Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 tTDSPBHl „ ég víssi ekk'i hvernig éa átti o& scgjc^þkr það fyrr. J-|Lindarinn hljopst á brott fyrir árum." ... blindingsleikur. TM Reg. U.S. Pat 0«.—all rights reserved ° 1988 Los Angetes Times Syndicate Með morgnnkafiinu Á skattstofunni. Skattlagning spariflár Ágæti Velvakandi í Velvakanda hafa birst síðustu daga nokkrir pistlar, sennilega í tilefni af þeim hugmyndum sem fram hafa komið um skattlagningu vaxtatekna. Þar hefur þessum hug- myndum verið fundið flest til for- áttu og jafnvel haft í hótunum ef þær næðu fram að ganga. Þetta hefur orðið mér nokkurt umhugsun- arefni og vil ég gjaman leggja fá- ein orð í belg. Ef ekkert meira ranglæti en slík skattlagning fyndist í heiminum okkar, þá væri nú bæði gott og gaman að lifa í honum. Hvers vegna fmnst þessu fólki fjarstæðukennd- ara að greiða skatt af vaxtatekjum af því fé sem það hefur neitað sér um að eyða, en af launatekjum sínum? í fyrra tilfellinu er það íjármag- nið sem aflar þessara tekna, í því síðara er það eigin vinna með holdi og anda. Vill fólk setja fjármagnið ofar eigin manngildi? Það er hárrétt hjá áðumefndum greinarhöfundum að ráðdeild og spamaður voru dyggðir hér áður fyrr og eru það að sjálfsögðu enn. Núverandi erfiðleikar okkar þjóð- félags stafa m.a. af skorti á þeim dyggðum hjá alltof mörgum. Miklar fjárfestingar, sem oft hafa reynst rangar, eiga þar líka sinn þátt. Þess vegna kemur það okkur, og jafnframt þjóðfélaginu í heild, til góða, ef við getum lagt eitthvað til hliðar af launatekjum okkar. Þeir fjármunir eiga að sjálfsögðu að vera verðtryggðir. Fyrir slíkan spamað á að sjálfsögðu ekki að hegna neinum. Hins vegar er full ástæða til að refsa þeim sem spenna vexti langt upp fyrir þau mörk sem heilbrigður atvinnurekstur og al- mennir lántakendur geta borið. Það er okur. Þeir sem em á valdi fijálshyggj- unnar munu svara því til að mark- aðurinn eigi að ráða vöxtunum. Það hefur hann líka fengið að gera í rúm þijú ár, eða síðan Þorsteinn Pálsson Qármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar til- kynnti þann gleðiboðskap að vextir væm gefnir fijálsir. Þjóðfélags- ástandið í dag ber vitni um árangur- inn. Af þessari bitm reynslu ber okk- ur að draga rökréttar ályktanir. Peningamarkaðurinn, sá svarti, grái, þarf í það minnsta að sæta endurskoðun og honum þarf að setja strangt aðhald. Líklega væri ekki vanþörf á að fara ofan í saum- ana á rekstri bankakerfisins í leið- inni. Er ekki hægt að spara þar? Nú má ekki skilja þetta svo að meiningin sé að skattleggja hveija krónu sem vaxtatekjur mynda. Vel er hægt að hugsa sér þar einhver skattleysismörk, hliðstætt persónu- afslætti af launatekjum. Það væri þá nokkurs konar lífeyrir. En vel- fcrðarþjóðfélagið kallar á mikla skattheimtu þó stilla beri henni í hóf eftir föngum. Þess vegna á hik- laust að skattleggja vaxtatekjur sem em umfram eðlileg skattleysis- mörk. Á dögum Arons og Mósesar var dansað í kringum gullkálfinn. Sá dans er enn við lýði á vomm dögum. Sigmar Hróbjartsson Víkverji skrifar Skattamálin em vinsælt um- ræðuefni, enda kannski eðli- legt, þar sem nýtt skattkerfi tók gildi í upphafi ársins. Ýmsir brestir hljóta því að koma í ljós í þessu kerfi, sem nauðsynlegt getur verið að beija í og lagfæra áður en nýtt skattár rennur upp. Nýlega varð Víkveiji vitni að því, að misræmi getur komið upp. Ungur maður, sem hefur verið og er á fyrirframgreiðslu launa, fékk lánaðan skattafslátt konu sinnar, svo sem hann á rétt á. Þetta lán stóð þó aðeins í nokkra mánuði eða þar til kona hans fór aftur að vinna. En þá kom babb í