Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 4 „ Hva& tekur Þa% bcungan timCK. (j cuS ncl í svef nt6f Lur franda. honum? Á ég að skilja það svo að þú sért slík pempía að þú borðir ekki matinn þrátt fyrir smá mygliískán? Gott kvðld. Ég gleymdi að kyssa brúðina ... Lýðskrumarar í heiðri hafðir Til Velvakanda. Fréttimar sem maður fær núna frá TASS sanna það að kommún- isminn er versta plága heimsins í dag en lýðræðinu stafar ekki síður hætta af valdasjúkum mönnum sem eins og Holberg segir: „Ud i egen Til Velvakanda. Þegar ég var lítið bam var ég hissa þegar einhver fallegustu blóm- in í garðinum voru kölluð illgrési. Ég hafði samúð með fíflum og sól- eyjum sem reittar voru miskunar- laust til að skrautblómin fengju að dafna. Ég tel þetta rangnefni á plöntum, því jafnvel arfinn hefur sína fegurð. Það er nauðsynlegt að rækta garðinn sinn og það sama gildir einn- ig um mannlífsgarðinn. Þetta er sá garður sem okkur hefur verið falið að varðveita og fegra. Ýmislegt fer þó úrskeiðis. Hið illa blómstrar og græðgin ríður ekki við einteyming. Oft fyllist maður svartsýni og fær á tilfinninguna að mannkynið .steftii beinlínis í ranga átt, góðleiki og manngildi sé í rénun. Einhver spek- indbiidning", halda að þeir einir geti stjómað. Maður þarf ekki að blaða mikið í veraldarsögunni til þess að sjá að allt sem þeir gera eftir að þeir hafa fengið völdin er af því illa og allir skaðast nema þeir sjálfir og vinnufólkið sem þeir ingur líkti plánetunni jörð við geim- far þar sem geimfararnir eiga í stöð- ugu stríði við hvem annan. Þessi líking sýnir okkur hversu mikill ein- stæðingur mannkynið í rauninni er í óravíðáttu geymsins. Svo mikil er skammsýni sumara manna að þeir halda að þeir geti hagnast á þessu stríði allara gegn öllum. Hér í Vel- vakanda birtast stundum greinar þar sem talað er um tvær meginstefnur, helstefnu og lífsstefnu. Ættum við ekki að gera upp hug okkar hvorri við viljum fylgja? Ættum við ekki að gæta að okkur að slíta ekkert það upp sem er fagurt og gæta þess að garðurinn sé okkur í hvívettna til sóma? Er eitthvað til sem er verð- mætara en lífið sjálft? En þessum spumingum verður víst hver að svara fyrir sig. S.T. hafa alltaf fengið sér til stuðnings. Þetta höfum við reynt áður í hinni sárastuttu sögu lýðveldisins á ís- landi. Að þessi saga skuli nú vera búin að endurtaka sig hér á landi er næstum óskiljanlegt. Þjóðin er svo fámenn og vel upplýst að svona á ekki að geta gerst á nokkurra ára fresti. Niðurstöður þingkosn- inganna f Englandi sýna það að sú þjóð kann að meta það sem vel er gert og hlýtur skýringin á því að liggja í kennslukerfínu. Þar eru lýð- skrumaramir ekki f heiðri hafðir og félagshyggja ekki heldur. Þar em menn dæmdir að verðleikum. Stjómarandstaðan við Thatcher var líka hér á hennar fyrstu stjómarár- um mest í fjölmiðlum á íslandi og segir sú saga nokkuð vel frá vinnu- brögðum Ríkisútvarpsins okkar. Ég trúi ekki á það, að sú stofnun batni og sannleikurinn verði meira metinn í fréttaflutningi, þó nú sé kominn nýr menntamálaráðherra. Ekki alls fyrir löngu fengum við stjóm sem komst til valda á kjörorð- inu „samningana í gildi", og það urðu fleiri en verkamenn sem fundu fyrir svikunum. Og svo mun enn verða. Húsmóðir Hvert steftium við? Þessi mynd sýnir biðröðina sem myndaðist í rennunni. Reykjavíkurmaraþon: Hefði mátt gera betur Velvakandi góður. Ég er áhugamaður um skokk og tek þátt í fjöldahlaupum. Ég vil færa öllu þvi fólki þakkir sem vinn- ur að framgangi þeirra. Tilefni þessa skrifs er það að mér finnst að betur hefði mátt til takast við tímatökuna f 7 km hlaupinu í síðasta Reykjavíkurmaraþoni. Það ætti að vera