Jóhannesson var einhver mesti atgervismaður ís- lendinga á þessari öld. Fjölþættir hæfíleikar hans, andleg orka og framkvæmdahugur skipa honum í fremstu röð á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins. Mannleg fræði, einkum bók- menntir og málfræði, voru höfuð- áhugasvið hans, en hann var einn- ig forystumaður á framkvæmda- sviði utan Háskólans sem innan. Við eigum það Alexander Jóhann- essyni að þakka framar öðrum mönnum að Háskóli íslands rétti úr kútnum á kreppuárunum og að lokinni heimsstyijöldinni eftir margra áratuga húsnæðisleysi. Það var hann sem hratt happ- drættismálinu í framkvæmd, en Happdrætti Háskólans var og er alger forsenda byggingarmála Háskólans. Hann vann stórvirki á sviði framfaramála íslensku þjóð- arinnar. II Alexander Jóhannesson kom að Háskólanum 1915. Hann var skip- aður dósent 1925 og prófessor 1930. En hann fékkst ekki ein- vörðungu við vísindastörf. Hann lét menningu þjóðarinnar og ekki síst verkmenningu hennar til sín taka, einkum á sviði samgöngumála þjóðarinnar. Hann skrifaði í blöðin um þessi mál, og einnig um listir og bókmenntir, kynnti erlendar menntir íslenskum lesendum og gaf út íslenskan kveðskap. Dr. Alexander hafði áhuga á fjölmörgum málum, því að gáfur hans voru óvenju fjölþættar. Hann lét þjóðlífíð til sín taka í víðustum skilningi þess orðs, en íslensk tunga var miðdepill bæði rann- sókna hans og hagnýts starfs. Þannig hóf hann þegar árið 1919 að skrifa um nauðsyn vísindalegrar orðabókar um íslenska tungu, og er Alexander Jóhannesson með réttu nefndur faðir Orðabókar Háskólar, þar sem unnið hefur verið að söfnun og rannsóknum í meir en fjörutíu ár. Á fyrsta starfsskeiði sínu skrif- aði dr. Alexander íjölda bóka um íslenska málfræði, bæði foma og nýja, sem byggðar voru á rann- sóknum hans, en hann lét mál- vernd einnig mjög til sín taka. Á síðari árum Alexanders Jó- hannessonar beindist áhugi hans að því að rannsaka hvort tungu- mál heims ættu sameiginlegan uppruna, og skrifaði hann fjölda bóka og ritgerða um þau efni. En kenningar um það hvemig frum- maðurinn lærði að tala eiga ekki lengur vinsældum að fagna. Mesta stórvirki Alexanders var hin stóra orðsifjabók, Islándisches etymo- logisches Wörterhuch, sem kom út í Sviss 1951-1956, 1406 bls. að stærð. Þessi orðabók er gífur- legt þrekvirki, en eins og aðrar orðsifjabækur lúta þær framvindu vísindanna og nýrri þekkingu. Að þessu verki vann Alexander í 12 ár á stopulum stundum frá anna- sömu rektorsembætti. Onnur svið þjóðlífsins voru Alex ander Jóhannessyni einnig hug- leikin. í starfí sínu sem rektor vildi hann efla rannsóknir á náttúru landsins og auðlindum vegna at- vinnuvega landsmanna. Tryggvi Þórhallsson forsætis- ráðherra hafði hreyft málinu á Alþingi, og haustið 1934 kom dr. Alexander því fram að Atvinnu- deild Háskólans var stofnuð, og skyldi hluti tekna Happdrættis Frú Heba Geirsdóttir afhjúpar eirsteypu, er Happdrætti Háskólans lét gera 1973, af brjóstmynd Ríkarðs Jónssonar af Alexander Jó- hannssyni, er samkennarar hans færðu honum sextugum 15. júlí 1948. Háskólans renna til hennar. Er svo enn í dag, þótt þessi starfsemi hafi slitnað úr tengslum við Há- skólann og nýjar byggingar reistar á Keidnaholti í Mosfellssveit. III Á þriðja áratug aldarinnar og í kreppunni miklu voru þrengslin í Alþingishúsinu orðin Háskólanum óbærileg, en á Alþingi voru fluttar tillögur um stórfelldan niðurskurð á fjárveitingum til Háskólans. Samt sem áður voru samþykkt lög um byggingu húss handa Háskó- lanum fyrir forgöngu Jónasar Jónssonar frá Hriflu. En fé skorti til framkvæmda. Þá kom rektor Háskólans, dr. Alexander Jóhann- esson, fram stofnun Happdrættis Háskólans með fulltingi Jónasar frá Hriflu. En happdrættið var frá byrjun og er allt til þessa dags undirstaða allra verklegra fram- kvæmda og kaupa á vísindatækj- um. Knud Zimsen borgarstjóri valdi Háskólanum stað og úthlutaði hon- um lóðasvæði, og reis hin veglega Háskólabygging suður á Melum og var vígð 17. júní 1940. Hún er enn aðalbygging Háskólans á stóru háskólasvæði. Hér er skylt að geta um síðustu framkvæmdina sem dr. Alexander stýrði, en það var bygging Há- skólabíós, sem hann lauk 1961, þremur árum eftir að hann lét af embætti. Hefur hún reynst mikil lyftistöng íslensku menningarlífi. Þar var haldin hin veglega hálfrar aldar afmælishátíð Háskólans, og við það tækifæri sæmdi lagadeild HÍ dr. Alexander heiðursdoktors- nafnbót í lögum fyrir stjórnunar- störf hans í þágu Háskólans. IV Eitt hinna stóru áhugamála Alexanders Jóhannessonar voru samgöngumál íslensku þjóðar- innar í lofti. Nafn hans er skráð skýrum stöfum í flugsögu íslend- inga, og það er skemmtilegt að á bemskustöðvum hans í Skagafírði hefur árlega verið haldinn flugdag- ur á afmælisdaginn, 15. júlí, til minningar um einn helsta frömuð flugs á íslandi. Og í dag, 15. júlí, er aldarafmælisins minnst þar með hátiðahöldum sem sýslan, bæjarfé- lagið og flugklúbburinn standa að. Háskóli íslands minntist aldaraf- mælisins á samkomu nú í vor í kennslulok. Alexander barðist árum saman fyrir því að komið yrði á fót flug- samgöngum innanlands og milli landa. Hann ferðaðist um landið, hélt fundi og skrifaði hundruð bréfa og erinda til þess að koma málinu fram. Hann skrifaði bók um flugmál, /lofti, er kom út 1933. Hann var formaður og_ fram- kvæmdastjóri Flugfélags íslands hins eldra um árabil frá 1928. V Alexander Jóhannesson fæddist á Gili í Sauðárhreppi í Skagafjarð- arsýslu 15. júlí 1888. Foreldrar hans voru Jóhannes Davíð Ólafs- son sýslumaður Skagfírðinga (1855—1897) og Margrét Guð- mundsdóttir. Þótt móðir Alexand- ers, Margrét Guðmundsdóttir, missti mann sinn frá ungum börn- um kom hún þeim til manns og góðra mennta. Hóf Alexander nám við Latínuskólann og lauk þaðan stúdentsprófi 18 ára gamall árið 1907. Hugur hins unga stúdents stóð til náms við Kaupmannahafnar- háskóla, en hann hafði fengið snert OsarfslA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.