Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 29 Karvel ekki látið deigan síga, hann hefur lagt sig fram um að miðla þekkingu sinni til okkar er ekki þekkjum þennan tíma er vinna þurfti hörðum höndum fyrir því einu að halda lífi. í þessu sambandi má nefnat.d. bækurnar Sjómannsævi. Það hefur verið tilhneiging tii þess í okkar nútíma þjóðfélagi að setja stóran hóp þegnanna til hlið- ar. Þar á ég við eldra fólkið og bömin. Þessir tveir hópar eiga mjög mikið að gefa hvor öðrum. Þar geta þeir eldri miðlað þeim yngri, sem eru framtíð þjóðarinnar, af reynslu sinni og frætt þá um gamla siði og háttu. I því kristallast orðatiltækið að á fortíðinni byggjum við nútím- ann fyrir framtíðina. Karvel er einn af þeim sem hefur lagt sitt af mörk- um til að miðla af reynslu sinni til komandi kynslóða. Má þar nefna heimsóknir í ýmsa bamaskóla landsins. Þar hefur Karvel kynnt fyrir nemendum gamla atvinnu- hætti til lands og sjávar, atvinnu- vegi sem er undirstaða þess að við getum búið í þessu harðbýla landi. Allir menn geta verið umdeildir. Sá sem vill komast hjá gagnrýni gerir þess vegna ekki neitt og seg- ir aldrei neitt. Karvel hefur komist í gegnum sitt lífshlaup hingað til án þess að eignast óvildarmenn þrátt fyrir öfluga þátttöku í stjóm- málum og ýmsum félagsstörfum. Það hef ég heyrt eftir pólitískum andstæðingum hans að hann hafi verið erfiður andstæðingur á refil- stigum stjómmála. En engan hef ég heyrt hallmæla honum. Eflaust hefur honum einhvem- tímann eins og öllum dauðlegum mönnum orðið á mistök og fram- kvæmt eitthvað sem hefði verið hægt að gera á annan veg. En sök- um mjög sterkrar lífsskoðunar og lífsstefnu hefur hann getað siglt í gegnum þessar öldur án þess að bera kala til samferðamanna sinna eða þeir til hans. Og enn hefur Karvel ekki lagt árar í bát frekar en við hin unglömbin, enda aðeins 85 ára. Hann er á fullum snúningi við að koma nýjasta hugarfóstri sínu á laggimar. Nærri sínu gamla at- hafnasvæði er seiða- og fiskeldis- stöð að rísa undir hans stjóm. Kannski ekki sú stærsta á íslandi en eflaust ein af þessum fískeld- isstöðvum sem tekið verður eftir vegna þrautseigju og dugnaðar þess sem vinnur að framgangi hennar. Hann hefur sýnt og sannað að það eru ekki árin sem í sjálfu sér segja til um hvað er hægt og hvað er ekki hægt. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá er aldur aðeins spurning um afstæðar tölur. Menn eins og Karvel Ogmunds- son með öllum sínum kostum og göllum gefa mér von og vissu* um að við getum skapað okkur og sam- félaginu okkar framtíð. Þar sem gmnntóninn verður að vera mann- kærleikur og heiðarleiki, þrátt fyrir harðan og oft á tíðum kaldranaleg- an veruleika nútímasamfélags. Hermann Valsson Irlnftilb í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI A&næliskveðja: Karvel Ogmunds- son frá Njarðvík Nýjasta mynd leikstjórans John Hughes (Pretty in Pink, Ferris Buellers Day off, Planes,Trains and Automobiles) Frábær gamanmynd um erfiðleika lífsins HÁSKÚLABÍÓ SÍMI 22140 Áttatíu og fimm ára er í dag Karvel Ögmundsson frá Njarðvík. I tilefni þessa stóra afmælis vil ég minnast þessa