meira en ein tímatöku- vél, nota ætti strax allar rennumar og hafa gott hólf fyrir aftan þar þar sem minnispeningar yrðu af- hentir, flærst rennunni svo þar myndist ekki bið. Svo er spuming. Verður ekki endir á þessum annars ágætu 200 ára aftnælisplöttum Reykjavíkur til verðlauna í hlaupinu. Enn var þó nokkur stæða eftir af þeim við síðustu afhendingu. Nú segir ekkert á plöttunum um hlaupið þannig að eigandinn verður að segja frá því hvemig hann fékk plattann. Og talandi um fólkið í hjólastólunum og þannan unga hlaupara sem hljóp á 27.47 mfn. Skyldu þau hafa feng- ið viðurkenningu með áletrun ef þau hefðu unnið hliðstætt afrek í t.d. golfí? Skokkari Víkverji skrifar Irafárið í Bandaríkjunum vegna gráhvalanna í ísnum við Alaska er aðeins enn ein áminning til okk- ar íslendinga um það, hve mikil áhrif nútímafjölmiðlun hefur í hvalamálinu. Víkveiji minnist þess þegar hringt var í hann frá Banda- ríkjunum fyrir nokkmm missemm vegna þess að þar hafði þá verið sýnd mynd frá grindhvaladrápi í Færeyjum og var hún sögð frá ís- landi. Sá sem í símanum var hafði miklar áhyggjur af því hvaða áhrif það hefði á fmynd þjóðarinnar út á við, að hún væri kennd við atburði, þar sem menn sáust vaða blóðugan sjóinn upp að öxlum við að drepa hval, skepnu, sem margir Banda- ríkjamenn líta á eins og hvert ann- að heimilisdýr. Kunningi Víkveija, sem búsettur er í Ósló og getur þar náð sending- um CNN sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku á kapalkerfi, sagði, að það hefði verið fastur liður í stöð- inni, sem sendir út fréttir 24 tíma á sólarhring, að beina sjónvarps- myndavélunum á hvalina við Al- aska. Þótti kunningja Víkveija nóg um athyglina sem þessi þijú sjávar- dýr fengu með hliðsjón af öllu öðm, sem var og er sífellt að gerast í. veröldinni. Hvalir undir ís verða að heimsfrétt á svipstundu eins og hvað annað nú á tímum og sjálfur Reagan hefur boðið alla hugsanlega aðstoð sfna og stjómar sinnar til að bjarga dýmnum. Kannski slær hann sér svo upp á þessu að græn- friðungar fyrirgefa það, sem þeir telja ólögmæta eftirgjöf stjómar hans gagnvart okkur Islendingum í hvalamálum? XXX Fréttaskeytin frá Barrow í Al- aska, 3.500 manna eskimóa- þorpi, sem hefur orðið bækistöð björgunarmanna gráhvalanna, bera með sér að þar sé tilfinningahiti mikill í fólki og ekki síður þeim, sem bjóða fram aðstoð sína. María nokk- ur Adams, talsmaður bæjarstjóm- arinnar í Barrow, sagði til að mynda við fréttamann Reuters: „Sumir sem hringja til okkar era í miklu uppnámi, þeir gráta jafnvel í símann. Aðrir bjóðast til að færa okkur hjálpargögn f einkaflugvélum sínum.“ Ástæðulaust er að gera lítið úr þessum tilfinningum frekar. en öðr- um. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er hvalurinn orðinn tákn fyrir ást margra á umhverfínu og þeim finnst þeir geta látið um- hyggju sína best í ljós með því að beijast fyrir vemdun hans. Fram hjá þessari staðreynd verður ekki gengið. XXX Ihinni mögnuðu nýju mynd Hrafns Gunnlaugssonar, í skugga hrafnsins, emm við ræki- lega minnt á það, hve mikið menn vom tilbúnir til að leggja í sölumar til að geta nýtt hvalreka. Minnir myndin okkur á að ekki er nýtt að hvalir veki harðar deilur og jafnvel illvígar. Víkveija fínnst að Hrafni takist meistaralega vel að vinna úr þræði sínum, þar sem hinn dauði hvalur er einskonar tákn baráttunn- ar fyrir lífsbjörginni. Oft er kvartað undan því að allt- of mikið sé af neikvæðum fréttum í veröldinni. Fréttimar af björgun hvalanna við Alaska era af öðrani toga. Vonandi eigum við íslending- ar ekki aðeins eftir að kynnast nei- kvæðum hliðum málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.