Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 62
^62 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ Næsta hraðlestrarnámskeifi hefst 11. október nk. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn í hvers kyns lesefni skaltu skrá þig tímanlega á námskeiðið. Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að meðaltali lestrarhraða sinn méð betri eftirtekt en þeir hafa áður vanist. Skráning öll kvöld kl. 20:00-22:00 í síma 641091. HRADLESTRARSKÓUNN Háfarnir fást í svörtu, hvrtu, kopar, messing og ryðfríu stáli 500 eða 1000 m3viftur. Tsi' Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28, símar 91-16995,91 -622900. PERLUKVOLD FYRIR SANNA SÆLKERA Á næstunni mun Hótel ísiand kynna rómaða matreiðslumeist- ara á sérstökum sælkerakvöld- um, PERLUKVÖLDUM matar- gerðarlistar, í Norðursal hótels- ins. Fyrsti meistarinn fær að spreyta sig nk. fóstudags- og laugardags- kvöld. Það er Brynjar Eymunds- son sem gestir Gullna Hanans hafa sannkallaða matarást á. Á matseðlinum er m.a. reyk- laxa-rúlluterta, marineruð fyllt villigæs, ábætirinn „Perlan þín“ og heimalagað konfekt. Þá verð- ur gestum boðið upp á ýmislegt góðgæti utan matseðilsins, sem kemur fólki gleðilega á óvart. Hljómsveitin Kaskó leikur „dinnertónlisf undir borðum og leikur eftir borðhaldið. Gestum er boðið í aðalsal að borðhaldi loknu ef þeir óska. Allir saelir sxlkerar eru boðnir sérstaklega relkomnir. HÚTFu IjsLAND Borðapantanir eru í síma 687111. KNATTSPYRNA / DRENGJALANDSLIÐ íslenska drengjalandsllðlð í knattspymu stóð sig vel gegn Norðmönnum. Morgunbiaðið/Rax Sannfærandi sigur íslenska drengja- landsliðsins [slendingarfóru illa með færin og sigurinn síst of stór ÍSLENSKA drengjalandsliðið í knattspyrnu sigraði Norðmenn 1:0 í undankeppni Evrópumóts- ins í knattspyrnu. Sigur íslands var sannfærandi og með smá heppni hefði hann getað orðið mun stærri. En færin voru illa nýtt og jafnvel vítaspyrna dugði ekki til að bæta við öðru marki. íslenska liðið tekur því aðeins eitt mark með sér í síðari leik- inn í Noregi í næstu viku. Aðstæður voru ekki mjög góðar á KR-vellinum. Völlurinn var blautur og háll og því erfítt fyrir leikmenn að hemja boltann og sjálfa sig ef því var að LogiB. skipta. íslendingar Eiðsson voru þó heldur skrífar sprækari í fyrri hálf- leik og komust tvívegis í gegnum vöm Norðmanna, en skot þeirra ekki nógu góð. Norð- menn fengu eitt gott færi um miðj- an fyrri hálfleik, en Ægir Sigurðs- son varði glæsilega frá Danny Sa- mes. Síðari hálfleikurinn var mun Qör- ugri og greinilegt að Íslendingar höfðu öðlast sjálfstraust eftir fyrri hálfleikinn. Á 45. mínútu komst Amar Gunnlaugsson laglega í gegnum norsku vömina en skaut framhjá úr góðu færi. Fjórum mínútum síðar kom svo sigurmark- ið eftir samvinnu tvíburanna í lið- inu, Bjarka og Amars. Bjarki átti góða sendingu inn fyrir vömina á Amar sem lyfti boltanum yfir út- Ísland-Noregur 1 : O (0:0) Evrópukeppni drengjalandsliða (U-16), KR-völlur, miðvikudaginn 21. septem- ber 1988. Mark íslands: Bjarki Gunnlaugsson (50.) Gul spjöld: Sigurður