Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 fclk f fréttum Júllus Brjánsson, Randver Þorláksson, Sigrún Waage, Þórhallur Sigurðsson, N.Ö.R.D., Edda Björgvins- dóttir og Gísli Rúnar Jónsson í hlutverkum sínum í gamanleiknum N.O.R.D. GRÍNIÐJAN N.Ö.R.D. fluttur í Gamla Bíó Gríniðjan hefur sýningar á gam- anleiknum N.Ö.R.D. í Gamla Bíói föstudaginn 30. september, en Ieikritið var sýnt fyrir fullu húsi á Hótel íslandi í vor. N.Ö.R.D. (Nær öldungis ruglaður drengur) Qallar um grátbroslega manngerð sem allir ættu að kannast við. Fæstir stofna til kunningsskapar við Nerd- inn, nema tilneyddir. Piltur þessi er vægast sagt uppáþrengjandi og erfitt er að losna við hann af heim- ili, ef hann einu sinni hefur sloppið þar inn! Þessi gamanleikur gekk í London fyrir örfáum árum við gífurlega góða aðsókn, og á Broadway var leikritið sýnt í sex hundruð skipti á tveimur árum og er sýningum þar nýlokið. Sló það öll sýningarmet á báðum stöðum og er nú verið að setja upp verkið í Evrópu og á Norðurlöndum. Þórhallur Sigurðsson er hér í hlutverki N.Ö.R.D. SITT dót hafði hann sett í kassa á stofugólfið og auðvitað má aðeins hann einn hreyfa við því, annars... LÝTALÆKNINGAR Harry Glass- mann er dr. Jekyll og mr. Hyde Það eru víst engar lygasögur sem gengið hafa um eiginmann Victoríu Principal, lýtalækninn Harry Glassmann. Honum hefur verið stefnt hvað eftir annað fyrir að valda ómældu tjóni, fólki sem leitaði til hans vegna líkamslýta. Fleiri manns hafa kært hann og meðal annars fyrrverandi kona hans. En nú hefur Irene nokkur Marshall stefnt honum og eru skaðabætumar litlar 560 milljónir ísl. krónur seni honum verður dæmt að greiða konunni. Hann reyndi að breyta btjóstum hennar til hins betra en útkoman varð eitthvað ólánleg. „Hann er verri en dr. Jekyll og mr. Hyde“ segir aumingja Irene. Þar fyrir utan skellir hún skuldinni á Victoríu, „Pam í Dallas". ROBERT DE NIRO Fær Whitney Houston sem mótleikara að má deila um yndisþokka Roberts De Niro, en vald hans yfir konum er nánast hrollvekjandi. Það er sagt að aðeins ein kona vilji ekkert með hann hafa, en það er því miður eina konan sem hann vill. Vinir hans segja að hann hafi ekki um aðra hugsað en Whitney Houston, söngkonuna frægu, í heil tvö ár. Hann er reyndar ennþá gift- ur konu sem heitir Diahann en þau hafa lifað aðskildu lífí í fjölmörg ár. „Ég hef reynt allt; sent Whitney blóm, bréf, skartgripi og stundum leikfangabangsa“ segir Robert sjálfur. Whitney er 20 ámm yngri en Robert. Hún er mjög trúuð, og hef- ur meiri áhuga á að gerast prestur, en falla í faðma karlmanns. Sagt er að hún hafi ekki vitað hvað gera ætti við allar gjafímar, svo að á endanum hafi hún sent skartgripina tilbaka, en haldið bangsanum. Ro- bert De Niro hefur nú tekist að fá Whitney sem mótleikara í nýrri kvikmynd, svo það er kannski að hann fái að kreista hana eitthvað á hvíta tjaldinu. „Robert er mjög heillandi. Hann Robert De Niro. er flókinn, leyndardómsfullur, og mjög hættulegur konum. Það er í honum einhver fmmkraftur sem fær konur til að slqálfa í návist hans“ segir Lisa Minelli um leikar- ann. En Whitney hefur víst engan áhuga á slíkum hrollvekjum. Sara Fergu- son hefúr fúndið frekar sjaldgæft gælunafn á Beatrice litlu. Hún var ný- lega spurð í veislu einni hvernig rauð- hærða krútt- inu liði. „Rauðrófan min, hún hef- ur það bara aldeilis fint.“ COSPER - Þetta er fyrrverandi konan mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.