Morgunblaðið - 08.09.1988, Page 26

Morgunblaðið - 08.09.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 Fyrir framan Höfða. Davíð Oddsson, borgarstjóri, Ólafur V. Noregskonungur, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti íslands, og frú Ástríður Thorarensen. Heimsókn Ólafs V. Noregskonungs; Norsku skólabörnin fögnuðu með fánum og húrrahrópum ÞRIÐJI dagur opinberrar heim- sóknar Ólafs V. konungs Noregs tQ íslands hófst með skoðunar- ferð i Ámastofnun. Konungur og forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, ásamt fylgdar- liði skoðuðu handritin og nutu við það leiðsagnar Ólafs Hall- dórssonar handritafræðings. Úr Ámastofnun var haldið til Norræna hússins, þar sem Knut Ödegárd, forstöðumaður hússins og samlandi konungs, tók á móti þjóð- höfðingjunum. Norsk skólaböm, sem hér em stödd í bekkjarferð, vom fyrir framan húsið og fögnuðu konungi með norskum fánum og húrrahrópum. Konungur heilsaði upp á starfsfólk Norræna hússins og skoðaði meðal annars sýningu á verkum myndlistarmannsins Rolfs Nesch, sem var þýskur að uppmna en lengst af búsettur í Noregi og gerðist norskur ríkisborgari. Mynd- verk hans em hér í láni frá Na- sjonalgalleriet í Ósló og stendur sýningin yfír til 13. september. Úr Norræna húsinu var farið í Listasafn íslands við Fríkirkjuveg og safnið skoðað í fylgd Hrafn- hildar Schram, listfræðings, og það- an farið út í Viðey, þar sem snædd- ur var hádegisverður í boði borgar- stjórans í Reykjavík, Davíðs Odds- sonar. Á matseðlinum var humar- glás, léttsteiktur lambavöðvi og ferskir ávextir í eftirrétt. Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey, rakti sögu staðarins, borgarstjóri bauð konung velkominn og konung- ur þakkaði fyrir sig. Að loknum hádegisverði var Við- eyjarkirkja skoðuð undir leiðsögn staðarhaldara, en þvínæst haldið til lands og dmkkið kaffí í Höfða, húsi Reylq'avíkurborgar. Seinnipart dagsins var utanríkisráðherra með opinbera móttöku fyrir konunginn í Ráðherrabústaðnum og um kvöld- ið bauð konungur til kvöldverðar til heiðurs forseta íslands á Hótel Holti. Opinberri heimsókn Ólafs V. Noregskonungs lýkur í dag. Hann flýgur til Noregs frá Reykjavíkur- flugvelli klukkan 10 fyrir hádegið. Ný vatnsveita á Hólmavík Hólmavík. VERIÐ er að vinna að nýrrí vatns- veitu fyrir HóLmavík og er áætlað að taka hana í notkun í október. Áætlaður kostnaður er 13 miQjón- ir króna. í sumar var hafíst handa við að leggja nýja vatnsleiðslu til Hólmavík- ur. Leiðsla þessi liggur frá eymm ósár, skammt frá bænum Ytra-Ósi, til Hólmavíkur. Vatnsorkudeild Orkustofíiunar vann að framrann- sókn, en vatnsveitan var hönnuð af Almennu verkfræðistofunni hf. Grafnir vom bmnnar í eyrar Ósár, því talið er að vatnið hreinsist á ieið- inni gegnum eyrina og á að verða laust við gerla. Vatnsleiðslan er 2.812 metrar að lengd og er hún úr plasti keyptu frá Reykjalundi. Hún er um 180 mm í þvermál og þoiir um 6 kg þrýsting. Hólmvíkingar sjá sjálfir um fram- kvæmdir, nema að sjóða saman, það gera menn frá Reykjalundi. Miðlun- artankur verður síðan reistur fyrir ofan Brandskjól í 50 m hæð yfír sjó og á hann að taka 600 tonn af vatni. Vatnsveitan er öll fjármögnuð með lánsfé og kemur stærstur hluti þess frá Lánasjóði sveitarfélaga. Þess ber að geta að lagning þess- arar vatnsleiðslu er mjög brýn. Gamla vatnsleiðslan liggur upp að svonefndum Hádegisvötnum á Kálfa- nesflalli. Úr þeim hafa Hólmvíkingar fengið sitt vatn og hefur það oft verið mjög gmggugt. í því hafa fund- ist gerlar og hafa þau fyrirtæki á Hólmavík er stunda matvælafram- leiðsiu þurft að koma fyrir hreinsi- tækjum í húsum sínum Nú sér fyrir endann á þessu ófremdarástandi með tilkomu nýrrar vatnsveitu. - BRS Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ólafur Noregskonungur ásamt Hrafnhildi Schram, listfræðingi, fyr- ir framan eina af myndum Jóhannesar Kjarvais á Listasafni ís- lands. Myndin heitir Frá ÞingvöUum 1940. Við komuna til Norræna hússins. Knud Ödeg&rd, forstöðumaður Norræna hússins býður konung velkominn. Borgarstjórí tekur á móti Noregskonungi við komuna til Viðeyjar. Konungur skoðar handrítin i Áraasafni undir leiðsögn Ólafs Halldórs- sonar, handrítafræðings. o,PA> SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLUNNAR KRINGWN Domus Medica, KöneNn USSSÍ. Sími 689212. í TOPPSKÓNUM, VELTUSUNDI skór frá S. Waage, Kringlunni og Domus Medica Allt selst innan við 995 kr. tovÆ ^5^5--SKÖRINlí VELTUSUNr 21212

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.