Omarsson (57.) og Tore Fossum (65.) Dómari: G. McCluskey frá Skotlandi. Línuveröir: Eyjólfur Olafsson og Ólaf- ur Lárusson. Áhorfendun 150. Lið íslands: Ægir Dagsson, Dagur Sigurösson, Gunnar Pétursson, Lárus Sigurðsson, Ásgeir Ðaldursson, Nökkvi Sveinsson, Bjarki Gunnlaugsson, Sig- urður ómarsson, Þórhallur Jóhanns- son, Amar Gunnlaugsson og Kristinn Lárusson (Kjartan Magnússon 73.). Lið Noregs: Ave Larvik, Björge Lar- sen, Tore Fossum, Roger Svendsen, Erik Thomessen, Torgeir Rugtredt, Stian Larsen, Tommy Bergersen, Jan Stále Berg, Danny Sames (Espen Sagsveen 69.) og Tommy Larsen. hlaupandi markvörðinn og í bláhor- nið. Góð sókn og fallegt mark. Slæm nýting Þrátt fyrir mörg dauðafæri tókst íslenska liðinu ekki að bæta við fleiri mörkum. Kristinn Lárasson skaut framhjá af stuttu færi og norski markvörðurinn varði frá Bjarka í góðu færi. Á 70. mínútu átti Bjarki góða sendingu á Sigurð Ómarsson sem var kominn einn inn fyrir. Mark- vörðurinn varði og boltinn barst út til Bjarka. Hann skaut að marki, en einn vamarmanna norska liðs- ins, Tore Fossum, varði glæsilega með hendi og skoski dómarinn dæmdi að sjálfsögðu vítaspymu. Amar Gunnlaugsson fór hinsvegar illa að ráði sínu í vítaspymunni, skaut hátt yfír. Síðustu mínútunar dró íslenska liðið sig aftur og Norðmenn sóttu í sig veðrið. Stian Larsen átti mjög gott skot af löngu færi en Ægir varði glæsilega. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og íslenskur sigur í höfn. Sigur sem hefði getað orðið mun stærri. Bjarki góAur Bjarki Gunnlaugsson á sérstakt hrós skilið fyrir frammistöðu sína. Hann lék mjög vel, opnaði fyrir samhetjum sínum og skapaði oft hættu við norska markið með skemmtilegum sendingum. Sigurð- ur Ómarsson og Láms Sigurðsson áttu einnig góðan leik og Ægis Sigurðsson var mjög ömggur í markinu. Liðin mætast að nýju eftir viku í Osló. Það lið sem hefur betur úr leikjunum báðum fer til Danmerkur og tekur þar þátt í lokakeppni Evr- ópumóts drengjalandsliða næsta vor. Það vakti athygli á þessum lands- leik að á markatöflunni stóð ekki Ísland-Noregur heldur KR-Gestir! Mjög undarlegt að sjá þar sem um landsleik var að ræða. KNATTSPYRNA HK með innan- hússmót Blakdeild Handknattleiksfélags Kópavogs heldur árlegt innan- hússmót HK í knattspymu i Digra- neshúsinu í Kópavogi. Mótið verður haldið 30.septemb- ,er til 2. október. Þátttökurétt í mótinu hafa fyrirtækja- og félaga- hópalið. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ Tyrkir sterkir Tyrkir, sem em mótheijar ís- lendinga í undankeppni HM, sigmðu Grikki með þremur mörk- um gegn einu í vináttulandsleik í knattspymu í Istanbul í gær- kvöldi. Tanju náði forystunni fyrir heimamenn úr vítaspymu á 9. mínútu. Anastopoulos jafnaði fyr- ir Grikki, en Oguz kom Tyrkjum aftur yfír fyrir leikhlé. Ridvan skoraði síðan þriðja mark Tyrkja um miðjan síðari hálfleik og tryggði ömggan sigur. Þess má geta að þetta var í fyrsta sinn í 39 ár sem þessar þjóðir mætast í landsleik í knatt- spymu. Áhorfendur vom 30 þús- und.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.