Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 FÆREYJAR 2xíviku Ódýrar helgarheimsóknir í vetur til frænda okkar Færeyinga. Hvernig væri nú að breyta verulega til eina helgi? FLUGLEIÐIR -fyrirþíg- HANNLEGI ÞATTURINN - FOLKIFYRIRRUMI Upplagt tækifæri til að bæta viðhorf, afköst og hagnað í fyrirtækinu. Á tveimur hressandi dögum munt þú sjá, hvernig starfsfólk getur náð betri árangri í samskiptum sínum innan fyrirtækis og utan, hvernig það verður fljótara að aðlagast breytingum og bæta þjónustu. Þátttakend- um er bent á leiöir til þróunar persónuleika síns, sem væntanlega heldur svo áfram, löngu eftir lok námskeiðsins. Markmið nám- skeiðsins er að þátttakendur verði hæfari til að takast á við flókin verkefni og veiti sem besta þjónustu. Áhrif á þátttakendur: - Þú sérð betur þínar sterku og veiku hliðar. - Þú sérð betur samhengi lífsviðhorfs og árangurs. - Þú skilur betur mikilvægi raunverulegrar athygli. - Þú lærir að setja þér markmið i starfi og einkalífi. Ávinningur fyrirtækis: - Þjónusta fyrirtækisins batnar. - Samstarf innan fyrirtækis eykst. - Mikilvægi tímaþáttarins skilst betur. - Starfsmenn verða tillitssamari og þolinmóðari. Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráögjafi. Tími og staður: 28.-29. september 1988 kl. 8.30 til 17.30 í Ánanaustum 15. VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM. A Stjómunarfélag íslands Ananaustum 15 Simi 621066 Félag íslenskra fískmjölsframleiðenda: Norðmenn greiða ekki 5.400 kr. fyrir loðnutonnið - segir Jón Ólafsson framkvæmdastjóri „SAMKVÆMT þeim upplýsingum sem ég hef frá Noregi greiða Norð- menn tæpar 4.100 krónur fyrir tonnið af loðnu en ekki 5.100 til 5.400 krónur, eins og íslenskir útvegsmenn segja,“ sagði Jón Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda, í samtali við Morgunblaðið. „60% hærra olíuverð hér en í Noregi sýnir hinn gífiir- lega aðstöðumun sem er á milli landanna. Það er þvi í rauninni rök- stuðningur við kröfiir okkar um að álag á afla, sem fluttur er óunninn á markað erlendis, verði einnig lagt á loðnu sem landað er erlendis og dragist þannig frá kvóta viðkomandi skipa,“ sagði Jón Ólafsson. „Islensku verksmiðjumar hafa ekki möguleika á ódýrari aðföngum en þeim sem í boði eru hérlendis," sagði Jón. „Samt er þeim stillt upp við vegg og sagt: „Ef þið greiðið ekki sömu verð og við getum fengið erlendis löndum við ekkert hjá ykk- ur!“ Hvar er nú byggðasjónarmiðið sem er helsta röksemd útvegsmanna fyrir því að ekki sé lagt gjald á óveiddan afla? Útvegsmenn segja að með álagn- ingu slíks gjalds séu atvinnutæki þeirra gerð óvirk. Hvers eiga loðnu- verksmiðjur að gjalda þegar, eins og útvegsmenn segja, atvinnutæki þeirra eru gerð óvirk vegna þess að þau verð, sem verksmiðjurnar treysta sér til að greiða hveiju sinni eru ekki í fyllsta samræmi við þau verð sem erlendar verksmiðjur með allt annan rekstrargrundvöll greiða? íslensku verksmiðjumar hafa ver- ið reknar með tapi allan þennan áratug. Það sýna til dæmis útreikn- ingar Þjóðhagsstofnunar og útvegs- mönnum er fullkunnugt um það. Samkeppni verksmiðjanna um tak- markað hráefni hefur leitt til þess að þær hafa teygt sig umfram getu í hráefnisöflun og rekstrarkostnaður þeirra er mun meiri en verksmiðja í nágrannalöndunum. Þetta hefur leitt til