Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 C 5 Inn á milli stórra þunglamalegra fyrirtækja í Þverholtinu kúrirnota- leg verslun. Hún lætur lítið yfir séren einhvernveginn dregurhún vegfarendur að glugganum. Kerti loga í myndarlegum stjökum rétt fyrir innan gluggana, og sá hlý- leikablær sem hvílir yfir búðinni togar i fólk. Reyndar halda sumir að um heimili sé að ræða en ekki verslun og hálf tvístíga áður en þeir þora að láta til skarar skriða... Það er hlýtt og vistlegt þegar inn er komið og gömlu lampamir gefa frá sér notalega birtu. Vegg- ir eru prýddir málverkum i gylltum römmum og á borðum sitja krist- alsskálar, silfurbakkar og kop- arstjakar. Oftast sitja einhverjir á spjalli í makindum sinum og þiggja kaffi- sopa, sé heitt á könnunni, um leið og þeir velta fyrir sér því sem fyrir augu ber. Reyndar eni það innanstokksmunirnir sem til sölu eru. Þeir eru gamlir, sumir reynd- ar ævafornir og flestir eiga þeir sér langa sögu að baki. „Þetta er gamall draumur sem ég er“ ð láta rætast núna, “ segir Fjóla Magnúsdóttir, eigandi Ant- ikhússins, þegar búðina hennar ber á góma. Eg var búin að vinna í tæplega sautján ár í lögfræði- deild Búnaðárbankans og ákvað að stokka spilin og láta drauminn verða að veruleika. “ Það erdálítið skemmtileg tilvilj- un að upphaflega byrjaði Fjóla sinn búskap í þessu sama húsi árið 1953 og eignaðist þar þrjú börn með eiginmanni sínum, Ol- afi Steinari Valdimarssyni, fjórða barnið fæddist síðar. „ Við hjónin bjuggum hérhjá tengdaforeldrum mínum á efstu hæðinni og það má kannski segja að hér hafi ég einnig fengið áhugann á gömlum fallegum munum því tengdafaðir minn kom mér á sporið. Hahn hafði gaman af fornum hlutum og reyndar eignuðumst við fyrsta gamla muninn okkar í þessu húsi, borð sem tengdafaðir minn keypti upphaflega og hefur fylgt okkur hjónunum síðan. Fyrir tveimur árum var þetta húsnæði, sem verslunin er /' til sölu og við slóg- um til og festum á því kaup. „Það hefur verið mikið að gera frá því ég opnaði og það kemur mér mest á óvart hvað ungt fólk er áhugasamt um gamla muni. Það er þó fólkji öllum aldri sem kemur og skoðar en ungir karl- menn sýna húsgögnunum sér- stakan áhuga. Ungt fólk er farið að meta gamla muni á ný og sum- ir blanda hvorutveggja saman, gömlu og nýju." Fjóla segist flytja húsgögnin og skrautmunina inn frá Danmörku. „Ég varþar í nokkurn tíma í sum- ar til að afla mér sambanda og held að ég geti útvegað fólki antik- húsgögn fyrir svipað verð og ef það keypti ný. Enn er töluvert til af antik í Danmörku enda þótt Þjóðverjar og Finnar kaupi mikið og nú upp á síðkastið hafa ítalir bæst i hópinn. Ég er svo heppin að eiga góða vinkonu í Danmörku sem rekur antikversiun og hún hefur verið mér mjög innan hand- ar. Það er reyndar dálítið skemmtileg saga á bakvið það hvernig ég kynntist þessari konu, sem heitir frú Din. Það var fyrir fjölda mörgum árum að við hjónin vorum á ferð í Kaupmannahöfn og rákumst á antikverslunina hennar. Við fórum inn að skoða og létum okkur dreyma. Á þeim tíma höfðum við ekki fjárráð til að kaupa neitt. Þegar við fórum næst til Kaupmannahafnar kom- um við við hjá frú Din og skoðuð- um. Hún spurði hvort við værum að velta einhverju sérstöku fyrir okkur og við bentum á útskorinn hornskáp en létum það fylgja með að í bili hefðum við ekki efni á að fjárfesta f honum. Eftir að hafa spjallað við hana um stund sagði hún að skápurinn væri okkar, hún ætlaði að senda hann til íslands og við skyldum borga hann eftir hendinni þegar við hefðum efni á. Þetta varð úr og upp frá þessu varð frú Din mjög góð vinkona okkar og hefur síðan komið og verið hér hjá okkur á íslandi. Þessi kona, sem er afskaplega vel að sér um gömul húsgögn og var þannig til dæmis fengin til að búa hús Jóns Sigurðssonar hús- gögnum að hluta til, hefur aðstoð- að mig mikið. Hún er reyndar að hætta með verslun sina núna eft- ir að hafa verið með antikverslun i fjörutíu ár en bauð mér að taka við. Ég ákvað í staðinn að setja upp antikverslun hér á íslandi. “ Fjóla hefur áhuga á þvi að flytja inn gömul falleg skrifborð og stóla. „Mér finnst lítið um falleg skrifborð hér heima. Þá langar mig að hafa, fallega kertastjaka en það virðist erfitt að útvega þá núna. Ég hef hug á að nálgast kirkjumuni og svo ótal ótal margt fleira. “ Hverskonar antikhúsgögn heilla svo Fjólu mest? „Ég eryfirleitt gefin fyrir gömul húsgögn og gamla hluti og er sérstaklega hrifin af mahóníviðar- tegundinni. Það er hinsvegar frek- ar erfitt að útvega góða hluti úr mahóní sem er viðkvæmari viðar- tegund en til dæmis eik og hnota. “ Fjóla talar af áhuga og þekk- ingu um þessi fornu húsgögn sem fylla búðina hennar. Það ergaman að tala við fólk sem leggur hug og hjarta í viðfangsefni sín. GRG ----- —I m TBiodroqa SmMB iSIiil UOKMRSr Næturkrem BIO REPAIR andlitskremiðereitt af þeim allra bestu og kemurfrá TBiodroqa ÍBADEN BADEN BIO REPAIR erandlitskrem ísérflokki. BIO REPAIR frá T3iodroqa hjálpar húðinni að öðlast fyrri mýkt, stinnleika og raka, svo er BIO REPAIR COMPLEX fyrirað þakka. Dagkrem Komdumeð auglýsinguna tilokkar ogfáðu 10% afslátt útáhana.. - Þetta tilboð okkargildir til 31. október 1988. Bsmkastræti 3. S. 13635. Póstsendum. ÚTSÖLUSTAÐIR: Brá, Laugav. 74, Ingólfsapótek, Kringlunni, Stella, Bankastræti 3, Lilja Högnadóttir, snyrtistofa Akranesi, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupf. Eyfirðinga, Húsavíkurapótek, Egilsstaðaapótek, Vestmanna- eyjaapótek, Snyrtist., Rauðarárstíg 27,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.