merka manns og nokkurra þeirra atriða í æviferli hans, sem er sérstakur að mínu mati. Þegar taka á saman í stuttri grein atriði úr ævi Karlvels er erf- itt að velja og hafna, því þar er af mörgu að taka. Það má lýsa fengsælum og far- sælum formanni á opnúm árabát- um. Það má lýsa brautryðjanda á sviði fískiðnaðar og sjávarútvegs. Það má minnast veiðimannsins og náttúruunnandans. Þar má finna mann með dulræna reynslu. Þar ér maður sem hefur mjög ákveðna lífssýn og lífsskoðun. Þar er maður sem fór í fararbroddi annarra vaskra sveina þegar ýmis hags- munafélög voru stofnuð á sviði sjáv- arútvegs á Suðumesjum. Maðurinn sem stofnaði með öðmm Njarðvík- ingum Ungmennafélag Njarðvíkur svo og bamastúkuna Sumargjöf og hlúði þar með að dýrmætustu eign hverrar þjóðar, þ.e.a.s. bömum og unglingum. Að góðum íslenskum sið skal fyrst víkja lítillega að uppmna og ættemi Karvels Ógmundssonar. Karvel er fæddur á Hellu í Beruvíkurhreppi. Hann er sonur þeirra hjóna Ögmundar Andrésson- ar frá Einarslóni á Snæfellsnesi og Sólveigar Guðmundsdóttur úr Purkey. Hann er sjötti í röð 12 systkina. Sagt hefur verið að Ög- mundur faðir Karvels hafí verið hagmæltur og orðheppinn maður. Sólveigu móður Karvels hefur verið lýst á þann veg að hún hafí verið sérstaklega trygg, rólynd og hlé- dræg en ákveðin ef á reyndi. Ög- mundi og Sólveigu hefur verið lýst sem samhentum hjónum og trúuð- um. Trúin var Karveli í blóð borin og hefur trú hans eflaust veitt honum mikinn styrk í gegnum lífíð. Þessi sterka trú Karvels hefur eflaust gefið honum þetta vingjam- lega viðmót gagnvart öðm fólki. Aldrei minnist ég þess að Karvel hafi hallmælt nokkmm manni hvorki í töluðu máli né rituðu. Aldr- ei hef ég heyrt hann gagnrýna aðra né rakka niður, en slíkt er því mið- ur orðið alltof algengt í okkar þjóð- félagi. Einu sinni innti ég dóttur hans Sólveigu eftir því hvemig stæði á þessu en þá hafði ég lesið bækum- ar hans Sjómannsævi, 3 bindi. Svar hennar var á þá leið ef ég man rétt að: „Ef hann hefur ekki já- kvæða minningu um samferðamenn sína þá sleppir hann því að nefna það. Hann kýs frekar að láta vanta í frásögnina en að lasta nokkum mann." Þessi sterka jákvæða lífsskoðun hefur að mínu mati einkennt' Karv- el Ögmundsson. KarveL hefur alla tíð verið heilsu- hraustur. Á sínum yngri ámm stundaði hann sjóböð við Njarðvík- umar. Gerði hann það sér til heilsu- bótar svo og til skemmtunar. Einn- ig herma sögur að hann hafí kann- að heppilegt bryggjustæði við Njarðvík með því að synda og kafa á stórstraumsfjöru um fyrirhugað svæði. Þar sem flestir aðrir myndu eflaust eingöngu hafa gengið eftir ströndinni var það ekki nóg fyrir Karvel. Hann vildi vita eins ná- kvæmlega og honum var unnt hvemig botninn var við fyrirhugað bryggjustæði. Þess vegna lá það beinast fyrir að kanna það með náinni snertingu við höfuðöflin er hann hafði svo oft áður att kappi við; í þessu sem svo öðm þá fór hann sér hægt en ömgglega og fann að lokum góða staðsetningu fyrir báta- höfn sína sem í dag er Iandshöfn Keflavíkur og Njarðvíkur. Núna á sínum efri ámm hefur I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.