þess að lítið er eftir til uppbyggingar verksmiðj- anna sjálfra. Það er því út í hött að verksmiðjumar hafi varið hagnaði sínum til skipakaupa, eins og útvegs- menn segja. Það eru að vísu til dæmi um að aðilar sem reka loðnu- verksmiðjur, auk annarrar vinnslu, hafi keypt skip til að auka heildar- hagkvæmni vinnslu þeirra en þau skip em ekki keypt fyrir hagnað af loðnuverksmiðjunum. Islensku verksmiðjumar greiða nú 60% hærra verð en þær greiddu í fyrra. Það er í fullu samræmi við afurðahækkanir en langt umfram almenna launa- og verðlagsþróun í landinu. Fái eigendur veiðiskipanna ekki alla hækkunina til sín virðast þeir tilbúnir að skilja íslenskan fisk- mjölsiðnað eftir á köldum klaka og byggja frekar upp iðnaðinn hjá sam-_ keppnisaðilum okkar. Með útflutn- ingi á loðnu eyðileggja þeir einnig fyrir okkur markaði sem eru að opn- ast núna vegna þess að Norðmenn skortir loðnuafurðir til fiskeldis," sagði Jón Ólafsson. GolfVöilur milli húsgarðanna Morgunblaðið/Einar Falur Júlíus Hafstein tekur glæsilega sveiflu á fyrsta teig og félagar hans fylgjast með. Frá vinstri: Brjánn Bjarnason, Matthías Eyjólfsson, Finnur Magnússon, Stefán Þórsson, þá þríburarnir Haraldur, Helgi og Jón Svavarssynir, Ásmundur Vilþjálmsson og Valur Steinarsson. Það er gömul saga og ný að gras- balar í íbúðarhverfum séu her- setnir strákum úr nágrenninu og spilaður þar fótbolti meðan birta og veður leyfa. Þannig var það einnig í Fossvoginum til skamms tíma en ekki lengur, fótboltinn er kominn á hilluna margfrægu og golfið hefúr náð fyrsta sæti hjá stórum og vaxandi hópi ungl- inganna þar. Strákamir, engar stelpur eru í hópnum ennþá, fundu það ráð við aðstöðuleysinu að hasla sér golfvöll hvarvetna sem sér í grænt milli húsa sunnan Bústaðavegar. Nú er þar að finna níu brautir þar sem tíu 13-15 ára strákar eyða flestum sínum fristundum. Strákamir vom við þessar eftir- lætisiðju sína þegar blaðamann og ljósmyndara bar að á dögunum. Margir þeirrá sögðust hafa fengið golfáhugann frá foreldmm sínum og fara með þeim í golfklúbbana þegar færi gefst en nokkrir höfðu smitast af áhuga félaganna. Einum hefur tekist að sýkja föður sinn af bakteríunni og hyggja þeir feðgar á inngöngu í golfklúbb á næstunni. „Það hefur enginn kvartað, við höfiim alveg fengið að vera í friði héma,“ sögðu strákamir þegar spurt var hvort nágrannarnir kvört- uðu ekki undan ónæði. í framhaldi af því kom í ljós að áhugasamur byijandi hefði reyndar brotið rúðu í raðhúsi í grenndinni nýlega. „En hann kunni ekkert í golfi og er hættur að biðja um að fá að prófa núna,“ sögðu strákamir. Raðhús- eigandinn var hins vegar sagður erlendis þannig að allar afleiðingar þessa óhapps em enn ekki komnar í ljós. Hvað sem úr því verður leyndi það sér ekki að sumarið hefur nýst strákunum vel til að æfa sveiflur og pútt á örsmáum snöggslegnum flötunum við holumar níu. Caddy 130 fylgir þér hvert sem er nnasuða tig-suða = HÉÐINN = SEUAVEGI 2,SlMI 624260 ALLUR FYLGIBÚNAÐUR TIL SUÐU Caddy 130 er einfasa, jafnstraums-rafsuöutæki fyrir pinnasuðu og tig-suðu. Þaö tekur basískan vír frá 1,60-3,25 mm. Caddy 130 vegur aðeins 8 kg og er því sérlega meðfærilegt! Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita þér faglega ráðgjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.