Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 Já það er mjög góð afþreying aið hugsa um stelpur! Morgunblaðið/Bjami Eiriksson Magnús M. Ólafsson Magnús M. Ólafsson: A LEIÐ TIL SEOUL Stef ndi strax að árangri HANN klemmdist milli skipa að- eins átta ára gamall, bæði lær- brotnaði og mjaðmagrindar- brotnaði, en eftir nokkra mánuði var hann byijaður að synda. Núna, þrettán árum seinna er Magnús M. Ólafsson á leið til Seoul til að keppa fyrir land sitt og þjóð. Það var móðir hans, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, þekkt sundkona . Jiér á árum áður, sem ók með hann ‘frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur til að komast í sundlaug, því hún áleit að sundið myndi styrkja hann og stæla. Síðan hefur hún þjálfað hann, og systkini hans reyndar líka. „Sundlaugin kom í Þorlákshöfn 1981, þegar ég var á fjórtánda ári, og það var sjálfsagt að bytja að æfa því maður var alltaf í lauginni. I fyrstu var þetta bara kennsla, svona 5 sinnum í viku eina stund í senn, syntum 1 til 2 kflómetra, en síðan byijaði ég að æfa fyrir alvöru og stefndi strax að árangri," segir Magnús. I dag syndir hann fjóra til fimm tíma á dag allt upp í sex kflómetra og ég spyr hann hvað í ósköpunum hann geti verið að hugsa um þarna ofan í kyrrðinni. „Nú maður er að „pæla" 1 tökun- um, stundum er ég bara að syngja og raula eða að hugsa um stelpur. Já, það er mjög góð afþreying að hugsa um stelpur!" Magnús hefur lokið námi í húsa- smíði og er nú á íþróttabraut í fjöl- brautaskólanum. Síðasta vetur og núna í sumar hefur hann „ekki gert neitt" nema að synda eins og hann segir sjálfur, en þó aðeins getað brugðið sér á hestbak, sem hann hefur mikla ánægju af. Og í framtíðinni hyggst hann gefa sér enn betri tíma fyrir' hestamennsk- una. Hann segist ósköp lítið hafa umgengist vini sína, enda búi þeir ekki í Þorlákshöfn, „og sundið verð- ur að vera númer eitt, tvö og þijú ef árangur á að nást.“ — Er þetta ekki mikil fóm fyrir ungan mann? „Jú mikil fóm!“ segir hann hjart- anlega. „Á miðju tímabili þegar æfíngar eru hvað erfiðastar þá hef ég oft hugsað um að hætta. En maður kemst einhvem veginn í gegnum þetta. Og ef vel gengur á sundmóti, þá verður maður auðvitað tvíefldur!" — Nú ert þú hárprúður maður, Magnús, segi ég alvarlega og hann stiýkur ósjálfrátt um ljósan makk- ann. Er ekki æskilegra fyrir sund- menn að hafa hár í minna lagi,. svona upp á viðnámið? „Ég nota nú reyndar sundhettu," segir hann og lítur undan til að brosa. „En auðvitað raka sundmenn allan líkamann fyrir stórmót því snerting- in við vatnið verður þá öðruvísi." Sundmenn hafa fallegasta vöxt- inn að áliti margra og ég spyr hvað honum finnist um þá fullyrðingu, en hann vill ekki fullyrða neitt í þeim málum. „En að sjálfsögðu er sund alhliða þjálfun þar sem nota þarf allan líkamann, og byggist upp á mýkt og tækni en ekki vöðva- krafti." Við ræðum um fjölskyldu Magnúsar sem hlýtur að eiga margt sameiginlegt þar sem allir meðlimir eru sundmenn. Móðirin sundþjálf- ari, systkini hans þijú þekktir sund- menn og faðirinn reyndar líka við- loðandi sundið, því það var einmitt í gegnum sundið sem þau hjónin kynntust. „Það er mikill styrkur að eiga slíka fjölskyldu. Við hvetjum hvert annað, ef illa gengur hjá ein- um þá enu fleiri til að stappa stálinu í hann. Ég hef nú ekki þurft að fá ráð hjá gamla Ólympíufaranum á heimilinu, henni mömmu, í sam- bandi við leikana núna, því ég hef keppt á heimsmeistaramóti og veit svona nokkum veginn hvemig þetta gengur fyrir sig. En mér líður svona eins og þegar ég fór í fyrsta ferða- lagið mitt, spenna og tilhlökkun. Það er líka gaman að fara með öðru íþróttafólki á svona mót.