Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 Sigríður Vilhjálmsdóttir, þjóðfélagsfræðingur. margt sammerkt með löndunum, svo sem lækkandi fæðingartíðni, vaxandi atvinnuþátttaka kvenna, kynbundið náms- og starfsval, tvískipturvinnumarkaðurog lægri laun kvenna en karla, svo eitthvað sé nefnt. En það er líka ýmsu ólíkt farið hjá löndunum þegar nánar er skoðað," segir Sigríður. Þetta má m.a. sjá þegar flett er í bókinni. Þá kemur í Ijós að íbúa- fjöldi á Norðurlöndunum hefurtvö- faldast frá síðustu aldamótum, en þó er einungis í tveimur landanna, á íslandi og í Noregi, útlit fyrir að fólki haldi áfram að fjölga fram að þeim næstu. Á öðrum Norðurlönd- um eru horfur á að fólksfækkun verði í byrjun næstu aldar. SJÖUNDA HVER MÓÐIR EINSTÆÐ Lægri fæðingartíðni og lengri meðalævi en áður hafa einnig tals- verð áhrif á aldurssamsetningu þjóðanna, þar sem hlutfall barna og unglinga minnkar sífellt en hlut- fall aldraðra eykst. Fjölskyldur verða minni, óvígð sambúð hefur færst í vöxt og hjónaskilnuðum fjölgað. Um það bil sjöunda hver móðirá Norðurlöndunum með börn á sínu framfæri er einstæð en aðeins um 2—4% karla. Það er einungis í Japan sem meðalaldur fólks er hærri en á Norðurlöndunum. Meðalævi kvenna er lengri en karla og mun- ar þar mestu í Finnlandi, eða um átta árum, en minnstu á (slandi, rúmum fimm árum, en hér er meðalævin lengst á Norðurlönd- unum. Athyglisvert er að heilsufar kvenna og karla er nokkuð ólíkt farið, þannig að segja má að konui hafi hærri sjúkdómstíðni, en karlar hærri dánartíðni. Þeirdeyja fremur en konur af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, illkynjaðra æxla og slysfara. Konur hins vegar hafa hærri tíðni hjarta- og æðasjúk- dóma. KARLAR HAFA MEIRI FRÍTÍMA „Eitt þeirra atriða sem ekki voru til sambærilegar upplýsingar um frá íslandi og hinum Norðurlönd- unum eru um hvernig fólk ver tíma sínum, hversu lengi það er við launaða vinnu og ólaunaða, eins og heimilisstörf og hve lengi við frístundir," segir Sigríður, en só litiðtil þeirra kannana sem fyrir hendi eru á Norðurlöndunum kem- ur í Ijós að á öllum Norðurlöndun- um verja karlar meiri tíma til láun- aðrarvinnu, en konurverja meiri tímatil ólaunaðrarvinnu. Þegará heildina er litið er vinnutími kynj- anna svipaður, en hann ræðst m.a. af aldri, hjúskaparstöðu og barnafjölda. Þó er Ijóst að karlar hafa heldur meiri frítíma en konur. Hvað menntun varðar á Norður- löndunum þá hafa karlar og konur þar sömu möguleika til menntun- ar, en munurinn á því hvernig þeir möguleikar eru nýttir er gífurlegur. Það er m.a. í starfsnámi sem kyn- skiptingin kemurfram, því konur eru í meirihluta í námi sem lýtur að þjónustu, uppeldi og umönnun, en karlar í meirihluta í námi á sviði frumframleiðslugreina, iðnaðar og tækni. Á háskólastigi erfjöldi karla og kvenna svipaður, en aftur er námsvalið mismunandi. I heil- brigðisgeiranum, kennaranámi og hugvísindum eru konur í miklum meirihluta en karlar í tækni og raunvísindum. Svona er lífið kona góð! Það er margt líkt með Norðurlandabúum, en ýmislegt ólíkt þó, eins og fram kemur í bók- inni „Konur og karlar á Norðurlöndum", sem fjallar um jafnstöðu kynjanna þar. Þannig má t.d. segja að vænlegast só að vera íslensk, norsk eða finnsk kona hvað lífdagana varðar, þvf hjá þeim eru þeir lengstir, eða um 80 ár. Sé um að ræða laun fyrir ófaglærða í iðnaði er hreint ekki svo hentugt að vera kona á íslandi, því þar eru þau hlutfallslega lægst og kjósi konur að vera heimavinnandi húsmæður, þá er mikið hentugra að vera norsk en af öðru norrænu þjóðerni. Vilji kona hins vegar eiga börn og vinna utan heimilisins, er lang hagstæð- ast að vera sænsk og eiga þar með kost á allt að 90 daga launuðu leyfi árlega vegna veik- inda barns, f stað t.a.m. 7 daga leyfis á íslandi af sömu ástæðum. Þá er einna hentugast að vera Dani ef fá þarf dagheimilispláss fyrir blessað barnið, því þar er ástandið einna best í þeim efnum, en á íslandi er vænlegast að vera dagmamma, því þar er nóg af börnum en minnst af dagheimilaplássi. Eins er mun hagstæðara að vera Svfí eða Finni en t.d. íslending- ur þegar að barneignum kemur og eiga kost á allt að tólf mánaða fæðingarorlofi — sem reyndar stendur nú til að auka í 18 mánuði í Svíþjóð — auk þess sem barnsfaðir getur einn- ig skipt barnsburðarorlofinu allan tímann þar til móts við móðurina. Svo mætti lengi telja. essar staðreyndir eru aðeins brot af þeim hagtölum sem er að finna í fyrrnefndri bók, en að henni unnu á tæpum tveimur sl. árum sjö kvenna samtarfshópurfrá nor- rænu hagstofunum. „Við unnum bókina að mestu leyti út frá því efni sem var fyrir hendi hjá hagstofum Norðurland- anna. Við þurftum því eðlilega að afmarka það nokkuð, þar sem sambærilegar kannanirá hinum ýmsu málaflokkum eru ekki fyrir hendi frá öllum löndunum nema að ákveðnu marki," segirSigríður Vilhjálmsdóttir, þjóðfólagsfræð- ingur. STAÐAN HVERGIJÖFN „Þegar litið erá niðurstöðurnar í heild sinni þá er Ijóst að á engu þjóðfélagssviði er staða kynjanna orðin nokkurn veginn jöfn. Það er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.