Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 Ekkí greitt til rækj u verkenda án lagabreytinga - segir Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra um verðjöfnunarsjóð Nýjum áfanga við Selásskóla lokið. Á innfelldu myndinni sést Davíð Oddsson borgarstjóri og Kristín H. Tryggvadóttir skólastjóri við opnun nýja áfangans. Selásskóli: Morgunblaöið/Einar Falur Nýr áfangi tekinn í notkun ÖÐRUM áfanga við byggingu Selásskóia i Reykjavík er nú lokið. Hann verður tekinn i notkun þegar skólinn verður settur mánudaginn 5. septem- ber. Áfanginn er 441 fermetri að stærð með þrem kennslu- stofum og tveim sérkennslu- stofum ásamt kennaraher- bergi, leirbrennslukrók og sal- ernisaðstöðu. Nemendur við Selássskóla eru nú 300 á aldrin- um 6-12 ára. Skólastjóri er Kristin H. Tryggvadóttir. Fyrsta áfanga við byggingu Selásskóla lauk fyrir tveimur árum, en annar áfangi var form- lega opnaður 31. ágúst sl. Þá eru eftir tveir áfangar sem í verða stjómunarálma, félagsmiðstöð og íþróttahús, að sögn Kristínar H. Tryggvadóttur skólastjóra. Gert er ráð fyrir að 450 nemendur geti verið í skólanum þegar hann er fullbyggður en þeir eru nú 300. Hönnun annars áfanga Selás- skóla hófst í desember 1987. Framkvæmdir hófust í mars á þessu ári. Arkitekt hússins er Guðmundur Þór Pálsson, en Reynir Vilhjálmsson, landlags- arkitek hannaði lóðina. Verk- fræðingar voru Teiknistofan óð- instorgi, Vatnaskil verksfræði- stofa og Sigurður H. Oddsson, tækifræðingur. Aðalfundi Stéttarsambands bænda lokið: Stefnt að nýjum búvöru- samningi til fjögurra ára Akureyri. Frá Halli Þorsteinsayni, bLaðamanni Morgunblaðsins. Á aðalfundi Stéttarsambands HALLDÓR Ásgrimsson sjávar- útvegsráðherra segir að án lagabreytinga sé útilokað að Afurðastöðin í Búðardal hf. stofnuð STOFNFUNDUR um afurðastöð var haldinn í Búðardal 1. septem- ber sl. Fjölmenni var á fundinum og áhugi heimamanna greinQega mikill. Hluthafar vom sveitarfélög, Fé- lag sláturleyfíshafa, Kaupfélag HvammsQarðar og einstaklingar. AIls vom þetta 2.070 hlutar og hlutaféð sem safnaðist 20.700.000 krónur. Ákveðið var að hlutafé verði 22.700.000 þannig að enn em til óseld hlutabréf fyrir 2.000.000. Tilgangur félagsins er slátmn búfjár, kjötvinnsla, geymsla og sala búfjárafurða, markaðssetning, dreifing, lánastarfsemi, rekstur fasteigna og annar skyldur rekstur. Félaginu var gefíð naftiið Af- urðastöðin { Búðardal hf. Stjóm félagsins skipa Halldór Þórðarson, Svavar Jensson, Úlfur Reynisson, Kristmundur Jóhannesson og Sveinn Gestsson. - Kristjana Frænkum ruglað saman Skýrt var ftá því f blaðinu í gær, að Isabel Allende, dóttir Salvadors Allendes Chileforseta, hefði snúið heim úr útlegð hinn 1. september. Ranghermt var hins vegar að hún væri rithöfundurinn, sem kom hingað til lands í fyrra. Það var náfrænka hennar og al- nafna. verða við kröfu rækjuverkenda um endurgreiðslu á framiagi þeirra til verðjöfnunarsjóðs. Nu em greidd 4% úr verðjöfnun- arsjóði vegna lækkandi verðs sjáv- arafurða á erlendum mörkuðum en reglur sjóðsins heimila aðeins greiðslur af þeim sökum, ekki vegna rekstrarvanda af því tagi sem nú blasir við rækjuvinnslu- stöðvum. „Það