“ — Éin spuming Magnús fyrir stelpumar. Hvemig á draumadísin að vera? Magnús stynur og dæsir, hristir höfuðið og segir að þetta sé hræði- leg spuming. Svo kemur loksins, dræmlega þó: „Ja, þær eiga bara að vera skemmtilegar, þannig að það sé hægt að tala við þær. Mér leiðist ef stelpur em í fylu!“ KM Bryndís Ólafsdóttir Temur sjálfa sig ÞEGAR hún stendur á sundpall- inuni, há og rennileg með sund- hettuna ofan í augum þannig að rétt má greina skær augun, þá sér hún engan í kringum sig. Áhorfendur, keppendur, hávað- inn, skvaldrið, allt er horfið — nema vatnið framundan. Það bíður hennar, kyrrt og þögult og það veit hún ósköp vel. En að það flögri að henni að láta í minni pokann, ónei, ekki Bryndís Ólafs- dóttir! „Ég varð mjög fegin þegar ég vissi að ég kæmist á Ólympíuleik- ana, þótt ég hefði alltaf trú á því innst inni að ég kæmist. Það var mikið kappsmál fyrir mig að kom- ast, því þetta er viss áfangi í lífínu. Og ég neita því ekki að ég ber meiri virðingu fyrir fólki sem hefur sótt þessa leika. En þetta hefur nú samt ekki gengið of vel hjá mér í sumar, og ég held að það sé vegna þess að ég hef ekki haft neina aðstöðu til að æfa þrek. Ég hef verið með þre- kæfíngar á stofugólfínu heima sem er auðvitað ekki mjög æskilegt!“ segir Bryndís. „Mig langar til að komast út eftir jólin, helst til Aust- ur-Þýskalands eða Bandaríkjanna þar sem ég fæ góða aðstöðu og get æft lyftingar á staðnum." — Því eruð þið ekki fleiri kven- mennimir í sundinu? „Stelpur géfast alltof fljótt upp. Þær verða kannski leiðar og hætta þá á stundinni í stað þess-að taka sér gott frí eins og ég hef gert í svipaðri aðstöðu. Þær kenna tíma- skorti um, segjast ekki hafa tíma til að læra eða skemmta sér, en þessi tími sem þær tala um er hvort eð er dauður. Og ekki eru æfingar um helgar nema fyrir stórmót! Ég er búin að eiga kærasta í 5 ár eða frá því ég var 14 ára, bý í Þorlákshöfn, er í skóla, en get samt alltaf skemmt mér um helgar!" seg- ir hún brosandi, en bætir svo við: „Það versta er að þetta verður of auðvelt fyrir okkur sem eftir verða, því okkur vantar samkeppni. Ég hef oft óskað þess að við værum svona átta stelpur sem æfðum og berð- umst!“ — En þetta er nú ansi mikið púl! Hvað rekur þig áfram? „Metnaður. Ég ætla ekkert að hætta, mér finnst ég ekki vera nógu góð. Ég vil hætta með glans.“ Svo mörg voru þau orð. Bryndís æfir tvisvar á dag, tvo tíma í senn, cn fínnst tíminn alls ekki lengi að líða þama ofan í vatn- inu. Hugsar um allt milli himins og jarðar, hvaða föt hún eigi að fara í, ef hún er á leið á ball, hvað hún eigi að fá sér að borða, og sjálfsagt þurfa svona stúlkur ekki mikið að Bryndís Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson „Sem betur fer er hann á kafi í fótbolta," segir Bryndís um kærastann sinn, Ingólf Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.