bátinn. Þar sem eiginmaðurinn var á fyrirfram- greiðslu hafði hann nýtt skattaf- slátt konunnar fyrir þann mánuð, sem hún fékk fyrsta kaupið sitt fyrir. Niðurstaðan var sú, að hún átti engan skattafslátt fyrsta vinnu- mánuð sinn og varð því að greiða full 35,2% af launum sínum. Ekki nóg með það, heldur segja lögin svo, að láni maki skattafslátt megi hann aðeins nýta 80% af skattafslættinum, sem tekinn er að láni. Nú hélt konan, að fyrir þá mánuði, sem hún hafði lánað skatt- afsláttinn, ætti hún uppsöfnuð 20% fyrir sig sjálfa á lánstímanum eða um 3.200 krónur á mánuði. Nei, svo var alls ekki. Við þetta lán hafði fjármálaráðherrann sem sagt tekið 20% lánsgjald af ungu hjónun- um og það þýddi ekkert fyrir þau að múðra. Er þetta alls kostar sann- gjarnt? XXX ýlega fékk Víkveiji heim- sendan reikning frá Vatns- veitu Reykjavíkur. Ástæða þess var að rétt eftir miðjan febrúar gerði asahláku í Reykjavík á talsverðan snjó og var jörð frerin undir snjón- um. í hlákunni tók því allt í einu að renna vatn inn í kjallara húss Víkveija. Honum brá að vonum, og það, sem fyrst laust niður í huga hans, var, að vatnsveiturör hefði sprungið utan við inntakið í húsið. Nú voru góð ráð dýr. Hringt var í Vatnsveituna og að vörmu spori kom vaktmaður á bíl frá stofnun- inni og kvað upp þann úrskurð, að vatnið, sem plagaði húseigandann, væri ekki Gvendarbrunnavatn, heldur ósköp ómerkilegt regnvatn. Gaf hann síðan góð ráð um úrbæt- ur, en hvarf af vettvangi án þess að gera nokkuð. Hafði hann um það bil 10 mínútna viðdvöl á staðnum og var allur hinn þægilegasti. Líður nú og bíður. Víkvetji hafði látið lagfæra lekann samkvæmt til- sögn vatnsveitumannsins og var löngu búinn að gleyma áðurnefndu atviki. Þá er það nú nýverið að húseigandinn var rækilega minntur á atvikið í febrúar. Frá innheimtu- deild borgarinnar kom sem sé reikn- ingur inn um bréfalúguna, sem á stóð skrifað stórum stöfum „aðstoð vegna leka innanhúss". Það var þó kannski ekki óeðlilegt, ef ekki hefði verið upphæðin, hátt á 9. þúsund króna. Húseigandinn gerði að sjálf- sögðu athugasemd við reikninginn. Kom þá hálfum mánuði síðar leið- rétting og nú kostaði „aðstoðin" aðeins 3.300 krónur, ijögurra klukkustunda vinna, 825 krónur á hveija klukkustund. Nú er það svo að í öllum venjuleg- um kjarasamningum kostar það að jafnaði fjögurra klukkustunda út- kall að kalla mann til vinnu í sínum frítíma. Það þarf Vatnsveitan sjálf- sagt að greiða vaktmanninum, hafi hann ekki þurft að sinna neinum öðrum viðskiptavini hennar þennan úrhellisdag í febrúar. En hafi fleiri kvatt til mann og óskað eftir aðstoð Vatnsveitunnar á þessum fjórum klukkustundum, sem hann veitti „aðstoðina" góðu og hann hafi alls staðar haft jafnlítið erindi sem í þessu tilviki má kannski margfalda þessa 3.300 króna upphæð með 16. Myndu þá tekjur Vatnsveitunnar nema 52.800 krónum á þessum fjór- um klukkustundum. Er nema von að mönnum svelgist á vatninu frá Vatnsveitunni, þegar reikningar sem þessir detta inn um blaðalúg- una? xxx Idálki Víkvetja í gær var haft orð á því, að Þorsteini Pálssyni hefði ekki verið boðið að taka þátt í umræðum stjórnmálaforingja í fréttatíma Stöðvar 2 sl. föstudags- kvöld. Nú hefur Víkveiji fengið upplýsingar um, að Stöð 2 bauð Þorsteini að taka þátt í þessum umræðum. Hann aíjiakkaði það á þeirri forsendu, að tillögur hans væru trúnaðarmál, sem ekki væri búið að fjalla um í ríkisstjórninni. Þetta leiðréttist hér með. í sama dálki var sagt að vísitölufjölskyldan væri fjögurra manna fjölskylda. Hið rétta er, að hún er 3,48 einstakling- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.