getur ekki átt sér stað breyting á því nema að breytt- um lögum um verðjöfnunarsjóð- inn,“ sagði sjávarútvegsráðherra. „Það var skipuð sérstök nefnd til að fjalla um það og hún hefur skilað áliti. Hún leggur til að pen- ingar verðjöfnunarsjóðs verði greiddir út á næstu tveimur ámm samkvæmt þeim regium sem nú gilda. Hins vegar verði athugað hvort ekki sé unnt að taka jafn- framt tiliit til slæmrar afkomu. Það hefur verið hér til athugunar og það er gert ráð fyrir að leggja fram fmmvarp um verðjöfnunar- sjóðinn f upphafí þings." Halldór kvaðst ekkert vilja um það segja hvort væntanlegt frumvarp muni innihalda ákvæði sem heimili greiðslur til að leysa vanda rækju- verkendanna. Staða verðjöfnunarsjóðs mun einnig koma til athugunar f sam- bandi við þær umræður sem nú eiga sér stað um niðurfærslu," sagði ráðherra. „Þessum málum er þannig háttað að þegar verð er ákveðið í verðlagsráði er jafn- framt tekið tillit til inn- eða út- greiðslu í verðjöfnunarsjóði og það liggur fyrir að ef að þar verður breyting á telja seljendur að for- sendur fyrri ákvarðana séu algjör- lega brostnar og telja sig eiga til- kall til þessa fjármagns á sama hátt og vinnslan og það verði nýtt til að bæta skaða sem hlýst af verðfalli," sagði Halldór Ásgríms- bænda, sem haldinn var á Akur- eyri í vikunni, var meðal annars' samþykkt ályktun, þar sem lögð er áhersla á, að ef Framleiðni- sjóður kaupir eða leigir fuUvirð- isrétt í sauðfé, verði sjóðnum gert skylt að skila hluta þess réttar til sama svæðis. í ályktuninni segir orðrétt: Framleiðsla sauðflárafurða er þjóðinni mikilvæg í tvennum skiln- ingi. Hún er meginforsenda fyrir viðhaldi byggðar í dreifbýli lands- ins, og hún er mikilvægur þáttur í fæðuöflun þjóðarinnar, skapar verðmæt hráefíii til iðnaðar og byggir að stærstum hluta á inn- lendum aðföngum. í þeim tilgangi að tryggja stöðu og afkomu sauðQárbænda leggur Stéttarsambandið meðal annars áherslu á að birgðum kindakjöts verði sem fyrst komið í það horf sem búvörusamningurinn kveður á um. Einnig verði athuguð hag- kvæmni þess að minnka birgðimar enn frekar. Þá verði lögð áhersla á að styrkja stöðu fjárbænda á stöðum þar sem sauðfjárrækt er aðalatvinnuvegur og beitilönd víðlend og góð. Stuðlað verði að tilfærslu fullvirðisréttar úr sauðfé í mjólk á þeim svæðum sem eru gróðurfarslega veik, og nýting lands verði með þeim hætti að gróður aukist en rými ekki. Upp- kaupum Framleiðnisjóðs á fullvirð- isrétti verði beint að þeim svæðum sem eru gróðurfarslega veik, og þar sem þau skapa ekki hættu á röskun búsetu. í ályktuninni segir jafnframt að bændur skulu kosta kapps um að aðlaga sig gildandi fullvirðisrétti, enda bjóði Framleiðnisjóður upp á raunhæfa fækkunarsamninga á þessu hausti. Þá segir í ályktun aðalfundar Stéttarsambands bænda 1988, að hafínn verði und- irbúningur nýs búvörusamnings, og að því verði stefnt að ætfð liggi fyrir samningur fjögur ár fram í tímann. son. Heimsbikarmót Stöðvar 2 eftir tæpan mánuð: Eitt sterkasta skákmót sem haldið hefur verið Heimsmeistarinn Garríj Kasparov meðal þátttakenda - Karpov kemur ekki ÞRIÐJA Heimsbikarmótið i skák verður haldið hér á landi dag- ana 3. til 26. október næstkomandi. Það verður sterkasta skák- mót sem hér hefur verið haldið. Alls eru Heimsbikarmótin sex að tölu og fara fram á þessu ári og þvi næsta. Að mótunum stend- ur Stórmeistarasambandið, en hér á landi sér Stöð 2 um fram- kvæmdina. Heimsmeistarinn i skák, Garry Kasparov, verður á meðal þátttakenda á móti Stöðvar 2, en hann er jafnframt for- seti Stórmeistarasambandsins. Anatóly Karpov, fyrrverandi heimsmeistari, kemur ekki á þetta mót. Þátttakendur i Heims- bikarmótunum keppa hver um sig á fjórum mótum af sex og er dregið um hvaða mótum þeir taka þátt í. Heimsbikarmót Stöðvar 2 fer fram í Borgarleikhúsinu í boði Reykjavíkurborgar. Hér er um að ræða sterkasta skákmót sem hér á landi hefur verið haldið og eitt sterkasta mót sem haldið hefur verið í heiminum. Átján stórmeistarar keppa á mót- inu, þeirra á meðal eru Jóhann Hjartareon og Margeir Pétureson sem keppir sem séretakur gestur. MeðalstigaQöldi þátttakenda er 2.619 ELO-stig, sem skipar mót- inu f 15. styrkleikaflokk. Efstur þátttakenda að stigum er heims- meistarinn Kasparov með 2.760 stig. Aðrir keppendur eru þessir, taldir í styrkleikaröð: Alexander G. Beljavskfj, Sovétríkjunum, 2.655 stig, Jonathan S. Speelman, Englandi, 2.645 stig; Jan H. Tim- man, Hollandi, 2.640 stig; Lajos Portisch, Ungverjalandi, 2.635 stig; Zoltan Ribli, Ungveijalandi, 2.630 stig; Ulf Anderson, Svíþjóð, 2.625 stig, John D.M. Nunn, Eng- landi, 2.625 stig; Jóhann Hjartar- son, íslandi, 2.620 stig; Arthúr Júsúpov, Sovétríkjunum, 2.615 stig, Mikhaíl N. Tal, Sovétríkjun- um, 2.610 stig, Predrag Nikolic, Júgóslavíu, 2.610 stig Gyula Sax, Ungveijalandi, 2.600 stig An- dreij Sokolov, Sovétríkjunum, 2.600 stig Viktor Kortsnoj, Sviss, 2.595 stig Jaan Ehlvest, Sov- étríkjunum, 2.580 stig Bórís Spasskíj, Frakklandi, 2.560 stig og loks Margeir Pétureson frá íslandi með 2.530 stig. Teflt verður í anddyri hins nýja Borgarleikhúss og verða notuð ný og fullkomin tölvutengd skákborð. Hvert þeirra tengist IBM-tölvu með séretöku forriti og mynd- vörpu. Þannig geta áhorfendur fylgst með hverri hreyfingu tafl- mannanna á stórum slgám. Tæknibúnaðurinn er tekinn á leigu frá frönsku fyrirtæki, JPM Monaco, sem sá um sama búnað á Heimsbikarmótinu í Brussel í vor. Teflt verður frá klukkan 17.00 til 21.00 alla skákdagana og áfram til kl. 23.00 ef skákim- ar dragast á langinn. Skákskýringar verða á „Litla sviðinu" í Borgarleikhúsinu og þar verður einnig myndver Stöðvar 2. Beinar útsendingar verða nokkmm sinnum á dag frá mótinu auk þess sem ýmislegt dagskrár- efni verður unnið í tengslum við mótið, segir í frétt frá Stöð 2. Verðlaun á mótinu nema alls um tíu milljónum króna og skipt- ast þau í tvennt. Annar helming- urinn rennur til keppenda á þessu móti, hinn helmingurinn fer til Stórmeistarasambandsins og „Grand Prix“-verðlauna að öllum sex mótunum loknum. Sérstakt mótsblað verður gefíð út, svo og „dagblað" með stöð- unni eftir hveija umferð. í útsendingu Stöðvar 2 verður Páll Magnússon fréttastjóri á staðnum og hefur Helga ólafsson stórmeistara sér til fulltingis við að skýra frá gangi mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.